Fálkinn


Fálkinn - 02.12.1949, Blaðsíða 13

Fálkinn - 02.12.1949, Blaðsíða 13
FÁLKTNN 13 Hambeck stórbóndi er annar smásmygill- inn til, sem heldur að liann sé humoristi! Mér veiltisl sú ánægja að segja þeim þetta einu sinni liérna í gamla daga, og þeir hafa aldrei fyrirgefið mér það. En maður lifir nú og er glaðu sramt. Lífið liefif, guði sé lof, fleiri hliðar en fóllc heldur. Er ekki vissast að við förum að tygja okkur? spurði Sebastian. — Við erum bráðum komnir til Gautaborgar. — Þú erl jafn fyrirliyggjusamur og þú ert hjartagóður, drengur minn, — þú munt erfa himnaríkið! Farðu og segðu ræningj- unum tveim, að þeir verði að koma og lijálpa í'rænda sinum með farangurinn. Þú verður lævirkinn, sem hreif Rómeó frá Júlíu, Sebastian, — en það tjáir ekki að fást um það! II. Heil torfa af ferðafólki rann inn um hlið grárrar stcinbyggingar, sem reist hafði verið á steinflögum á strönd liins gráa hafs og var kölluð Steypuskúrinn. Allir voru kappklæddir frá hvirfli til ilja, frá þeim elstu til þeirra yngstu, frá ömm- uni til dótturdætra. Burðarmenn roguðust eftirlitsmenn litu eftir, eimblístrur spúðu óhljóðum, hegrar stundu og akkerisfeslar létu í sér glymja. Rafljósin ljómuðu hvert sem lilið var j>ó að ldukkan væri ekki nema fjögur síðdegis. Heil fjöll af ferðakoffort- um hurfu inn i stórt gin. Og umhverfis til- kynntu stórar og litskrúðugar auglýsingar að MS Helgelandsholm væri að leggja upp frá Gautaborg i jómfrúarferð sína. Blöðin höfðu verið troðin af fréttum um jjennau viðburð í margar vikur. Hið glæsta skij), sem var nýsmíðað í slipj) i Italíu, hafði verið aflient á tilsettum tíma. Það var búið hraðvirkustu og liljóðustu nýtísku- vélum, ágætustu tækninýjungum og öllum úrvals þægindum. Fimm jiilför, sum með glerjiaki en önnur þaldaus stóðu til boða þeim sem vildu dansa, iðka leilci og stunda dufl, eða neyta hressingar og njóta ann- ara þæginda, sem mannkynið hefir fundið upp á, á sinni löngu leið fram aldirnar. Sundhöllin mikla var undraverk úr ítölsk- um marmara, með botni úr flöguflúri eftir fvirmynd frá Pomjieii. Tveir stófir mat- salir, einn gildaskáli á la Ritz, þrír kaffisalir og tvær krár sáu fyrir þvi, að jiarna var bannfært bæði sultur og jiorsti. Þarna var lika danssalur til jíess að gefa konum og körlum færi á að vera í nálægð og vetrar- garður með pálmum og skotum, svo að nóg var af afdrepum. í stuttu máli: hafi ekki allt verið gert til jiess að tryggja farjieg- unum á Ilelgelandsholm alla jarðneska hamingju í jæssari fyrslu ferð skipsins j)á vissu auglýsingarnar að minnsta kosti ekki af j)ví. Þegar hið mikla hvíta skip yfirgaf ættjörðina þennan dag var lieldur ekki einn einasti klefi laus, nema þeir, sem lofaðir Iiöfðu verið farþegum, sem ætluðu að stíga á skipsfjöl í Boulogne og Southamplon, en þar átti skipið að koma við. ------- Otto Trepka bankastjóri stóð í skoti einu, á liöttunum eftir ákveðnu andliti og ákveð- inni persónu. Ferðaþráin hafði gripið hann, en af j)ví að hann langaði ekki lil að ferð- ast einn höfðu tvö bréf verið send frá skrifstofu hans í Kaujnnannaliöfn, — ann- að til Stokkhólms en hitt til Mentone. Þeg- ar viðunandi svar var komið úr báðum stöðunum var farrými tryggt þremur per- sónum á A-j)ilfarinu. Og nú stóð banka- stjórinn og beið þess að sjá vinum sínum skjóta upp j)arna í Steypuskúrnum.Stoklc- hólmsleslin var komin fyrir löngu, en Liitj- ens var livergi að sjá. Hvað var að? Hafði hann orðið forfallaður. Það væri lögulegtl Að vísu lögðu þeir bankastjórinn í vana sinn að rífast livenær sem þeir hittust — nærri því eins oft og ákaft og þcir hnakk- rifust við þriðja vininn, j)egar þeir hittu hann —- en livað kryddar eiginlega tilver- una betur en beitt rifrildi — um ój)ersónu- leg málefni? Nú var klukkan orðin 10 inínútur yfir fjögur og klukkan hálf fimm átli skipið að sigla. Það hafði gefið fyrsta burtfararmerkið. Og í j)essum svifum kom annað merkið. Og enn sást enginn Lútjens. Þetta fór að verða ráðgáta. Bánkastjórinn vaknaði af þessum heila- brotum með j)ægilegum hætti. Ung stúlka kom hlaupandi niður landganginn. Hann þekkti hana strax aftur. Það var stúlkan með akvamarínaugun, sú sem liafði verið að hjala við Mauritz Gundelach í lestar- ganginum ....... Og næst skaut upp, eins og samkvæmt skipun, þriðju verunni: kol- svörtum ungum manni með rómantiskt andlit. Hann anaði gegnum Steypuskúr- inn, beygði sig fyrir þeirri bláeygu og kyssti hanskann hennar. Þau stóðu svo nærri bankastjóranum að hann heyrði hvert orð sem þau sögðu. — Hvers vegna komið þér svona seint? spurði hún á frönsku. — Sá sem h'efir slæmar fréttir kemur alltaf seint, svaraði hann á sama máli. Franskan hennar var að líkindum fengin í svissneskri heimavist. En franskan hans hafði þann sérstaka hreim, sem hið gall- islca mál fær í slavneskum munni. — — Slæmar fréttir? Hvað eigið j)ér við? — Eg kemst ekki með skipinu. — Hún starði á hann eins og hún tryði ekki sínum eigin eyrum. — Komist ekki ? Þér hafið j)ó fengið — farmiða? — Það er ekki allt fengið með honum. Það er fleira, sem J)arf í ferðalag. Það eina sem ég get boðið kvenfólkinu á leiðinni er — dans. Og eins og þér vitið njóta ungir mcnn, sem ekkert hafa annað en dans að bjóða, ekki mikils álits í henni veröld. I Frakklandi eru þeir kallaðir ....... — Eg veit livað þeir eru kallaðir, tók lnin fram í, óðamála. — André, þér verðið að koma. Heyrið j)ér það? — Eg heyri það, Marianne. En ég get það ckki. Sjálfsvirðing mín bannar mér j)að. Akvamarínbláa augnaráðið liennar hefði ekki sómað pensli Filij)po Lipj)is illa. Skip- ið gaf merki á ný. —- André. Eg J)arfnast yðar. Heyrið þér það ekki? — Þarfnist mín? muldraði hann, og af hreimnum í röddinni mátti ráða að hann væri að láta undan síga. — Já, j)arfnast — hjálpar yðar! Eg skal segja yður hvernig í J)ví liggur Jregar við komum um borð. Og J)ér skuluð sanna að J)ctta lagast allt. Það skeður svo margt í svona ferð. Bros hennar var töfrandi. Hann stamaði nokkur orð inn i hanskann hennar. — En íarangurinn yðar! kallaði hún. — Skipið fer eftir augnablik! — Farangurinn er kominn um borð. — Um borð? stamaði liún. — Eruð þér að leika yður að mér. Var þaö-Jil þess sem þér sögðuð mér J)essa sögu? — Nei, sór hann og sárt við lagði. — Eg kom til að sækja hann — en gat ekki------- Hún leit á liann og svipurinn var J)ann- ig að bankastjórinn óskaði sér að hann væri orðinn tuttugu árum yngri og á J)eim aldri, að fallegt kvenfólk lítur svona á mann. —Við skulum fara um borð, sagði hún. Það er tími til kominn. Þau hurfu. Og um leið hvarf stúlkan með lópazgulu augun frá sjónarhóli sín- um á þilfarinu. Trepka gaf sér loks tíina til að bölva, og J)að var langt og ljótt sem hann sagði. — Ef J)essi andskotans Lútjens er eklci kominn eftir tvær mínútur .... nú J)arna kemur hann þá! Herðabreiður maður með horngleraugu kom hlaupandi gegnum Steypuskúrinn. Hann liélt á bókaböggli undir hendinni og brotið á þeim var þannig, að þetta gátu varla verið reyfarar. Við hliðina á honum var burðarmaður með tvær handtöskur. — Eg kemst ekki hjá að segja, Lútjens góður, sagði bankastjórinn og hnylclaði brúnirnar yfir postulínsbláum augunum, — að þér verðið að vaða í villu og svima viðvíkjandi amerísku skipunum. Þér villist víst á þeim og strætisvögnum og ímyndið yður að þau fari með fimm mínútna milli- bili. Ilefðuð þér komið tveim mínútum siðar, mundi farmiðinn sem ég sendi yður ckki hafa orðið meira virði en skeinisblað, og ég hefði orðið að fara einn í þessa ferð; því að J)að er svo að sjá, sem skáldin séu enn meira viðutan en dósentar í trúar- bragðasögu. — Reiðin gerir suma mælska, sagði dó- sentinn og tók í höndina á honum, — það er allcunn staðreynd. Það þarf ekki lengra að leita en til spámannanna í Gamlatesla- mentinu! En lofið mér að slá Jiví föstu að ákúrur yðar eru algerlega tilefnislausar, og að ég er stundvís eins og sjálfur Fileas Fogg. Það eru elcki tvær mínútur J)angað til skipið fer, heldur þrjár! Og þér hljótið að skilja að maður leggur ekki upp í svona ferð án Jress að hafa eitthvað með sér að lesa. — Hm! Bankastjórinn ræskti sig og leit á bókaböggulinn. — Ferðalesning? Það er sennilegt að maður J)urfi að hafa með sér bælcur uin trúbragðavisindi í ferðalag til Vestur-India? — Vitanlega, svaraði dósentinn. — llvað veit maður um lönd, sem maður kemur i, ef manni er ókunnugt um trúarbrögðin þar? Mér tókst að ná í þessi rit meðan ég beið eftir að skipið færi. — Þér ímyndið yður sjálfsagt að þær geti hjálpað yður til að ráða flókin glæpa- mál, líkt og í Mentone? sagði Trepka ögr- andi. — Glæpamál? át dósentinn eftir ogbrosti. — Nei, ég vona að forsjónin forði okkur frá slíku um borð í svona glæsilegu skipi! Eg býst ekki við neinu spennandi um borð nema smárifrildi við yður eða Ebb

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.