Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1952, Blaðsíða 5

Fálkinn - 13.06.1952, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 BLÓÐREGNID EFTIR W. HOPE HODGSON. ÞRIÐJA SAGA CARNACKIS. Kunningi minn einn, Wentworth að nafni, hefir nýlega erft landsetur, sem nefnt er Gannington og er skammt frá Korunton-þorpi í Vestur- írlandi. Landsetur þetta hefir ekki verið setið í mörg undangengin ár, enda var sagt um það, eins og títt er um byggingar, sem lengi standa ó- notaðar og í óhirðu, að þar væri meira en lítið reimt. Wentworth fó þegar til írlands til þess að líta á þetta „erfðagóss“ sitt, sem hann hugðist hagnýta sér. En þar var ömurlegt um að litast. Svo mjög hafði eignin verið vanhirt, að jafnvel aðalbyggingin gat varla talist nothæfur mannabústaður. Og hann sagði mér, að sig liefði grip- ið ósjálfráð óhugnaðarkennd, þegar hann var að skoða hinar ýmsu vistar- verur í byggingunni í fyrsta sinni. En það er i sjálfu sér ekki óeðlilegt, að menn komist í ömurlegt skap og að þeim detti eitthvað i hug, þegar þeir ganga, einir síns liðs, um húsakynni, sem staðið hafa mannlaus heilan mannsaldur, og ég lagði ekkert upp úr því atriði sérstaklega. Þegar hann var búinn að athuga húsakynnin og jörðina, lauslega, leit- aði hann uppi bústjórann, sem seinast hafði séð um eignina, til þess að ráðg- ast við hann um hana og fá liann til þess að koma henni í nothæft á- stand aftur og hafði maður þessi þeg- ar verið fús til að takast á hendur bústjórn þarna að nýju. Hins vegar færðist hann eindregið undan því, að þurfa sjálfur að liafa aðsetur í aðal- aðferðin, segja þeir — annars lieitir það „rooing“ á hjaltlensku, því að þar er fjöldi orða norrænn. Til dæmis er vor ekki kallað „spring“ he'ldur „voar“. Og bær heitir „byre“, eiði „aith“. Yfirleitt telja Hjaltlendingar sig norræna, og miklast af. Það er eins og þeim sé gefið utanundir, ef þeir eru kallaðir Skotar, og þó er jafnvel helm- ingurinn af núverandi eyjabúum af byggingunni, jafnvel þó að gert væri við liana og hún gerð nothæf til i- búðar. Vildi hann að eigandinn léti rífa „gamla hrófið" til grunna og byggja nýja aðalbyggingu. Wentworth furðaði sig mjög á þessu, þvi að hans áliti voru allir veggir og skilrúm svo.traustleg og ósködduð, að það væri óþarfa eyðsla, að rífa það allt til grunna. Hann gekk því á bú- stjórann um það, hverjar ástæður hann hefði til þess að vilja rífa allt niður, og fékk loks þá skýringu, eftir nokkrar vifilengjur, að þessi bygging væri alræmd fyrir draugagang, og að tvisvar hefði það komið fyrir á sið- astliðnum sjö árum, að þar hefðu fundist dauðir menn. 1 bæði skiptin 'hefðu þetta verið flökkumenn, sem ekkert hefðu vitað um það orð, sem af húsinu fór og höfðu leitað þar hælis næturlangt, en fundist örendir að morgni, án þess að á þeim sæjust nokkur merki um likamlegt ofbeldi. Þeir höfðu verið á gangi á aðalgötu þorpsins, Wentworth og bústjórinn, þegar þeir ræddust við um þetta, en gengu nú inn í gistihúsið, þar sem Wentworth hélt til og fengu sér hress- ingu. Lýsti Wentworth þvi nú yfir við bústjórann, að sér kæmi ekki til hug- ar að trúa þessu né öðru reimleikatali, og að hann áliti það því skyldu sína að sanna það, að þessar sögusagnir um eign hans væri tilbúningur einn. Að því er snerti dauða flækinganna tveggja, þá væri það engin sönnun fyrir því, að draugagangur væri i húsinu. Það væri svo sem sjálfsagður hlutur, að hundruð flækinga hefðu skoskum ættum. En Skotar féflettu þá í margar aldir og þaðan stafar kalinn. Þangað til fyrir rúmum 60 árum áttu skoskir auðmenn nær allt jarðnæði á Hjaltlandi og píndu leigu- liðana. Nú hafa Hjaltlendingar fengið ýms- ar réttarbætur. En framförunum mið- ar hægt áfram. Hjaltlendingar segja sjálfir, að þeim mundi vegna betur ef Norðmenn réðu þar. hafst við í húsinu næturlangt á þessu tlmabili, og að þeir tveir, sem látist hefðu þar, hefðu eflaust dáið eðlileg- um dauðdaga. Það væri auðvitað um flækinga eins og aðra menn, að dauð- inn sækti þá heim, og að það væri eðlilegt að dauðveikur flakkari kysi heldur að deyja í húsaskjóli, en ein- hvers staðar úti á viðavangi, ef þess væri kostur. Sjálfur myndi hann ekki hika við að liafast við fáeinar nætur í Gannington-höllinni, til þess að kveða niður þessar munnmælasögur. Bústjórinn hafði nú fölnað upp, og þá ekki síður Dennis, gestgjafinn, sem heyrt hafði tal þeirra, og báðir lögðu þeir fast að lionum að stofna sér ekki í voða með þessu. Sýnilegt hafði verið að báðum var fullkomin alvara. En Wentworth batt skjótan enda á þetta tal, með því að segja þeim, að hvað sem hver segði, ætlaði hann að hafast við í húsinu næstu nótt, og skyldi hann snúa úr hálsliðnum hvern þann draug, sem tilraun gerði til þess að raska næturró sinni. Að lokum kvaðst hann hafa húðskammað þá'og sagt við þá meðal annars, að ef þeir vildu ekki teljast heybrækur, þá skyldu þeir gista þar báðir, sér til samlætis. Dennis gamli hafði farið að kjökra, en bú- stjórinn tautaði eitthvað um, að sér dytti ekki í hug að ganga ótilkvaddur út i opinn dauðann. Um kvöldið hafði fregnin um fyrir- ætlan Wenjworths borist um allt þorpið og höfðu þorpsbúar safnast saman fyrir framan gistihúsið, til þess að vera sjónarvottar að þvi, þegar hann legði af stað i þetta nætur- ævintýri. Til fararinnar tók hann með sér kertapakka, tvihleyptan riffil og skotfærabelti. — Þetta tvennt síðar- nefnda sýndi hann mannsöfnuðinum og gaf um leið i skyn, að enginn skyldi hafa af þvi neina skemmtun að hafa í frammi við sig hrekki um nóttina, þvi að hann myndi hiklaust skjóta hvern þann, sem slikt reyndi. Sýnilegt var, að engum þorpsbúa hafði neitt þvílíkt til hugar komið. Hins vegar mátti vel á þeim sjá, að þeim fannst þetta tiltæki hans harla varhugavert. Og elsti karlinn í þorp- inu kom til lians með gríðarstóran varðhund i bandi og bað Wentworth að hafa hann sér til fylgdar. Went- worth afþakkaði þetta góða boð, en gamli maðurinn hélt þvi hins vegar fram, að í þennan leiðangur væri al- gerlega tilgangslaust að hafa með sér skotvopn. „Aftur á móti mundi hund- urinn verða var við draugana löngu á undan yður sjálfum,“ sagði hann, „og þá gefst yður tími til að forða yður. Eg tapa hundinum mínum. En það vil ég heldur en að tilvonandi herramaðurinn okkar, liérna í sveit- inni, glati lífi sínu.“ Weptworth kvaðst hafa komist við af einfeldni og vinsemd gamla manns- ins. Tók hann við hundinum og hafði liann með sér. En þetta atvik varð ósjálfrátt til þess að honum fór að verða um og ó, — og hann fór jafnvel að óska þess, að hann hefði ekki flan- að að þessu í hugsunarleysi. En nú var orðið um seinan, að hætta við fyrir- ætlanina, ef hann vildi ekki eiga á hættu, að verða til atlilægis, og hélt hann því til búgarðsins. En hann varð ekki alllítið undrandi, þegar liann varð þess var að allur skarinn kom á eftir honum og fylgdi honum alla leið að aðalinngangi húss- ins, þar sem mennirnir biðu þess, að sjá hann fara þar inn. Það var eins og þeir skömmuðust sín fyrir að skilja hann þarna einan eftir og hikuðu við að hverfa á brott, svo að hann gekk aítur út í dyrnar og spurði þá, livort þeir vildu þá ekki koma allir inn fyr- ir og vera þarna um nóttina með sér. í fyrstu var því neitað, einum rómi. En þegar liann skýrði fyrir þeim nán- ar, hvað fyrir sér vekti, fóru þeir þó að hlusta á hann. Hann stakk upp á því, að þeir skyldu búa sig út með fáeinar flöskur af viský, nokkra pakka af kertum, dálítið af brenni og mó, síðan skyldu þeir kveikja bál á arn- inum í forstofunni, kveikja á kertun- um svo viða, að albjart væri i hverj- um krók og kima og gera sér síðan glaða nótt. Og loks fékk hann þá til þess að fallast á þetta. Þeir fóru allir i einum hóp aftur til gistihússins og tóku að undirbúa veisluna. En á meðan þeir voru að hlaða veisluföngunum á vagn, náði Dennis gamli enn tali af Went- worth og lagði sig allan fram um að telja hann af þessu áformi sinu. En Wentworth hélt fast við sinn keip og lét Dennis hann þá ráða, en mælti að lokum: „Eg vil þó segja yður það fullum fetum, lierra, að yður er það alveg tilgangslaust, að ætla yður að út- rýma reimleikanum úr liúsinu, því að það er flekkað saklausu blóði. En þar sem þér nú umfram allt viljið vera hér í nótt, þá gætið þess, að hafa aðal- dyrnar opnar og hafið vakandi auga á því, ef blóðregnið tekur að falla. Og falli, þó ekki sé nema einn dropi, þá skuluð þér flýja sem skjótast og láta ekkert tefja yður.“ „Blóðregnið?" spurði Wentworth undrandi. „Já, blóðregnið!" svaraði Dennis. „Það er blóð þeirra, sem Svarti-Mikk- ael myrti i svefni. Hann ætlaði að hefna sín á O’Hara ættinni og bauð þeim öllum, sjötíu að tölu, í veislu til sin. Hann veitti þeim vel, bæði í t mat og drykk. En um nóttina réðst hann að þeim með mönnum sínum og drap allt fólkið. Þannig sagði afi minn mér söguna. Og allt upp frá þvi liefir hverjum þeim verið dauðinn vís, sem liafist hefir við i húsinu að næturlagi þegar blóðregnið hefir fallið. Það slekkur bæði eld og ljós, og i myrkr- inu getur ekkert bjargað ykkur, jafn- vel ekki sjálf Maria mey!“ En Wentworth gerði ekki annað en að yppa öxlum. Og nú kom allur hóp- urinn, fjörutíu karlmenn og allir með lurka að vopnum, — svo að þegar Wentworth bættist þar við með sinn riffil, skyldi mega ætla að þarna væri álitlegur her, sem hrundið mundi geta hvaða árás sem væri, það er að segja, — af manna völdum. Bjuggu menn nú um sig i hinum mikla forsal hússins, en raunar er þetta fremur liöll en hús, — kveiktu á kertunum og gerðu bál mikið á arn- inum, svo að þarna varð á talsverður veislubragur. Wentworth sá sjálfur um veitingar vinfanganna, því að nú virtist honum á því ríða, að halda körlunum í góðu skapi alla nóttina, og gæta þess að þeir færu ekki að gerast þunglyndir og hugsa um draugagang. Aldrei mátti verða þögn í salnum, þvi að af þögninni myndi leiða liugaróra og þá var ekki að vita hvað af hlyt- ist, hugsaði hann. Hin þunga eikarhurð stóð á víða gátt, en kvöldið var lognvært, svo að ljósin blöktuðu ekki og allir urðu karlarnir ærið kátir, áður en langt um leið. Þegar nokkuð var farið að ganga á aðra flöskuna, varð einn ná- Frh. á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.