Fálkinn


Fálkinn - 23.03.1951, Blaðsíða 10

Fálkinn - 23.03.1951, Blaðsíða 10
10 V A L K I N N ■— Meðan ég man: Hvað var það annars sem þú sagðir og ég móðg- aðist svo af að ég skoraði þig á hólm? — Mér þgkir þa,ð ákaflega leitt, Óskar, en húsbóndinn segir að ég geli ekki fengið frí í dag. U/BNMRMM Svefnherbergishúsgögn úr eldspýtustokkum. Þegar þið liafið safnað nægilega mörgum eldspýtustokkum ættuð þið að reyna að búa til húsgögn í svefn- herbergi. Á tcíkningunum sjáið þið hvernig stokkarnir éru lagðir sam- an og því næst eru þeir límdir með venjulegu bréflími, 1 snyrti- borðið verðið þið að fá 4 litla stokka í hillurnar en platan er úr pappa og sem spegil notið þið lít- inn vasaspegil, sem stungið er í rifu, sem gerð er í plötuna, en pappa stífa er sett aftan við, eins og á venjulegum ljósmyndaramma. í fram cndann á „skúffunum“ eru sett „splitti“ eins og notuð eru til að festa saman pappírsarkir, svo að hægt sé að drag þær út og inn. Og loks er allt málað með hvítu lakki. Og í rúmfötin notið þið pjötlur og vatt innan'í. Þrælarnir tveir. í forðum daga voru lilekkirnir not aðir til að vinna í demantsnámun- um í Brasilíu, og til þess að knýja þrælana til að gera það sem þeir gæfu, var það lag haft á, að hver sá þræll, sem fyndi verulcga stóran an demant, skyldi fá frelsi. Einn daginn fann ungur þræll mjög stóran demant og liljóp glað- ur af stað til að afhenda húsbónd- anum hann. En á leiðinni mætti hann gömlum, kengbognum þræl, sem var svo farinn að lieilsu að hann átti bágt með að vinna. Ungi þræll- inn stansaði lijá honum og sagði: — Eg hefi fundið þennan demant. Taktu við honum og farðu til hús- bóndans og segðu lionum að þú hafir fundið hann. Þá færðu frelsi. Þú ert gamall og þarfnast hvíldar, en ég er ungur og þoli að vinna. En gamli maðurinn vildi ekki þiggja þetta göfuga boð. — Sonur minn, ég hefi unnið í þrældómi í 30 ár. Njóttu frelsisins sjálfur, þú nýtur þess betur en ég. En nú vildí svo til að húsbónd- anum varð gengið fram hjá meðan þeir voru að þinga um þetta og hann heyrði hvað þeir sögðu. Og honum fannst svo mikið til um það að hann fór til þeirra og sagði við þá: — Upp frá þessari stundu eruð þið báðir frálsir. Jafn göfugir menn og þið eigið ekki að vinna í þrældómi. Farið þið hvert á land sem þið viljið! Gripnir af þakklæti fleygðu þeir sér fram fyrir hann og föðmuðu fætur hans. Og þeir kusu að verða áfram hjá lionum, sem frjálsir menn — því að hann liafði sýnt þeim að liann átti líka gott hjarta. álölá, — Það sem hjartað er fullt af ... Leikvangnr strokufangans. — Það er frá henni mömmu, hún segir að sér líki ekki að ég um- gangist þig svona mikið. Sólberjasaft Adamsons.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.