Fálkinn


Fálkinn - 23.03.1951, Blaðsíða 3

Fálkinn - 23.03.1951, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Þjóðleikhúsið: »Heilög Jóhanna- Á pálmasunnudag haföi Þjóðleik- húsið frumsýningu á „Heilagri Jó- hönnu“ eftir G. Bernhard Shaw. Er þetta leikrit i 6 þáttum auk eftir- leiks og fjöldi leikenda er mjög mik- ill. Efnið er stórbrotið og gerir miklar kröfur til leikaranna, eink- um er aðalhlutverkið, hlutverk heil- agrar Jóhönnu, vandasamt og viða- mikið. Efni leikritsins er óþarfi að kynna. Allir, sem eitthvað hafa lært í sögu kannast við heilaga Jóliönnu eða Jeanne d’Arc, hina kornungu frönsku stúlku, sem forðum hleypti kjarki í franska herinn og stjórnaði hon- um framt til sigurs á örlagastundu, — „meyna frá Orléans“, eins og hún var kölluð, er brennd var á báli í Rúðuborg fyrir villutrú, en hefir nú fengið uppreisn lijá ka- þólskri kirkju. Nafn liennar er vafið ljóma i liugum fólks nú i dag. — Höfund leikritsins, G. Bernliard Shaw, sem nú er nýlátinn, skal heldur ekki fjölyrt um. Þetta leik- rit lians er blandað töluverðu glensi, þótt það sé alvöruþrungið að meg- inþræði. Aðalhlutverkið, heilaga Jóhönnu,, leikur sem gestur frú Anna Borg, sem fengið hefir orlof frá Konung- lega leikhúsinu i Kaupmannahöfn til þessa. Leikur frú Önnu er stór- brotinn og tilþrifamikill og var henni mjög vel fagnað af áhorfend- um. Lárus Pálsson leikur Karl prins af mikilli snilld og margir aðrir fara vel með hlutverk sín. T. d. má nefna Rúrik Haraldsson, Brynjólf Jóhannesson, Harald Björnsson og Klemens Jónsson, sem allir gera hlutverkum sínum ágæt skil, og þá Anna Borg sem Jóhajina og Brynjólfur Jóhannesson sem ó&alsbóndinn. Gest Pálsson, Valdemar Helgason, Val Gislason, Jón Aðils, Indriða Waage og Robert Arnfinnsson. Önn- ur hlutverk eru smærri, en vel með ýms þeirra farið. í leikslolc ávarpaði Vilhjálmur Þ. Gislason, formaður Þjóðlcikhúsráðs, frú Önnu Borg og færði lienni blóm. Leikkonan svaraði með liugþekkri ræðu. ^ J Leikstjóri er Haraldur Björnsson. Leikstjórn hans er góð, og leiksvið vel úr garði gerð af þeim Magnúsi Pálssyni, Lárusi Ingólfssyni, Yngva Thorkelssyni og Hallgrimi Bach- mann. Margir búninganna eru fengn- ir að láni hjá Konunglega leikhús- inu í Kaupmannahöfn og Bæjarleik- húsi Gautaborgar. W Anna Borg sem Jóhanna og Lárus Pálsson sem prinsinn. Anna Borg sem „heilög Jóhanna“ þar sem hún krýpur í kirkjunni. FÆRRI ÓLÆSIR í RÚSSLANDI. Á síðustu 30 árum hefir ólæsu fólki i Rússlandi fækkað úr 67 nið- ur í 10% af þjóðinni, þannig að 110 milljón Rússa hafa lært að lesa á þessu timabili. Og i Indlandi, þar sem kapp er lagt á að gera þjóðina læsa, liafa 30 milljón börn og 3 milljónir fullorðins fóks lært að lesa síðustu 10 árin. í Kína er áætl- að að 14 milljón læsra manna bætist við á ári hverju og i Mexico lærðu 10 milljónir að lesa árið 1946. Þess- ar staðreyndir hafa orðið til þess að Biblíufélgið reynir að auka starf- semi sina og gefa út fleiri biblíur en áður. Kommúnistar sofa ekki á verðinum en dreifa áróðursritum sínum meðal hinna „nýlæsU“. Stærstu biblíufélögin gefa meira út af bibli- um en áður. Ameríska bibliufélagið gaf út 9 milljón biblíur og enska bibliul'élagið 7 milljón. FJÖLKVÆNI í INDLANDI. Dómstólarnir í .Bombay hafa dæmt nálægt 700 manns fyrir að hafa fleiri konur en eina. Ileilbrigðismála, ráðherrann lét þess getið á þingi fyr ir skömmu, að stjórnin liefði kom- ist fyrir meira en 1900 brot á fjöl- kvænislögunum siðustu þrjú árin. Samkvæmt þeim má enginn Ilindúi eiga nema eina konu. Yfir þúsund menn bíða nú dóms i Bombay fyrir fjölkvæni. VtfiM pdppírschlii ofl pdjkifr ímni ktmur wti blil Fí Ikins ebki út I jr ra 5. opríl

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.