Fálkinn - 23.03.1951, Blaðsíða 13
FÁLKINN
13
þejrra gekk ekki vel. En viðleitni þeirra
gæti skyndilega farið að ganga vel. Eng-
inn gat vitað. Maður varð að bíða við.
2. kap.
Fjögur ár er langur tími.
Jafnvel þrír mánuðir eru nógu langur
tími til þess að breyta hinum örvilnuð-
ustu sálarkvölum í eittlivað, sem hvorki
kvelur eða grúfir yfir manni eins og mara.
Lina gat varla trúað því,' þegar Joyce
og Cecil komu með Róbert og Annorel til
þess að dveljast að Dellfield yfir jólin, að
fyrir fjorum árum á þeim degi hafði
Johnnie orsakað dauða föður hennar. Þar
sem hún liafði fleygt litlu vasabókinni út
um gluggann á járnbrautarvagninum i
þúsund tætlum, liafði henni jafnvel tekist
að telja sjálfri sér trú um að þetta hefði
allt saman verið eintóm ímyndun. 1 öllu
falli var liún fyrir löngu hætt að liugsa
um það sem „morð“.
Og þrátt fyrir allt, sem Jolmnie hafði
gert, þá elskaði Lina hann meira en nokkru
sinni fyrr. Það væri ástæða fyrir því að
henni hefði jafnvel aldrei komið til liugar
að leita athvarfs lijá Joyce. Stundum kom
henni til hugar, og olli það lienni talsverðu
hugarangri, að það, sem Johnnie liafði
gcrt, hefði að vissu leyti, í raun og veru
aukið ást liennar á lionum, að minnsta
kosti móðurástina. Vissulega hafði það
ekki dregið úr henni.
Hún naut jólanna.
Hún hafði ákveðið neitað að bjóða
Beaky, þrátt fyrir ákafa eftirgangsmuni
if hálfu Jolmnies, og hún kom því við að
eiga löng og ánægjuleg samtöl við Joyce.
Henni varð það ekki lítið ánægjuefni að
geta sagt Joyce af heilum hug, að liún
væri virkilega hamingjusöm, og að finna
það, að Joyce trúði lienni. Hún var dálítið
yfirlætisleg gagnvart Joyce, og tók þá
stefnu að Joyce hefði næstum þvi orðið
þess valdandi a ðhún biði fullkomið skip-
brot í lífinu og að það hefði aðeins verið
næmari skilningur hennar sjálfrar, sem
olli því, að hún liafði bjargast á síðustu
stundu.
Linu varð það ennþá meira ánægjuefni
að heyra Joyce viðurkenna, að Johnnie
elskaði eiginkonuna sina alveg vafalaust.
Johnnie var ákaflega elskulegur við Linu
allan tímann, sem þau dvöldust að Dellfield,
og framkoma lians fór ekki fram lijá Joyce.
Hún spurði Linu nærgöngulustu spurning-
um varðandi hegðun Johnnies siðastliðna
átta mánuði, og gat ekki fundið neinar
veilur í henni.
„Jæja, kannske allt hafi snúist á betra veg,
þegar öllu er á botninn hvolft,“ var lokaniður-
staða hennar. „Mér dettur ekki í hug að láta
svo sem ég dáist að honum Johnnie þínum,
og ég myndi miklu fremur hafa viljað sjá þig
taka saman við Ronald, en þú varst ekki eins
mikill kjáni og ég hélt.
Við jólaborðið hitti hún sjálfa sig einu sinni
eða tvisvar fyrir, vera að gefa Joyce auga.
Eða réttara sagt, Joyce hitti hana fyrir.
„Hvers vegna ertu svona hátíðleg, Lina?
Um hvað ertu að hugsa?“
„Oh, ekkert,“ svaraði Lina og flýtti sér að
brosa. Raunverulega hafði hún verið að hugsa:
hvað myndir þú segja, Joyce, ef þú vissir að
eiginmaðurinn minn hefði drepið föður okkar?
En sú staðreynd, að Johnnie hafði gert það,
kvaldi hana aðeins þegar hún mundi eftir því.
Það kvaldi hana næstum því eins mikið, að
verða þess áskynja, hversu sjaldan hún mundi
eftir því.
Strax eftir jólin kom Beaky í vikuheimsókn.
Johnnie hafði boðið honum án þess að minnast
einu orði á það við Linu. Linu gramdist og hún
tjáði Johnnie það.
„Það verður ekki mikið lengur úr þessu,“
huggaði Johnnie hana.
Lina, er hafði hugsað sér viku svelti eftir
hið venjulega ofát jólanna, varð að láta sér
lynda að kaupa hinar dýrustu krásir. Hún
varð nú orðið að vera mjög á verði um vaxtar-
lag sitt.
Það var á fyrsta eða öðrum degi þessarar
heimsóknar Beakys, að óljós grunúr læddist
að Linu. Hún tók að óttast að sennilegasta
ástæðan fyrir því að Johnnie lagði svona mikla
áherslu á að hafa Beaky stöðugt við hendina,
væri sú, að þar sem hann nú á annað borð
hefði náð áhrifavaldi yfir ríkum manni, þá
væri hann ákveðinn í því að sleppa ekki tak-
inu; þannig að ef lóðabraskið mistækist myndi
honum heppnast á einhvern annan hátt að
skilja Beaky frá nokkrum þeirra nauðsynja-
lausu þúsunda, sem hann hafði í handraðan-
um. Og samtímis og þessi hugmynd tók sér
bólfestu í hugarfylgsnum Linu, tók hún auk
þess að óttast að Johnnie væri þegar farinn
að hugleiða einhver brögð í þá átt. Þar sem
Lina þekkti Johnnie sinn, þá var henni ákaf-
lega vel ljóst að fyrirætlunin, ef um fyrirætlun
væri að ræða, væri af ófyrirleitnara tagi.
Auðvitað væri alveg tilgangslaust að spyrja
Johnnie, en kvöld eitt þegar þau voru komin
upp í spurði hún hann hvort hann væri aura-
laus.
„Auralaus?" sagði Johnnie. „Hvernig mein-
arðu?“
„Jæja-þá, hefirðu lent í skuldum, eða ein-
hverju slíku?“
„Ertu að bjóðast til að borga þær fyrir mig
ef svo væri?“ spurði Johnnie ertnislega.
„Nei, ekki aldeilis. Eg mundi bara. Er það?“
„Ekki vitund," sagði Johnnie glaðlega. „Eig-
inmaðurinn þinn er orðinn að nýjum og betra
manni, frú Aysgarth.
„Ástin mín!“ sagði Lina ósjálfrátt og yfir sig
hrifin.
En hún var samt ekki ánægð. Yfir John-
nie var stundum einhver eftirvæntingarþrá,
sem hún vantreysti.
Hún hugleiddi hvort hún ætti að aðvara
Beaky.
Það var hvorki skemmtilegt né auðvelt hlut-
skipti að þurfa að vara gest sinn við því að
eiginmaður sinn sé ekki mikils trausts verður
þegar peningar séu annars vegar.
Morgun einn þreifaði hún fyrir sér.
„Beaky, hvernig standa sakir ykkar John-
nies?“
Beaky leit upp úr bókinni, sem hann var
að lesa. „Eh? Oh, ég veit ekki. Læt gömlu
blókina einan um öll okkar málefni, þú skilur."
„Já, það er það, sem ég á við. Hvers vegna
ertu svona værukær. Þú ættir ekki að láta allt
hvíla á herðum Johnnies.
Beaky hló. Halló! Hvað heyri ég! Prédikun?
Hann var góður þessi!“
„Nei, mér er alvara.“
„Er þér það? Húrra!“
„Beaky,“ sagði Lina og tók á þolinmæðinni,
„væri þér sama þó að þú hlustaðir á mig
augnablik?"
„Helst ekki. Heldur slappur á efstu hæðinni,
býst ég við, ha? Vertu þá bara ekki of háfleyg.
Afsakaðu samt að ég kallaði þetta þvælu. —
Kunningi þinn, og allt það drasl, býst ég við.
Ha? Eh? Jæja?“
„Eg er ekki að tala um þessa blók.“
„Æ, er það ekki? Fyrirgefðu.
„Þú mátt nefna það prédikun ef þú vilt,
Beaky. En ég vil fá að vita eitt. Hvað leggur
þú mikla peninga fram í þetta fyrirtæki?“
„Æ, það veit ég ekki. Gamli refurinn sagði
að við myndum þurfa í kringum fimmtán
þúsund. Sennilega töpum við því öllu saman,
en hvað gerir það til?“
„Beaky, mér finnst þú ekki koma drengilega
fram við Johnnie," byrjaði Lina, og tók sér
svo málhvíld til þess að dást að þessum inn-
blæstri sínum. Með því að láta sem svo, að
hún álasaði Beaky sjálfum, þá myndi henni
takast miklu betur að koma aðvörun sinni á
réttan stað. „Þú mannst eftir því að . . . . “
„Heyrðu mig nú, blessuð fáðu þér sæti, ha?“
Lina settist niður og hóf máls á ný.
„Það er ódrengilegt gagnvart Johnnie vegna
þess að hann er fátækur í samanburði við þig.“
„Oh, bölvuð vitleysa," mótmælti Beaky. —
Klukkustund síðar, þegar hún var að púðra
sig fyrir hádegisverð, heyrði hún að Beaky
og Johnnie áttu tal saman beint fyrir neðan
gluggann á stofunni, sem hún var stödd í. Hin
háværa rödd Beakys barst greinlega að eyrum
hennar.
„Halló, gamli refur. Hefi verið að leita að
þér. Heyrðu mig, hvað gengur að Linu? Ha?“
Eitthvað óskiljanlegt heyrðist frá Johnnie.
„Já, hún hefir verið að reyna, síðasta tím-
ann, að sannfæra mig um að þú værir eitthvað
einkennilegur á efri hæðunum. Ha?“
Johnnie varð afar reiður.
„Hvað kemur þér þetta við?“ þrumaði hann.
„Það er það, sem mig langar til að vita. Hvað
komur þér þetta við?“
Lina var aldrei sein á sér að blossa upp
þegar einhver annar var þegar kominn í upp-
nám. „Þú ættir að vita hvað mér kemur þetta
við.“
„Hvað áttu við?“
„Jæja, heldurðu að þú kærir þig um að ég
bæði Melbeck höfuðsmann að eiga stutt viðtal
við Beaky?“ Lina sá eftir að hafa sagt þetta
um leið og hún hafði lokið setningunni.
Það virtist samt sem áður hafa talsverð á-
hrif á Johnnie.
„Guð almáttugur, ætlarðu sí og æ að halda
áfram að rifja þetta upp?“ spurði hann.
Nú þegar var Lina sárt tekin að iðrast eftir
að hafa rifjað þetta upp. „En, Johnnie þú
manst hvernig þú varst.“
„Ójá, ég veit það allt saman og man. En
hefi ég verið þannig upp á síðkastið? Það var
fyrir mörgum árum. Þú veist að ég er orðinn
allt annar maður nú. Og svo reynir þú að læða
því inn hjá Beaky að mér sé ekki trúandi fyrir
grænum túskildingi."