Fálkinn


Fálkinn - 23.03.1951, Blaðsíða 14

Fálkinn - 23.03.1951, Blaðsíða 14
14 F Á L KIN N Leikfélag Reykjavíkur: »Anna Pétursdóttiru eftir Hans Wiers-Jensen. - Leikstjóri Gunnar R. Hansen Fundur prestanna heima hjá Absalon Beyer biskup. hér hefir sést. Búningar og leiktjöld hefir Gunnar Hansen cinnig gjört og er hvort tveggja í fullu samræmi við leikstjórn hans, mest ber á svörtu og hvítu og skuggar persón- anna á þiljum skapa sérstakt and- rúmsloft og magnaðar tilfinningar i fullu samræmi við allan leikinn. Aðalhlutverkin hafa á hendi Kat- rín Thors, sem Anna Pétursdóttir. Katrín er ný leikkona, hefir aðeins leikið í skólaleik Menntaskólans, en síðan stundað leiklistarnám í Frakk- landi. Frammistaða hennar er furðu- lega góð. Hreyfingar hennar allar eðlilegar eftir atburðum, svipbreyt- ingar skarpar og eðlilegar og laus- ar við alla tilgerð, viðbrögð henn- ar hröð og alveg eins og þau eiga að vera. Það má þvi segja, að þessi unga leikkona hafi þegar unn- ið sigur með frumhlutverki sínu. Einar Pálsson leikur Martein, son manns Önnu. Einar leikur af mýkt og hógværð eins og vera ber, en stundum hefir hann fengið ákúrur fyrir of mikil umsvif á leiksviði. Hér er því ekki til að dreifa. Þorsteinn Ö. Stephensen hefir unnið mikla sigra i vetur, bæði i Marmara og Elsku Rut. Enn bætir han nvið. Hann leikur Absalon biskui) af miklum skilningi. Emilia fíorg leikur móðir Absal- ons. Það hefir verið hljótt um þessa leikkonu undanfarið, en ætið leikur liún af góðu mskilningi — og ekki síst nú, skap hennar, kviði hennar og liatur liennar kemur vel og skýrt í ljós. Maður fær þá tilfinningu að einmitt þannig skuli leika hina öldr- uðu móður. Áróra Halldórsdóttir leikur Herj- ólfs-Mörtu, sem hundelt er og brennd á bnli. Þetta er eitt stærsta hluverk- ið, sem Áróra hefir fengið og leysir hún það af hendi af mikilli prýði. Önnur hlutverk skulu ekki nefnd, en þau cru vel af hendi leyst, ekki síst hlutverk það sem .Brynjólfur Jóhannesson fer með. Þetta er cins og áður er sagt einn sigur enn fyrir Leikfélag Reykja- vikur. Enda kunna leikhúsgestir að meta það. Þeir fögnuðu leikurum ákaflega og ekki sist leikstjóranum Gunnari R. Hansen. Reykvíkingar standa í mikilli þakklætisskuld við hann. Gestur. Leikfélag Reykjavikur licfir unnið einn stórsigurinn enn á þessu leik- ári. Þetta kemur mönnum á óvart, þvi að samkeppnin, ef um sam- keppni er hægt að tala i þessu sam- bandi, er erfið, Þjóðleikhúsið mikil og virðuleg stofnun með allan nauð- synlegan útbúnað og fastráðna leik- ara, en Leikfélagið fátækt og í húsi, sem býður ckki upp á eins góðar aðstæður og Þjóðleikhúsið. Það er tvimælalaust, að sigrar Leik félagsins í vetur má fyrst og fremst liatrin Thors sem Anna Pétursdóttir. þakka liinum danska töframanni, Gunnari R. Hansen, sem er alheims- borgari í lieimi listanna, leikari, leikstjóri, málari, sagnaskáld og tón- skáld, allt i senn. Ög ekki má gleyma þvi, að hann virðist kunna að velja leikrit handa Reykvíkingum. Anna Pétursdóttir eftir Hans Wier- Jensen, er magnþrungið leikrit. Það gerist í Noregi á galdrabrennuöld- inni og segir sögu prestskonu, sem er brennd fyrir galdra að manni sinum látnum, enda virðist hún að lokum sjálf trúa þvi að hún hafi beitt göldrum. En hér skal sagan ekki rakin. Leikrit þetta er vel fallið til sýninga, sterkt i öllum útlinum og skrifað af mikilli gunnáttu, en hvorugt nægir þó ef leikstjóri kann ekki með að fára. En það kann Gunnar R. Hansen. Er leik- stjórn lians öll hin ágætasta, og enginn vafi á því að stjórn þessa leikrits, er ein hin veigamesta, sem KROSSGATA NR. 811 Lárétt, skýring: 1. Afbrot, 5. tæpast, 10. skrifað, 12. lialda i hönd, 14. lina, 15. kven- mannsnafn, 17. gefa saman, 19. neit- un, 20. útúrsnúningur, 23. meðal, 24. huldumanns, 26. gagnstætt: hærra, 27. samansöfnun, 28. svelta, 30. nudda, 31. nagdýr, 32. gripafóður, 34. gamall, 35. mættur, 36. gabbið, 38. sækjast eftir, 40. litur (kvk.), 42. náungi, 44. dráttur, 46. ilmar, 48. geðríki, 49. grobba, 51. kemur úr eldinum, 52. þrír samhljóðar eins, 53. einstæðingsskapur, 55. þrifnað- arráðstöfun, 56. risi, 58. brún, 59. einblíni, 61. Hamiti, 63. húð, 64. 64. hljóm, 65. púkann. Lóðrétt, skýring: 1. Kontórvinna, 2. karlmannsnafn, 3. fúska, 4. lireyfing, 6. handverk- færi (þf.), 7. úrkoma, 8. fimmtíu, og tveir, 9. áfengisútilokun, 10. yfirfæra eignarréttinn, 11. skattar, 13. skömm uð, 14. snauta, 15. bölbæn, 16. smjör- líkistegund, 18. vinnur inn, 21. skst. 22. tvihljóði, 25. talaði slitrótt, 27. forntunga, 29. hlutaðeigandi, 31. dotta, 33. gana, 34. sérgrein, 37. rófa, 39. úrslitastund, 41. grunaði, 43. hindra, 44. þúsund kiló, 45. tón- skáldafélag, 47. jurt, 49. upphafs- stafir, 50. örsmæð, 53. eyja í Mið- jarðarhafi, 54. sbr. 51. lárétt, 57. upphafsstafir, 60. málmtegund, 62. tveir sérhljóðar, 63. tveir samhljóð- ar. LAUSN k KR0SS6. NR. 810 Lárétt, ráðning: 1. Tempra, 5. öskur, 10. kerrur, ll.ólina, 13. en, 14. rita 16. atað, 17. UA, 19. næm, 21. LMN, 22. spök, 23. hnota, 26. kaun, 27. kar, 28. ánamaðk, 30. frá, 31. lcúlur, 32. firra, 33. eg, 34. LI, 36. Viggó, 38. banki, 41. sjö, 43. gifting, 45. nót, 47. tólg, 48. næsta, 49. ungt, 50. unt, 53. ana, 54. ra, 55. sært, 57. rosi, 60. ar, 61. skæla, 63. kalið, 65. kraft, 66. varla. Lóðrétt, ráðning. 1. Te, 2. err, 3. prik, 4. Rut, 6. sót, 7. klak, 8. uið, 9. RN, 10. knæpa, 12. aumur, 13. enska, 15. annar, 16. alltaf, 18. annál, 20. mörk, 21. lafa, 23. hnuggin, 24. OM, 25. aðilana 28. álcgg, 29. kring, 35. æstur, 36. völt, 37. ófært, 38. ritur, 39. inna, 40. ættar, 42. Jónas, 44. TS. 46. ógn- ar, 51. hæla, 52. ásar, 55. sær, 56. raf, 58. oka, 59. ill, 62. KK. 64. IA. Við líkbörur Absajons fíeyers í Björgvinjar-Dómkirkju (í 4. þœtli).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.