Fálkinn


Fálkinn - 01.07.1949, Qupperneq 12

Fálkinn - 01.07.1949, Qupperneq 12
12 FÁLKINN ÚT í OPINN liann að segja honum frá leyndarmálum sínum. Til þess að hlífa vinum sínum i Þýskalandi hefir liann auðsjáanlega svar- ið að liann þekkti ekkert til samsæris þar, cn gefiS Grauber þær upplýsingar sem hann hafði um stjórn flokksins i Frakklandi. Eg get ekki séð að Grauber hafi haft neitt gagn af því. — Ekki það. En það sé ég. Aðalstöðv- ar þýsku frelsishreyfingarinnar eru í París. Allflestir Þjóðverjar sem hafa sloppið við fangabúSirnar og menntamennirnir og GvS- ingarnir sem hafa flæmst úr Þýskalandi, h.afa safnast saman þar. Þeir liafa mikiS samstarf viS róttæka Frakka og frú Duhois er ein af þeim duglegustu í rauSu fylking- unni. Þræðirnir í þessari flækju liggja auð- sjáanlega lil Parisar og Arclier hefir gefið Grauber nægilegar upplýsingar tit þess að liann láti útsendara sina í París hefjast handa. Það besta sem þér getið gert er að fara með áætlunarflugvél til Parísar á morgun, leita frú Dubois uppi og flytja henni aðvörun Archers. Gregory brosti. Það bafði verið slembi- lukka að sir Pellinore vissi hver frú Dubois var, en þótt svo hefði ekki verið þá var hann staðráðinn i aS fara til Parísar og leita hana uppi. — ÞaS er líklega best, sagði hann. Auð- vitað get ég ekki sagt lienni nákvæmlega livað Archer hefir sagt. En þegar hún frétt- ir að hann hefir verið pindur til sagna þá verður Iiún vör um sig og bæði hún og jjýskir kunningjar hennar munu breyta háttum sínum. En af ])ví að þessi ferð seinkar kálhausarækt minni, er kannske best að við drekkum ekki úr Kummelflösk- unni fyrr en ég kem aftur frá París. Það brá fyrir glampa í bláum augunum á sir Pellinore. — Eg óska yður til liam- ingju með hvernig þér Iiafið bjargað yður úr erfiðustu kröggum og bersýnilegri lifs- bættu. En ])ér megið fyrir alla muni ekki drepa fleiri menn í Frakklandi en nauðsyn krefst. Úr því að klukkan er bráðum þrjú er kannske ekki tími lil að sinna þessuin ágæla vökva í flöskunni, en hins vegar væri ekki úr vegi að fá sér glas af kampavíni. — Ágætt. Það dugar mér. í nótt sem leið um þetta leyti datt mér ekki í hug að ég mundi smakka kampavín oftar á ævinni. Þeir ræddu um Gestapo og starfsaðferð- ir þess meðan þeir voru að drekka og þeg- ar flaskan var tóm stóð Gregory upp og bauð góða nótt. Klukkan var fjögur þegar hann kom heim til sín. Hann skrifaði á miða til hreingerningarkonunnar og bað um að verða vakinn klukkan sjö, svaf tvo tíma, baðaði sig og ldæddi, lagði dót sitt niður í handtösku og klukkan níu fór hann frá Croydon með áætlunarvél. Um hádegi DAUÐANN var hann kominn lil Parísar. Þegar hann var í franska höfuðstaðnum gisti liann jafnan í St. Regis i Ihie Jean Goujon nærri Champs Elysees. Þetta var rólegt gistihús og Gregory þótti betra að vera þar en á þeim stærri, þó að það væri eins dýrt. Undireins og haníi hafði skráð sig í gestabókina símaði bann til blaða- manns sem hann þekkti og fékk heimilis- fang frú Dubois, sem var kunn kona i kommúnistaflokknum. Þegar hann hafði fengið sér að eta fékk hann leiguvagn heirn til hennar, en hún átti heima í einni af betri götunum í Mont- parnasse. Þegar hann sá liúsið sem hún bjó i skildist honum að hún væri ekki ein af þeim kommúnistum, sem töldu sér nauð- synlegt að eiga heima í öreigahverfum. Einhentur dyravörður í smekklegum ein- kennisbúningi fór upp með hann i lyftu, og hann hringdi dyrabjöllunni á ibúð nr. 14. Löguleg, hnubbsleg vinnukona opnaði dyrnar og þegar Gregory spurði eftir frú Dubois hristi hún höfuðið. Frúin var ekki heima. Hvenær kemur hún heim ? spurði Gre- gory á bestu frönsku sem hann kunni, en hún var ekki nærri eins góð og þýskan Iians. Stúlkan gretti sig. — Aumingja frúin er farin héðan. Varð fyrir slysi. Ók bíll yfir hana hérna rétl fyrir framan húsið fyrir þremur kvöldum, og hún var flutt á sj)it- alann. Gregory gat lmgsað sér hvernig það „slys“ hefði atvikast. Um morguninn hafði sir Pellinore sagt honum að í útlendu sveit- um Gestapo, U.A.l, störfuðu ekki færri en 5000 úrvals þorparar, ýmist i óvinalönd- um Þjóðverja eða hlullausum löndum. Þessir menn áttu m. a. að búa til „slys“ til að klekkja á þeim sem vitað var að væru óvinir nasisla. Það var liklegt að einhver ])eirra væri við þetta slys riðinn. Hann fékk að vita ó hvaða hæli frúin væri og fór þangað. Digur, gráhærð hjúkrunar- kona sagði honum að frúnni liði illa. Það hefði verið ekið yfir hana rétl við húsdyrn- ar hennar. Bifreið se mhafði staðið þar hafði ekið af stað og beint á hana, er hún gekk yfir akbrautina. Það virtist hafa ver- ið gert með ráðnum hug. Frúin hafði tví- brotnað á sama handleggnum, viðbeins- brotnað og fengið meiðsli á höfði og heila- hristing. Bíllinn Iiafði horfið út í myrkrið. Frúin var ekki i beinni hættu en mátti ekki taka á móti heimsóknum, jafnvel ekki nánustu ættingjum sínum, í næstu 10—14 daga. Gregory þakkaði upplýsingarnar og fór óánægður út á götuna, í októbersólina. Ilonum datl í hug að úr því að frú Du- bois hefði verið flutt bcint á sjúkrahúsið þá hefði hún ekki hafl lækifæri til að eyði- leggja eða fela bréf, sem éf lil vill hefðu verið í íhúð hennar. Það var lítt sennilegt að hún geymdi leyniskjöl þar, en ekki ó- líklegt að í skúffum liennar væru hréf, sem gæiu gefið upplýsingar um þá, sem hún var i samvinnu við. Því betur sem hann hugsaði málið því staðráðnari varð hann í því að komast inn í íbúð frúarinnar ann- aðhvort með leyfilegu eða ólevfilegu móti og skoða plöggin hennar. Hann minntist stúlkunnar sem liafði opnað dyrnar. Hver veit nema hann gæti haft gagn af henni? Ilann afréð að tala við hana aftur, og fékk sér því bifreið og ók til Montparnasse. Sama iaglega stúlkan opnaði dyrnar. Hann brosti eins vinalega og liann gat og sagði: — Eg hefi verið á hælinu, og það hryggir mig að frúin er lasnari en ég hélt. — Já, aumingja frúin er mjög veik, sagði stúlkan. — Það kemur sér ekki vel fyrir mig að hún skyldi lenda í þessu slysi einmitt núna, sagði Gregory. — Eg þurfti að lala við hana um áríðandi mál. Eg kom alla leið frá London til að liitta liana. Stúlkan yppti öxlum.— Eg er lirædd um að það verði fýluferð. Þeir segja að það verði að minnsta kosti tíu dagar þangað til frúin getur tekið á móti heimsókn. — Eg veit það, sagði Gregory, — þess vegna verð ég að slóra hérna og láta mér leiðast allan þann tíma. Eg verð að hitta hana áður en ég fer heim. En það verður hundleiðinlegt. Allir sem ég þekki hérna hafa verið kvaddir í herinn. Það vottaði fyrir spékopp við vinstra munnvikið á stúlkunni, en hún var alvar- leg er hún svaraði: — Jafnvel á stríðstím- um er París ekki dauður bær, og þegar karlmennirnir eru á vígstöðvunum er meira af kvenfólkinu en áður. - Það er satt, svaraði Gregory, eins og lionum hefði alls ekki dottið kvenfólk i hug. — Eg hugsa að þér þurfið ekki að láta yður leiðast lengi, hélt hún áfram og lygndi augnalokunum. — Nema yður leiðist kven- fólk? — Nei, þvi fer fjarri! Betri félagsskapur en falleg stúlka er ekki til, en þvi miður þekki ég engar stúlknr. Maður getur verið hræðilega einmana í stórborg, ef maður hefir engan að tala við. — Aumingja maðurinn, það getur verið leiðinlegt. Það var ekki lausl við að háðs- glotti hrygði fyrir á andliti stúlkunnar um leið og hún sagði þetta. — En það eru ekki allar stúlkur í Paris önnum kafnar og sum- ar eru kannske einmana. Laglegur maður, eins og þér, þarf ekki að vera lengi einn í París nema hann vilji vera einn. — Ekki langar mig til að vera einn, sagði Gregory. En ég er svo óframfærinn. Og mig langar ekki til að láta vísa mér á bug ef mig langar til að kynnast heiðarlegri stúlku, en kvenfólkið sem maður hittir á veitingastöðum og danskrám kæri ég mig ekki um. — Eg skil yður, en sá sem ekki vogar vinnur lieldur aldrei. — Þér skylduð víst ekki, muldraði Gre- gory feimnislega — þér hafið víst mikið að

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.