Fálkinn


Fálkinn - 15.04.1949, Blaðsíða 6

Fálkinn - 15.04.1949, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN - LITLA SAGAN - Hal Borland: SANDUR EG get kallað hann Grant Yates, rétta nafnið á honum kemur eng- um við. Hann var hár og magur með náfölt andlit og á að giska um fimmtugt. Eg var tólf ára þá. Hann átti heima í litlu húsi i jaðr- inum á söndunum, og við áttum heima nálægt átta kílómetrum suð- vestar, á gresjunum. Eg hetd að lionum hafi þótt vænt um mig vegna þess að ég hafði gaman af sandinum. Hann elskaði sand. Eg var vanur að taka hestinn og þeysa lieim að kofanum hans, og svo fórum við oft saman upp að stórum sandliól og settumst þar og töluðum saman eða sátum þegja- andi. Þetta var svo fallegur sand- hóll. Sandkornin glitruðu eins og gull, melgrasið var gisið, en það varð hátt og grænt á sumrin. Af hólnum var hægt að sjá marga kiló- metra í allar áttir. Reykur'inn frá járnbrautarlestunum, sem fóru lijá 40 kílómetrum norðar, sást hér um bil alltaf, og í góðu skygni var hægt að sjá blágráan fjallstind gnæfa við sjóndeildarhringinn í 160 kíló- metra fjarska í vestri. Einn daginn þegar Yates sat þarna og lét hnefafylli af sandi renna á milli fingranna, sagði hann: „Sand ur tímans — hann hrúgast upp og lyftir okkur upp til stjarnanna, og samt rennur hann undan okkur eins og tíminn sjálfur. Og aldrei getur maður tekið nema hnefafylli í einu.“ Svo brosti hann og hélt áfram: „Tvö ár eru langur timi, finnst þér ekki? — Fyrir þig, meina ég.“ „Jú,“ svaraði ég, því að eftir tvö ár yrði ég fjórtán ára. Hann kinkaði kolli. „Og þú átt mörg ár framundan. Hefirðu íhug- að hvað þú ætlar að gera við þau?“ Eg svaraði honum að ég vissi það ekki. „Auðvitað veistu það ekki,“ sagði hann. „Það er svo margt sem mann langar til þegar maður er ungur. En eitt skaltu muna: Þú getur gert allt sem þér dettur i hug. Óyfir- stíganlegar hindranir eru ekki til. Það er alltaf til leið yfir — eða gegnum — eða kringum þær.“ Hann andvarpaði og svo fékk hann liósta- kjöltur. Eftir dálitla stund stóðum við upp og gengum hægt heim að húsinu hans. Hann hafði byggt það sjálfur, og smiðað öll húsgögnin. Eg spurði hann hvort hann væri tré- smiður. „Nei,“ svaraði hann, „en ég lá eitt ár á bakið í rúmi i litlu, hvítu herbergi á berklahæli, og meðan ég var veikur þá gerði ég frumdrög að þessu húsi og öllu sem i þvi er. Og svo fluttist ég hingað og byggði það.“ Eg vissi ekki livað berklaliæli var. Síðar spurði ég móður mina og hún sagði mér að Yates hefði haft tæringu. LEIKHUS OG LEIKLIST K 7s 7s % 7s * FRA FORN - GRIKKJUM TIL VORRA DAGA £ H 7 K ^^y^yc^^yKKKKKKKK^KKKKh Einn dag sama liaustið spurði ég hann hversvégna hann hefði ekkert búfé. Hann svaraði: „Það væri ekki rétt af mér að liafa neitt umleikis, sem er háð mér. Að vísu á ég hest en liann get ég liirt og ég get ekki án hans verið. Það eina sem ég óskaði mér var þetta litla hús. Læknarnir sögðu að ég ætli í mesta lagi tvö ár ólifuð. Og með þessu móti endist það sem ég á mér í tvö ár. Annars hefðu peningarnir mín- ir ekki enst mér nema í mesta lagi sex mánuði. Nú hefi ég verið hér í hálft annað ár, og það hefir verið yndislegur tími.“ Veturinn var einstaklega mildur framan af, þetta árið, en i febrúar skall á blindbylur síðdegis einn daginn og stóð til næsta morguns. f dögun heyrðum við að einhver barði að dyrum. Það var Fred Williams, sem átti heima liálfan annan kílómetra fyrir sunnan oklc- ur. Hann sagði okkur að Rob son- ur lians væri alvarlega veikur. Drengurinn liafði fengið kvef og svo hafði það sett sig fyrir brjóstið. Um nóttina liafði hann fengið hita og átti erfitt með að anda. „Skyldi nokkur geta símað eftir lækni fyrir mig,“ sagði Wilíiams. „Eg veit að það er til mikils mælst í svona óveðri, en ég veit cngin önnur ráð.“ Ólánið liafði í sífellu elt Willi- amsfólkið síðan það flutist hingað vorið áður. William átti ekki einu sinni hest. Hcstarnir hans tveir höfðu veikst og drepist um haustið. Það var sagt að fólkið hefði ekki annað að lifa af en mexíkönsku baunirnar, sem það ræktaði sjálft. Mamma spurði hvort ég héldi að ég gæti komist til Woodrow og sím- að frá sveitakaupmanninum þar. Þetta var um sextán kílómetra leið, átta kílómetrar frá húsi Yates. Eg játti því, — ég þekkti leiðina eins og brókina mína. Eg bjástraði út i hesthúsið og beitti hestunum fyrir vagninn. Mamma tók til eitt- hvað af meðulum og ullarteppi og ég varð samferða Williams heim til hans. Eg lagði á Shorty og hélt af stað til Woodrow til að síma. Óveðrið fór versnandi og brátt sá ekki út úr augum. Eftir svo sem tvo tíma stansaði Shorty við hús. Það var kofi Yates. Eg hugsaði mig um livort ég ætti að halda áfram til Woodrow strax, en svo fann ég reykjarlyktina. Eg stökk af baki og fór inn. Yates lá i rúminu. „Hvað ertu að gera úti í þessu óveðri?“ spurði hann. Eg sagði lionum ástæðuna og bætti á eldinn hjá honum. Undir eins og hann hafði heyrt fyrri hlut- ann af sögu minni settist hann upp í rúminu og rétti út höndina eftir buxunum. Hann fékk hóstakast með- an hann var að klæða sig, og varð að setjast dálitla stund. Svo fór liann að skáp og tók fram nokkur glös, sem hann stakk ofan i tösku, og fór svo í þykkan vetrarfrakka. Þegar ég spurði hvað liann liefði hugsað sér að gera, svaraði liann að hann ætlaði að fara til Wiliiams. „En ég er á leiðinni til að sækja lækninn,“ sagði ég. „Læknirinn getur ekki komið fyrr en eftir marga klukkutima," svar- aði liann. „Drengurinn er með lungnabólgu. Ég þekki lungun býsna Adrienne Lecouvreur. Leildistin ruddi sér æ meira rúm i borgum Evrópu svo að nú varð erfiðara en áður að fylgjast með öllu markverðu, sem þar gerðist. — í sumum löndum kom fram fjöldi leikara, sem urðu frægir og vert væri að geta um. En liér er ekki rúm til að nefna nema þá allra helstu. í byrjun 18. aldar sópaði mest að Adrienne Lecouvreur af öllum leik- urum á Tliéatre Francais. Ilún var af fátæku fólki, faðir hennar var hattari og frænka hennar þvotta- kona. Það var þessi frænka lienn- ar sem kom lienni til manns. Meðal þeirra sem hún þvoði fyrir var nefnilega leikarinn Legrand, og hjá honum kom hún telpunni fyrir. Le- grand var lélegur leikari en ágæt- ur kennari, og lagði alúð við að opna dyr listarinnar fyrir Adrienne. Hún varð leikkona við leikhúsið í Lille og vakti athygli. Árið 1717 var hún ráðin að Théatre Francais og vakti þar aðdáun fyrir ágætan leik og eðlilegra málfæri en fólk átti að venjast á leiksviðinu um þær mund- ir. Hún lék fyrst og fremst sorg- leg hlutverk, en sást jió einnig i gam- anhlutverkum, en fundið var að því, að hún lék þau of „drottningarlega.“ Ævi hennar varð misjöfn og raunaleg. Hún elskaði marskálkinn af Sachsen, einn af frægustu her- mönnum samtíðarinnar, og það var staðhæft að keppinautur hennar, hertogafrúin af Boulillon, liafi reynt að drepa hana á eitri. Þegar liún dó, 29. mars 1730, gengu allskonar sögur um dánarorsökina. Prestarnir neituðu að grafa hana i vígðri mold, af því að liún vildi ekki gera það á banasænginni, sem krafist var af leikurum i þá daga, nefnilega að „iðr»st smánar leikarastéttarinnar.“ Lekain. Ungur handverksmannssonur, liann hét Henri Louis Lekain, kom til hins fræga andans manns, Voltaire og vildi endilega verða leikari. Hið dáða skáld tók horium vel, féllst á að hann liefði góðar leikgáfur, vel. Hver veit nema ég geti bjarg- að honum.“ „Það er ofsaveður úti,“ sagði ég. „Ætli ég ráði ekki við það.“ svar- aði hann og brosti. „Óyfirstígan- legar hindranir eru ekki til. Viltu gera svo vel að leggja á hestinn fyrir mig?“ Tiu mínútum síðar lögðuin við báðir af stað — hann sömu lciðina sem ég hafði komið, og ég áfram áleiðis til Woodrow og í simann. Hvernig Yates komst leiðar sinn- ar veit ég ekki. Eg var hálfan ann- an tima að komast til Woodrow. Læknirinn lofaði að koma strax og verða samferða, þvi að nú var en réð honum hinsvegar eindregið frá að ganga í þjónustu opinbers leikhúss og fullvissaði hann um að staða leikarans væri vanþakklát- asta starfið, sem liægt væri að gegna. Lekain var þó ekki af baki dottinn og Voltaire hjálpaði lionum, svo að þrátt fyrir að hann var varaþykkur og lijólbeinóttur og yf- irleitt ekki með heppilegt leikara- útlit varð hann frægasti Voltaire- leikari sinnar tiðar. Það var hver liöndin upp á móti annarri þegar Lekain var ráðinn að Théatre Fran- cais og loks var ákveðið að lofa lionum að leika fyrir Lúðvik XV. í Versailles og láta það ráða, sem konungi fyndist. Þegar hann kom inn á leiksviðið sögðu sumar liirð- frúrnar upphátt: „Skelfing er hann ljótur!“ En það leið ekki á löngu þangað til Jiær liöfðu gleymt útlitinu, því að leikur hans var svo liríf- andi. Jafnvel konungurinn grét. „Hann vil ég hafa,“ sagði konungur- inn á eftir, „hann liefir komið mér til að gráta, mig, sem annars aldrei græt.“ Lekain dó 1778. Sama ár kom Voltaire til Parísar á ný og var hyllt ur eins og konungur, sérstaklega við leiksýninguna 1. apríl. Það var ekki að ástæðulausu, livi að hinn gamli hugsuður hafði haft stórfelld áhrif á franska leiklist. Að vísu var hann ekki sérstaklega .mikið leikritaskáld sjálfur, cn hann var leiklistinni gagnlegur maður og vinur leikara- stéttarinnar. Og svo kunni hann að meta mátt auglýsinganna. Til þess að vera viss um sigur þegar eithvert af leikritum lians var sýnl í fyrsta sinn, var hann vanur að úthluta vinum sínum og kunningjum ókeypis aðgöngumiðum, en jieir klöppuðu duglega í staðinn og liróp- uðu að leikslokum og kölluðu höf- undinn fram, þó að þeim liefði hundleiðst leikurinn. Alltaf var sér- lega vandað til sýninganna á leikj- um Voltaires og aðalleikendurnir voru Lekain og leikkonurnar Dume- snil og Clairon. storminn farið að lægja. Læknirinn var kominn heim til okkar skömmu eftir nón. Eg setti mer ina hans inn í liesthús og lagði á óþréyttan liest. Þegar ég sagði lion- um það sein ég vissi um Rob, hristi hann liöfuðið. „Það er lítil von með hann,“ sagði hann. „En úr því að ég er kominn alla þessa löngu leið, er best að lianlda áfram, jafnvel þó að ég liafi ekki annað erindi en að skrifa dánarvottorðið.“ Svo liéldum við áfram til Williams. Rob var ekki dáinn. Sótthitinn hafði rénað og liann var sofnaður. Frh. á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.