Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1949, Qupperneq 12

Fálkinn - 09.12.1949, Qupperneq 12
12 FÁLKINN >L>Í>L)&)&&&)&)&)& FRAMHALDSSAGA >L>L )&&)&)&')&)&)&)& ÞEGAR ATLANTIS SÖKK EFTIR FRANK HELLER >L>n&)&)<)&)&)&)&)& við og við, þessar sex vikur, sem ferðin varir. Nú tilkynnti Helgelandsholm með hásu hlístri, að hann væri að leggja af stað liinna sólfögru landa. Bankastjórinn tók í dósentinn og stýrði honum með styrkri liendi inn í klefann, sem hann átti að verða í á leiðinni. III. Skyggð ljós, hlaupandi þjónar, skínandi silfur, mjallhvitir dúkar, freyðandi vin — allur vesturevrópulúxus var í algleymingi i hinum mikla borðsal á Helgelandsholmen þegar miðdegisverðurinn var framreiddur uokkru síðar. Allra andlit ljómuðu af til- hlökkun til viknanna, sem fóru í hönd. Var ekki ferðinni heitið til eyja, sem risu úr djúpi hafsins — til þess að sjá Svertingja og Indíána, pálma, banana og fjarræn lönd? Jú! Átti ekki að relcja slóð Colum- busar og hinna spönsku landránsmanna? Og þess vegna freyddi vínið i glösunum, þess vegna var öllum liðugt um málbeinið. Við horð Baltzars Gundelachs féllu orðin á þessa leið: — Jæja, þykir ykkur gaman að fá að fljóta með, Theodor og Mauritz? Þú þarft ekki að spyrja að þvi, frændi, sögðu tveir munnar í einu. — Það verður afar lærdómsríkt að fá að sjá svona mörg ný lönd, bætti Mauritz við. — Að maður ekki minnist á fólkið þar, bætti Theodor við og þóttist mæla spak- lega. — Við fáum víst að sjá allar mann- tegundir veraldar nema Malaja, hefi ég heyrt. — Þær munu vera fleiri en manni gefst færi á að sjá í Kaupmannahafnarferð, sagði Baltzar frændi og glotti. — Þar er ekki tækifæri til að sjá meira en kannske einn svertingja á næturknæpu. — Eg kem ekki nema örsjaldan til Kaupmannahafnar, sagði Theodor og fór lijá sér. Aðeins stöku sinnum, vegna náms- ins,— það er allt og sumt. — Getur sænskur stúdent lært nokkuð í lögum í Kaupmannahöfn? Ekki vissi ég það. Það hlýtur að vera afleiðing norrænnu samvinnunnar. Lærir þú efnafræðina þína fyrir handan sundið, Mauritz? — Aldrei, frændi, sagði Mauritz með greinilegum fyrirlitningarsvip á feita and- l'tinu. — Meðal annara orða — áttu langt eftir til Nobelsverðlaunanna i efnafræði, Maur- itz? — Nokkur ár, frændi. Það er ekkert við þvi að gera. Mér er sagt að þú sért sæmilega efni- legur eiturbyrlari. En þú mátt bara ekki gera tilraunir á honum frænda þínum gamla. Mauritz fannst óþarfi að svara. Baltzar Gundelach hellti á glösin og sagði: Eftir langa ævi hefi ég komist að þeirri niðurstöðu að hinir gömlu Bómverjar hafi rétt að mæla: Ættræknin er ein af liinum fáu varanlegu verðmætum í veröldinni. Þegar ég kom heim frá Egyptalandi og af- réð að búa ykkur sem best undir lífið, þá var það engan veginn ómerkilegt verkefni, scm ég tókst á hendur — þið eru væntan- lega fúsir til að fallast á það. Þið hugsið ef til vill um fjárhagshlið málsins, en ég á við allt það, sem liggur í orðinu skap- gerð. Skapgerðarlaus maður er jafn ósjálf- bjarga í lífinu og humar án skeljar er það í sjónum. Þeir eldri verða að sjá fyrir því að hinir ungu öðlist þekkingu, en fyrst og fremst verða þeir að eignast skapgerð. Eg vonast til að geta hjálpað ykkur með hvorttveggja — og ég segi: skál fyrir ferð- inni. Hún á að verða til hvíldar en ekki til doða. Eg vænti mér mikils að henni. Skál! Þeir drukku. Baltzar Gundelach endur- tck: — Já, ég vænti mér mikils af þessari ferð! Nú var það enginn nema Sebastían, sem tók undir. Ungfrú Lilith Hambeck sagði við ungfrú Marianne von Post: — Greifinn náði í skipið, sá ég. Til hamingju! — Ertu að óska mér eða þér til liam- ingju? svaraði vinstúlkan sakleysislega. — Nei, útgerðarfélaginu, svaraði Lilith með— brennandi kattaraugun. En þegar á það er litið að hann ferðast á ókeypis fari, sem þú hefir útvegað lionum fyrir milli- göngu kunningja föður þins þá virðist það hjákátlegt að óska útgerðarfélaginu til liamingju. En það fær góðan dansmann ckeypis, þar sem hann er. Og finnst þér ekki ástæða til að óska til hamingju með það? — Þú ert neyðarleg, sagði Marianne með ávítunarsvip í augunum. — Eins og André eigi ekki þessa ferð skilið! — Neyðarleg! Það er orð sem þú liefir lært i lélegum bókaþýðingum úr ensku, Marianne mín! Á sænsku heitir það stráks- leg. Hversvegna vildi hann ekki fara? — Honum fannst sér það ekki samboðið, sagði hann. Hann liefir næma sómatilfinn- ingu og ...... — Sómatilfinning? Hvað segirðu? spurði Lilith og beið ekki eftir nánari útlistun. — Æ, ég veit ekki .... Marianne sá víst eftir að liún hafði ymprað á þessu. — Var það auraleysi, sem fékk nafnið sómatilfinning, hélt Lilith áfram vægðar- laus. — Eða var hann hræddur um .... — Hræddur um hvað? — Hefirðu gleymt því sem gerðist á Hageby? Marianne var sýnilega móðguð er hún leit á hana. Lilith, hvernig geturðu fengið þetta af þér? Þú veist eins vel og ég hve fráleitt slúður þetta var. André hefir aldrei gert það, sem fólkið sagði um hann. Lilith hló háðslega. — Ef þú heldur að þú getir sannað sak- leysi hans eða þitt með akvamarínbláu augunum þá skjátlast þér, væna mín! Ef eitthvað kemur fyrir í þessari ferð þá á einhver sökina — og það ert þúl — Að þú skulir geta sagt þetla, Lilith! Ungfrú Hambeck hló aftur. — Eg segi það sem ég meina. Þú segir það, sem þú heldur að maður vilji að þú skulir segja — — Þei, þei — nú koma þeir, hinir mælsku feður okkar. Héraðshöfðinginn og óðalseigandinn komu. Víða í salnum spurði fólk sjálft sig liver mundi hafa fengið stóra borðið rétt hjá að- aldyrunum. Þar var pláss handa fimm en cðeins tveir menn sátu þar, einir sér og hátíðlegir. Þegar frá leið varð fólk þess vísara að maðurinn með rósrauðu kinn- arnar var bankastjóri frá Kaupmannahöfn og hét Trepka, en vinur hans með horn- spangargleraugun sænskur dósent í trúar- bragðasögu. I Boulogne átti þriðji maður- inn að bætast við í hópinn, norskt skáld scm hét Ebb. Þessir þrír höfðu keypt far- rniða með þeim fyrirvara að engir aðrir, sérstaldega ekki kvenfólk, yrði sett við borðið hjá þeim þessar sex vikur, sem ferð- in stæði yfir. Þessi nöfn rifjuðu upp gaml- ar endurminningar við sum borðin. Fólk mundi óljóst eftir gömlum glæp frá Ment- one, þar sem þessir þrír menn höfðu kom- ið við sögu sem lögregluspæjarar, að því er blöðin sögðu. Litu margir forvitnisaug- um til þeirra meðan setið var yfir borðum. Bankastjórinn lyfti glasinu til vinar síns. — Við skulum drekka skál fyrir skemmti legri ferð, sagði hann. — Tímarnir eru þannig að inanni veitir ekki af taugahvild, svo framarlega sem taugarnar eru ekki úr snærum. Dag eftir dag ekkert annað en símskeyti um róstur og spellvirki víðsveg- ar um veröldina! Það eru helvítiskvalir að eiga að vera fjármálamaður á svona tím- um! — Eg efast eklci um það. Treplca, og eina ljósglætan sem ég get eygt í myrkr- unum er sú, að þér skuluð hafa boðið mér og Ebb í þessa skemmtiferð! — Þeir drukku. Hugur bankastjórans hvarflaði aftur að umtalsefninu: — Eg ef- ast um að nolckurntíma hafi gengið yfir heiminn aðrir eins tímar og við lifum á núna, sagði hann. — Og samt finnst manni að allt sé eins og það eigi að vera, þegar maður lítur kringum sig í svona borðsal, eins og þessum. Kræsingar, vín, tónlist, duflandi kvenfólk ...... — Þér munuð liafa heyrt hvernig [iað var á dögum Nóa, sagði dósentinn. — Fólk át og drakk, giftist og var gift, þangað lil

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.