Fálkinn


Fálkinn - 15.09.1950, Blaðsíða 5

Fálkinn - 15.09.1950, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Árið 1905 fékk hann 100 þúsund dollara styrk frá Carnegie-stofn- uninni, og þeim styrk var það að þakka að hann átti ekki við fjár- þröng að stríða næstu árin. — Luther Burbank fæddist í mars 1849 í Lancaster í Massachusetts, og voru foreldrar hans enskir. Frá bernsku hafði hann sérstak- lega mikinn áhuga fyrir jurtalíf- inu og las allt sem hann komst yfir, því viðvíkjandi. Um tíma vann hann í járnvöruverksmiðju fyrir lélegt kaup, en smáuppgötv- un sem hann gerði varð þess valdandi að hann fékk kaup- hækkun. En samt fór hann þaðan og byrjaði að rækta grænmeti i smá- um stíl. Hann gerði ýmiss konar tilraunir með kartöflur og tókst að framleiða nýtt afbrigði, sem nú er mjög útbreitt um öll Banda- ríkin. Þetta afbrigði seldi hann fræsala einum ásamt öllum rétt- indum fyrir — 150 dollara. Svo fluttist hann til Kaliforníu árið 1875 með lítið í buddunni og tíu af nýju kartöflunum sínum. Hann flakkaði um alla Norður- Kaliforníu en tókst hvergi að fá sæmilega atvinnu. Hann hafði búið við fæðuskort lengi og nú varð hann veikur. Fátæk fjöl- skylda skaut skjólshúsi yfir hann og hann náði sér aftur. Svo fékk hann atvinnu og tókst að safna dálítilli fjárupphæð, svo að hann gat keypt spildu og byrj- að á grænmetisrækt og ávaxta. Einn daginn voru pöntuð hjá honum 20 þúsund sveskjutré. — Venjulega voru svo stórar pant- anir ekki afgreiddar á skemmri tíma en 2—3 árum. En hann átti að hafa þetta tilbúið eftir níu mánuði. Burbank tók að sér plönt- unina og plantaði 20 þúsund möndlufræum, sem vaxa mjög fljótt. Á stuttum tíma voru sprot- arnir orðnir svo langir að hann gat kvistgrætt 20.000 sveskju- trjágreinar á möndlusprotana, og eftir níu mánuði voru þessi 20.000 sveskjutrjáplöntur tilbúnar. Hann græddi álitlega fúlgu á þessu og gat stækkað gróðrar- stöðina. Eftir nokkur ár afréð hann að leggja grænmetisræktina niður en helga sig allan því að kynbæta blóm og ávaxtatré. Og hann iðraðist aldrei eftir það, því að þessi ákvörðun varð til þess að gera honum kleift að vinna þau afrek, sem hann varð heimsfrægur fyrir. Það eru ekki margir, sem unnið hafa jafn blessunarríkt starf fyr- ir mannkynið og Luther Bur- bank, ekki fyrir sjálfan sig, ekki fyrir land sitt sérstaklega held- ur fyrri allan heiminn. Hann hafði Úr heimt kviltitigifrfanna wV- auðgað hann — bæði að fegurð og efnalegri nytsemi. Luther Burbank dó í Kaliforn- íu árið 1926. Dáleiðslu-augun. — Dáleiðslu- stofmin Bandaríkjanna hefir skrásett djúpbláu augun í leik- konunni Joan Caulfield, sem „mest dáleiðandi augu í USA“ Innan skamms sést Joan í nýrri söngmgnd, sem heitir „Girl of the Year“, svo að fólki gefst tækifæri á að reyna hver áhrif augun í henni hafa. Heiðursborgari. — Ameríski leikarinn Gregory Peok hefir nýlega verið tilnefndur heið- ursborgari franska bæjarins Beaulieu í Suður-Frakklandi, skammt frá Nizza. Hér sést hann vera að sýna konu sinni „borgarabréfið", sem borgar- stjórinn í Beaulieu afhenti honum. Douglas Fairbanks hjá skátum. — Douglas Fairbanks yngri heimsótti London fyrir áramótin og kom meðal annars á „sýn- ingu skóladrengjanna sjálfra", sem svo er kölluð. Hér sýnir kvikmyndahetjan, að hann hefir ekki gleymt „hjálp í við- lögum“ sem hann lærði einu sinni. \ Múldýr í móttökunefndinni. — Hér sést lögregluþjónn í Berlin heilsa Hollywood-dísinni Patriciii Medina, sem er komin til Berlin ásamt Jaekie Coogan til að vera viðstödd frumsýnihg- una á „Francis, ihe Talking Mule“. Til hægri sést amerískur korpóráll með múlasna, sem á að vera á frumsýningunni til að fagna bróður sínum á myndinni. — Myndin er tekin á „loft- brúarvellinum", utan við Tempelhoffen-flugvöllinn hjá Berlín. Allt með islenskuin skipiiin! *§t

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.