Fálkinn


Fálkinn - 15.09.1950, Blaðsíða 12

Fálkinn - 15.09.1950, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN Nr. 3. Örlagaríkt hjónaband Spennandi framhaldssaga. _ ÁGRIP þess, sem áður er komið. Lina McLaidlaw á heima í Abbot Monckford, sem er lítið sveitaþorp í Dorsetshire. Hún er í skemmtiferð ásamt öðru ungu fálki úr héraðinu. Þátttakendur þekkir Lina mjög vel, að einum undanteknum. Það er Johnnie Aysgarth. Hann er milcið kvennagull, enda ungur og glæsilegur mað- ur. Hann er um stundarsakir gestur frænda síns, Lord Middleham, en er annars sonur aðalsmanns, er má muna sinn fífil fegri. Enginn veitmeð vissu hvernig Johnnie framfleytir lífinu, enda þótt hann sé talsvert umtalaðnr. Lina hefir oft heyrt talað um Johnnie, er nú vekur eftirtekt hennar, enda fýsir hana mjög að kynnast aðkomufólki. Henni finnst hann prúð- mannlegur i framkomn þar sem hún virðir hann fyrir sér álengdar. Vinkona Linu kynnir þau. Þau taka tal saman. Linu finnsf hann heillandi. Hann tekur að slá henni gullhamra; segir að sér lítist betur á hana heldur en útsýnið. Lina verður undrandi. Johnnie víkur ekki rá henni það sem eftir er dagsins, að fylgja heni heim að dyrum. Lina hefir komist i uppnám. Viðkynningin við Johnnie hefir gert hana hálfruglaða. Eftir að hún er komin heim, tekur hún að rifja sam- talið við Johnnie upp fyrir sér; og hugsar hon- um þegjandi þörfina. um breytingum. Sökum þess að henni var farið að leið- ast heima, og var nú gripin sterkri útþrá, sem liún ekki liafði dug í sér til að full- nægja, rann það nú upp fyrir henni að verðleikar hennar, sem konu væru næsta tilkomulitlir. Hinar óbifanlegu skoðanir móður hennar um takmþrk konunnar, og jafnvel enn frekar hinar opinskáu bend- ingar annarra meðlima fjölskyldunnar, höfðu haft sín áhrif. Lina, sem alltaf hafði verið tilfinninganæm, hafði því gjörbreytt um sjónarmið. Hún fór nú alveg ósjálf- rátt, að vanrækja sálarþroska sinn, en hann var þegar orðinn langt fyrir ofan meðallag, og aðliylltist þá hugmynd að fallegt andlit skipti konuna mestu máli. Hún ályktaði því sem svo, að fyrst hana skorti tölu- vert á kvenlega fegurð, þá lilyti hún að líða skipbrot í lífinu. Og ekki nóg með það; hún var líka far- in að hafa ýmugust á sjálfri menntuninni, sem slíkri. Hún hafði mjög snemma uppgötvað að greindin væri, þegar öllu væri á botninn hvolft, ekki ásköpuð hennar kyni. Hjá kvenmanni nálgaðist greindin ófyrirgefan- legan glæp. Stelsýki var alltaf hægt að afsaka, greindina aldrei. Orðrómurinn um hina ógæfulegu speki hennar hafði fælt unga menn eins rækilega frá henni og hún hefði verið haldin skæðri drepsótt. Einustu skiptin, sem sem hún hafði glaðst að vera eklci fullkomið fífl, var þegar hún endrum og eins fór í stuttar heim- sólcnir til systur sinnar. Á heimili systur liennar voru allt aðrar skoðanir ríkjandi, en þær, sem voru i liávegum liafðar i Ahhot Monckford. En henni geðjaðist svo afleitlega að hinum ungu bókaormum, sem liún kynntist hjá Joyce, að liún hefði, af þeim sökum einum, heldur kosið að liafa setið lieima. Þetta fólk ...... Það sem heimilisfólki Linu liafði gjör- samlega láðst að vekja athygli hennar á, var það, að þótt andlit hennar væri ekki fallegt á almennan mælikvarða séð, þá hjó það samt yfir sérstaklega athyglisverðu aðdráttarafli. Mjög fá andlit vina okkar, og jafnvel ástvina, getum við endurskap- að nákvæmlega í huga okkar ef við lítum af þeim um stundarsakir. En andlit Linu var eitt af þessum fáu. Þetta var mjög lítið, glettnislegt andlit með smágerðum dráttum, nema í kringum munninn. Hárið, sem jafnvel móðir hennar viðurkenndi að væri mikil prýði, var bleikt og silfurgyllt; og augun voru skærblá, hálf- hulin afarlöngum augnahárum sem brett- ust upp á við að framan.' Varirnar voru vel rjóðar og dálítið áherandi vegna hinna fíngerðu andlitsdrátta. Efri vörin var stutt, hakan nett og smá. Lina var ekki há, en þó að hún væri ekki beinastór, var lima- hurður hennar eigi að síður öruggur. Það voru ýkjur að segja liana feitlagna, en hún var vissulega ekki grönn. Hendurnar voru mjúkar og fínlegar. Lina var ekki hrifin af íþróttum, en flesta karlmenn hefði hún auðveldlega gelað gengið af sér ef í það liefði farið. F’orfeður liennar liöfðu verið karlmenn. Faðir hennar var fyrsti McLaidlaw-inn, hamingjan má vita í hvað marga ættliði sem mistekist hafði að geta son handa hernum. Þólt McLaidlaw væri ljúfmenni, þá kom það þó fyrir að hann liti dætur sínar ólxýru auga. Lina vissi orsök þess og skildi hana vel. Hún var ekki meiri hrodd- borgari í sér heldur en gerist og gengur, en hún var barnslega stolt yfir að vera kom- in í beinan karllegg, í föðurætt, af Róbert I. Skotlandskonungi. Sú staðreynd myndi samt sem áður ekki liaa hindrað hana i að giftast manninum, sem hún elskaði, þótt foreldrar hennar myndu ugglaust fórna höndum af skelfingu. Kvenfólkið finnur yfirleit ekki til jafn- sterkrar samheldnistilfinningar og karlmenn. Það er umhverfið, fremur en uppruninn, sem skapar lífsskoðanir þess. Dansmær, er giftist aðalsmanni getur oft reynst siðfág- aðri en greifafrú, og hertogadóttirin getur verið, og er oft, grófgerðari í framkomu heldur en algengasla búðarstelpa. Ef Lina liefði hikað við að ganga að eiga mann, sem faðir hennar liefði talið óverðugan, mundi það aðeins liafa stafað af þvi einu, að hún mundi hafa vilja ð ganga úr skugg um að þau hefðu það margt sameigínlegt, að hjónabandið væri mögulegt; að vissu um það fenginni, mundi hún telja allt annað óviðkomandi. Því að Lina þráði nú mjög að giftast. Hún fyrirleit nú karlmenn alls ekki leng- ur; þvert á móti, hún dáðist að þeim, inni- lega. Hún var eklci hamingjusöm. Iiún þráði hamingju. Hún þekkti sjálfa sig nógu vel til þess, að henni var vel ljóst að einmana gæti hún aldrei notið hamingjunnar. Og þrátt fyrir visku sína, þá var tin 28 ára gamla Lina, í hjarta sínu nógu gamaldags til þess að ganga frá því sem gefnu, að hamingjuna fyndi konan aðeins í farsælu hjónabandi. En þar sem liún hafði allt sitt líf búið í sveitinni þar sem fólk talar ekki um slíka hluti, var henni alls ekki kunn- ugt um að hundraðshluti farsælla Iijóna- banda í Stóra-Bretlandi var sennilega und- ir 0.0001. Samt langaði Linu nú afar mikið til þess að giftast. Hún hafði næstum verið komin í lijóna- bandið fyrir tveimur árum. En þetta ástarævintýri, sem Lina hafði skoðað sem sitt fyrsta, og broslegt eins og það kann að virðast, liið einasta, hafði orð- ið endasleppt. Hlutaðeigandi hafði verið maður, sem faðir hennar hafði lijartanlega fallist á sem tilvonandi tengdason; ungur, stöndugur landeigandi í nærliggjandi hér- aði, af góðu fólki kominn og með flekk- lausa framtíð. Eiginlega hafði hann ekki nema einn galla, sem sé þann, að andlegt algjörvi lians var ekki miklu meira heldur en eins verðlaunatuddans á bænum. Þó vantaði hann hæfileika tuddans til þess að skilja um hvað væri að vera, ef rauðri dulu væri veifað framan í liann. En vitan- lega hafði slíkt engin álirif á afstöðu Mc- Laidlaw’s, hershöffðingja, og jafnvel Lina gat lokað augunum fyrir þessu, því að ungi maðurinn var á hinn bóginn ekki stað- fefstulausari en tuddinn. í fyrsta skipti á ævinni fann Lina að hún gat treyst á ein- livern, að vísu ekki í andlegum efnum, en þó a. m. k. í siðferðilegum efnum. Og lienni fannst sú tilfinning reglulega friðþægjandi. Hún hafði ímyndað sér að liún væri mjög ástfangin af þessu heiðarleikabjargi. Þegar hún var honum eklci samvistum, eignaði hún honum margvíslega eiginleika, sem lienni duldist ekki, þótt hún vildi ekki viðurkenna það fyri rsjáfri sér, að ðhann átti ekki til. Ilún lagði honum líka oft í munn ýms orð og orðtæki, sem henni var vel ljóst að hann mundi aldrei láta sér um munn fara. Hann liafði meira að segja orðið jafn blóðrauður í framan og hans eigin Devon-kýr voru á liár, ef honum hefði svo mikið sem komið slík umræðu- efni til hugar, umræðuefni sem voru þess eðlis, að á slíkt minntust menn alls ekki fyrr en þeir voru örugglega giftir, ef þá á annað borð á það var minnst. Þegar hún var í návist hans undraði það hana, að hún

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.