Fálkinn


Fálkinn - 15.04.1949, Blaðsíða 12

Fálkinn - 15.04.1949, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN 17. ÚT í OPINN DAUÐANN ég væri enskur og að ég vildi ekki ganga i herinn þá hefðu þeir sent mig í fanga- búðir og liætt að greiða henni ekkjustyrk. Og þá var hún í svelti. — Hættið þér nú! hrópaði majórinn. — Fyrst segið þér að faðir yðar sé enskur, og svo að hann sé þýskur tollmaður. Það er ekkert vit i þessu. — Þér skiljið, herra, móðir mín var ekki gift hinum rétta föður mínum. Hún hitti herra Heckt skömmu eftir að ég fæddist og giftist honum. Til þess að leyna því að hún ætti lausaleiksbarn fékk Heckt skipt um tollstjórastöðu og fluttist frá Herhens- thal til Bremen áður en hún kom aftur til Þýskalands. Eg var alinn upp sem sonur hans, sem Jóhann Heckt. Þess vegna gegndi ég herskyldu í Þýskalandi. — En þér verðið ekki Englendingur þeg- ar móðir yðar er þýsk og þér óskilgetinn af enskum föður. — Afsakið þér, en það er nú svona samt. Ef mamma hefði tilkynnt fæðinguna þýsk- um ræðismanni í Englandi þá hefði ég orðið þýskur jafnvel þó ég væri fæddur í Englandi. En hún gerði það ekki. Þvert á móti skráði hún mig sem enskt barn hjá enska konsúlnuin í Bremen þegar liún flutt- ist þangað. Það er áreiðanlegt að ég er enskur. — Þá hljóta ensku yfirvöldin að hafa vitað um liinn enska uppruna yðar, er þau létu skrásetja yður í herinn. Allir sem eiga heima í Þýskalandi verða að liafa fæðingarvottorð eða útlendingapassa. Þér getið ekki hafa liaft hvorttveggja. — Eg er hræddur um að ég hafi haft það, sagði Gregory auðmjúkur. Eins og ég sagði yður er afar erfitt að útskýra þetta. Þér skiljið að móðir min skrásetti mig hjá enska ræðismanninum í Bremen vegna þess að hún vildi eklci að ég yrði þýskur hermaður. En eftir að Heckt dó fluttum við til Diisseldorf og þar áttum við heima þegar ég var innritaður í herinn. Við erum fátæk og vildum ekki lenda í missætti við yfirvöldin, þess vegna sagði ég ekkert við því að láta innrita mig. Og þá var heldur ekkert stríð og ég hafði áformað að eiga heima í Þýskalandi alla mína ævi. Majórinn togaði í yfirskeggið, iiann var bæði gramur og ruglaður. — Eg skil ekki hvernig þér gátuð hald- ið enska borgararéttinum, eða hvernig þér getið krafist hans núna, sagði hann. — Otto Mentzendorff hálfhróðir minn hjálpaði mér til að ganga frá þvi fyrir þrem vikum, herra. Hann var í Þýskalandi þá og heimsótti okkur. Eg fékk honum fæðingarvottorð mitt og plöggin frá enska konsúlnum í Bremen. Hann fór með þau til Englands og lét stimpla þau á löglegan liátt. Þegar stríðið kom og ég var kvaddur í herinn, fór ég í mína herdeild til þess að móðir min skyldi lialda áfram að fá eftir- launin. En mig langaði ekki til að vera í stríðinu og hélt að ég mundi verða skráð- ur sem týndur ef ég gerðist liðhlaupi. Eg háfði fyrirfram aftalað við hálfbróður minn að ég mundi senda fyrirspurn um hans hendur, ef ég vildi fá enska horgara- réttinn aftur. Daginn sem ég var kyrrselt- ur hérna sætti ég mig við að vera í Hol- landi meðan stríðið stæði yfir, en eins og ég sagði yður ])á snerist mér liugur eftir að hann kom til mín, maðurinn frá þýska sendiráðinu. Otto skildi hvað ég vildi þegar hann fékk hréfið, sem þér send- uð góðfúslega fyrir mig til enska sendi- ráðsins í Ilaag. Ilann átti að sýna ensku yfirvöldunum skilríkin mín og krefjast að ég kæmist undir enska vernd þar eð ég hefði enskan fæðinarrétt. Og nú sé ég að hann hefir gert það. — Eg skil. En enska lögreglan er að leita að hálfbróður yðar sem borgara óvina- þjóðar. Var það ekki svo? Gregory var angistin uppmáluð er liann svaraði: — Herra Renshaw sagði mér það en ég get ekki trúað því. Það hlýtur að vera eins og lierra Rensliaw hélt, að Otto liafi orðið hræddur. Svo hefir hann sent plöggin min til yfirvaldanna í pósti eftir að hann hvarf en áður en hann fór úr landi. Eg er hræddur um að þetta baki mér vandræði í Englandi. Vingjarnlegi majórinn var nú alveg rugl- aður. — En :— en — stamaði hann, mér er þessi skyldleiki alveg óskiljanlegur. Móðir yðar var þýsk, faðir yð'ar — virkilegi fað- irinn —- var enskur. Herra Heckt var þýsk- ur. En liálfbróðir yðar, sem hefir reynt að flýja frá Englandi hefir rússneskt nafn. Gerið svo vel að útskýra fýrir mér hvern- ig í þessu liggur. Gregory varð niðurlútur og sneypuleg- ur en var þó skemmt yfir vandræðum majórsins. Það er erfitt, hérra, en ég 'skál reyna, úr því að þér skipið mér það. Áður en móðir min, veslingurinn, liitti Eng- lendinginn sem varð faðir minn, liafði liún kynnst fríðum fiðluleikara sem lék í Iiljómsveit gislihússins sem liún vann i. Hann hét Mentzendorff og hann var ekki Rússi heldur af þýskum ættum. Þau clslc- uðu hvort annað. Otto hálfbróðir minn varð til út úr því. Þegar móðir mín hitti Ileckt var Ottó orðinn fjögra ára, og liún þorði ekki að segja Ileckt frá að hann væri tii. Faðir minn var dæmdur til að greiða henni ákveðið meðlag á ári, og það borg- aði hún hjónunum, sem ólu Ottó upp. Þeg- ar Heckt dó vorum við Ottó báðir upp- komnir. Mamma hafði oft talað um hve mikið sig langaði til að sjá Ottó aftur, þess vegna gátum við spurt hann uppi og hann kom oft til Þýskalands til að heimsækja okkur. Otto var skrásettur hjá þýska ræð- ismanninum í London. Ekki glöggvaðist málið fyrir majórnum við þessa síðustu viðbótarskýringu Gregor- ys, og honum létti auðsjáanlega þegar hann hætti. — Gott! Gott! sagði hann og þóttist gera sig byrstan. — Eg verð að segja að fjöl- skyldumál yðar eru afar flókin — en það mun vera rétt sem þér segið. Hann yppti öxlum. — Hinsvegar skil ég ekki að ensku yfirvöldin skuli hafa orðið við ósk yðar. En þau um það. Við getum auðvitað ekki látið yður lausan úr því að þér komuð inn í landið án þess að hafa yðar réttu skil- ríki. En yfirvöldin hérna hafa fallist á til- mæli enska sendiráðsins um að þér verðið fluttur í ensku fangabúðirnar. Þá getið þér verið það sem eftir er stríðsins með þeim, sem þér kjósið að kalla landsmenn yðar. — Það er einstaklega fallega gert, sagði Gregory, — mjög fallegt. — Jæja. Þér verðið fluttur þangað i kvöld. Bresku fangabúðirnar eru í Gron- ingen. Þér eigið að fara héðan með lest- inni sem fer klukkan 6. Þér gelið farið! Gregoi-j' var hinn ánægðasti með þessa flóknu sögu sína, sem Iiafði gersamlega ruglað majórinn og fór nú upp í lierbergi sitt til að taka saman það litla sem liann hafði meðferðis. Klukkan hálfsex var gert orð eftir honum aftur og nú tók við hon- um miðaldra hollenskur korpóráll sem hél Jan Loon. Þetta var heppni. Því að það var einmitt þessi sami maður sem talaði talsvert ensku og hafði daglega sagt Gre- gory það markverðasta úr ensku fréttun- um. Korpórállinn fór með hann úl að bil- reið, sem stóð fyrir utan og stýrði henni hermaður. Og á leiðinni inn í bæinn sagði Gregory vini sínum Jan Loon hversvegna hann væri fluttur til Groningen og hin einkennilegu atvik að því að liann hefði orðið þýskur hermaður þótt hann væri fæddur Englendingur. Jan Loon harmaði að hann skyldi missa jafn viðfeldinn fanga, en notaði tækifærið til að segja, að jafnvel þó að þeir væru miklir mátar þá mætti hann ekki nota sér það til að reyna að svíkjast frá honum á leiðinni. Loon vissi skyldu sína. Hann lagði áherslu á að hann vildi ekki þurfa að koma aítur með skýrslu um flóttatil- raun, og hætti við að sú skýrsla mundi hafa í för með sér að Gregory lenti í fang- elsi í stað þægilegra fangalmða, þar sem fólk fengi ekki lakari meðferð en i Nij- megen. Gregory hló dátt við tilhugsunina eina um að hann reyndi að strjúka, Hann henti á að enn væri hann í þýskum hermanna- fötum og mundi varla komast langt áður en lögreglan hirti hann. Og liann hafði ekki neitt athvarf að flýja í. Allir ætlingj- ar hans ættu heima í Þýskalandi nema Otto Mentzendorff og hann væri týndur. Nei, hann var ánægður með að vera fangi hinna alúðlegu Hollendinga uns stríðinu lyki.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.