Fálkinn


Fálkinn - 01.07.1949, Side 5

Fálkinn - 01.07.1949, Side 5
FÁLKINN 5 Sören Kirkegaard ú unga uldri — hvöss augu og gáfuiegt and- lit. ar og fríðrar stúlku, sem hét Regine Olsen. Hann var sjálfur ekkert kvennagull. Allir tóku eftir lionum á götu vegna þess live hann var skakkur, augun rýnandi bak við gleraugun og röddin skraék og hvínandi. Þetta var ekki heinlínis aðlaðandi, og svo var göngulagið hjákátlegt líka, því að liann var smástíg- ur og gekk alltaf á skakk, svo að sá sem gekk samhliða hon- um varð annaðhvort að fara út i rennuna eða upp að húsveggn- um. Fólk hló líka að þvi að skálmarnar lians voru ekki jafn langar. Það var eitthvað forn- eslcjulegt við manninn; allir sáu að gæði lífsins voru ekki ætluð lionum — liann lifði i sinum eigin einangraða lieimi. Það var hér eins og svo oft í ástamálum: andstæðurnar mættust. Regine Olsen var blíð- lynd, kvenleg og mjög blátt á- fram, hugsaði aðeins um dæg- urmálin og hafði engin skilyrði til að skilja hinn djúphuga, þúnglynda speking. Hún hefir líklega gengist upp við að þessi gáfumaður var bálskotinn í henni. Frá hans sjónarmiði var hún sjálft lífið, sem loksins harði að dyrum. Hún var mögu- leikinn til þess að hann gæti lifað eðlilegu borgaralífi. Enginn val'i er á því að i fyrstu hefir Ivirkegaard verið staðráðinn í að giftast henni. En það var ekki framkvæman- legt. Hér er ein af gátunum i ævi Kirkegaards og hún verður aldrei ráðin. Kirkegaard tók ráðninguna með sér í gröfina. Af dagbókarklausum hans má sjá, að Kirkegaard hefir ráð- fært sig við lækni eftir að liann trúlofaðist, og læknirinn ráðið honuin eindregið frá að giftast. „Hann áleit að ég gæti ekki framkvæmt það almenna,“ seg- ir hann í dagbókinni. Ivirke- gaard víkur oft að þessu og talar undir rós um „sin pæl i ködet“. Eigi er vitað hvað hann á við með þessu. Hvort hann hefir fengið kynsjúkdóm í æsku, sem hægt er að setja í samband við mænuhólguna sem hann dó úr, 42 ára gamall, eða hvort eitt- livað annað hefir verið að, er óvíst. Þunglyndi lians getur líka hafa átt sök á þessu. En svo mikið er víst að þá loks er „líf- ið barði að dyrum hjá honum, þá gal hann ekki tekið á móti þvi. Hann elskaði Regine Olsen, en læknisráðið hljómaði jafnan i eyrum hans. Og nú tók hann mikla ákvörðun. Hann hafði ekki þrek til að segja Regine sannleikann. í staðinn lék hann skringilegan gamanleik. Hann varð önugri með hverjum degi og hafði allt á hornum sér er hún var nærri. Hann særði hana með öllu móti, til þess að gera hana afhuga sér. En stúlkuvesl- ingurinn hékk á honum þangað lil hann rauf trúlofunina sjálf- ur. Og nú komust ófagrar sögur á kreik um hann og hann var troðinn niður i skitinn. Svo flýði liann til Berlín, sjúkur á sál og líkama. En andans þróttur lians bug- aðist ekki. Þvert á móti. Árið 1808 hafði hann gefið út fyrstu ritgerð sína: „Úr blöðum manns sem ennþá hjarir“ — hvassa og liæðna ádeilu á H. C. Andersen og bókina „Ivun en Spillemand“. Nú kom hvert ritið af öðru, log- andi af innblæstri. Kvalinn af sársauka og svefnleysi gekk Ivirkegaard sér til húðar, hann fann að liann mátli ekki svíkj- ast um að færa það í letur, sem honum var innanbrjósts. Hann hafði stóra íbúð i Austurgötu og þar var ljós í hverjum glugga alla nóttina. í hverju herbergi lá pappír og penni frammi, svo að liugs- uðurinn gæti skrifað það á blaðið undireins, sem honum datt í hug, er hann skálmaði eirðarlaus á milli herbergjanna. Meistaraverkið „Enten ■— eller“ kom út 1843 og stuttu síðar komu með litlu millibili: „Frygt og Bæven“, „Gentagelsen“, „Filosofiske Smuler“, „Om Be- grehet Angst“, „Forord" og „Atten opbvggelige Taler“ trúmála- og heimspekirit, sem spekingar nútimans spreyta sig á. Kirkegaard hefir markað tímamót bæði í heimspeki og fagurfræði Norðurlanda og and- legu lífi. Hann yfirgnæfir alveg samtíðarmenn sina og framsetn- ingargáfa hans er snilldarleg. Og liann er jafnvigur á spak- mælin sem frásögnina. Dönsk tunga hefir aldrei átt snjallari túlkanda. Kirkegaard var tilfinninga- maður, sem hoðaði að hið hug- læg'a væri eini mælikvarðinn á sannleikann. En það sannað- ist á honum, að örskammt er öfganna á milli. Hann taldi heiminn vera að farast í „ut- vortes spektakel“ en livatti lil skilvrðislausrar persónuleika- dýrkunar, sem gerði hann sjálf- an að pislarvætti. Sem hugsuð- ur var hann bein andstæða Marx, sem taldi einstaklinginn afleiðingu umhverfis síns. Hið hvíldarlausa starf Ivirke- gaards eftir slitin við Regine varð honum ofraun. Hann var dauðþreyttur og hugsaði sér að gerast prestur í sveit það sem eftir væri ævinnar. En þá var það að „Corsaren“, skoþblað skáldsins Goldsmiths birti neyð- arlegar myndir af Kirkegaard, sem öll Kaupmannahöfn hló að. Það þoldi hann ekki og fékk nýtt „jarðskjálfta-áfall“, sem varð til þess að hann skrif- aði fjölda trúmálaritlinga og krýndi sjálfan sig þyrnikórónu píslarvættisins. Kröfur lians til hreintrúnaðar og heittrúnaðar l'ara sívaxandi og loks kemst hann í beina and- stöðu við þjóðkirkjuna og skrif- ar ádeiluritið „Öjeblikket". í október 1855 er liann flutt- ur á Friðriksspítala í Höfn. Hann var með mænubólgu og varð innan skamms máttlaus. Hann fann dauða sinn nálgast ig tók því með rósemi. Og 11. nóv. 1855 gaf hann upp öndina, þessi maður sem kannske hefir lifað fjölskrúðugasta hugsana- lífi í Danmörku. Það er ógerningur að gera nokkra heildarmvnd af Sören Kirkegaard, liann var fjölþætt- ari og sjálfum sér sundurþykk- ari en svo. Ilann skrifaði fegur um ástina en nokkur maður, en varð samt aldrei ástar aðnjót- andi. Hann gerir strangar sið- ferðiskröfur til sín og annarra, en er eigi að síður nautnamað- ur og svallari um skeið. Hann var andans maður og undraverð- ur starfsmaður, en eigi að siður sólundaði hann öllum föðurarfi sínum á ótrúlega stuttum tíma 175.000 krónum, sem var gífurlegt fé á þeim tíma. Ilann var spekingur en hafði eigi að síður vit á góðum vinum og góðum mat og vildi njóta lífs- ins, sem liann fyrirleit og for- dæmdi í aðra röndina. Það er ekki furða þó að sálgreining- armenn vorra tíma finni mörg rannsóknarefni í sögu hans og ritum. MILLJÓNAMÆRINGUR í EINN l)A(i í Helsinki liefir nýlega verið flett ofan af hjúskaparsvikara, sem hvorki liefir skort áræði né hugmyndaflug. Ilann þóttist vera aðalsmaður, verk- fræðingur og kapteinn í hernum og lét á sér skilja að hann væri millj- ónamæringur ofan á allt hitt. Þetta var meira en nóg til þess að ung finnsk búðarstúka varð hrifin af manninum og giftist honuni eftir að hafa þekkt hann í eina viku. Brúðkaupið fór fram í Johannesar- kirkjunni með mikilli viðhöfn, og á eftir hélt hrúðguminn veislu fyrir 50 gesti i einu dýrasta veitingahús- inu í borginni. Reikningurinn fyrir veisluna var 50.000 finnsk mörk og það var nálægt 50.000 mörkum meira cn brúðguminn átti. Nú hefir lög- reglan gengið úr skugga um að þetta er landsliornamaður, sem á hvergi höfði sinu að að lialla. Nýgifta frúin hefir sótt um skilnað við aðalsmann- inn sinn, og hann hefir verið kærð- ur fyrir svik — ekki við hana heldur við veitingahúsið, sem iiélt veisluna fyrir hann. Regine fílsen, blið- iynd, lífsglöð stnlka, sem um tima var trúlofuð Sören Kirke gaard.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.