Fálkinn


Fálkinn - 15.04.1949, Blaðsíða 9

Fálkinn - 15.04.1949, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 Við hliðið liélt hann dálitið leng- ur i hönd mér en þörf var á, og fékk mig til að lofa sér þvi að ganga með sér sömu leið í næsta skipti sem ég ætti frí. Mér var ekk- ert á móti skapi að lofa þvi, og er ég var komin upp í herbergi mitt sat ég lengi og var svo sæl í hug- anum. Eg sá fallegu gráu augun fyrir mér .... Það hafði verið að- dáun i augnaráðinu —- og kannske eitthvað meira. Daginn eftir komu nýir sjúkling- ar. Þar á meðal ung, falleg stúlka, svo sem tveim árum eidri en ég. Eitt af hestu herhergjunum hafði verið tekið frá handa henni, svo að ég vissi að lnin mundi vera rík. Nærfatnaðurinn hennar og náttfötin voru með ævintýralegum íburði. Þeg- ar hún hallaði sér aftur á bak í svæflana leit hún út eins og prins- essa. Guilroðið hárið var greitt upp, eins og í kórónu. Hörundið ljóm- andi og ekkert veikindalegt og því síður rjóðar varirnar, sem að vísu voru málaðar. Bláu augun horfðu hlæjandi og yfirlætislega á mig. Jæja ......... svo þetta er nýi sjúklingurinn hans Herberts John- sen! Var liann orðinn tískulæknir, sem lét sem liann tryði á imynd- aða eða upplogna sjúkdóma þókn- unarinnar vegna? Eg hafði heyrt talað um slíka lækna. En mér hafði aldrei dottið i hug að Herbert John- sen væri i þeirra tölu. Hann hafði verið svo nærgætinn og Ijúfur við nokkur veik börn, scm við höfðum liaft og lagt svo mikið á sig vegna einnar stúlkunnar í eldhúsinu, sem orðið hafði veik. Og þó að þessi stúlka væri ung og liti svo vel út gat vel verið að lhm þarfnaðist læknislijálpar við einhverju. Eg get ekki neitað að ég varð hissa þegar forstöðukonan kallaði á mig og bað mig um að sinna sjúklingnum á nr. 7. Jolinsen lækn- ir hefði óskað þess sérstaklega. „Hann vi)l að luin hafi jafnaldra til að umgangast .... stúlku, sem er geðgóð og léttlynd og lætur ekki duttlungana í lienni á sig fá.“ Þetta fannst henni sannarlega skritið. „Það er eitthvað að hjartanu .... aíls ekki venjulegt tilfelli. Johnsen læknir er hræddur um að það- geti snúist til hins verra.“ „Vitanlega geri ég það sem mér er sagt,“ sagði ég. „En verð ég þá að yfirgefa barnadeildina fyrir fullt og allt . ...“ Mér var nauðugur einn kostur að ldýða, það liafði ég skilið undir eins, þó að forstöðukonan hagaði orðum sínum svona. Eg hafði lært fyrir löngu að sjúkrahúsaginn stend- ur ekki að baki heraga. En innvortis börðust tveir þráir viljar. Nýja starfið mundi hafa í för með sér að ég hitti lælcninn talsvert oft, en hinsvegar hafði ég megnustu óbeit á að eyða timanum í kenjadrós, sem hafði látið sér detta í hug að leggjast á sjúkrahús. Hver veit nema það væri beinlinis lil þess að veiða ákveðna persónu Eg reyndi að segja sjálfri mér að Herbert Johnsen væri duglegri læknir en svo, að hann léti beita sig þessháttar brögðum. Hann mundi bráðlega uppgötva að þetta væri ekki annað en fyrirsláttur I En það eitt að hann hefði látið villa sér sjónir um stundarsakir, nægði til að ergja mig. Og allra mest gramd- ist mér að þetta væri uppátæki af lians hálfu. Jæja, ég mundi fá tæki- færi til að athuga hvað fram færi. Eg fór að starfa á nr. 7. Iris Stál var ekki aðeins lagleg, hún var greind og skapstór, cn það tvennt cr hættulegt þegar það fer saman. Það hjálpaði henni til að koma alltaf sínu fram. Eg uppgötvaði að stundum virtist liún vera móðguð yfir smámunum þegar læknirinn var viðstaddur, eingöngu til þess að liann skyldi vera lengur inni. Hann hafði bannað lienni að komast í æs- ing og sagt mér að forðast allt, sem gæti gert lienni gramt í geði. Aðra stundina var liún i ljómandi skajDÍ og duflaði þá ósvikið við Jolinsen lækni. Það versta var að hann svaraði í sömu mynt og fór ekkert hjá sér þó að ég væri við- stödd. Þegar hann mætti mér i gang inum fyrir utan eina sjúkrastofuna einn daginn, var ég svo stutl í spuna við liann að ég skammaðist min fyrir. Hann var þó alla jafna lækn- irinn og ég undirlijúkrunarkona. „Heyrið þér, systir Vera,“ sagði hann, „likar yður ekki nýja starfið?“ „IJr því að þér spyrjið þá get ég ekki sagt annað cn ég liefi megn- ustu andstyggð á þvi,“ svaraði ég með áherslu á liverju orði. Mér fannst i svipinn eins og hann yirtist ánægður yfir þessu, en svo hvarf sá svipur af andlitinu og liann varð svo einkennilega dap- urlegur. „Eg skal segja yður, systir,“ sagði hann, „að mér er dálítið órótt út af þessu tilfelli. Eg vona að mér skjátlist og að prófessor G. . . .“ hér nefndi hann frægan hjartalækni — líti öðrum augum á þetta. En hann er fjarverandi og kemur ekki fyrr en i vikulokin.“ „Það vona ég lika,“ sagði ég nið- urlút og flýtti mér inn ganginn. Þegar ég hugsaði til þess hvern- ig ungfrú Stál gat dundað tímun- um saman við að dubba sig upp fyrir læknisheimsóknirnar og horfði á náttborðið hennar, sem var fullt af allskonar snyrtigögnum, var mér óhægt um að trúa því að hún væri alvarlega veik. Eina sjúkdómsein- kennið sem ég gat komið auga á voru varirnar á henni, sem voru grábláar þegar þær voru ólitaðar, en ég hélt að það væri aðeins mun- urinn á eðlilega og sterkrauða litn- um, sem villti mér sjónir. Það var aðeins einu sinni sem ég háfði séð þennan mun, því að hú snyrti sig sjálf. Það var aðeins liárið, sem ég fékk að hjálpa henni með. Læknir- inn hafði harðbannað henni að lyfta höndunum upp fyrir liöfuð. Bull! hugsaði ég með mér, en ég varð að hlýða skipunum, þó að mér virtist erfitt að gera ungfrú Stál til hæfis hvað hárgreiðsluna snerti. Það var mér hugraun að hlusta á liana þegar liún var að segja frá samkvæmunum sem hún hefði verið i, og hvernig hún lék stunduin á unga ástfangna menn og siðavandar frænkur. Það var likt um hana og mig að því leyti að hún átti enga foreldra, en liins vegar hafði hún erft miklar eignir. Eg felldi mig heldur ekki við bækurnar, sein liúij skipaði mér að kaupa hjá bóksalanum. Þetta var mesta rusl. En þegar ég minnist einu sinni á þetta við lækninn þá bara liló bann. „Takið þér því rólega, systir, hún þolir ekki það sem torvelt er að melta.“ Eg sagði að til væru léttar hækur, sem samt gætu liaft eitthvert gildi. „Þér meinið kannske .... Indí- ánabækur, systir?“ sagði' hann og brosti þessu brosi, sem gat gert mig vitlausa. Það var alúðlegt, nærri þvi viðkvæmt, en þó undarlegt megi virðast svolítið yfirlæti í þvi. Stóð hann ekki þarna og var að sletta Indíánum, aðeins út af þvi, sem ég liafði sagt lionum þarna um kvöldið? Hann sá að ég reiddist og hélt áfram: „Eg meinti ekkert illt með þvi, en þér eruð svo töfrandi þegar fýlc- ur í yður.“ Nú varð ég fjúkandi reið, og ég þurfti að hafa mig alla við til að geta svarað honum rólega. „Afsakið þér, læknir — það er kominn tími til að mæla hitann.“ Nú varð hann alvarlegur aftur. „Ilafið þér athugað liitabreytingarn- ar hjá ungfrú Stál? Gerið þér það? Það kann að vera hægt að draga ályktanir af þeim. Góða nótt!“ Þegar ég var komin fram að dyr- unum kallaði hann á eftir mér: „Er það ekki á morgun sem þér eigið fri?“ Eg kinkaði kolli og fannst heil eilífð síðan við liöfðum gengið út saman og komið okkur saman um að gera það aftur. Allt var orðið öðru- vísi núna. Mér var orðið ljóst að lionum var lagið að dufla, leggja út öngla .... eða bíta á þá, ef svo bar undir. Eg athugaði hitalínu sjúklingsins nákvæmlega. Jú víst! Þetta var ekki venjuleg lína með reglulegu hámarki eða lágmarki. Sums staðar hoppaði hún hátt upp og gekk svo langt niður fyrir eðlilegt hitastig. En var það ekki táknrænt fyrir svona duttlunga- skepnu? „En hvað þér eruð rjóð!“ sagði ungfrú Stál ertandi í rúminu. „Hef- ir einhver verið að erta yður? Mér lieyrðust raddir úti á ganginum ..“ Skyldi hún hafa heyrt til læknis- ins? Eg huggaði mig við að hún mundi að minnsta kosti ekki liafa lieyrt orðaskil. Eg svaraði ekki strax svo að hún liélt áfram: „Læknirinn segir að það sé ekki heppilegt að verða fyr- ir geðshræringu.“ „Nei,“ sagði ég, „þessvegna er ég lika að skoða hitalínuna yðar. Sem betur fer hafið þér verið róleg núna um tíma.“ „Já, mér liður miklu betur,“ sagði hun. Og nú töluðum við lengi sam- an, eins og jafnokar og vinir .... Hún var skemmtileg þegar liún vildi og orð læknisins um hitalinuna hafði liaft áhrif á mig. Þegar liann kom inn morguninn eftir stóð ég með meðalaglas i hend- inni við rúm sjúklingsins. Hún var að ljúka við að eta, — það voru aðallega ávextir, sem hún fékk. „Góðan daginn, læknir,“ sagði liún og glaðnaði í bragði. „Þessir ávextir fara að verða nokkuð ein- liliða, finnst mér. Og gæti ég ekki fengið glas af víni í stað þessarar eilifu mjólkur og. sódavatns?“ „Við skulum heyra hvað prófes- sorinn segir!“ svaraði Herbert John- sen. „Ilann kom lieim i gærkvöldi og ég vona að hann hcimsæki okk- ur seinni partinn í dag.“ „Iss,“ sagði hún., „mér er nóg að hafa yður, læknir. Ef þér getið ekki gert mið heilbrigða þá gelur það enginn! Heyrið þér, ég hefði gaman af að sýna yður sumarbústaðinn minn. Þér verðið að lofa mér að lieimsækja mig þangað þegar ég er orðin heilbrigð.“ Ilún sendi honum leiftrandi augnaráð svo að mér varð óglatt. Og þegar liann loksins svaraði, að ekkert væri sér kærara, lá við að ég öskraði. Hvernig gat mig nokk- urntíma liafa dreymt um að eiga framtíð mína með þessum flagara? Eg efaðist ekki um að þessi sjúk- dómur ungfrú Stál væri nokkuð annað en brella. Hann ætlaði vitan- lega að giftast lienni þegar hann hefði „bjargað“ lifi hennar. Þetta með iirófsessorinn var vitanlega ekki annað en fyrirsláttur — til að sýna hve nákvæmur liann væri .... Svei attan! Meðan á þessu samtali stóð var ég við fótagaflinn með meðalaglas- ið i hendinni. Eg gerði ráð fyrir að læknirinn mundi hlusta á hana áfram, eins og hann var vanur. En allt í einu fór hann og sagðist mundu koma aftur með prófessor- inn seinna. „Finnst yður þetta ekki mynd- arlégur maður, systir?“ spurði Iris Stál þegar hann var farinn út. „Hann reynir að minnsta kosti að vera það,“ svaraði ég ónotalega og taldi dropana i skeiðina. Sjúkl- ingurinn kingdi þeim viðstöðulaust. Að svo búnu lagðist hún út af og sagðist vera syfjuð. Eg tók borð- búnaðinn burt og lagaði koddana. Svo settist ég við gluggann með handavinnu. Eg varð að hafa eitt- livað til að hafa hugann við, og munstrið á blúndunni, sem ég var að hekla, var svo flókið að ég mátti til að telja .... En þrátt fyr- ir allt var ég að hugsa ........ „Ekkert væri sér kærara,“ hafði hann sagt, þegar lnin bauð lionum heim til sín .... Tárin brenndu augun í mér og allur líkaminn hitn- aði af blygðunarkennd. Eg varð veik af að liugsa um yfirborðs- mennsku og fláræði Herberts John- sen. En verra en allt var meðvit- undin um að hann hafði séð gegn- um mig og hafði mig að leiksoppi. í liuganum livarf ég aftur til Indi- ánaleikjanna í æsku og minntist live mikið hatur og hefnigirni „Bláa fjöðrin“ lagði í lirópin er liún elti flótta liinna hvitu með slönguna sína á lofti. Litla tréöxin — tomahaxvk •— var vitanlega alveg meinlaus, en í hugarheimi barnsins var þetta ban- vænt vopn, sem átti að útrýma þeim Framhald á bls. íí. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprent

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.