Fálkinn


Fálkinn - 15.04.1949, Blaðsíða 8

Fálkinn - 15.04.1949, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN . Ekkert væri mér kærara, svaraöi hann brosandi þegar hún bauð honum heim til sln í sumarhúsiö sitt! — Ó, hve þessi orö píndu mig .-. Sj úklingurinn á stofu nr. 7 Ivar falleg en duttlungafull stúlka, af ríkisfólki sem hafði nóga | peninga og var vön að koma sínu fram. — 0g læknirinn henn- | ar? Hvers vegna lét hann undan kenjunum í henni? — Hefði | mig bara grunað hvernig svarið varð við þeirri spurningu —! 1 EG játa að þegar ég var mjðg ung leit ég rómantískum augum á hjúkr- unarkonustarfiS. Eg hafði í huga lagiega búninginn og daglegar sam- vistir viS unga iækna, sem hvaS mig snerti „auSvitað“ hlutu aS leiSa af sér hjónaband, byggt á heitri ást. Það var elcki fyrr en síðar, í langri legu föSur míns og móður, aS mér lærSist aS skilja aS köllun hjúkrunarkonunnar er mjög kröfu- frek og litið rómantisk, nema mað- ur telji fórnfýsi og þolinmæði til þess sem rómantískt er talið. En hjá gamla húslækninum okk- ar og sérfræðingnum, sem hann kvaddi til, fékk ég þann vitnisburð að ég væri mjög hæf til hjúkrunar- starfans. Þessvegna var það engin furða, þegar ég stóð ein uppi og hafði lít- ið fyrir mig að leggja, að ég færi hugsa málið. Eg var ekki orðin tvít- ug og nauðsynlega skó'lámenntun hafði ég fengið. Ef ég gæti svo feng- ið meðmæli, ekki aðeins hjá hús- iækninum okkar heldur líka frá sérfræðingnum, var mér opin leið að komast að hjúkrunarnámi. Halvorsen læknir gerði sér meira að segja talsvert ómak og skrifaði hinum iæninum fyrir mig og bað hann um að benda sér á hæfilegt sjúkrahús handa mér. Hann fékk mjög vingjarniegt svar. Mánuði síð- ar var ég farin að starfa sem lærl- ingur á alkunnu sjúkraliúsi í einum af stærri bæjunum í landinu. Eg varð að brosa þegar ég á lær- ingsárunum hugsaði til minna gömlu drauma um hjúkrunarstarfið. Og ef það hefði ekki verið vegna Halvor- sens læknis, mundi ég hafa gefist upp við námið fljótlega. En liann hafði gefið mér vottorð um dugnað og mér var nauðugt að hann þyrfti að iðrast eftir meðmælin. Eg minntist þess með þakklæti live móðir mín sérstaklega var þolin- móð meðan hún var veik. Aldrei kvartaði hún, en var þakklát fyrir ailt, sem maður gerði fyrir hana. „Góða Vera mín,“ var hún vön að segja, „Þú verður að hugsa svo- lítið meira um sjálfa þig! Það nær ekki nokkurri átt að ung stúlka sé svona mikið inni.“ En á sjúkrahúsinu var enginn, sem hafði nokkra meðaumkvun með mér, þó að ég væri stundum í þann veginn að gefast upp. Og livað sjúkl- ingana snerti var svo að sjá, sem önugustu og óviðfeldnustu sjúlding- ar heimsins hefðu safnast saman á þessu sjúkrahúsi. Liklega hefir mér fundist þetta af þvi að ég var svo þreytt. Námið var að enda. Eg tók lijúkr- unarkonupróf og fékk stöðu á stóru einkasjúkrahúsi. Nú þurfti ég ekki framar að ganga að algengustu vinn- unni en var trúað fyrir ábyrgðar- meiri störfum og var í beinu sam- bandi við læknana. En það sem ég hafði reynt sem lærlingur hafði fyr- ir löngu tætt allar rómantiskar grill- ur úr höfðinu á mér og læknarnir voru í mínum augum ekkert annað en yfirboðarar. Þangað til Johnsen læknir kom! Herbcrt Johnsen var rúmlega þrít- ugur, hár og grannur með hlýleg, grá augu og töfrandi drengjabros. Auk þess tók ég fljótt eftir því að hann gaf mér gætur og talaöi oft við mig þegar tækifæri var til. Eitt kvöldið þegar ég átti frí og var á leiðinni út, var hann að koma niður stigann úr sjúkravitjun og fór að tala við ráðskonuna. Sjúkl- ingarnir þarna gátu látið sína eigin lækna vitja sín og ég skildi á hon- um, að það var spurning um nýjan mann, sem hann vildi fá. „Hafið þér ætlað yður nokkuð ákveðið, systir?“ spurði hann mig. Eg hafði hálfvegis liugsað mér að sjá kvikmynd, en tilhugsunin um að fá tækifæri til að g'anga út með Johnsen, gerði mig afliuga öllu því sem kvikmynd hét. „Nei,“ svaraði ég. „Eg ætla bara að fá mér hreint loft.“ „Það var rétt,“ sagði hann. „Eng- ir þurfa frekar á hreinu lofti að halda en einmitt hjúkrunarkonurn- ar, sem hafa verið að vinna á sjúkra stofunum allan daginn. Ef þér hafið ekki neitt á móti því ætla ég að fá að verða yður samferÖa.“ Og svo lögðum við af stað út i útjaðar bæjarins; þar var stór skemmtigarður. Við töluðum um allt annað en sjúkrahús og sjúklinga. Annars er sagt að þegar læknir og hjúkrunarkona eru saman geti þau ekki talað um annað. Eg var í sjöunda himni, það var svo langt síðan ég hafði talað ó- hindrað við ungan og geðslegan mann. Hann duflaði ekkert og mér féll betur og betur við hann. Hann þekkti til átthaga minna og hafði dvalist þar að sumarlagi þegar hann var barn. Auðvitað þekktum við ekki sama fólkið þar, enda var hann að minnsta kosti tíu árum eldri en ég, en ég kannaðist við nöfnin á strákunum sem hann hafði leikið sér við. Innan skamms vorum við far- in að tala um bestu felustaðina og hvaða görðum væri auðveldast að stela eplum i. „Það er svo að heyra sem þér hafði lítið annað gert um ævina en leika yður við stráka,“ sagði liann loks og hló þegar ég sagði honum að við hefðum leikið Indíána og hvíta menn og að ég liefði alltaf verið Indíáni, sem liét „Bláa fjöðr- in“. Þetta nafn hafði ég fengið af því að ég hafði fundið bláleita fjöð- ur, sem ég hafði fest á skólahúf- una mína. Eg sagði honum að lieima kring- um okkur hefðu aðallega verið strák- ar, en að telpurnar hefðu allar verið eldri en ég og hættar að leika sér. „Þegar ég athuga yður hetur þá sé ég að þér hljótið að hafa verið einstaklega fallegur Indíáni,“ sagði læknirinn, „en ég hefi sjaldan séð nokkra manneskju líta eins vel út i hjúkrunarbúningi.“ Eg fékk hjartslátt og minntist gömlu draumanna minna um að giftast lækni. Eg hefði ekki liaft neitt á móti því að giftast Ilerbert Johnsen. Á heimleiðinni tók hann mig undir arminn. Þessu fylgdi undar- leg tilfinning kringum hjartað, líkt eins og þegar allt fer að hring- snúast fyrir augunum áður en líður yfir mann. Nú var ekki íalað eins mikið og áður. Eg gat ekki annað en hugsað um, hvort honum mundi líöa Hkt og mér.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.