Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1952, Blaðsíða 3

Fálkinn - 13.06.1952, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Þjóðleikhúsið: „Brúðuheimili" Valur Gíslason í hlutverki Helmers og Tore Segelcke í hlutverki Nóru. — Norska leikkonan Tore Segelcke liefir að undanförnu hrifið Ieikhús- gesti stórkostlega með hinum sterka og fágaða leik sínum í „Brúðuheim- ili“ eftir Henrik Ihsen á sviði Þjóð- leikhússins. Rekur þar nú hver stór- viðburðurinn annan. Fyrst gestaleik- ur leikflokksins frá Ivonunglega leik- liúsinu, nú „Brúðuheimili" með frú Segelcke í aðalhlutverkinu og bráð- um hefjast sýningar á óperettunni „Leðurblökunni" eftir J. Strauss. Leikritið „Brúðuheimili“ (Et Dukkehjem) kom út á prenti árið 1879. Olli það á sinum tíma miklum straumhvörfum í leikritun i Norður- álfu og Ameríku. Henrik Ibsen varð á næstu áratugum leiðarstjarna leik- ritaskáldanna og bafði ótrúlega mikil áhrif á leikbókmennlir þeirra tíma. Hér verður efni „Brúðuheimilis- ins“ ekki rakið, en aðalpersónan, Nóra, er ein þekktasta og mest um- talaða persóna, sem sköpuð hefir verið í leikbókmenntum síðustu ald- ar. Iilutverk Nóru er heldur ekki á meðfæri nema færustu leikkvenna. Svo breytileg eru viðhorfin, sem túlka á, að einungis mjög góðar leik- konur geta skilað ihlutverkinu vel. En Tore Segelcke fer ekki aðeins vel með hlutverkið, heldur er leikur liennar einstakur í sinni röð. Svo meitluð eru hver svipbrigði og hver hreyfing og framsetningin svo hríf- andi, að öllum þeim, sem séð liafa frú Tore Segelcke sem Nóru, mun ekki líða sú stund úr minni. Nóra mun lifa i hugum þeirra og vekja menn til umhugsunar um kjarna þess máls, sem ,.Brúðuheimili“ tekur til meðferðar, á ókomnuin árum. Leikur islensku leikendanna var einnig góður, sérstaklega leikur þeirra Vals Gíslasonar, sem fór með hlut- verk Helmers bankastjóra, manns Nóru, og Haraldar Björnssonar, sem lék Krogstad málaflutningsmann. Aðrir leikarar voru Indriði Waage (dr. Rank), Arndis Björnsdóttir (frú Linde), Þóra Borg (Anne Marie barn- fóstra) og Bryndís Pétursdóttir (stofuþerna). Einnig komu fram þrjú lítil börn Helmershjónanna og sendi- maður. Leikstjórn annaðist frú Tore Segelcke, en Haraldur Björnsson annaðist stjórn á æfingum, þangað til frú Segelc.ke tók við. Frú Tore Segelcke lék hlutverk Nóru á norsku, en að öðru leyti var flutningurinn á íslensku. Varð ekki séð, að það hefði nein slæm áhrif á flutninginn, þó að tvö tungumál væru notúð, og cr enginn vafi á því, að hinn sterki leikur frú Segelcke hefir eytt mjög þeim áhrifum, sem hefði mátt ætla, að hinn sérstæði flutningsmáti hefði á leikhúsgesti. Hér á landi var „Brúðu'heimili“ Ibsens sýnt i fyrsta skipti 17. ágúst 1905 og var þá nefnt Hcimilisbrúð- an í þýðingu Bjarna Jónssonar frá Vogi. Stefanía Guðmundsdóttir lék þá Nóru og Jens B. Waage Helmer. Árið 1911 sýndi danskur leikflokk- ur „Brúðuheimili" Ibsens í Reylcja- vik og árið 1932 leikflokkur Soffíu Guðlaugsdóttur. Soffía fór sjálf með hlutverk Nóru. Leikfélag Akureyrar tók „Brúðuheimili" til meðferðar á stríðsárunum. Gerd Grieg annaðist leikstjórn, en Alda Möller lék Nóru. Leikfélag Akureyrar sýndi leikinn i Reykjavík i boði Leikfélags Reykja- víkur í janúar 1945. Nóra (Tore Segelcke) og börnin. Tore Segelcke sem Nóra og Haraldur Björnsson sem Krogstad. ' 4 Þetta er.u konurnar, sem uröu hlutskarpastar í róðrarkeppni, en alls tóku fimm sveitir þátt í keppninni. 1 bátn- um eru taliö frá stýrimanni: Kristín Siguröardóttir, þá forræöarinn Helga Guönadóttir, Margrét GuÖmundsdótt- ir, Ingibjörg Auöbergsdóttir, Elsa Þorláksson, Kristín Valdimarsdóttir og Agústa GuÖmundsdóttir á fremstu þóftu. Sjómannadagurinn var baldinn há- tíðlegur víða um land s.l. sunnudag. Veður var fremur óhagstætt i Reykja- vík og dró það úr þátttöku í útihátíða- höldunum, enda voru líka tiltölulega fa skip í höfn og því fáir sjómenn í landi. Hetjuverðlaun sjómannadagsins að þessu sinni fékk Jón Guðmundsson frá Hellissandi fyrir að bjarga skips- félaga sínum frá drukknun og liætta þar með lífi sínu. Síðari hluta laugardagsins fóru fram kappróðrar á Reykjavikurhöfn og kepptu þar bæði karlar og konur. í kvennakeppninni sigraði B-sveit Slysavarnafélagsins, en alls kepptu 5 sveilir. í kappróðri sjómanna tóku ])átt 9 skipshafnir. Skipverjar af Birni Jónssyni urðu fyrstir að marki Frh. á bls. l'r.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.