Fálkinn - 10.03.1950, Blaðsíða 7
FÁLKINN
7
Rajendra Prasad lieitir hinn
fyrsti lýðveldisforseti Indlands,
sem tók við stjórn 26. janúar,
er Indland varð lýðveldi, eftir
að hafa verið keisaradæmi und-
ir stjórn Englendinga í heila öld.
um“ að ameriska lögreglan hef-
ir tekið hann fastan hvað eftir
annað, og honum veittist fyrst í
stað erfitt að sannfæra hana um
að hann væri ekki Hitler. Hins
vegar hefir hann haft vit á að
gera sér mat iir því að liann er
svona líkur Hiller. Iiann sýnir
sig á fjölleikahúsum og lætur
taka myndir af sér fyrir háa
borgun.
Brúðurnar blessaðar. — Hálfum
mánuði fyrir jól koma börnin
í Kent í Englandi saman í gömlu
St. Bótólfskirkjunni í Northfleet
með brúðurnar sínar, bangsana
og tuskuhundana, til þess að fá
prestinn til að blessa leikföngin,
við sérstaka barnaguðsþjónustu.
- Iiér sést lítil telpa hlada fram
brúðunni sinni til þess að láta
prestinn blessa hana.
Paradís vetrar-íþróttanna. —
Myndin er frá St. Moritz, hin-
um heimsf'ræga vetrarskemmti-
stað í Sviss, en þangað dreymir
alla þá um að komast, sem hafa
gaman af vetraríþróttum. Hér
sést einn af þeim, sem hafa haft
efni á að veita sér ánægjuna:
enski lmapinn Gordon Richards
sem skemmtir sér við „curling“
til tilbreytingar frá hnakknum.
Það er ekki hann! — Nei þeita
er ekki Hitler, en þýskur er
hann og heitir Heinrich Noll.
Hann er svo líkur „foringjan-
Sjónvarpið ódýrara. — / London stendur yfir um þessar mund-
ir sýning á enskum útvarps- og sjónvarpstækjum. Mesta at-
hygli vakti á sýningunni sjónvarpstæki eitt, sem hægt er að
selja fyrir tæpar 1000 íslenskar lcrónur. Er það miklu lægra
verð en tíðlcast hefir áður. — Hér á myndinni sést Herbert
Morrison lordkanslari láta lítinn dreng opna fyrir rafstraum-
inn og veita honum á öll tækin, við opnun sýningarinnar.
„Ekta skjaldbökusúpa“. — 1 veislu borgarstjórans í London,
sem haldin er á hverju ári kringum 9. nóvember, þegar borg-
arstjóraskiptin fara’fram, er ávallt étin skjaldbökusúpa. Venju-
Uga eru skjaldbökurnar sendar lifandi til London, en í þetta
skipti var þeim slátrað í Vestur Indíum og sendar frosnar til
Englands, svo að hraðfrystingin hefir líka rutt sér til rúms þar.
Hver skjaldbaka vegur um 85 ldló og þessar skjaldbökur, sem
þarf í borgarstjóraveisluna kosta um 800 krónur en úr þeim
fáist 225 lítrar af súpu. Kokkarnir, sem matreiða í veisluna
eru samtals 37.
Konungleg heimsókn. — Moham
med Zahir af Afganistan hefir
verið i heimsókn í París, en
henni þó ekki opinberri. Hér sést
liann vera að „skoða bæinn“ á-
samt afganska sendiherranum
í París.
Marcel Cerdan minnst. — Ilnefa
leikarinn Marcel Cerdan fórst
í flugslysi í fyrra og var
það mikið harmsefni vinum
hans og aðdáendum. Myndin er
tekin af minningarhátíð sem
haldin var í París í tilefni af
fráfalli hnefaleikarans. Það er
stéttabróðir hans, Laurent
Dauthille, sem er að skoða hel-
grímuna af Cerdan.