Fálkinn


Fálkinn - 15.04.1949, Blaðsíða 7

Fálkinn - 15.04.1949, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 777 vinstri: Safnari af líf og sál. — Þetta er ekki Wilhelm Þýskalandskeis- ari heldur uppgjafa leiguvagn- stjóri, sem hefir gerst safnari í stórum stíl. Hann safnar ólíkum kaktustegundum og fiskum úr suðurhöf um, f rímerkjum og peningum, vopnum, einkennum af hermannabúningum úr þýsk- um og enskum hersveitum. Á myndinni sést liann með þýskan keisarahjálm úr safni sínu og er að fægja þýskt sverð. Reiður niaður (við miðstöðina): — Ileyrið þér fröken, er einhver apakálfur á línunni? Míðstöð: — Nei, ekki i þennan endann. Baráttan við gigtina. — / Eng- landi eru 2 milljónir gigtveikra manna og veikin er talin kosta þjóðina hO milljón sterlingspund á ári. Ýmsir spítalar luifa stofn- anir, sem gera alls konar til- raunir með gigtlækningar. Mynd in sýnir aðferð, sem notuð er við gigt í baki. Sjúklingurinn er „hengdur“ til að teygja í hon- um hrygginn. Heimsborgarahreyfing í Þýskalandi. — Ilin svonefnda „heimsborgarahreyfing“, sem Carry Davis hóf í París er hann tók sér bækistöð fyrir utan þinghús Sameinuðu þjóðanna, er nú kominn lil Þýskalands og hefir verið vel lekið þar. — Myndin er frá Frankfurt a. Main, en þar eru aðalstöðvar hreyfingarinnar, og gerðust mörg hundruð manns meðlimir fyrsta daginn. Norris E. Dodd aðalfram- kvæmdastjóri FAO — matvæla- f'ramleiðslusambandsins — er lagður upp í ferðalag um öll helstu lönd heimsins til þess að rannsaka framleiðslumál land- búnaðar og fiskveiða. 1 Evrópu ætlar hann m. a. að rannsaka skilyrðin fgrir því, að hægt sé að koma á aftur viðskiptum milli Austur- og Vestur-Evrópu. Í'.HÍ Mountbatten í Grikklandi. — Hæstráðandi breska Miðjarðarhafsflotans, Mountbatten lávarð- ur heimsótti Grikkland í janúar og hitti helslu málsmetandi menn þjóðarinnar og formenn bresku og amerísku hermálanefndarinnar. Og svo hitti hann vitanlega Pál konung. — Hér sést Mountbatten lávarður stíga á land i Pireus, þar sem grískir sjóliðsmenn mynduðu heiðurs- vörð.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.