Fálkinn


Fálkinn - 02.12.1949, Blaðsíða 3

Fálkinn - 02.12.1949, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Leikfélag templara: JSpansItflugftn' Frá vinstri: Váldimar Jónsson, Gissur Pálsson, Einar Hannesson og Þórhallur Björnsson. Leikfélag templara liefir nú byrj- að sýningar á hinum bráí5smellna gamanleik, „Spanskflugunni", eftir Arnold og Bach, i þýðingu próf. Valdimar Jónsson og Guöjón Einarsson. Guðbrandar Jónssonar. Frumsýning var fimmtudaginn 24. nóvember. — „Spanskflugan“ er einn af mörgum gamanleikjum þeirra Arnolds og Bachs, sem sýndir hafa verið hér á landi, og hafa þeir allir náð miklum vinsældum. Það eru liðin allmörg ár, síðan Spanskflugan“ var sýnd hér í Reykjavík siðast, en styttra mun siðan leikfélög úti á landi hafa íekið hana til meðferðar. Hlutverkin eru yfirleitt ekki skip- uð atvinnuleikurum, en þó er mjög sæmilega með þau farið yfirleitt. Þau Emilía Jónasdóttir og Guðjón Ein- arsson eru hin einu, sem kunn eru leikhúsgestum sem leikarar. Skila þau hlutverkum sínum mjög vel. Önnur aðalhlutverkin leika Gissur Pálsson (Klinke sinnepsverksmiðju- eiganda), Karl Sigurðsson, Gerður Hjörleifsdóttir, Valdimar Lárusson, Þórhallur Björnsson, Jón Hannes- son og Sigriður Jónsdóttir. Leikstjóri er Einar Pálsson og ferst honum það vel úr hendi. (V ^ n* Storfseml EfnahagssdmvimiDstofnuiMr Vestur-Evrópu Nú eru senn liðin tvö ár frá þvi að „Viðreisnaráform Evrópurikj- anna“ hófust. Til liinna víðtæku samtaka V.- Evrópuríkjanna var stofnað í þvi skyni að koma efnahagsmálum þeirra i það horf, að þau þörfnuð- ust ekki fjárhagslegrar aðstoðar ut- an frá eftir árið 1952. Viðreisnar- áætlunin, sem í daglegu tali er nefnd „Marshall-áætlunin", er á- kveðin af Efnahagssamvinnustofnun (OEEC), sem hefir aðsetur si'tt i París, en i þessari stofnun er ís- land þátttakandi, eins og kunngt er. Fjárframlög til framkvæmda áætl- unarinnar eru veitt af Bandaríkjum Norður-Ameríku fyrir milligöngu Efnahagssamvinnustofnunarinnar (ECA), sem hefir aðsetur sitt í Washington. Fálkinn mun framvegis birta myndir og fréttaágrip af starfssemi og framkvæmdum Efnahagssamvinnu stofnunarinnar, en þó einkum af þvi, er viðkemur eflingu atvinnuveganna á íslandi og i nágrannalöndum okkar. Efnahagssamvinnustofnun Evrópurlkjanna sameinar Evrópu. París — 19 fulltrúar efnahagssamvinnuríkjanna á ráðstefnu viðvíkjandi ráð- stöfun á fjárframlögum Bandaríkja N.-Ameriku. Nefnd sá er að ráð- stefnu þessari slóð, er viðskipta- og greiðslunefnd efnahagssamvinnuríkj anna, en hlutverk kennar er að auðvelda vöruskipti milli þátttöku- rikjanna og auka viðskipti þeirra að öðru legti. Fulltrúi íslands Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri sést á mgndinni neðst til hægri, næst fnlltrúa Noregs. Fra vinstri: Sveinn Sveinsson (Valdimar Lárusson), Zophanias alþing- ismaður (Þórhallur Björnsson), Lúðvik Klinke sinnepsverksmiðjueig- andi (Gissur Pátsson), Jón Hannesson (Einar Hannesson) og Emma Klinke (Emilía Jónasdóttir). ÓÁNÆGÐIR ÁHORFENDUR. Stórbruni hlaust af þvi að aflýsa varð glímusamkeppni i Parel House i Bombey, milli tveggja glimukappa, og var annar kvenmaður — en kon- ur glíma oft í Indlandi eins og i Japan. Hinir 3000 áhorfendur sem mættir voru til þess að sjá glimuna, urðu svo liamslausir er þeir heyrðu að henni liefði verið frestað, að þeir fóru að fljúgast á, og einhver kveikti i húsinu til að ná sér niðri fyrir gabbið. Landbúnaðarvélar koma til landsins. Þessi mgnd er tekin niður við Regkjavikurhöfn, þar sem verið er að vinna að losun úr m/s Trölla- foss. Á hafnarbakkanum getur að líta dráttarvélar til landbúnaðarstarfa sem komið hafa á vegum „ECA". Vélar þessar eru stórvirk tæki af mjjustu gerð og munu þær eiga mikinn þátt i þvi að auka afköst og bæta afkomu íslensks landbánaðar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.