Fálkinn - 10.03.1950, Page 5
FÁLKÍNN
Sprenging verður i
kafbátnum, er
sprengja frá ensku
flugvélinni hefir
hæft hann.
öllum nema þrem, er stóðu á
turninum. Þýski herfáninn var
nú kominn upp og kafbáturinn
sýnilega alveg kominn að því
að sökkva, í raun og veru aðeins
turninn upp úr. Óttaðist ég að
sprenging yrði um leið og skip-
ið sigi í djúpið og dró mig því
ca. 3—400 faðma í burtu og
stóðst það á endum, að um leið
og ég stöðvaði Skaftfelling sökk
báturinn en mennirnir þrir
vörpuðu sér út frá lionum. Ekk-
ert sog myndaðist, þegar kaf-
báturinn sökk, og seig hann nið- .
ur kjölréttur.
Var nú keyrt í áttina tíl mann-
anna og þeir innbyrtir. Einn af
þeim var foringi kafbátsins.
Undruðumst við mjög, að hann
var svo gei’samlega ósyndur, að
bann bafði ekki af að krafsa
sig að bjarghring er lenti um
2 faðma frá honum. Allmikið
af alls konar dóti flaut upp frá
kafbátnum og hirtum við nokk-
uð af því, þar á meðal nokkra
kassa. úr galvaniseruðu járni
með vatnsþéttu loki. Allir inni-
béldu kassar þessir það sama,
en það var nærfatnaður, sokk-
ar, teppi, matvæli, sáraumbúð-
ir, tóbak, áfengi og 12 stk. getn-
aðarverjur.
Meðan á björguninni stóð kom
flugvél og sveimaði yfir okkur
nokkra bringi. Kafbáturinn var
þá enn ofansjávar og nokkrir
menn á floti í sjónum. Flugvél-
in fór síðar í burtu, en ég taldi
vist að fylgst myndi verða með
fcrðijm okkar úr þessu og leyfði
því Þjóðverjunum að dreifa sér
um skipið, en áður hafði þeim
verið lialdið fyrir framan mast-
ur. Fyrsti maður, sem kom til
mín í stýrishúsið var flugfor-
ingi. Tókst mér að fá nokkrar
upplýsingar hjá honum, en þó
takmarkað. Ávallt hætti hann
öllum samræðum, er aðra Þjóð-
verja bar að. Af því, sem flug-
foringinn tjáði mér, réð ég það,
að lent liefði saman í orrustu þá
um nóttina eða morguninn
þýskri flugvél, enskri flugvél og
kafbátnum. Flugvélarnar lentu
báðar í bafinu og björguðu kaf-
bátsmenn 4 af áliöfn þýsku flug-
vélarinnar en sinntu ekki um
Bretana. Tveim dögum síðar mun
íslenskur togari liafa fundið tvo
enska flugmenn dauða í gúmmí-
bát á þessum slóðum. Kafbát-
urinn sjálfur var mjög lask-
aður og gat ekki kafað. 4 af á-
liöfn kafbátsins munu bafa ver-
ið dauðir í liohum eða innilok-
aðir. Alls björguðum við 52
mönnum úr kafbátnum. Ferð
Skaftfellings var nú haldið á-
fram áleiðis til Fleetrwood.
Seinni hluta þessa sama dags
sást til ferða tveggja tundurspilla
og kom annar þeirra þétt upp
að borðinu hjá okkur. Hafði
Ixann haft spuniir af því, hvað
hefði verið að gerast og tjáði
ég honum, að við hefðum 52
Þjóðverja innanborðs. Fyrir-
skipun kom frá tundurspillin-
um að við ættum að fylgja bon-
um til Reykjavíkur. Slíkt sagði
ég, að kæmi ekki til mála. Var
okkur þá skipað að leggja Skaft-
felling að síðu tundui’spillisins,
en ég neitaði afdráttarlaust vegna
sjógangs. Þjarkað var um þetta
fram og aftur en loks leiddist
mér þófið og setti á fulla ferð
og sneri Skaftfelling í áttina til
Fleetwood. Tundurspillirinn tók
nú að flauta í ákafa og keyrði
fram á síðu lijá okkur og sá
ég, að vei’ið var að losa um bát.
Var nú numið staðar, og kom
bátur frá tundurspillinum og
tók mennina í þi’emur ferðum.
Sáum við, að þeir voru reknir
úr liverri spjör og hímdu upp
á dekki tundurspillisins með
teppi utan um sig er við síðast
sáum. Strax þegar sást til tund-
urspillisins, kallaði kafbátsfor-
inginn menn sína saman og gaf
þeim fyrirskipanir og var þeim
blýtt af öllum nema flugmönn-
unum. Tóku nú kafbátsmenn
að tína allt lauslegt úr vösum
sínum og varpa því í sjóinn.
Einnig köstuðu þeir úruin sín-
um sjálfblekjungum og skart-
gripum. Yfir höfuð virtist ekkert
vera skilið eftir nema fötin.
Eitthvað af úrum og skartgi’ip-
um mun nú liafa lent í vösuir
skipsbafnar minnar, en ekki
sjónum, en gætilega fóru Þjóð
verjarnir að því að afhenda það
Eftirtektavert var það, að sw
að segja liver einasti Þjóðver'
var með þýsk-skandinaviskí
orðabók í vasa sinum. Einnif
það, að einn af Þjóðverjunum ta’
aði mjög vel íslensku og einii
tveir aðrir gátu dálítið bablað
Margir töluðu Norðurlandmál-
in. Ferð Skaftfellings var nú
lialdið áfram til Fleetwood. Þeg-
ar pangao Kom og viö HÖJtöuih
samband við eftirlitsskipið úti
á fljótinu kom í ljós, að ekkert
liafði verið tilkynnt þangað um
viðskipti okkar við Þjóðverj-
ana. Þegar Skaftfellingur kom
inn í skipakvína var þar sam-
ankomið allfjölmennt lier- og
lögreglulið. Var fyrst tekin af
mér skýrsla um borð og síðan
farið með mig í land og þar
var ég í um 3 tírna yfirbeyrslu.
Meðan á j’firheyrslunni stóð, var
leitað af fjölmennu liði um borð
í Skaftfelling og allt flutt í land
sein þar fannst og frá kafbátn-
um eða kafbátsmönnum var.
Var mér gefið í skyn, að þetta
væri tekið til rannsóknar, en
yrði skilað aftur. Litlar efndir
urðu á því, en löngu seinna
voru send £ 10-0-0, sem átti að
heita greiðsla, en sjálfur tel ég
að það sem við höfðum innan-
borðs liafi verið allt að 25 þús-
und króna virði. Neitaði ég að
taka við greiðslu þeirri, sem
boðin var, og þar við situr enn.
Daginn eftír að við komum til
Fleetwood kom bifreið niður að
skipi og var mér tjáð, að flytja
ætti mig til Liverpool til yfir-
beyrslu. Mótmælti ég þessu, þar
til ég liefði talað við íslenskan
ræðismann. Samdist svo um, að
ég fengi að liafa til af uinboðs-
manni skipsins, eða líklega rétt-
ara sagt, að liann ábyrgðist að
ég kæmi til Liverpool. Fórurn
vio pangao samuccgurs i uiireið
og var ég þar nokkrar lclukku-
stundir í yfirbeyrslu. Kom þá
fram krafa um að ég færi til
London, en því var afdráttar-
laust neitað, enda liefði það taf-
ið ferð mína til íslands. Næst
þegar ég kom til Fleetwood var
mér tjáð að skýrsla mín liefði
reynst í höfuðatriðum rétt og
væri því málarekstri Breta þar
með lokið út af þessari björg-
un. Mjög varð ég þess var, með-
an á yfirheyrslunni stóð, að
Bretarnir trúðu mér ekki. Töldu
þeir, að rangt væri frá skýrt
eða undan dregið, sérstaklega
fannst þeim grunsainlegt, að
við aðeins 7 menn á litlum bát
skyldum þora að taka um borð
^Tir 50 óvinahermenn. Ekkert
skal ég um það segja, liversu
okkur befði tekist að lialda Þjóð-
verjum í skefjum, ef þeir liefðu
reyna að yfirguga okkur og taka
af okkur stjórnina, en meðan
við töldum okkur liafa ástæðu
til að óttast þetta, eða áður en
flugvélin kom var engunx kaf-
bátsmanni hleypt aftur fyrir
mastur og í stýrishúsgluggan-
um var hlaðin vélbyssa sem ég
liefði ekki bikað við að nota við
fystu merki til mótþróa eða til-
raun til þess að fara aftur eftir
skipinu.
Lýkur svo þessari frásögn.
Skömmu áður en kafbáturinn sekkur.