Fálkinn


Fálkinn - 23.03.1951, Blaðsíða 11

Fálkinn - 23.03.1951, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 VITIÐ ÞÉR?i. . . að lyf er til, sem gerir manni unnt a,ð verjast hákörlum? Meðal þetta er kemiskur vökvi, 'svartur eins og blek, sem er með þannig lykt og bragði að hákarlinn hefir andstyggð á því og hypjar sig á burt undir eins og liann fær nasa- sjón af þessum óþverra. Veiðimenn sem lialda sig á þeim slóðum sem mikið af hákarli er á, nota oft þehn- an vökva, ef þeir eru svo óheppnir að detta i sjóinn. — Á teikningunni sést veiðimaður á sundi innan um hákarla. hvers vegna svo mikið er af sjófugl- nnum? Sumpart er það af þvi að þeir verða yfirleitt gamlir, og sumpart vegna þess að þeir verpa svo lengi, eða lengst af ævinni. Og oft hefir náttúran séð fyrir að afkvæmið komist upp. Langvían, sem verpir viða i fuglabjörgum, verpir t. d. eggjum, sem eru miklu mjórri í arin- an endann en hinn. Ef eggið veltur þá snýst það i hring og dettur ekki fram af stallinum, eins og það mundi gera ef það væri jafnbolt, eins og t. d. hænuegg. — Hér á myndinni sjást langvíúr með eggin sin. GRÍSIR OG BÖRN Það er 16 sinnum meiri fita á ný- fæddu barni en nýgotnum grís, seg- ir enski læknirinn E. M. Widdow- son, sem er kennari í Cambridge. í tímaritinu „Nature“ segir liann, að í nýfæddu barni sé 69.1% vatn, 11.9% protein, 16.1% fita en önnur cfni 8.9%. í litlum grís er 84.1% vatn, 11,3% protein, 1,1% fita og 3.5% af öðrum efnum. Egils áváxtadrykkir útvegum vér frá Englandi og USA gegn nauðsynlegum leyfum. Þvottavélar Kæliskápa Hrærivélar Ryksugur Strauvélar Bónvélar Straujárn Myndlistar, og aðrar upplýsingar á skrif- stofu vorri. NNÉI Hafnarstræti 10—12. — Sími 6439 og 81785, RERU YFIR ATLANTSHAF. Árið 1986 reru tveir norskir sjó- menn i New Jersey, Frank Samuel- sen, 26 ára og George Harbo, 30 ára, yfir Atlantshaf i opnum bát, sem liét „Fox“. Það var i fyrsta og eina skiptið, sem slíkt afrek hefir verið unnið. Vikur liðu án þess að nokk- uð spyrðist til þeirra, en eftir tvo mánuði lentu þeir á Scillyeyjum við England. Þeir höfðu verið 54 daga í hafi, og við New Foundland hvolfdi undir þeim, en þeim tókst að koma bátnum á réttan kjöl aft- ur. Norska skipið „Sita“ hitti þá og vildi taka þá um borð. Þeir reru 16 tima á liverjum sólarhring, sváfu sex tíma en notuðu tvo til máltíða. — Til baka fóru þeir með bátinn á eimskipi, en 250 enskar mílur frá New YTork varð skipið kolalaust. Samuelsen og Harbo tóku „Fox“ og reru til New York og útveguðu skipinu hjálp. KONUNGUR SKÓBURSTARANNA. Fyrir fyrri iieimsstyrjöld var auð- velt fyrir skóburstana i City i London að vinna sér inn 500 kr. á viku. Þá voru þar yfir þúsund viðurkenndir skóburstarar. Árið 1935 voru þeir ekki nema 150, vegna þess að meðal-arðurinn var ekki orðinn nema 5 krónur á dag. En nú eru ekki nema 48 i félaginu. Kunnasti skóburstarinn i London bcitir fínu nafni: Vivian de Gury St. George. Afi hans var Frederick Middleton, sá sem stofnaði konung- lega herskólann í Kanada. Vivian er mikill ævintýramaður. í æsku var hann til sjós á seglskipum, síðan gerðist hann sirkustrúður en í fyrri heimsstyrjöldinni varð hann liðs- foringi. Vor brúðurin. — klf þér liugsað yður að verða brúður d komandi vori gætuð þér ef til vill luigsað yður að festa brúð- arslörið við svoria knipplings- húfu. Húfan fer mjög vel yfir yfir dökku hári og kanturinn eða blúndan að framan er stífuð. 17 GULLPENINGAR fundust nýlega í Iberkeri á Borg- undarliólmi og hafa aldrei fund- ist jafn margir fornir gullpeningar í Danmörku. Þeir eru frá síðróm- verskum tima, 1500—1600 ára gaml- ir, gerðir í Konstantínópel og eru með mynd keisarans Maioranusar. - TÍSKUlTOÍDm - Stóri kjóllinn. — Carven í Par- ís hefir kallað þennan kjól „ský“ og nafnið á vel við þenn- an lwöldklæðnað úr rósa og grátt sem skín í gegnum tyll- pilsið. Bolurinn er hlýralaus og stórtungaður að neðan. Smá- bolero er bundin um hálsinn. Það er meira en cape. - Fallegt cape frá Maggy Rouffs er að hálfu leyti frakki því að boð- angarnir ná jafnlangt niður og kjóllinn að framan og er hneppt með stórum hnöppun. Mjótt beltti heldur þeim saman í mittið. Um hálsinn er lítill kragi svo að líkast er sem stúlkan sé fullklædd einkum ef handskjól fyigír-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.