Fálkinn - 21.10.1949, Qupperneq 2
2
FÁLKINN
JON SVEiNSSON
Bskur frd IsaloldarprentsmjijB
Nonni og Manni Saratoga,
Fyrir jólin í fyrra var hafin ný
útgáfa af hinum vinsælu og sí-
gildu bókum Jóns Sveinssonar
(Nonna). Þk kom fyrsta bókin,
á Skipalóni. Nú kemur Nonni
og Manni og fyrir jólin þriðja
bókin: Sólskinsdagar. Þessar
bækur má gefa unglingum á
öllum aldri. Þær eru fallegar og
skemmtilegar.
íslenskir sagnaþættir og þjóðsögur
Horfin sjónarmið
eftir J. Hilton
James Hilton er frægur enskur
rithöfundur, En sú bók hans,
sem mesta athygli hefir vakið
er HORFIN SJÓNARMIÐ. Hún
hefir farið sigurför um flest
menningarlönd, verið kvik-
mynduð og snúið í leikriL Ný-
lega var leikið hér í ríkisút-
varpinu leikrit úr efni skáld-
sögunnar. Bókamenn, hér er
góð bók og ódýr.
eftir Edna Ferber
Þetta er stórbrotin skáldsaga,
sem gerist í Frakklandi og vest-
ur á sléttum Mið-Ameríku. Sag-
an hefir verið kvikmynduð.
Myndin er ein af íburðarmestu
kvikmyndum síðari ára. Aðal-
hlutverkin leika Ingrid Berg-
manog Gary Cpoper. Verður hún
sýnd í Austurbæjarbíó eftir fáa
daga. — Lesið bókina áður en
þér sjáið myndina.
Áttunda hefti af sagnaþáttum
Guðna Jónssnar skólastjóra. I
þessu hefti er eins og áður,
sagnaþættir og alþýðufróðleik-
ur. Lengsti þátturinn er grein
Kristjáns G. Þorvaldssonar á Suð
ureyri, um álfabyggðir og á-
lagabletti í Súgandafirði. Krist-
ján er maður á sjötugsaldri,
fjölhæfur, greindur og víðles-
inn. Auk þess má nefna þáttinn
um Valgerði Varalausu eftir
Pétur Jónsson frá Stökkum,
Sögn um Fjalla-Eyvind, eftir
handriti Þórðar Sigurðssonar á
Tannastöðum og sögn um við-
búnað fyrir Kambsrán, eftir
Þórð Jónsson frá Stokkseyri.
Ferðaminningar Sveinbjarnar
Egilson II
f , Ein af vinsælustu bókum á
þessu ári hefir verið FERÐA-
MINNINGAR SVEINBJARNAR
Á ^ '.KIÍhI EGILSSON. Þær eru alþýðlegar
■ft' , ar Og fróðlegar og þar hitta
| margir gamla kunningja og
Wl v i rifja upp fornar minningar.
HHH, .í .1 Fvrra bindið seldist á skömm-
um tíma. Nú er síðara bindið
ajTOÍÍt-'J-- jbJ komið. Nokkur eintök eru enn-
HHkPHKJ þá til af báðum bindum.
Hendingar Jónasar frá Grjótheimi
Jónas lætur fjúka í kviðlingum um allt og alla.
Margar vísur hans eru góðar og hitta naglann á
höfuðið. Þeir sem hafa gaman af ljóðum, þurfa að
eignast
HENDINGAR JÓNASAR FRÁ GRJÓTHEIMI.
Bókaverslun ísafoldar
SVONA MANN VILDI HtíN.
í ensku blaði stóð fyrir nokkru
svolátandi auglýsing: „Þritugur mað-
ur óskar að komast í kynni við an-
arkista, skæruliða, ættjarðarvini,
byltingamenn, lýðræðismenn eða
afturhaldsmenn. Kann að skjóta,
kasta sprengjum, leggja tundurdufl,
sprengja brýr, skipuleggja fundi' og
kröfugöngur, uppþot og æsingar.
Óskar að flytjast burt úr Englandi
og fá fasta stöðu. Fjárhagslega ó-
háður. Einhleypur." — Hann fékk
36 hjúskapartilboð.
HEIMSMET 1 MÁLNINGU.
98 amérískir málarasveinar settu
nýlega ótrúlegt met i iðn sinni að
viðstöddum miklum mannfjölda,
sem safnaðist í kring til að horfa á
handatiltektirnar. Þeir máluðu sem
sé heilt hús að utan á 2 mínútum 32
sek. Þessi mettilraun gekk slysalaust
að öðru leyti en þvi að endurtaka
varð „startið“ en það var borg-
arstjóranum að kenna. Hann átti að
hleypa af byssunni, en hafði gleymt
að hlaða hana. Sá sem gladdist mest
yfir þessu „íþróttameti" var einfætt-
ur maður, Robert Hazle, sem átti
að flytja inn í húsið. Ilann fékk nfl.
málninguna ókeypis, því að kepp-
endurnir tóku ekkert fyrir verkið.
En þessi ameríska fregn segir ekki
frá því hve húsið hafi verið stórt!
MESSÍAS í LONDON.
Ungur amerískur trúboði fékk ný-
lega þá vitrun, er hann var staddur
í London, að hann væri Messias.
Þetta hafði að vísu flögrað að hon-
um fyrr, en nú þóttist hann vera
viss i sinni sök. Ilann fór i hvitan
slopp og gekk um göturnar ásamt
konu sinni, sem var í nunnubúnigi.
Svo ætluðu þau að fá sér að borða
á Claridge — einum hinna betri
veitingastaða í London, en brytinn
neitaði að hleypa þeim inn. — Blöð-
in höfðu tal af trúboðanum —
Venta heitir hann — og sagði hann
þeim, að fyrir nokkrum árum hefði
hann komist á þá skoðun að hann
væri Messías. Þess vegna hefði hann
láti sér vaxa hár og skegg og klæðst
eins og Gyðingar gerðu fyrir 2000
árum. Þegar hann var spurður hve
gamal hann væri svaraði hann að
hann væri „aldurslaus". Venta tal-
ar venjulegt Bandaríkjamál. Sagðist
hann eiga hundruð þúsunda af á-
hangendum vestan hafs og yfir
milljón lærisveina víða um heim. Frá
London fór hann til Stokkhólms og
vakti cnn meiri eftirtekt þar en í
London.
í ensku blaði stóð þessi leikhús-
gagnrýni eftir að umferðaleikfélag
liafði sýnt „Hamlet“: — Það hefir
verið deilt um hvor væri höfundur
að „Hamlet“ Sliakespeare eða Sir
Francis Bacon. Nú er hægt að skera
úr þessu í eitt skipti fyrir öll, með
því að opna grafir þessara manna.
Sá sem hefir snúið sér við í gröf-
inni hefir samið „Hamlet“.