Fálkinn


Fálkinn - 21.10.1949, Page 3

Fálkinn - 21.10.1949, Page 3
PÁLKINN 3 Nehru í London A leiðinni til Washington hefir forsætisráðherra Indlands Pand il Nehrn, haft viðdvöl í London, þar sem hann átti tal við Sir Stafford Cripps um gengislækk- un pundsins og áhrif hennar. Aðal markmiðið með þessu ferðalagi hans til London og Washington er þó einkum að ræða hlutverk Indlands í bar- áttuiini við kommúnismann í Asíu og að koma með tillögur um það, á hvern hátt Bandarík- in geti með mestnm árangri létt undir með Stóra Bretlandi í viðleitni þess að bæta efnahags- ástand Indlands. Hér sést Nehru forsætisráðherra eiga viðtal við fréttamenn útvarps og blaða við komu sína til Lóndon. *************** Kólumbusardagur Kólumbusardagur er haldinn hátíðlegur í Bandaríkj- unum 12. okt ár hvert. Hér sjást Bandaríkjamenn af ítölsku bergi selja blómsveig á fótstall minnisvarða Kólumbusar á Union Plaza i Washington. STÆRSTA BLAÐIÐ sem nokkurntima hefir komið út, var gefið út i New York 1859. Það var 260 cm. á liæð og 180 cm. ú breidd. Blaðið hét „The Consteil- ation“ og var 8 blaðsíður. Upplagið 24.000 eintök. -— Ef miða skal við efnismagn er þetta met vitanlega fyrir iöngu úr sögunni, því að nú koma út blöð í Ameríku, sem eru yfir 100 siður og með miklu smærra lctri. En „The Constellation" heldur ennþá metinu hvað brotið snertir. Arthur Deakin er sérfræðingur og trúnaðarmaður enska verka- mannasambandsins í alþjóðleg- um málefnum, og hefir enginn meiri tiltrú i þeim greinum en hann í Bretlandi. Hefir hann nú haft forgöngu að undirbún- ingi stofnunar nýs alþjóðasam- bands verkamanna, til þess að hamla á móti alþjóðasambandi kommúnista. Richard Byrd aðmíráll er að undirbúa nýjan leiðangur til suðurheimskautalandanna, miklu stærri en nokkurn hinna fgrri, þvi að í honum verða að minnsta kosti 3000 manns. Bandaríkjastjórn kostar leið- angurinn og átti frumkvæðið að honum. Byrd á nefnilega að reyna að finna úran í atóm- sprengjur þarna suður frá. Henn, sem talað er um Til hægri: Camille Gutt heitir forseti al- þjóða-gjaldeyrissjóðsins, sem nýlega hefir verið að halda þing sitt í Washington D.C. að við- stöddum 250 fulltrúum frá 48 löndnm, þar á meðal íslandi.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.