Fálkinn


Fálkinn - 23.03.1951, Blaðsíða 12

Fálkinn - 23.03.1951, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN J------------------------------- Nr. 24. Örlagaríkt hjónaband Spennandi framhaldssaga. ______________________________* Nei, hún var ekki ástfangin af Ronald. Hún égæti aldrei elskað neinn framar. En henni þótti vænt um hann. Og hún ætlaði að reyna, af einlægni og af öllum lífs og sálar kröftum, að verða honum góð eigin- kona. Mundi hann kyssa hana á járnbrautar- stöðinni, hugsaði hún með sér. 5. kap. Ronald tók á móti henni á Waterloo- stöðinni, hugsaði hún með sér. Hún þrýsti sér upp að honum, greip báðum höndum um uppslögin á frakka lians, þakklát og fegin. Að lokum fannst henni hún vera komin í örugga höfn. Ron- ald mundi annast hana héðan í frá. „Eg er komin til þín, Ronald.“ »Já.“ Ronald liorfi niður á hana. Hún tók eft- ir þvi, og varð yfir sig hissa, að hann var mjög vandræðalegur. Hún hélt að það væri af því, að liún þrýsti sér upp að lion- um fyrir allra augum, en henni stóð al- gerlega á sama um það: Ronald var til þess að þrýsta sér upp að. Hann ræksti sig. , „Eg þarf að segja þér dálítið, Lina.“ Hún brosti hrifin framan í hann. „Já, elskan mín?“ Það var yndislegt að vera í návist Ronalds, hún var svo örugg og bjartsýn. „Það er best að ég segi þér það undir eins. Eg — jæja, þú lést mig ganga of lengi á eftir þér.“ „Eg — hvað ?“ „Þú lést mig ganga of lengi á eftir þér. Eg komst að raun um að þú kærðir þig ekkert um mig. Eg fann að þú elskaðir eiginmann þinn allan tímann. Eg — ég gat ekki staðið utangátta í það óendanlega. Svo að — jæja, ég er lieitbundinn annarri stúlku.“ „— Þú — þú elskar mig ekki lengur?“ „Nei,“ sagði Ronald vesældarlega. Þau horfðu hvort framan í annað. Lina fékk það á tilfinninguna að fólk væxi fai-ið að einblína á þau. „Ferðatöskuna mína,“ stundi Lina. Ronald náði í ferðatöskuna liennar ofan úr vagninum. Hann spurði hana livort hún vildi fá leigubil. „Nei,“ svaraði Lina. „Viltu ná í lxurðar- íuann fyrir mig?“ Ronald kallaði á bui’ðarmann. Lina rétti fram höndina. „Vertu sæll, Ronald.“ Hann tók klaufalega í hönd hennar. Ef það er eitthvað, sem ég get gert ....?“ „Nei,“ sagði Lina. „Vertu sæll.“ Ronald hikaði stundarkorn, lyfti hatt- inum sínum og staulaðist á burt. Lina vissi, að honum fannst hann vera hin aumasta bulla, og liún Ijenndi í brjósti um hann, þar sem henni var afar vel ljóst, að sökin var alls ekki hans. „Bíl, ungfrú?“ sagði burðarmaðurinn. Lina leit aulalega á hann. „Setja hana inn í farangursgeymsluna, ungfrú?“ „Oh! Nei, þakka yður fyrir.“ Hún leit ósjálfrátt á ai’inbandsúrið sitt. Þremur mínútum síðar skjögraði liún upp í lest, sem mundi flytja hana til Upcottery. Það virtist ekkert annað liggja fyrir. XV. KAPÍTULI. Beaky Thwaite virtist ekki eiga neinn ættingja, fáa vini og hafa ekkert að gera. Þegar Lina spui’ði hann, eins og hún gerði oft, hvernig liann eyddi tímanum, þá virt- ist hann jafnvel ekki vera viss um það lieldur. „Oh, ég veit ekki. Ráfa um, þú veizt. Heimsækja einhverja gamla blók af og til, og allt það.“ „Ferðu aldrei til heimkynnis þins i York- shire?“ Beaky var ekki mjög áfjáður eig- andi höfðingjaseturs og jarðar, sem nokk- ur þúsund ekrur akurhænsnaheiða heyrðu undir, í Yorkshire. „Áli, jú. Eg býð einliverri gamalli blók þangað við og við, þú skilur. Dvelst þar aldrei einn, reyndar, ef ég get komist hjá því. Mér hundleiðist þar.“ „Það, sem þig vantar, er skynsöm kona til þess að hugsa um þig. Hvers vegna kvongastu ekki, Beaky?“ Beaky hló þá gapalega. „Ha? Giftast? Nei, takk. Ekki ég. Ha? Auk þess eru ekki til neinar skynsamar konur, lia? Oh, af- sakaðu, Lina. Rak mig á aftur. Þú ert skyn- söm, svo sannarlega. Fjári skynsöm. Eg veit ekki hvað gamla blókin myndi hafa tekið til bragðs ef hann hefði ekki kynnst þér. Farið í hundana, býst ég við, lia?“ „Af liverju segirðu það?“ „Oh, ég veit ekki,“ svaraði Beaky út í hött. „Jolinnie gamli var alltaf dálítill prakkari, ha?“ En Lina vissi að jafnvel Beaky liafði ekld liugmynd um liversu mik- ill prakkari Johnnie í raun og veru liafði verið. Beaky dvaldist heilmikið að Dellfield nú orðið. Johnnie, og það var það skrítna við það, livatti liann frekar til þess; og Beaky þurfti mjög lítillar hvatningar við. Linu var það ákaflega vel Ijóst, að Beaky var fjarskalega hrifinn af Johnnie. Tilbeiðslan, sem liann liafði sýnt honum þegar þeir voru skólabræður, liafði lítið dofnað enn- þá. í hrifningu sinni af Jolinnie, þreyttist Beaky aldrei á að segja Linu frá atvikum og ævintýrum, sem Johnnie hafði verið aðalsöguhetjan í. Lina liafði áhuga á þessum sögum, vegna þess Ijóss, sem þær vörpuðu yfir Johnnie á unglingsárum hans. Hin raun- verulega vinátta þessara tveggja manna var sérlega atliyglisverð. Af frásögum Beakys var það ljóst, að Johnnie hafði verið ákaflega vinsæll drengur í skól- anum, jafnvel áður en hann náði þeirri sæmd að verða í röð hinna ellefu fremstu. Hann liafði getað valið sér hvern sem var að einkavini; og liann hafði valið Beaky, liinn illa íþróttum búna Beaky og ekki alltaf vinsæla. Lina hélt sig vita hvers vegna Johnnie hafði gert það. Til þess að byrja með, þá hafði hin ótak- markaða aðdáun, sem Beaky hafði á lionum, og möguleikinn til þess að geta vafið hinum litla bróður sínum um fing- ur sér, verið girnilegri i augum Johnnies lieldur en jafnræðari vinátta við einhvern er stóð lionum betur á sporði. Þetta varð þeim mun óskiljanlegra, þegar þess var gætt, að hin furðulega skapgerð heggja var algerlega mótvægislaus. En Lina áleit að meira liefði komið til. Beaky myndi sennilega liafa dáðst að ævintýrum, sem athugulli vinur myndi hafa haft vanþókn- un á. Lóðakaupaáætlunin í Bournemouth sýnd ist ennþá dingla i lausu lofti. Jolinnie til- kynnti nýja erfiðleika æ ofan í æ. Alltaf einmitt þegar allt virtist vera að verða klappað og klárt, skutu nýir erfiðleikar upp kollunum. Hvað svo sem þvi annars leið, þá varð engan bilhug á Johnnie að finna. Beaky lét liann einan um allt saman. Han ntók alls engan þátt í samningavið- ræðunum, lét sér aðeins nægja að aka við liliðina á Johnnie þegar þeir fóru annað slagið til þess að yfirlíta nýjar lóðir. Hún óskaði þess að viðleitni þeirra íbæri einhvern árangur til þess að Beaky skyldi ekki dveljast alveg svona lengi í Dellfield. Við og við gaf hún þetta í skyn við Johnnie. En Johnnie virtist alveg óvænt æskja þess að Beaky dveldist eins lengi og mögulegt væri að Dellfield. Lina var viss um að Beaky færi alveg jafn mikið í taug- arnar á Johnnie og henni, og hún gat þvi ómögulega skilið livers vegna liann vildi þá hafa hann stöðugt á eftir sér. „Oli, ég veit eklci,“ var hann vanur að svara. „Mér fellur vel við Beaky litla, eins og þú veist.“ „Já, en hann er svo þreytandi. Stundum finnst mér að ég hara þoli liann ekki stundinni lengur.“ „Við verðum að reyna að komast af með liann ofurlítinn tíma enn, þangað til þetta er afstaðið. Hann kemur til með að verða okkur fjandi nytsamur, áður en líkur. Vertu nú lítill, sætur kisumunnur og hjálp- aðu mér i gegn.“ En þegar liún reyndi að komast að því lijá Johnnie hversu lengi enn liann þyrfti hjálpar liennar með á þennan hátt, þá voru svör lians langtum óljósari. Viðleitni

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.