Fálkinn


Fálkinn - 01.07.1949, Qupperneq 4

Fálkinn - 01.07.1949, Qupperneq 4
4 FÁLKINN SÖREN KIRKEGAARD leggur undir sig heiminn 100 árum eftir dauðann í TM sama levti sem Frakkar römbuðu á barmi allsherj- órgjaldþrots eftir styrjöldina, biðraðirnir urðu lengri og lengri og verðlagið á skuggamarkaðn- um varð hærra en nokkru sinni fyrr, varð hágengi á frönskum hókmenntum. í París, þar sem fálæktin og neyðin var að buga almenning, tókst lágvöxnum, þreknum manni, l'ráneygum gegnum gleraugun, að snúa at- hyglinni frá dægurraununum. Stóri salurinn í Sorbonne-liá- skólanum, þar sem hann liéll fyrirlestra sina, þrungna af andagift, var fullskipaður, og þúsundir urðu frá að liverfa og komust ekki inn. Galdramaður- inn sem gerði þetla með ekta l'rönskum eldmóði og andríki, var heimspekingurinn og rit- höfundurinn Jean-Paul Sartre, og boðskapurinn sem hann flutti með svo mikilli mælsku gekk undir nafninu existeniial- ismi. Sjaldan hefir fyrirlesara tekist að lirífa og hneyksla á- heyrendur sína eins eftirminni- lega og þessi maður gerði. Það er ekki of djúpt tekið í árinni j)ó að sagt sé að liann liafi skipt menntastéttinni í París í tvo flokka: með og móti Sartre — og' j)essir flokkar börðust af svo mikilli heift að sliks er ekki dæmi á þessari öld. Tignaður og fordæmdur, til- beðinn og fyrirlitinn Iiélt Sartre áfram heimspeki-ferð sinni með mestu ró. Ilinar opinskáu og krassandi lýsingar í skáldsög- um Sartres og leikritum höfðu liaft þau álirif á marga landa hans að þeir tólcu öndina á lofti af gremju, og nú bætti hann gráu ofan á svart með j)vi að sýna fram á í fyrirlestrum sínum, að öll rit t)ans væru í rauninni rökrétt tjáning á lifs- skoðun existentialismans. Það er grundvallarskoðun Sartres að maðurinn sé öllu ráðandi um möguleika sina í lífinu og skapi sitt eigið ég. Með verkum sín- um velur hann sjálfur það, sem hann kýs sér að verða, og hon- um er alveg frjálst. Þessi speki er í rauninni ger- byltandi þegar hún er borin saman við hinar grundvölluðu kenningar raunspekinnar um úrslitaþýðingu uppeldisins og umhverfisins fyrir einstakling- inn, og hún var flutt af svo mikl um eldmóði að mikill meiri hluti unga fólksins fylltist hrifn ingu. En j)egar er að gáð er þetta huglæga lífsevangelium Sartres ekki eins frumlegt og margir kynnu að halda. Það byggist sem sé að miklu leyti á kenn- ingum danska heimsspekingsins Sörens Kirkegaard, sem var mis- skilinn af samtíð sinni, lá svo í þagnargildi marga áratugi en hefir orðið rannsóknarefni fleiri og fleiri heimspekinga síðustu þrjátíu árin. Það eru kenning- ar Kirkegaards um frjálsan vilja og frjálst val, sem Sartre hefir eakið upp aftur og sett fram i nýjum búningi. Einhvern tíma jægar illa lá á Sören Kirkegaard •— og það gerði það oft — líkti hann með nístandi kaldhæðni aðstöðu sinni í andlegu lifi Dana við j)að „að vera snillingur í smá- þorpi“, en þrátl fyrir ])að að hann skorti síst sjálfsálit, mun hann aldrei hafa dreymt um. að hundrað árum eftir dúuða hans mundu rit hans verða meira rýnd og könnuð en nokk- urs heimspekings tuttugustu aldarinnar. Sören Kirkegaard stendur á hátindi frægðarinnar í dag. Þessi klunnalegi, skrítni klæðakaupmannssonur, sem all- ir götustrákar Kaupmannaliafn- ar höfðu að spotti og spéi, er-i dag kunnur og dáður um allar. heim. Hann skipar heiðurssess hjá heimspekingum Erakk- lands, Englands og Þýskalands, og 1946 kom út skrautleg heild- arútgáfa af ritum hans í Banda- ríkjunum. Ástæðurnar til hinnar vax- andi hvlli Sörens Kirkegaard geta verið ýmsar, en þó mun nærri getið ef sagt er að þær séu einkum þvi að þakka hve fjölhæfur hann var í greininni. Þetta er maður, sem hefir eitt- hvað handa öllum eða flestum. Sá trúhneigði kemst við er hann les túlkun hans á því hvað trú- in sé, fagurfræðingurinn hrífst af hinum dásamlega stíl lians, og sálfræðingurinn telur ril hans gullnámu snilldarlegra at- hugana á sálarlífi manna. Auk þess er persónugerð hans óend- anlega heillandi og sérkenni hans svo dularfull, að lesand- inn verður forvitinn er hann les rit hans og spyr: „Hvernig fer þetta — hvað kemur næsl?“ Sveilabarnið sem fæddist i þennan heim 5. maí 1813 í húsi Kirkegaards klæðakaupmanns við Nytorv í Kaupmannahöfn var hersýnilega barn gamalla foreldra. Móðir lians var j)á 45 ára og faðir hans 56. Dreng- urinn var taugaveiklaður, mis- lyndur, veiklulegur á líkaman- um en mjög greindur. Þessi veikbyggða jurt óx upp-í óliag- stæðu loftslagi og jmeifst illa. A heimilinu var mikil siða- vendni, sparsemi og trúrækni, og allir urðu að sitja og standa eins og húsbóndinn vildi Hann var alls ekki venjulegur klæðakau])inaður heldur und- arlegur höfuðhlej'pingur, og varð syni hans að því. Þegar Sören grátbændi um að mega fara út, lók faðir hans í hönd honum og þrammaði með liann aftur og fram um gólfið og sagði honum á meðan, að nú væru þeir á gangi á Strandveg- inum. Stundum urðu þeir að taka ofan fyrir fólki sem þeir mættu, stundum hugsuðu þeir sér að þeir færu inn i búð og keyptu kökur .... Hægt og bít- andi skar faðir hans á öll þau bönd, sem tengdu Sören við raunveruna. Var það furða þótt drengurinn vrði eins og álfur úr hól? í skólanum farnaðist honum illa. Félagar hans fundu brátt að Jressi skrítni klaufi var tilvalið skotmark fyrir pör þeirra og skens, — hann var svo skringi- legur, forneskjulegur i klæða- burði og auk ])ess með hrygg- skekkju, svo að hann gat ekki leikið sér eins og aðrir. Til þess að verja sig beitti hann napur- yrðum og spotti, jafnvel kenn- ararnir voru hræddir við eitur- skeytin hans. Þegar dönskukenn arinn Storch hafði trúlofast stúlku, sem hét Charlotte Lund, valdi Sören sér í stíl, sem hann átti að skrifa um sjálfvalið efni: „Charlottenlund — ferðin þang- að og skemmtanir þar.“ Á yfirborðinu var ævi Kirke- gaards fremur atburðasnauð, en þeim mun meira gerðist í hug- arheimi hans. Smávægilegir at- burðir gálu orðið að stórfeng- legum gífurtíðindum í hug hans. Haustið 1835 liann var þá við guðfræðinám — vai'ð hann fyrir taugaáfalli sem hann sjálfur hefir kallað „jarðskjálft- ann mikla“. Faðir hans, sem hann hafði dáð meira en nokkra Skripamynd cif Sören Kirkegaard itr ,,Corsarengerð af VI7. Marstrand. aðra mannveru, játaði sem sé fyrir honum, að þegar hann var tólf ára hefði hann formælt guði. Það er erfitt að gera sér í liugarlund hver áhrif þetta hefir haft á hinn unga guðfræð- ing, sem alist hafði upp í strangri trúrækni, lialdinn þungri sektarmeðvitund og þjáð ist af ólæknadi þunglyndi. Fað- ir hans hafði verið eina akkeri hans í tilverunni en var nú allt í einu orðinn stórsyndari. Þetla áfall varð lil þess að Kirkegaard varð hugsjúkur og heilabrot hans jukust um allan helming. Hann taldi refsidóm Guðs vofa yfir allri fjölskyldunni. Mörg systkini lians liöfðu dáið ung og taldi liann það begningu fyr- ir óguðlegt athæfi. Líklega hefir „jarðskjálftinn“ átl þátl í því að Sören Kirkc- gaard flutti úr heimahúsum og enn líklegra er að það bafi ver- ið í örvæntingu, sem hann aldrei þessu vanl leitaði svölunar i solli veraldar. Sumir telja að hann hafi lifað í sukki og svalli og benda setningar i dagbók hans í þessa átt. Um nýár 1838 kvarlar han yfir þvi að hann sé andlega þrotinn og þegar fað- ii' hans deyr í ágúst sama ár, þyrmir alveg yfir hann. Hann er orðinn hundleiður á guðfræð- inni en lýkur samt prófi 1840, áðallega vegna þess að hann vissi að föður hans væri það að skapi. Lýkur þar skeiði úr ævi hans. Bráðlega upplifði hinn ungi heimspekingur nýjan „jarð skjálfta“ sem hafði úrslitaáhrif á ókomin ár lians. Kaupmannahöfn var lítill slúðurhær i þá daga, og allar kerlingar ætluðu að rifna af hneykslun þegar það spurðist að Sören Kirkegaard hefði op- inberað trúlofun sína, og ungr-

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.