Fálkinn


Fálkinn - 02.12.1949, Blaðsíða 12

Fálkinn - 02.12.1949, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN ÞlÞl'Þl F RAMHALDSSA G A ÞEGAR ATLANTIS SÖKK EFTIR FRANK HELLER ^ ^ ^ ^ )&,)& & ^ ^ ^ FYRSTI ÞÁTTUR, Á barmi Okeanos. Gráar byggingar liðu framhjá i gulgrárri þoku, grasið á völlunum var gult og vis- ið og milli stráanna voru leifar af dritgrá- um snjó. Það var eins og himininn yfir landinu snerli jörðina, — svo lág var livelf- ingin. Vætan lak af öllum greinum og vængirnir á krákunum sem flugu lijá voru þungir af raka. Hingað, hugsaði maðurinn með sér, sem stóð í lestarglugganum — hingað komu fvrir tvö þúsund árum menn af öðrum kyn- ]>ætti, siglandi undir mislitum latínusegl- um, menn sem voru dökkir á brún og brá og skarpleitir. Þúsund árum áður höfðu aðrir menn, ennþá dekkri og enn skarpleitari, synir Tyrosar og Sídonar siglt sömu leið, og endurminningin um þá för var enn ekki gleymd i keisarahorginni Róm. Hvað skyldu Rómverjar hafa hugsað er þeir sáu þennan dimmgráa himinn, þessa nöktu kletta, þessar svörtu bárur? Þeir munu hafa haldið sig vera komna að ströndu Slyx eða barmi djúpsævisbrúnar- innar, þar sem Kaos gín við. Að minnsta kosti lögðu þeir á slýrið og flýðu — kann- ske til Batavíu hinnar mýrlendu, kannske tii hinnar ótömdu og þokusælu Britanníu. Til Ultima Thule komu þeir aldrei fram- ar...... Gautaborg eftir hálftíma! var kallað í eyra ferðamannsins, svo að honum lá við að missa út úr sér vindilinn. Það var fljótséð að þetta var bæði góður og sterkur vindill — vindill, sem fjöldinn hafði ekki efni á að reykja. — Ha, eigum við ekki nema hálftíma eftir til Gautaborgar? spurði maðurinn með vindilinn á sænsku, sem kom fram litringi í munnviki lestarþjónsins, því að það var ódrepandi trú flestra Dana, að „Göteborg“ sé borið fram með áberslu á fyrsta atkvæði og með hörðu g-ldjóði. Já, en þér þurfið ekki að bera kvíð- boga fvrir neinu, sagði lestarþjónninn. — Eimskipafélagið sér fyrir öllu. Er farang- m yðar merktur? — Já, klefi A 113, svaraði maðurinn með vindilinn, -—- og nafnið mitt stendur á hverjum merkiseðli: Otto Trepka banka- stjóri, Kaupmannahöfn.' Þá er það í lagi, sagði hinn þjónustu- sami andi og hvarf. Bankastjórinn renndi augunum fram lest- arganginn. 1 hvorum enda lians stóð ungur maður, sem hann þekkti aftur, enda ferð- uðust þeir í sama klefa og hann sjálfur. Að þeir höfðu farið út þóttist Trepka geta skýrt fyrir sér á ógallaðri sænsku með þvi að vitna í „Gluntarna“, sem honum til mestu furðu voru ekki nærri eins kunnir í Svíþjóð og Danmörku: „Onkel er vál bra, men . . . .“ Þvi að það er til fólk sem skemmtilegra er að tala við en frænda sinn, bversu ríkur, ljúfmannlegur og and- ríkur sem hann er. Var Baltzar frændi rík- ur? Sennilega, úr þvi að hann hafði efni á að kosta upp á svona ferð — fyrir sjálf- an sig og þrjá frændur. Var liann ljúf- mannlegur? Vafalaust — útlit hans, liold- ugur maður, dökkleitt hörund og grátt hár var aðlaðandi, það var eitthvað af gömlu Parísarsniði yfir honum •— en sú kynslóð er nú orðin jafn fágæt og úruxinn eða móafuglinn. — Og var hann andríkur? Sjjursmálslaust, fannst bankastjóranum, sem hafði haft tækifæri til að hlusta á tal lians í nokkra klukkutíma. Bæði víðförull og' víðlesinn, kaldhæðinn og kunni að haga orðum sínum. En það er óvíst hvort æsk- an kann að meta andagift hinna eldri, og það er fullvíst að hún fellir sig ekki við kaldhæðni þeirra. Og þrátt fyrir þau heims- hyggindi, sem Baltzar frændi virtist búa yfir, virtist svo sem hann gerði sér Jietta ekki ljóst. Hvað frændurna snerti þá má segja að þeir gætu ekki verið ólíkari hver öðrum. Tveir þeirra, Mauritz og Theodor, voru bræð ur, en sá þriðji Sebastian, var bræðrungur jieirra. Mauritz var ungur og feitlaginn og ekki ósvipaður frænda sínum. Að jivi er Trepka bankasljóra bafði skilist lagði hann stund á efnafræði. Theodór var jafn renglulegur og bróðir hans var digur. Hann var skarpleitur, og gagnorður en stuttorð- ui er hann sagði eitthvað. Hann var lög- fiæðingur.. Það voru jiessir tveir bræður, sem liöfðu liorfið frá frænda §ínum til þess að horfa inn í tvenn augu — önnur akvamarínblá og hin tópazgul. Þegar við þau bæltist þokkalegur hörundslitur, hör- und sem var verkað eftir öllum reglum listarinnar, og svo klæðnaður frá París, er það mjög skiljanlegt að frændi biði lægri blut í samkeppninni. I augnablikinu var það aðeins yngsti frændinn, Sebastian, læknisfræðingur að námi, sem stytti Baltzar frænda stundir. Hann er einkennilegur út- lits. Ennið liátt, nefið bogið, augun blágrá og köld og dul, svo að manni datt í liug Savonarola eða Calvin. — Auðlegð. Fátækt! hrópaði Baltzar fiændi. — Hvað merkir annað og livað merkir hitt? Hvor er ríkari, slæpinginn í Napoli, sem gerir engar kröfur, en getur fullnægt þeim, eða milljónamæringurinn i Chicago, sem á gull i smálestalali en ennjiá fleiri óskir. Mér finnst slæpinginn vera rikari. Er það rétt? Já, svaraði Sebastian án þess að hika. — Gleður mig að þú ert mér sammála, sagði frændinn, með glampa i augnakrókn- um. — Eg liefi hitt fólk sem er eldra en jiú, en ekki hefir verið jafn glöggskyggnt. Eg jjekkti lækni á Capri. Hann kallaði fiskimennina á Capri ríka, þó þeir fengu sex bröndur á lieilli nótt, en sjálfur sagð- ist hann vera fátækur, af því að liann tók ekki nema 30 lírur fyrir sjúkraviðtal. Held urðu að Mauritz og Theodor skilji að lukk- an er ekki fólgin í því sem maður á, heldur i því, sem manni finnst maður eiga.. Eg er sannfærður um })að, sagði Sebastian. Gleður mig að heyra! rumdi Baltzar Gundelach. — Þú talar vel um alla, Se- bastian, og það sýnir, að hjartað í þér er gott. Og jiað er mikilsverðara en vitið í kollinum. Eg fyrir mitt leyti er ekki viss um Mauritz og Theodor. Þeir virðast vera á kafi í efnisheiminum, en j)ú, Sebastian, heldur þig í upphæðum andans. Eg er að velta J)ví fyrir mér, hvort þeir ætli eklci báðir að ráða lífsgátuna með j)ví að ná sér í ríkt kvonfang? Hvað lieldur j)ú um það? — Eg held að þú gerir þeim rangt til, sagði Sebastian og horfði i augu frænda síiium. Hvað er annars orðið af piltunum? sagði Baltzar frændi og leit út í ganginn. Það er langt síðan þeir fóru og sögðusl ætla að líta eftir farangrinum í varnings- vagninum. — Núhú — datt mér ekki i hug! Varningsvagninum — þessi lika varn ingsvagninn! Mauritz er í öðrum endan- um á ganginum með ungfrú Marianne von Post, og Theodor í hinum með Lilith Ham- beck! Mauritz í töfrabliki blárrar fjólu nei, akvamarínaugna og Theodor á valdi tveggja gulra rándýraglyrna! Eg hefði átt að geta sagt mér það sjálfur. En hvers- vegna fara þeir ekki inn til stúlknanna — livers vegna eru þeir að norpa út á gang- inum? Er það til að geta verið frjálsari i lireyfingum meðan þeir eru að tala? Það getur að vísu hugsast, að minnsta kosti Iivað Mauritz snertir, j)ví að liann er orðinn svo feitur. En ætli ekki að önnur skýring sé á þessu? Ætli j)að sé ekki af j)vi að þeim er ekki boðið innfyrir? Eg er viss um að bvorki von Post héraðshöfðingi né Hambeck óðalsbóndi hafa hugsað sér að eignast Mauritz eða Theodor fyrir tengda- son. Hvað segir þú um það, Sebastian? Eg held þér skjátlist, frændi, svar- aði yngsti frændinn og leit út um glugg- ann. — Þeir hafa báðir verið boðnir heim til þeirra. — En það var áður en ég hætti dómara- störfum i Egyptalandi. Það var áður en ég kom heim aftur. Þú verður að játa j)að! - Eg man það ekki gjörla, sagði Sebasti- an og leit aftur út um gluggann. — Sebastian, Sebastian, þú ert of mikið góðmenni! Heldurðu að sannleikurinn mundi gera út af við mig þó ég fengi að lieyra hann formálalaust? Hvorki Ham- beck eða von Post hafa j)ótst Jækkja mig síðan ég kom lieim. Ekki sent mér línu — ekki svo mikið sem kveðju! Hvers vegna? Grimmileg gáta — ef ég þyrfti að glíma við liana! En ég þarf J>ess ekki. Héraðs- höfðinginn von Post er smásmygill, sem telur sér trú um að hann sé humanisli, og

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.