Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1952, Blaðsíða 12

Fálkinn - 13.06.1952, Blaðsíða 12
ANTHONY MORTON: 19. Leikið á lögregluna Npenuandi framhaldssaga nm grlæpi ogr ástír inga sína þar. Hann kom sér fyrir í horninu með gaspitóluna tilbúinn. Og í sama bili, sem fyrri lögregluþjónninn stakk nefinu inn í gætt- ina, skaut hann beint í andlitið á honum. Heppilegt að ekkert heyrðist í svona byssum. Það heyrðist ekki umla í lögregluþjóninum og hann datt fram á gólfið og lá þar. Hinn lögregluþónninn var aðeins fáa metra á eftir félaga sínum, en hann hafði ekki tekið eftir neinu. En nú gat Mannering ekki farið eins með hann, því að hann hafði ekki tíma til þess að hlaða byssuna á ný. 1 staðinn notaði hann skeftið sem vopn, og lögregluþjónninn fékk þungt högg á hökuna, svo að hann datt meðvitundarlaus á gólfið. Mannering æddi út í garðinn. Það mátti ekki seinna vera, því að nú heyrði hann óp og köll inni í húsinu. Þau komu líklega frá lögreglu- mönnum, sem höfðu komist inn um aðaldyrn- ar. Til allrar lukku kom hann auga á stiga við eitt ávaxtatréð. Hann greip hann í leiðinni og setti upp við múrinn. Og á svipstundu var hann kominn yfir og dró stigann á eftir sér. Hann hljóp niður Crown Street uns hann kom auga á ljós á bifreið, sem kom úr einni hliðargötunni. Bílstjórinn hlaut að sjá að þarna var ekki allt með feldu, er hann sá mann í grímubúningi koma hlaupandi og stöðva bíl- irm. Og sennilega hefir hann líka heyrt hróp lögreglumannanna, sem voru að elta hann. En Mannering hafði þegar ráðið við sig hvað gera skyldi. Hann hoppaði inn í bílinn og hrópaði til bílstjórans í skyndi: — I guðs bænum akið þér til Scotland Yard eins hratt og þér getið! Bílstjórinn steig fast á ’bensíngjafann og fór á fulla ferð. Mannering leit á klukkuna. Hana vantaði aðeins tíu mínútur í tólf, en þá átti að kasta grímunni í New Arts Hall. Hann lag- aði ofurlitið á sér hárið, stakk grímunni í vas- ann og þerraði blóð af höndum sér með vasa- klútunum. Svo gægðist hann út um gluggann. Eftir nokkrar mínútur mundi bíllinn aka fram hjá New Arts Hall. Það var ekki nema um eitt að gera, ef hann vildi komast út án þess að kalla á bílstjórann. Hann píndi sig til þess að nota hægri hend- ina, þó að hann langaði til að æpa hátt af kvöl- um, opnaði hurðina og mjakaði sér út á aur- brettið en hélt sér með vinstri hendi. Svo danglaði hann laust í öxlina á bílstjóranum með skeftinu á gaspístólunni. Maðurinn varð hræddur og rak upp óp en þá skaut Manner- ing skoti undir nefið á honum. Bílstjórinn hneig meðvitundarlaus fram á stýrið á sama augnabliki og hann andaði að sér gasinu, og bifreiðin rann stjórnlaust fram götuna. Það var heppilegt að ekki komu bifreiðar á móti, því að bíllinn slagaði milli gangstéttana þang- að til Mannering náði í hemilinn. Og nú stóð bíllinn þarna með bílstjórann sofandi á stýr- inu. Ljósin voru logandi, svo að engin hætta var á árekstri þangað til bilstjórinn rankaði við sér aftur. Mannering hljóp við fót upp að New Arts Hall. Allt þjónustufólkið horfði forvitið á fólkið, sem var að taka af sér grímurnar, svo að enginn tók eftir honum þegar hann hvarf niður í fatageymsluna. Þrjár mínútur eftir! Það lá við að það væri kvöl að komast aftur í Charles II-búninginn, en hjá því varð ekki komist, því að hann varð að geta sannað að hann væri þarna nærstaddur. tJr silkitrefl- inum gerði hann bindi um særðu öxlina og komst svo í frakkann utan yfir. Og svo var ekki annað eftir en að setja á sig skeggið og roða dálítið á sér kinnarnar. Hann leit snöggv- ast í spegilinn og varð ásáttur við sjálfan sig um að enginn sem sæi hann nú, gæti dottið í hug að hann hefði verið fjarverandi síðustu 40 mínúturnar. Stóra klukkan yfir dyrunum sló fyrsta höggið af tólf þegar hann gekk inn í salinn og hvarf meðal gestanna, sem voru byrjaðir. að taka af sér grímurnar. Hann kom auga á Lornu og fór til hennar. Jimmy Randall gekk fram hjá og kallaði glaðlega til hans: — Bún- ingurinn minn er nákvæmari og réttari en þinn, John! En mér er svo skratti heitt í honum! — Það er alveg nógu svalt í mínum, svar- aði Mannering. Lorna tók af sér grímuna meðan hann stóð hjá henni. — Ertu búinn að yfirgefa rauðklæddu döm- una, spurði hún og hló. Mannering brosti. Hann þurfti ekki frek- ari sönnun fyrir því hve vel þetta hefði heppnast að hafa sama gervi sem Jimmy Randall og Belton ofursti. Lorna mundi fús til þess að sverja, að hún hefði séð hann dansa við rauðklædda dömu á þeim tíma, sem hann var í Queens Walk. — Hún dansar ekki sérlega vel, sagði hann. Þá var eins og birtan færi að dvína, og þoka legðist yfir augu hans. Hann fann Lornu taka fast í handlegginn á sér og hvísla: — John! John — hvað er þetta? Salurinn snerist eins og hringekja og hann tók dauðahaldi í hana til þess að detta ekki. Hann hafði beitt öllum kröftum til að harka af sér um stund, svo að enginn skyldi taka eftir að neitt væri að honum, þangað til hann færi heim. Hann beit á jaxlinn og reyndi að brosa, en það urðu aðeins skælur. — Það er ekkert að mér, sagði hann. — Það er bara svo loftlítið hérna. Við skulum ganga eitthvað afsíðis. Lorna hélt enn fast í handlegginn á honum og fór með hann að barnum og þar slokaði hann í sig stóru glasi af whiský. Það var eins og nýi' orkustraumur færi um hann af áfeng- inu. — Mér sýnist þú vera svo fölur undir farð- anum. Ertu viss um að þú sért ekki veikur? spurði hún kvíðin. — Já, áreiðanlega. Á sama augnabliki tók hann eftir rökum rauðum bletti á hvítri silkikjólsermi Lornu. Hann stóð og starði á þetta. Lorna tók eftir því og hún tók líka eftir að stóran rauðan blett hafði drepið í gegn á öxlinni á honum. Hún fölnaði en sagði ekkert er hún laut fram, svo að þjónninn skyldi ekki sjá öxlina. Mann- ering leit til hennar biðjandi augum, og hún svaraði með brosi. — Við förum eins fljótt og við getum, hvíslaði hún. — Mamma verður að fara klukkan rúmlega tólf og það gerir hitt fólkið líka, svo að þetta vekur ekki eftirtekt. Farðu ofan og hafðu fataskipti, vinur minn. Mannering var henni óendanlega þakklát- ur. Hún hafði ekki spurt hann neins, ekki sýnt neitt nema samúð með honum. En hún varð að fá skýringu á þessu. — Eg fer heim með þér og sé hvernig þetta hefst við, sagði Lorna. — Það er ekkert hægt á þessum tíma, svaraði hann. Þau stóðu á gangstéttinni fyrir utan New Arts Hall ásamt fleiri gestum sem voru að fara heim, það var flest eldra fólk en þó nokk- ur yngri pör. Mannering var í kjólfötum og hann skar ekkert úr hinum gestunum. En hann var orðinn alveg máttlaus í öxlinni og handleggnum og þráði að komast heim. — Þú hefir ekki hálfa greind við það sem fólk heldur, sagði hún góðlátlega ávítandi. Hún gaf leigubíl bendingu og sagði bílstjór- anum heimilisfang Mannerings í Brook Street. Og hún fór inn á undan honum. Nokkrum mínútum síðar stóð hann í bað- klefanum sínum, afklæddur niður að mitti, en Lorna athugaði sárið, eins og alvanur læknir. — Þú hefir verið heppinn. Beinið er ó- skaddað, sagði hún. — Mér finnst líkast og það væri malað í smátt, sagði hann. — En það lagast allt saman. — Þú þarft að fá lækni. — Það er víst hreinn óþarfi, sagði hann. Hún horfði á hann augnablik og var á báð- um áttum. Hana dauðlangaði að koma með spurningar, hann vissi það, en eins og á stóð gat hann ekki komið sér að því að tala um ævintýr sitt. Hann hafði lagt sig í bleyti til að finna trúlega skýringu, en ekki fundið neina. Því að hann vissi að Lorna hafði skarpa dómgreind. — Svo að þú vilt ekki að ég sími til lækn- is? sagði hún, hálfvegis eins og hún væri að tala við sjálfa sig. Mannering svaraði ekki. — En hvernig væri að ég reyndi að ná henni? Kúlan situr rétt undir skinninu. En það verður sárt meðan á því stendur, og það verður ekkert skemmtilegt fyrir mig. — Eg held að ég verði að reyna sjálfur sagði hann. — Þú ert bjáni! Bíttu á jaxlinn og svo skal ég reyna. Það er gott að það líður ekki yfir mig þó að ég sjái blóð. Snúðu þér að birtunni. Lorna klóraði kúluna úr sárinu með vasa- hníf. Það.var sárt, en Mannering lét ekki á sjá. Hún lagði kúluna á pappírsblað og sýndi Mannering hana. — Það er best að þú reynir að losna við hana, sagði hún.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.