Fálkinn


Fálkinn - 02.12.1949, Blaðsíða 8

Fálkinn - 02.12.1949, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN ★ ★ ★ ★ ★ ★ Svíar r’ a slæðingi ★ ★ ★ ★ ★ Framhald frá síðasta blafíi. ist skilja til hvers þessi öskur eiginlega væru, og þegar þeir skildu það, létu þeir sér standa á sama. Það var af því að þetta voru eintómir Svíar. Það skipti engu máli hvað Svíi öskraði um; það var nóg til að koma honum í æsing ef hann fékk að opna kjaftinn. Eg hefi aldrei lieyrt önnur eins óhljóð fyrr; en hérna i Mainefylkinu niður við flóann er engin ástæða til að verða forviða á neinu sem maður sér, því að hér hendir allt hugsan- legt milli himins og jarðar, hvort lieldur er á nóttu eða degi. Tökum nú Finnana til dæm- is. Það er kynstur af þeim í skógunum, þar sem þú átt síst von á þeim, — þeir höggva timb ur og þess háttar. Þegar vinnu- sveit skiptir um verustað verð- ur ekki annað séð en að einn Finni sé fyrir hvert tré í land- inu, en þeir æða ekki um og gera hávaða eins og Svíarnir með öll sín öskur og væl og skot. Finnarnir ólátast svo ró- lega. Portúgalar eru líka ró- legir. Maður sér til þeirra þegar þeir eru að flytja — þeir passa sig sjálfir og taka að sér erfið- isvinnu við fyrirhleðslu eða þess háltar, en maður heyrir þá al- drei öskra og væla og skjóta klukkan fimm—sex á sunnu- dagsmorgni. Það er ekki sam- bærilegt við þann hávaða sem fullt hús af Svíum getur gert, þegar þeir fara að tala saman á morgnana. Eg stóð þarna hreyfingarlaus og horfði út um gluggann á Svíana fyrir handan götuna þegar Jim kom inn í eldhúsið með viðarfang og slengdi því i kassann bak við eldavélina. „Svíarnir eru á hverju strái, Stjáni,“ sagði Jim. „En þeir skulu nú ekki ná í þetta viðar- fang samt.“ Frú Frost kom fram í dyrn- ar og stóð þar og leit út eins og hún skildi ekki að það væri hennar verk að taka til morgunmatinn handa Jim og mér. Eg kveikti upp i eldavél- inni og setti ketilinn yfir. Jim var alllaf að fara út í glugg- ann til að horfa út, og það var engin von -til að frú Frost tæki sér fyrir hendur að hugsa um matinn, nema hann segði lienni að gcra það, — í því ástandi sem hún var núna — með alla Svíana kringum sig. Hún var svo úr greinum gengin að það var raun að horfa á hana. En við Jim urðum að fá mat, svo að ég fór til hennar og tók liana undir arminn og leiddi hana að eldavélinni, og setti hana svo nærri henni, að liún hefði brunnið til ösku ef hún hefði ekki farið að hugsa um matinn. „Þetta er nú meira, Stjáni," sagði Jim. „Þessir Sviar eru með nefið alls staðar. Þéir eru í hlöðunni og út á túni með kýrnar og guð má vita hvar þeir hafa^ ekki verið síðan ég leit út seinast. Þeir taka eflaust amboðin mín og liestana og kýrnar, og girðingarstólpana líka, ef við komum því ekki öllu undir lás.“ „Vertu óhræddur, Jim,“ sagði ég og horfði út um gluggann. „Þetta sem þú sérð þarna úti eru smá—Svíar, og þeir fara ekki með neitt frá þér og frú Frost. Fullorðna fólkið er að bera inn húsgögnin og 'farang- urinn. Þessir Svíar hreyfa ekki við neinu, sem þið frú Frosí eigið. Þeir eru fólk, svipað og við. Þeir stela ekki öllu steini Iéttara. Nú skulum við sitja hérna við gluggann og horfa á þá meðan hún frú Frost mall- ar morgunmatinn.“ „Sussu-jú, Stjáni, þeir eru Svíar,“ sagði Jim, „og nú flytja þeir inn í húsið hérna á móti. Eg verð að læsa allt niðri áður en — — „Vertu rólegur, Jim,“ sagði ég við hann. „Þeir flytja inn í sitt eigið hús. Það er ekki eins og þeir séu að flyta inn í ykkar hús, — finnst yður það, frú Frost?“ „Jim,“ sagði frú Frost og lyfti vísifingrinum, liún horfði á mig með trylltu augnaráði, „Jim, láttu nú ekki hann Stjána telja þig af að hjarga skepnunum og amboðunum. Stjáni þelckir því miður ekki Svíana eins og við gerum. Stjáni kemur frá Back Kingdom og hefir ekkert vit á Svíum.“ Að vissu leyti hafði frú Frost rétt fyrir sér, því að ég hafði aldrei á ævi minni séð neitt líkt þvi sem ég sá hérna. En mér fannst ekkert vit í, að Amerík- anar eins og Jim og frú Frost skyldu vera hrædd við Svía. Eg liefi séð nóg af Finnum og Portúgölum uppi í Back King- dom til þess að vita, að Ameríku menn eru ekki öðruvísi en aðr- ir menn. „Vertu rólegur, Jim,“ sagði ég. Svíar eru ekkert öðruvísi en Finnar. Finnar gana ekki um til að stela skepnum ann- ara og amhoðum. Uppi í Back Kingdom eru engir eins góðir nágrannar og Finnarnir. „Það getur verið svoleiðis uppi í Back Kingdom, Stjáni,“ sagði Jim, „en Sviarnir hérna suður í Bugtinni líkjast ekki neinu, hvorki fyrr né síðar. Svíarnir þarna hinu megin vinna í treslipuninni í Water- ville í þrjú—fjögur ár, og þeg- ar þeir hafa safnað dálitlu af peningum eða eytt aleigunni, eins og líka getur komið fyrir, þá flytur öll torfan aftur á þeSsa jörð sína hér í East Joloppi og er þar tvö—þrjú ár í einu. Svona hafa þeir það. Og það liafa þeir gert síðustu þrjátiu —fjörutíu árin, svo langt sem ég man, og þeir hafa elcki breyst neitt allan þann tíma. Eg man þegar þeir komu til East Jol- oppi. Það var þá sem þeir byggðu húsið fyrir handan, og ef þú hefir séð Svía hyggja hús i flýti þá er fátt annað, sem vert er að sjá. Svíarnir byggðu þetta hús á fjórum—fimm dögum! En hver hefir séð ann- að eins hús fyrr — þrjár hæðir og hara sex herbergi í allt! Og svo gulmálað! Þú veist það þó Stjáni, að livítt er eini liturinn sem maður getur haft á húsi, og svo mála þessir Svíar það gult, og bæta svo gráu ofan á svart með því að mála hlöðuna rauða! Og annað eins öslcur og læti á öllum timum sólarhrings- ins hefir engin heyrt eða séð. Sví- arnir höguðu sér eins og þeir væru kolbrjálaðir menn i fjóra —-fimm daga, og það voru þeir líka og eru enn. En gula máln- ingin er þó verst af þessu öllu, og svo þessar þrjár liæðir, með einum sex herbergjum í öllu húsinu.Engir nema Svíar gætu tekið upp á slíku; Ameríku- maður mundi hafa byggt sveita- hús ,sem stóð föstum fótum á jörðinni, eina hæð eða kann- ske hálfa aðra, og svo málað það gráhvílt. En þessir Svía- bjálfar urðu að byggja þrjár hæðir með sex herbergjum, og svo máluðu þeir liúsið gult!“ „Svíar eru stundum dálítið skrítnir,“ sagði ég. „En það eru Finnar og Portúgalar líka, Jim. Og Ameríkumenn líka stund- um -—.“ „Dálítið skrítnir!“ sagði Jim. „En heyrðu, Stjáni, Svíarnir eru skrítnustu mennirnir á hnett- inum, ef maður getur kallað þá það. Þú þekkir ekki Svíana, Stjáni. Þetta er í fyrsta skipti sem þú sérð þá þvert yfir veg- inn, og þess vegna veistu ekki hvernig þeir eru þegar þeir liafa verið lokaðir inni í tréslípun- inni i Waterville í fjögur—fimni ár. Þeir eru kolbrjálaðir, skal ég segja þér, Stjáni! Þeir láta sig aldrei með neitt, sem þeir hafa tekið í sig. Ef þú færir út til þeirra núna og hæðir þá að flytja bílana og vagnana sína, svo að annað fólk gæti7 komist fram hjá án þess að aka út í kjarrið, þá mundu þeir rífa þig i tætlur, svo manneygð- ir eru þeir, eftir að liafa verið lokaðir inni í tréslípuninni í Waterville i þessi þrjú—fjögur eða kannske fjögur—fimm ár.“ „Finmjirnir verða eins,“ reyndi ég að skýra út fyrir Jim. „Þeg- ar Finnar hafa verið í skógar- vinnu allan veturinn þá gera þeir alltaf uppistand þegar þeir koma aftur. Allir sem þræla haki brotnu í þrjú—fjögur ár vilja gera það sem þeim dettur i lnig, þegar þeir losna. Taktu nú Portúgala til dæmis, Jim —“ „Sittu nú ekki þarna, Jim, og láttu ekki hann Stjána fá þig til að gleyma amboðunum,“ sagði frú Frost. „Stjáni þelckir ekki Svíana eins og við gerum. Hann hefir átt heima þarna norður í Back Kingdom lengst af ævi sinni, og hann hefir al- drei séð Svía —.“ „Jæja, Stjáni!“ sagði Jim og stóð ujjp, hann var orðinn órór og æstur. „Svíarnir flæða yfir allt. Eg skal veðja uin að það eru fleiri Svíar hérna i East Joloppi en alls staðar annars slaðar i landinu. Allir vita að það eru fleiri Svíar í Meine en í Svíþjóð. Það morar af Svíum, þeir eru eins og flær ■— — „Sittu ekki þarna og láttu liann Stjána tefja þig, Jim,“ sagði frú Frost aftur. „Stjáni þekkir ekki Svíana eins og við. Sljáni hefir verið 1 Back King- dom lengst af ævinni. í þessu fóru nokkrir uppkomn ir Svíar að öskra til smá-Sví- anna og kven-Svíanna. Eg skal bölva mér upp á að stóru Sví- arnir voru alveg eins og full rétt af hásum nautum í maí- lok, þegar flugan bítur þau sem verst. Þeir öskruðu eins og þeir ætluðu að fara að drepa alla smá-Svía og kven-Svía, sem þeir gátu náð í. En það varð ekkert af því, þvi að smá- Svíarnir og kven-Svíarnir öskr- uðu á móti, eins og þeir væru stórir Svíar líka. Smá-Svíarnir og kvenfólkið gat ekki öskrað

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.