Fálkinn


Fálkinn - 15.09.1950, Blaðsíða 7

Fálkinn - 15.09.1950, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 FÁIR FANGAR — Bardagarnir í Kóreu hafa oft og tíöum verið svo ákafir, að ekki hefir gefist tími til að taka marga fanga. Hér sjást nokkrir Norður-Kóreumenn, sem hafa verið teknir til fanga. Þeir bíða yfir- heyrslu. ÆTTING JARNIR GRÁTA. — Það kann kannske að virðast hátíð- legt fyrir Bandarikjamenn að horfa á skrautklædda hermenn „marséra!1 gegnum borgir, en þegar vitað er, að þeir eiga að fara í stríð í fjarlægu landi, þar sem siðmenning og mannúð er á öðru og talsvert lægra stigi en þar í landi, þá fer ekki hjá því að ætt- ingjar og vinir fyllist trega og kvíða. — Hér á myndinni geta konur og karlar ekki tára bundist, er hersveit úr landgönguliði flotans gengur fylktu liði eftir Fifth Avenue i New York. Hún á að fara í æf ingabúðir og síðan til Kóreu. MEÐAN TÍMI ER TIL. — Rússar hækkuðu gengi rúblunnar um helming rétt áður en íslendingar fóru í hina áttina með krónuna, svo að nú fást aðeins lf rúblur fyrir dollar- inn i stað 8 áður. En ekki liefir þessi ráðstöfun orðið til að bæta gengi aust- urmarksins, sem hefir farið sífallandi í hlutfalli við vesturmarkið svo að nú er hlutfállið 10:1. Fólk i Austur-Berlín reynir af fremsta megni að verða sér úti um vesturmörk, þó að ströng hegn- ing liggi við því að hafa þau í fórum sínum austan járntjáldsins. — Hér sést ös við víxlarastofu í Berlín. Wechselstube ie b y $ cM l! £ i gjgí. 1 w P , :

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.