Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1952, Blaðsíða 8

Fálkinn - 25.04.1952, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN AÐ var þessi hálfflaska af vini, sem losaði um mál- beinið á þeim. Án hennar hefðu dömurnar tvær við litla borðið innst í matvagninum varla tekið upp á því að fara að tala sam- an. París var nærri því tultugu mínútna ferð frá þeim, en öld- óttir ásarnir og frjósamir akr- arnir liðu framhjá vagngluggan- um — þorpið og breiðar trjá- krónurnar, en ævagamlir múr- veggir fornra bj'gginga sáust orðið illa í rökkrinu. En inni í inatvagni Austurlanda-lirað- lestarinnar var birtan sterk og messinggul, og þjónarnir áluðu sig áfram af mikilli fimi um þröngan ganginn með ibakka sína. Bak við matvagninn rugguðu liinir vagnarnir í löngu lestinni, svefnvagnarnir til Praha og Frankfurt hnýttir í lest með þeim, sem áttu að fara til War- sjava og Budapest eða vögnunum til Bratislava, Wien, Munehen og Bukarest. Morguninn eftir mundu þessir vagnar, sem nú brunuðu áfram um kyrrlátt ak- urléndið, hafa tekið stefnu í ýinsar áttir — verða settir á ný spor i Bar-le-Duc áður en nokk- ur farþegi vaknaði, og fólkið sem nú sat saman liafa gleymt útliti hvers annars. Konurnar tvær við horðið voru ókunnugar ennþá, og sú sem sneri í öku- áttina var falleg og með fallegt hörund og i bládílóttum sirs- kjól, eins og skólatelpa. Hún sneri andlitinu út að gluggan- um og hakan studdist á vinstri liöndina, sem var liringlaus. Lilla bogna konan á móti henni hafði líka snúið andlitinu út í myrkrið úti. Yfir allri persón- unni, hárinu, fatnaðinum, aug- unum og öllu, var eittlivað gam- alt og lúið. En það stóð hálf- ílaska af rauðvíni á milli þeirra og það var gamla, skjátulega konan, sem varð fyrri til að bæra á sér og hallaði sér fram til stúlkunnar. „Kannske við getum skipt þess ari flösku milli okkar?“ byrj- aði liún lágt og nærri þvi auð- mjúklega. „Við getunr borgað sinn helminginn hvor,“ sagði hún. Framburðurinn var ekki fyllilega enskur né lieldur ameriskur. Unga stúlkan leit frá glugg- anum. Hún sperrti upp stór augun og liorfði á gömlu kon- una eins og liún hefði vaknað af draumi. „ Jú, alveg sjálfsagt,“ sagði hún. Og við það hefði getað setið. En konan benti þjóninum að draga tappann úr annarri flöskunni. Þegar liann hafði gert það og þurrkað korkagn- irnar af stútnum, var það gamla fílábeinsgula höndin, sem hellti í glösin. Stúlkan hafði snúið sér að glugganum aftur, með spennt ar greiparnar á borðinu. Mjúkt, dökkt hár liennar féll niður á axlirnar og yfir bláa kjólinn. „Hvað ég hata þetta!“ sagði hún og horfði út og það var eins og augu liennar gætu ekki litið af landinu fyrir utan. „Hvað ég hata að fara aftur til Þýskalands," sagði hún og rétti fram höndina og tók glas- ið og saup fyrsta sopann úr rauðvínsglasinu. „Já, að fara aftur,“ sagði gamla konan, en hún drakk ekki. I staðinn tók liún upp gráu bómullarvettlingana sína, sem höfðu legið við hliðina á diskinum og lagði undna þuml- ana fallega saman og teygði svo úr þeim á hnénu á sér. „Já ;— fara til baka,“ sagði hún hugsandi. Unga stúlkan neyddist til að hætta að bafa augun á glugg- anum þegar liún fór að borða súpuna, og svo ýtti liún disk- inum sínum til hliðar. Varirn- ar voru nýroðaðar með vara- smyrsli en það voru lcvíðadrætt- ir um munninn og bláu augun voru livöss undir ennislokkun- um. Gamla konan horfði á ungu höndina, sem hellti góðu, verm- andi vini á glösin. „I hvert sldpti er það erfið- ara en það var seinast,“ sagði unga stúlkan stutt. Hún lagði handlegginn á borðið og strauk stéttina á glasinu með fingrun- um. „Þér skiljið — ég fer til Parísar um helgar einu sinni í mánuði. Og í hvert skipti sem ég verð að fara heim aftur er eins og hjartað sé slitið úr mér og fleygt ....“ „Og þér getið ekki átt heima í París?“ spurði gamla konan. „Eg verð að hugsa um vinn- una mína,“ sagði stúlkan og horfði á glasið, sem hún liring- sneri í sífellu milli fingranna. „Eg hefi stöðu á herstjórnar- skrifstofunum í Frankfurt.“ Þjónninn hafði tekið súpu- diskana, sett þann ósnerta of- an i þann tóma, og stúlkan saup á glasinu aftur. „Eg tók þessa stöðu aðeins til þess að komast í sömu heims álfu sem Frakkland er í,“ sagði hún og bar höndina fyrir and- litið -— eins og þar væri tár, sem hún vildi ekki láta sjá. „Frankfurt, já,“ sagði gamla konan. „Það er orðið langt síð- an, en ég held að ég gæti nefnt yður nafnið á hverri einustu götu þar. Þér skiljið —- ég kom þangað sem brúður einu sinni,“ sagði hún og lyfti glasinu og dreypti ofurlítið á því, eins og liún væri að reyna að láta gleði- blæ vera yfir þessu, þó að langt væri orðið umliðið. „Maðurinn minn hélt fyrirlestra við liáskól- ann þar,“ liélt liún áfram og brosti, en höndin sem setti glas- ið á borðið titraði eins og lauf- blað í vindi, við endurminn- ingarnar sem nú skaut upp i huga liennar. Hún leit á svína- kjötssneiðina, sem þjónninn setli á diskinn hjá henni, en hún sýndi ekki á sér snið til að fara að borða. „Við áttum heima þar í tuttugu og fimm ár.“ „Þá eigið þér minningarnar. Þær eru auðæfi út af fyrir sig,“ sagði unga stúlkan eins og hún öfundaði hana. „En ég á ekkert nema óskirnar um livernig mig langar til að allt sé.“ „Ojæja, þá skulum við halda upp á minningarnar,“ ságði gamla konan og lyfti glasinu eins og hún ætlaði að mæla fyr- ir skálum, en stúlkan var lirað- drykk og slokaði i sig án þess að taka eftir lyfta glasinu á móti sér og vonarbrosinu, sem lék um varir gömlu konunnar. „Fyrir sex mánuðum hefði ég ekki haldið ,að Þýskaland væri viðbjóðslegasti staðurinn í heimi frá mínu sjónarmiði.“ sagði stúlkan, og gamla konan horfði þögul á unga andlitið yfir borð- ið. „Eg hélt að ég mundi kynn- ast þvi hvað Þýskaland eigin- lega er — eða var,“ hélt stúlk- an áfram og hafði auga á ljós- unum í þorpunum og smástöðv- unum, sem liðu fram lijá glugg- unum. „En ég lít á Þýskaland sem einangrað land, eins og holdsveikranýlendu, sýkta eyju, sem frjálsir menn hafa lagt undir sig, — menn sem sjálfir liafa smitast og glatað frjáls- ræðinu.“ „Já,“ sagði gamla lconan, „en þér vitið að það getur svo margt komið fyrir mennina.- Eða mað- ur ætti kannske íremur að segja að því eldri sem maður verður því fleira ber við.“ Þjónninn tók diskana af borðinu ög gamla konan brosti yfir borðið, eins og hún vildi biðjast afsökunar. „Eg get ekki hugsað um Þýska- land öðruvísi en þegar ég var ung, og Frankfurt man ég frá því að ég var brúður,“ sagði hún. Og nú kom óvænt dirfska í svip liennar, það lá við að léttúð skini úr gömlum augun- um. „Heyrið þér,“ sagði hún, „ég á eitthvað af frönskum pen- ingum eftir — (mig langar til að kaupa hálfflösku i viðbót.“ Þjónninn dró tappann úr hinni flöskunni og þurrkaði af stútn- um, svo setti hann diska með lambasteik og grænmeti fyrir þær. Og undir eins og gamla konan þagnaði sneri stúlkan sér út að glugganum, þar sem land- ið flaug fram lijá og henni fannst það glatast að eilífu út í myrkrið. Á morgun yrðu þær í Frankfurt og sæju sundur- sprengda járnbrautarstöðina í grárri morgunskímunni og brunnar rústir, sem i spekings- legri ró stóðu opnar við öllum veðrum og sýndu brot og leif- ar af hlutum, sem einu sinni liöfðu táknað heimili og þæg- indi. Miðstöðvarofn sem liékk á rörinu niður úr gólfi, sem hafði brotnað fyrir fimm árum, eða baðker uppi á þriðju hæð hátt UPP yfir dauðum magnoliatrján um. „Kannske er það svo, að stað- urinn sem maður byrjar lífið á sem brúður, verði alltaf óum- breytanlegur í meðvitundinni,“ sagði gamla konan aftur, og unga stúlkan sneri sér frá glugg- anum og hellti glösin full. „Það var starfið mannsins míns á liáskólanum, og svo voru það hinir prófessorarnir, og lista- menn, margir þeirra voru rit- liöfundar, og stór vinahópur,“ hélt gamla konan áfram, og brosti meðan liún talaði. „Við höfðum samkomur og umræðu- fundi, ekki aðeins með mennta- mönnum heldur líka handverks mönnum, ýmiss konar iðnaðar- mönnum og jafnaðarmönnum, þvi að Frankfurt var í þá daga höfuðból liins frjálslynda Þýskalands. Og þar dó maður- inn minn, árið 1934. Hann var mjög hygginn, og kaus þetta ár TiI bflko til Fmokfiirt Saga eftir KAY BOYLE. I

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.