Fálkinn


Fálkinn - 02.12.1949, Blaðsíða 7

Fálkinn - 02.12.1949, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Gordon Grey hermálaráðherra Bandaríkjanna, hefir sagt í út- varpsræðu að ef ný styrjöld skylli á yrðu Bandaríkin að koma sér upp hernaðarbæki- stöðvum í „Evrópu og fleiri heimsálfum“ til þess að geta gert hríð að óvinum sínum svo um munaði. Til vinstri: Hvað verður úr honum? - Þessi ameríski drengur, Louis W. Bar- one frá Utica i New Yorkriki, er ekki nema sjö mánaða en hef- ir þegar fengið mikla bak- og handleggsvöðva með allskonar leikfimisæfingum. Hvað skyldi verða þegar hann er orðínn stærri ? Til hægri: Heim frá Kína. — Fyrstu særðu skipverjarnir af „Amethyst", enska fallbyssubáinum, sem braust úr herkvíum kínverskra kommúnista á Jangtsefljóti og tókst að komast til Honkong, eru nú komnir til Englands. Hér sést einn þeirra ganga í land í Southampton. Hann hefir misst annan fótinn, en virðist ekki hafa misst léttlyndið fyrir því. Chou En Lai hershöfðingi var skipaður forsætis- og utanríkis- ráðherra í kommúnistalýðveldi þvi, sem stofnað var i Peiping 1. október. Borgin hefir nú feng ið aftur sitt gamla nafn og á að heita Peking framvegis. Klukknahringing í Venezia. — Hin alþjóðlega kvikmyndalista- hátíð var nýlega haldin í Vene- zia. Komu margar frægar kvik- myndastjörnur þangað í til- efni af því, meðal annara franski leikarinn Mischa Auer, sem er að heilsa bronsemynd- inni á klukkuspilinu á Markús- arorginu með handabandi. Fékk ósk sína uppfyllta. - Garry Davies, „heimsborgari nr. í“, sem hann kallar sig, hefir gert sitt ítrasta til að komast fyrir rétt í Frakklandi. Loksins hafa frönsku yfirvöldin nú höfðað mál gegn honum fyrir brot á útlendingalöggjöfinni og fagnar hann þessu mjög því að nú þykist hann fá tækifæri til að gera grein fyrir heimsborgarahugmynd sinni. — Hér sést Garry Davies ræða við einn málaflutningsmanninn i París áð- ur en réttarhöldin hófust. uiii uuiui /yrir shuiiiiuu /jui- breyttar æfingar í Vestur-Þýska landi, að viðstöddum Tedder lávarði og flugaðmírál og fleiri herfræðingum vesturveldanna. Meðal þess sem menn fengu að sjá var jeppabíll,' sem kom svíf- andi til jarðar neðan í fallhlíf- um Nýr UNO-forseti. — Aðalfulltrúi Filippseyja, Carlos P. Romulo var kosinn forseti UNO-þings þess, sem nú stendur yfir i Lake Success. — Hér sést Luis Nervo, fulltrúi Mexico óska honum til hamingju. Romulo er formaður nefndar, sem á að undir- búa stofnun and-kommúnistisks Kyrrahafsbandalags, með líku sniði og Atlantshafsbandalagið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.