Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1952, Blaðsíða 6

Fálkinn - 25.04.1952, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Leikfélag Reykjavíkur hefir haft 3000 (eiksgningftr LJÓS og SKUGGAR Framhaldssaga eftir Adelaide Rowlands. Leikfélag Reykjavíkur hafði 3000. leiksýninguna á annan páskadag, 14. þ. m. Sýnt var kínverska leikritið Pi-pa-ki, sem liefir notið mikilla vinsækia í vetur. Fyrsta leiksýning félagsins var haldin í Iðnó 18. des- ember 1897. Auk þessara 3000 leik- sýninga hafa ieikflokkar haft sam- tals 14 sýnngar á veguin Leikfélags Reykjavíkur, frá norska þjóðleik- húsinu 7 sýningar á Rosmerholm eftir Ibsen, frá Leikfélagi Akureyrar 6 sýningar á Brúðuheimi Ibsens og frá Leikfélagi Hafnarfjarðar 1 sýn- ingu á Aumingja Hönnn. Leikfélag Reykjavíkur hefir einnig sjálft farið margar leikferðir innanlands og til annarra landa. Hér á landi hefir félagið haft 70 sýningar utan Reykja- víkur. í leikför til Helsingfors var Gullna hliðið sýnt fjórum sinnum í Sænska leikhúsinu liaustið 1948. Fyrsta áratug starfsævi Leikfé- lags Reykjavíkur voru lialdnar 276 sýningar, annan áratuginn 397, þriðja áratuginn 456, fjórða ára- tuginn 623 sýningar (og 33 i leik- ferðum), fimmta áratuginn 884 sýn- ingar (6 sýningar gesta og 17 í leikferðum að auki) og það, sem er af þeim fimmta (írá haustinu 1948), 299 sýningar (24 í'leikferðum og 7 gestasýningar að auki). AIls hefir Leikfélag Reykjavikur sýnt 222 leikrit á þessum 3000 sýn- ingum, sem það hefir liaft. Þar af hafa 10 vinsælustu leikritin ver- ið sýnd 783 sinnum (leikferðir með- taldar). Leikrit þessi eru: Ævintýri ágönguför (113), Gullna hliðiff (105), Fjalla-Eyvindur (100), Nýársnóttin (91), Nitoche (79), Elsku Rut (73), Lénharður fógeti (67), Skálholt (55) Muffur og kona (53) og Galdra.-Loft- ur (47). -— 7 af þessum leikritum eru íslensk. Sýningafjöldinn er að sjálfsögðu ekki algildur mælikvarði á vinsældir leikrita, ekki sist þegar tekð er tiliit til þeirrar fólksfjölg- unar, sem orðið liefir í Reykjavík á æviskeiði Leikfélags Reykjavíkur, en hins vegar má þó nokkuð á þeim marka. Af öllum leikurum félagsins fyrr og síðar hefir Brgnjólfur Jóhannes- son starfað að langflestum leiksýn- ingum. ,,Jæja,“ sagði liún og reykti vindl- inginn, „tímarnir eru svona. Ungar stúlkur fara líklega flestar sinna ferða einsamlar. Eg ímynda mér, að það hafi alls ekkert illt búið í huga þessarar stúlku. Þú hefir ef til vill sagt eittlivað, sem lienni hefir þótt miður. Þú ert enginn heimsmaður, Jerry. Svo hefir liún ef til vill ver- ið eitthvað eldri en þú.“ „Það veistu ekkert um“, svaraði bróðir hennar, og það var hreimur í röddinni, sem Jane kannaðist ekki við. „Eg veit aðeins, að hún er eini kvenmaðurinn, sem ég kæri mig um. Eg vildi gefa aleiguna til þess að geta unnið ástir hennar. Hún er nógU góð, Jane, og ég get aldrei gleymt henni.“ „Við skulum heldur tala um pabba,“ sagði Jane stuttlega, eins og liún átti vanda til. „Eg liefi á- hyggjur út af honum, Jerry. Hann hefir verið svo fölur og tekinn sið- ustu vikurnar, og hann er alls ekki sá sami og hann var. Hvað mundi svo sem verða um okkur, ef við hefðum pabba ekki?“ „Talaðu ekki svona,“ sagði Gerald og vísaði uumræðuefninu á bug með handarhreyfingu. „Hann hefir verið áhyggjufullur mín vegna og hann hefir saknað min, en nú er ég 'kom- inn aftur og liann verður góður aft- ur bráðlega. Hvers vegna hefir þú ekki fengið liann með þér burt frá London? Af því mundi hann liafa gott.“ „Já, en hann er ófáanlegur til þess að fara! Eg hefi gert mitt besta til að fá hann með mér, en hann kærir sig annað hvort ekki um að fara héðan eða hann telur sig ekki nógu hraustan til a ðleggja upp i ferðalag. Við verðum að vera hon- um góð, Jerry, svo mikið er vist. Hann hefir líka ávallt verið góður við okkur' Eg get varla hugsað mér, að betri faðir sé til í öllum heim- inum.“ Að svo mæltu stóð Jane á fætur og gekk út úr herberginu. Hún ætlaði að leyna því, að tár höfðu komið fram í augu hennar. Þegar Gerald var orðinn einn, fékk hann sér portvínsglas. En hann drakk það ekki. Hann sat kyrr og starði út um opinn gluggann út í garðinn. í anda sá hann Elísabetu Charlbury standa þar í tunglsljós- inu. Hún birtist honum eins og hún hafði verið er hann síðast sá hana: fögur, köld og grimmúðug! Hann stóð upp, svalg vínið í ein- um teyg og gekk út að glugganum. „Eg verð að gleyma henni — það er allt og sumt,“ muldraði liann í barm sér. Og þó fann liann innst með sér, að liann mundi sennilega ekki gleyma henni um aldur og ævi og engu, er stóð í sambandi við hana. IX. Þó að frú O’Malley væri vön að sjá fallegt fólk, þá varð hún gagn- tekin af fegurð Elisabetar Cliarl- bury. En samtímis fannst lienni per- sónan fráhrindandi. Flcstir málarar gera sér töluverða grein fyrir persónuleika fyrirmynd- anna. Marcella hafði ekki einungis hina þroskuðu liæfileika listamanns- ins til mannþekkingar heldur ó- venjulegar gáfur til þess að lesa skapeinkenni fólks. Og það var þeim hæfileikum hennar að þakka, hve myndir hennar þóttu góðar. Því að það þóttu þær, þó að hún hefði varla nokkurn tíma peninga nema til allra brýnustu nauðsynja. Eftir þessari undarlegu eðlisávis- un varð hún viss um það, að feg- urð Elísabetar Charlbury væri að- eins hið ytra. Hún væri sálar-, til- finninga- og hjartalaus, ef svo mætti segja. Þess vegna varð Marcella kviðin út af syni sinum. Hún hafði grun um að amma hans hefði með sjálfri sér ákveðið að Michael skyldi giftast Juditli Winscott. Henni þótti vænt um Judith Winscott, en var þó ekki viss um, að hún mundi verða tilvalið konuefni fyri rson sinn. Hún ósk- aði þess heldur ekki, að Michael giftist í bráðina. Hún vildi, að liann stæði á eigin fótum fjárhagslega, áður en hann legði út í slíkt. Oft hafði hún reynt að spara sam- an nokkra fjárhæð til þess að gefa Michael til viðbótar við þá pen- inga, sem hann fékk frá ömmu sinni, en Michael liafði aldrei viljað þiggja peninga af henni. Hann sagði alltaf, að hún liefði nóg með pcn- ingana að gera sjálf. Ef liann giftist Judith Winscott, mundi hann fá næga peninga, þvi að Sir Henry var rikur maður og Judith hafði einnig fengið rikulegan arf eftir móður sína. En frú O’Malley vildi ekki, að Michael giftist peninganna vegna. Ilún vildi að honum auðnaðist að njóta slíkrar hamingju í hjónaband- inu, sem hún hafði notið í hinni stuttu sambúð við föður lians. Hún vissi að Michael var sterk- ari og áhugameiri en faðir hans hafði verið, en samtímis þvi • var hann einnig mjög listhneigður. Og svo var hann svo góður og ástúð- legur, að það nálgaðist það, að hann væri veikgeðja. Þegar hún fór að tala við Elísa- betu Charlbury og byrjaði að teikna hana, bað hún þess innilega með sjálfri sér, að hin unga stúlka, sem Iiafði komið eins og ofan úr skýj- unum allt í einu, reyndi ekki að hafa áhrif á Michael. Elisabet var fyrir sitt leyti mjög hrifin af móður Michaels. Hún þekkti ýmsa listamenn og var vön að umgangast slikt fólk. Nokkrir málarar og teiknarar höfðu gert myndir af henni og föður hennar. Henni féll þvi alls ekki illa að sjá hár Marcellu úfið og vinnusloppinn allan i málningarklessum. Henni fannst það heldur ekki athugavert, þótt Marcella reykti við vinnu sína. Hún sá meira en venjulegan lista- mann i Marcellu, hún sá mikinn Einu sinni var, lokaatriði, 22. apríl 1925, 1000 sýning L. R. Fyrir miöju: Anna Borg og Adam Poulsen, leikstjóri, frá Kgl. leikhúsinu í Kbh. Fimmti leikarinn frá vinstri er frú Stefania Guðmundsdóttir og a.nnar leikandi frá hægri er Brynjólfur Jóhannesson. Maður og kona, 12. jan. 1934, 1500 sýning.. Alfred Andrésson, Bjarni Björnsson, Lárus Ingólfsson og Valur Gíslason.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.