Fálkinn


Fálkinn - 01.07.1949, Blaðsíða 6

Fálkinn - 01.07.1949, Blaðsíða 6
I 6 Stjörnulestur Eftir Jón Árnason prentara Sumarsólh vörf 1949. Alþjóðayfirlit. ASalmerkin eru sterkust í áhrif- um. Framkvæmdaþrek er áberandi í ýmsum greinum, cinkum í land- húnaði og sjósókn. Þó munu fjár- hagsmálin örðug í þcssu sambandi, því Venus hefir slæmar afstöður. Sól er í hádegisstað islenska lýðveldis- ins og ætti að hafa góð áhrif á stjórn- arfarslegu aðstöðuna, Forsetinn und- ir góðum áhrifum og nýtur almenn- ingshylli. Áhrif Úrans eru hér áber- andi og verður því að hafa ailan varann á ef vel á að fara fyrir stjórninni, því afstaða þessi gæti orðið henni hættuleg. Lundúnir. — Sólin ep í 7. húsi. ■— Utanríkismálin verða almennt við- fansefni. Úran er einnig í húsi þessu og hefir slæm áhrif. Óvæntir örðug- leikar geta komið til greina. Mars og Merkúr er einnig i húsi þessu og liafa sterk áhrif er bendir á styrjaldarhættu. —Satúrn i 9. húsi. Bendir á örðugleika i utanríkissigl- ingum og viðskiptum. Vandkvæði í trúarlegum málum og háttsettur maður gæti látist. •— Júpíter í 2. húsi. Hefir slæmar afstöður. Fjár- málastarfsemin, bankar og liið opin- bera undir slæmum áhrifum. Tekj- ur munu minnka og útgjöld hækka. — Neptún í 10. húsi. Hefir slæm á- hrif á stjórnina og háttsetta menn. Óþægileg atvik gætu komið til greina ráðendum í óhag. — Tungl i 5. húsi. Góð afstaða fyrir leikhús og leik- listarstarfsemi og leikara. Þó er líklegt að slæm afstaða frá Júpiter í öðru húsi hafi slæm áhrif á fjár- hagsafkomu leikhúsa og barna- fræðslu. llerlin. — Sól i 7. Iiúsi. — Utan- ríkismálin mjög á dagskrá. Úran, Merkúr og Mars eru einnig í húsi þessu, og eru afstöðurnar ekki góð- ar. Áróður og truflanir ýmiskonar Icoma til greina og óvænt atvik geta einnig liaft óþægleg álirif á þessi mál. — Júpíter i 2. húsi. Fjárhags- málin undir tvísýnum áhrifum. — Neptún í 10. húsi. Óvæntir örðug- leikar munu koma í Ijós í sambandi við stjórnendurna og ráðamenn, einn ig verða misgerðir heyrin kunnar. — Tungl í 5. húsi. Góð afslaða fyr- ir leikara og leiklist jafnvel þó slæm afstaða frá Júpíter hafi ill áhrif á fjárhagsafstöðu leikhúsanna. Moskóva. — Sól i 7. húsi, Úran og Venus. Utanríkismálin munu mjög á dagskrá og ættu að vekja mikla athygli. Hætt er við að Úran og Venus hafi slæm áhrif og veki óvænta örðugleika, misgerðir komi i Ijós og fjárhagslegt tap komi til greina. ■— Neptún í 9. húsi. Ætti að hafa góð áhrif á sálarrannsóknir og dulfræðaiðkanir. — Júpiter i 1. lnisi. Athugaverð afstaða. Friðurinn gæti verið vafasamur. — Mars i 5. Iiúsi. Slæm áhrif á leikhús og leik- listarstörf. Urgur og áróður á sér stað innan þeirra takmarka. — Tungl í 4. liúsi. Ætti að vera heppi- leg afstaða fyrir landbúnaðinn og starfsemi hans. Breytilegt veðurlag. Tokyó. — Sól og Úran í 2. h,úsi. Fjármálin, bankastarfsemin og fjár- hagsafkoma hins opinbera er mjög FÁLKINN á dagskrá. — Mars i 1. húsi. Hefir áhrif á og ýtir undir liernaðarand- ann og lyítir undir framtak í ýmsu tiliiti. — Venus i 3. lnisi. Hefir slæmar afstöður, svo líklegt er að örðugleikar komi í ljós í samgöngu- málum, tafir og jafnvel ófyrirséð myrkraverk. — Satúrn í 4. húsi. Vaíasöm afstaða fyrir landbúnaðinn og stjórnina. Kuldi í veðri. — Júpít- er i 9. húsi. Tvísýn afstaða fyrir ut- anríkissiglingar og verslun. Fjár- hagsástæður eru orsök þess að nokkru. Washington. — Mars, Merkúr, Sól og Uran i 9. lhisi. Siglingar og við- skipti við önnur lönd munu mjög á dagskrá. Afstöðurnar eru að ýmsu leyti athugaverðar. Umræður miklar gætu átt sér stað um þessi mál. Ó- væntar misgerðir gætu komið i ljós. Annars ætti sólafstaðan að jafna nokkuð truflanirnar. Neptún i 1. húsi. Undangraftarstarfsemi rekin og á- róður áberandi, siðleysi kemur i Ijós og óánægja. — Venus i 10. húsi. Hefir slæmar afstöður og bendir á dauðsföll meðal hátt scttra kvenna og hneikslanleg atvik meðal hátt- settra manna. — Júpíter í 4. húsi. Bendir á námuslys og jarðskjálfta nálægt austurströnd Bandaríkjanna. ÍSLAND. 8. hús. — Sól, Úran, Mars og Merk- úr eru í húsi þessu! Bendir á dauðs- föll meðal háttsettra manna, eink- um þeirra, sem hafa verið i ópóli- liskum opinberum stöðum. Vofeifleg- ir dauðdagar gætu átt sér stað, sjálfs- morð og dauðsföll af slysförum íkveikjum og sprengingum, er or- sakast af rafmagni, einnig dauðs- föll meðal lækna og þeirra, sem vinna við járn- og málmbræðslu, sýrur og glergerð. 1. hús. — Mars ræður húsi þessu. — Urgur meðal verkamanna, verk- föll og áróður rekinn. Heilsufar ekki sem best. 2. hús. — Júpiter ræður hþsi þessu. ■— Fjármálin undir öðr- um áhrifum og eru þar sterkustu áhrifin frá almenningi í sambandi við utanríkisviðskiptin. 3. hús. — Júpiter er í húsi þessu. — Hefir slæm álirif á samgöngur. Tafir og skemmdarverk. Kostnaður eykst við rekstur samgangna, póst og sima, hlöð og fréttaflutning. 4. liús. — Júpíter ræður einnig lnisi þessu. — Þetta er ekki heppi- leg afstaða fyrir bændur og búalið. 5. hús. — Mars ræður húsi þessu. —Örðugleikum nokkrum má búast við í sambandi við leikhús og leik- listarstörf og leikara. Urgur og deil- ur, tafir í framkvæmdum. Börn og barnafræðsla undir slæmum áhrif- um. G. hús. — Mars ræður húsi þessu. — Slæm afstaða fyrir verkamenn og þjóna. Bendir á óróleika og óá- nægju. Heilsufar ekki gott, hitasótt- ir og bólgur, einkum í taugum. 7. hi'is. — Tungl er í þessu húsi. — Ætti að vera sæmileg afstaða til utanríkismála, en þó gæti gætt nokk- urrar ónákvæmni í meðferð þeirra. 9. hús. — Venus er í liúsi þessu. — Hefir slæmar afstöður. Óþægileg atvik koma til greina í réttarfarsmál- um og trúarlegum viðfagsefnum. 10. hús. — Merkúr ræður húsi þcssu. — Ætti að vera sæmileg af- staða l'yrir stjórnina. Þó mun áróð- ur gegn henni mikill, einkum i blöðum, umræðum og ályktunum. 11. luis. — Neptún er i húsi þessu. — Áróður róttækra áfla kemur i ljós í sambandi við þingmál og ó- heilbrigðar aðferðir munu viðhafð- ar i meðferð þessara mála. 12. hús. — Engin pláneta var í húsi. jiessu og hefir það þvi eigi Frh. úr síðasta blaði. Næsta dag, laugardag 28. ágúst, gengum við niður i dalinn fyrir sunnan hálsinn; kemur sá dalur saman við Hivilikdalinn ofanverð- an. í þesusm dal rann á, ekki stór, og var hreint bergvatn í henni, en fallegir hjallar fram með ánni. Breið ir, brúngrænir lyngmóaflákar tóku við fyrir handan ána, og mátti þar sums staðar heyra lækjarnið niðri í jörðinni, en hvergði sást í vatn. Á móaflákum þessum voru sums staðar allmerkilegir og skrítnir lausagrjótshólar, sem jökullinn hef- ir hlaðið upp til forna. Þegar mó- unum sleit, tók við fjarska brött brekka; lækur fossaði niður brekk- una og þar mátti sjá langa isdröngla og klakastoðir; við urðum fegnir að fá ís til að svala okkur á, því að sólarhitinn var fjarskálegur, cins og undanfarandi daga og erfitt að ganga yfir fjallið. Útsjónin af fjallinu var óviðjafn- anlega stórkostleg; drættirnir i þessu landslagi voru stærri og hreinni en ég hefi nokkurn tíma sér fyrr .eða síðar. Fyrir innan var landísinn. Þennan óendanlega hvíta fláka bar óslitinn við himin eins langt og augað eygði norður og suður ....... Landjökulröndin endaði með hárri og brattri brekku, og sá víða í sprungur fyrir ofan brekkuna. Svo reis jökulbungan austur á við, hægt og hægt, en hún nær yfir 7000 feta hæð, alls staðar þar, sem mælt hef- ir verið. Hvert sem litið var ann- ars, reis fjall við fjall, og alls stað- ar glampaði á vötnin á milli eins og áður er sagt um landið nær Nagssugtok. En engan dal sáum við eins stóran og djúpan og Hivilik- dalinn, og ekkert vatn eins stórt og Hivilik. Ofan af fjallinu sást best, hvað það var geysistórt, og mjótt eins og fjörður, og stakk leirgrár vatnsflöturin mjög í stúf við öll bláu vatna-augun milli fjallanna. Hlíðin var mjög brött út með vatninu; víðast hvar brúnleit, Hklega mikið af bláberjalyngi, en sums staðar grænleitar svuntur niður eftir; sjálf- sagt af viði, þar sem lækirnir runnu. Yfir þetta land hvelfdist vitt þan- inn, alheiður hiininn; sólarljósið var nærri óþolandi sterkt, en skugg- arnir langir. Þegar við höfðum skoðað landið eins og tíminn leyfði, snerum við aftur af fjallinu sömu leið ■— — — Næsta dag, sunnudag 29. ágúst, var sama veðrið, og lögðum við af stað út að firðinum aftur; við fór- um sömu leið og við höfðum lcom- iö, en gengum þó nokkuð aðra leið eins sterk áhril'. Heildaráhrif stundsjárinnar benda á festu og fremur takmarkað fram- tak. Ritað 1. júní 1949. yfir Hivilikdalinn. Skammt frá Hivilik liafði gil rist sér djúpan far- veg, og var gulleitur sandur í bökk- unum, en ofan á sandinum virtist liggja snjóföl. Þetta var eitthvað undarlegt í sólskininu, og þegar ég gáði að þessu kom í Ijós, að það var þunnt lag af salti. Bannsakaði efnafræðingur saltið, er til Kaup- mannahafnar lcom og fann, að i því var mikið af matarsalti, en auk þess ýms önnur sölt. Það sýnir best hve lítið rignir á landið þarna, að þessi sölt, sem öll leysast mjög hæglega sundur í vatni, skuli geta haldist þar við á yfirborðinu. Það eru öll likindi tfl, að sólskin og stillur hafi ráðið mestu inni við fjarðarbotna allt sumarið, þó að oft.væri stormur og rigning úti-við sjóinn. Þetta stöðuga sólskin fram- leiðir svo þessa ótrúlegu berjagnótt, sem áður er um getið, en lyngið, einkum krægiberjalyngið, er frá náttúrunnar hendi sérstaklega út- húið til að þola þurrk. Þau voru teljandi berin, sem maður fann í úteyjunum og dvergvaxin í saman- burði við fjarðaberin. í hlíðinni á móti okkur, niður að Ilvivilik voru margir hjallar, tiver upp af öðrum, og bar surns staðar litið á þeim, en sums staðar mikið. Neðstu hjallarnir voru láréttir og frá þeim tíma, er Hivilik stóð hærra en nú. Efri hjöllunum hallaði mjög út eftir dalnuin, og sást er við gengum upp eftir hlíðinni, að þetta voru gamlir jökulgarðar ............ Þessar gömlu jökulurðir voru nú mjög vel uppgrónar og blánaðar af berjum. Við gengum upp hlíðina, þar sem lækur rann hröðum straumi milli stórra steina. Birkikjarr var við lækinn, og krökkt af berjum út frá kjarrinu. Og maður heyrði lækjarniðinn í kyrrðinni og sá fjöllin blána langt burtu, og jökulflæmið bak við, en fyrir neðan lá dalurinn, sólskininn og gróðurreil'aður. Næsta nótt var sú kaklasta, sem við fengum á gönguförinni. Hita- mælirinn sýndi að vísu ekki nema tæplega tveggja stiga frost um morguninn, en það eru þau nöpr- ustu kuldastig, sem ég hefi vitað, og var það náttúrlega af jiví, að hitinn hafði verið svo mikill um daginn. Mánudaginn 30. ágúst stóðum við því upp klukkan fjögur nötrandi af kulda og liéldum áfram ferðinni. Svona snemma dags var landið allt skjöldótt af feiknalöngum skuggum, og að horfa inn yfir jökullínu aust- ur frá var cngu líkara en að líta út Frh. á bls. 11. Grænlensk búlönd, sem aldrei voru numin Eftir dr. Jón Dúason.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.