Fálkinn - 15.09.1950, Blaðsíða 3
FÁLKINN
3
Líkneski af Bjarna riddara
afhjúpað í Hafnarfirði
Sunnudaginn 10. þ. m. var af-
lijúpað líkneski af Bjarna riddara
Sívertsen i Hellisgerði í Hafnarfirði.
Er þetta brjóstmynd sem stendur
á stalli, hlöðnum úr fjörusteinum.
Útgerðarfélögin Hrafna-Flóki og
Vifill hafa gefið málfundafélaginu
Magna myndina og er það þakk-
lætisvottur fyrir störf félagsins í
þágu Hellisgerðis, sem það hefir
komið upp og annast.
Bjarni Sívertsen er kunnur maður
úr íslandssögunni. Hann var stór-
virkur athafnamaður og lét sér annt
um ýmiss konar framfarir i atvinnu-
iífinu. Bar Hafnarfjörður mjög
mikinn svip dugnaðar lians og at-
orku í dögun síðustu aldar.
Einn af afkomendum Bjarna, Þór-
unn Bjarnadóttir, afhjúpaði styttuna.
en ræður fluttu Adolf Björnsson,
fulltrúi, Kristinn J. Magnússon, for-
maður Magna, og Helgi Hannesson
bæjarstjóri. Lúðrasveit Hafnarfjarð-
ar lék á milli ræðnanna.
Síra Marinó Kristinsson, Valþjófs- Guðmundur Ásbjörnsson, forseti
stað, N.-Múlasýslu verðnr UO ára bæjarstjórnar Rcykjavikur, varð 70
17. J). m. ára mánudaginn 11. sept. s.I.
Ungfrú Guðrún Á. Símonar, söng-
kona, er nýkomin heim frá Englandi,
en þar hefir hún, sem kunnugt er,
stundað nám um 5 ára skeið og lagt
stund á óperu- og konsertsöng ásamt
leiklist. Einnig hefir liún lagt stund
á fjölmargar aðrar greinar, sem námi
þessu eru samfara.
Síðastliðið þriðjudagskvöld efndi
Guðrún til söngskemmtunar i Gamla
Bió og var Fritz Weissliappel við
ldjóðfærið. Á söngskránni voru lög
eftir Gluck, Monteverdi, Durante,
Tschaikowsky, Hageman, Respighi,
Kaldalóns, Árna Björnsson og Emil
Thoroddsen og óperuaríurnar „Our
dream of love“ úr op. „The Bartered
Bride“ eftir F. Smetana og „Sola,
perduta, abbandonata" úr óp. „Manon
Lescaut“ eftir G. Puccini. Var söng-
konunni mjög vel fagnað, og varð hún
að syngja mörg aukalög. Sérstaklega
vöktu óperuaríurnar milcla athygli.
Annars var söngskráin þannig sam-
sett, að hin sterka og liljómmikla
sópranrödd Guðrúnar naut sín mjög
vel. Þá bárust henni og margir blóm-
vendir.
Þetta er í þriðja skipti, sem Guðrún
efnir til hljómleika hér á landi. Hina
fyrstu hélt hún árið 1946, en siðan
haustið 1948, en i bæði skiptin kom
hún hingað til lands snögga ferð frá
Englandi, þar sem hún hefir verið
við nám, eins og fyrr segir.
Guðrún fór utan árið 1945 og stund
aði nám við The Guildhall Scliool of
Music and Drama, árin 1945—1948,
en siðustu tvö árin hefir hún slundað
framhaldsnám við Tlie English Opera
Studio. Hefir hún lokið prófi frá báð
um þessum stofnunum með binum
lofsamlegasta vitnisburði. — Haustið
1948, l>egar hún hafði lokið námi við
Guildhallskólann, birtist grein um
námsferil hennar i Fálkanum, og verð
ur hann ekki rakinn hér' að nýju
vegna rúmleysis, en sá tími, sem hún
dvaldist i þeim skóla, mun hafa reynst
henni notadrjúgur mjög, enda gat
ckki hjá þvi farið, þar sem Guðrún
er bæði gædd miklum sönghæfileik-
um og er sérstaklega áhugasöm við
námið og kennslukraftar þeir, sem hún
naut, hinir ágætustu.
Síðasti þátturinn i námi Guðrúnar,
óperuskólinn, hefir ekki siður valdið
miklu um þroskaferil hennar á list-
brautinni. Að sjálfsögðu söng hún í
mörgum óperum í skólanum, og má
t. d. nefna þessi hlutverk: Santuzza
i Cavalleria Rusticana, Greifynjan i
Brúðkaupi Figarós, Pamína i Töfra-
flautunni og móðirin í Hans og Gretu.
Þá fór hún einnig með aðalhlutverk-
ið Pallas, i nýsaminni óperu eftir einn
hinna ágætu kennara við skólann,
Martin Penny. Operan heitir „The
judgement of Paris“, og eru hlutvcrkin
yfirleitt samin fyrir vissa nemendur
í skólanum. Pallas er t. d. samin fyrir
sterka sópranrödd, og þótti Guðrúnu
takast það vel.
Guðrún hefir nokkrum sinnum kom-
ið fram opinberlega i Englandi, en þó
sjaldnar en hún liefir liaft kost á, og
valda því námsannir. Meðal annars
söng liún Llanelly i Suður-Wales,
í febrúar sl. og tók þar bæði islensk og
erlcnd tónverk til meðferðar. Á kon-
sert, sem London County Counsil
Operatic Society efndi til í október
í fyrra, söng Guðrún aðallilutverkið,
Santuzzu i óperunni „Cavalliera Rusti-
cana“ cftir Mascagni. Hvarvetna hefir
Guðrún hlotið góða dóma, þar sem
hún liefir sungið erlendis.
Til hægri:
Bernhard Shaw slasast. — Hinn
heimsfrægi breski rithöfundur,
G. Bernliard Shaw, sem mi er
97 ára gamall, lærbrotnaði ný-
lega, er hann datt á göngu í
garði sínum.