Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1952, Blaðsíða 8

Fálkinn - 13.06.1952, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN NILS MOEN: fyrir 18 - nei -19 drum JANSEN kom út úr bankastjóra- skrifstofunni með lánbeiðnina sam- þykkta, og tók um leið eftir, að kona sem sat i biðstofunni leit á hann. Hún var um fimmtugt, vel til fara, lagleg. Hann kannaðist við andlitið? Allt i einu roðnaði hún. Jafngott að heilsa, hugsaði liann með sér og hneigði sig. — Er þetta ekki Jansen? spurði hún. Og nú mundi hann liver liún var. Hann hafði reyndar aldrei talað við hana áður. En hún hét frú Falk, gift Falk yfirdómslögmanni og var syst- ir hennar, þessarar fallegu á vestur- landinu. — En hvað það var ganian að sjá yður! sagði hún og stóð upp, gekk tii lians og lækkaði róminn. Því að þarna var fieira fólk. — Eg hefi hugs- að oft og mikið til yðar. Þér hurfuð svo snögglega þarna að vestan! — Eg fékk stöðu hérna í höfuð- borginni, svaraði hann. — Það eru orðin átján ár siðan. — Nítján, leiðrétti hún og lækk- aði róminn enn meira. — í rauninni þætti mér vænt um að mega tala við yður eins fljótt og unnt er, hvíslaði 'hún. Gætuð þér ekki litið heim til min? Eg fluttist hingað eftir að Lúlla og maðurinn minn dóu, — hann dó fyrir nokkrum árum . . . Til dæm- is í dag? — Með ánægju! glopraðist upp úr honum af eintómri kurteisi. Hún gaf honum heimilisfangið. Og svo skildi hann við hana eins rugl- aður og nokkur 35 ára piparsveinn getur orðið, þegar fimmtug dama, sem hann varla þekkir, býður hon- um heim. Hann fór á skrifstofuna sína og sagði forstjóranum að lánið hefði fengist. Svo að nú gátu þeir fært út kvíarnar og tekið tvær stúlkur á skrifstofuna í viðbót. Báðir voru í sjöunda himni. Og Jansen gleymdi al- veg frú Falk þangað til forstjórinn var farinn inn til sín og Jansen orð- inn einn. Þá rifjaðist allt í einu upp fyrir honum það, sem gerst hafði fyrir 18 eða 19 árum. Hann hafði fengið byrj- andastöðu í útvegsbankanum þarna í litla bænum fyrir vestan. Hann mundi vel hve Reiðar li-tli Jansen frá Oslo hafði verið utanveltu þarna í ramm- söltum úvegsbænum vestra! Hann hélst þar ekki við nema tvo—þrjá mánuði. Og meinyrðin og glottið þarna í bænum mundi hafa gert út af við hann undir eins, ef ekki hefði Haraldar notið við. Haraidur var frændi Reidars og í sama bankanum og hann sjálfur. Og hann var sex árum eldri — heilla 22. ára! Þeir voru alltaf saman. Austur- landstvíburarnir! var hrópað á eftir þeim, þar sem þeir fóru. Þvi að þeir voru jafnháir og sennilega talsvert sviplíkir líka. En svo varð Haraldur dauðskotinn í Lúfllu, yngri dóttur fiskkaupmannsins rika, systur frú Falk. Lúlla var fallegasta stúlkan í öllum bænum, og henni leist auðsjáan- lega mjög vel á Harald líka. — Hvað i ósköpunum getur það ver- ið, sem frú Falk ætlar að tala við mig um, spurði hann sjálfan sig upphátt. — Við mig? Fiskkaupmaðurinn vildi vitanlega ekki eignast Harald fyrir tengdason. Því að liann var ekki neitt. Og svo var honum sagt upp stöðunni í bank- anum — fiskkaupmaðurinn var nefni- lega formaður bankaráðsins. Og þá fór Haraldur auðvitað úr bænum, og Reidar líka. En strax sunnudaginn áð- ur en þeir fóru, var lýst með Lúllu í kirkjunni, og kaupmanni, sem sagt var að skuldaði fiskkaupmanninum peninga. Enginn vissi hvað varð af Haraldi. Líklegsi hefir liann farið til Ameríku. Og nú var Lúlla dáin. Þetta var þokkaleg saga. HÚN lauk sjálf upp fyrir honum, brosandi og alúðleg, og var enn meira aðlaðandi en i bankanum um morgun- inn. Yfir stofunum hennar hvíldi sam- ræmi og þokki, sem bar vott um góðan smekk. Það var farið að skyggja, svo að eiginlega hefði átt að vera búið að kveikja. En himinninn var heiður og gullna rákin við sjóndeildarhringinn i vestri átti svo vel við stemninguna i stofunni, að húsfreyjan hafði ekki viljað kveikja. Hann sagði henni frá högum sinum, að hann væri meðeigandi í fyrirtæki, sem dafnaði vel, og að hann væri ó- kvæntur. — Að hugsa sér, að þér skuluð ekki hafa gifst? sagði hún. Og áður en hann leit við hafði liún sótt mynd, sem stóð á skattholinu og rétt honum. — Munið þér eftir henni? spurði liún. — Já, svaraði hann. — Það er...... (hann var rétt búinn að segja Lúlla, en tók sig á). Það er hún systir yðar, sagði hann. — Þér vitið kannske fæst af því, sem gerðist eftir að þér fóruð? spurði hún aftur. Nei, ekki vissi liann um það. Og svo fór hún að segja frá, en án þess að setjast. Henni er svo ein- kennilega órótt, hugsaði liann með sér. Hún er alltaf að líta til dyra, og stund- um hlustar hún. Ætli hún eigi von á einhverjum? — Lúlla giftist svo þessum járn- vörukaupmanni, sagði hún. — Það var pabbi, sem réð því. En hamingju- samt varð það hjónaband ekki. Það varð vandræða lijónaband. — Jæja, það er svo, sagði hann. — Þér liljótið að vita það, sagði hún fastmælt og starði á hann í rökkr- inu. — Og svo kom barnið. — Barnið? spurði hann. — Já, Karen Margrete, sagði hún. — Því að þetta var telpa og hún heitir Karen Margrete. En hún kostaði móð- ur sína lífið! — Kostaði hana lífið? — Já, Lúlla dó af barnsförum. Og svp tók ég Karen Margrete að mér. — Þér? — Já, járnvörukaupmaðurinn vildi hvorki heyra hana né sjá. Og hverjum stóð það þá nær að taka telpuna en mér, systur Lúllu. Mér hafði þótt svo ósköp vænt um hana og hafði verið svo gersamlega ósammála föður mínum um mcðferðina á henni. Og svo dó maðurinn minn og það var enn meira áfall en að missa Lúllu. — Og barnið — Karen Margrete — hvar er það nú? — Hjá mér. Járnvörukaupmaðurinn er dauður líka. Hann fór á hausinn fyrst. Pabbi er dáinn og lét ekkert eftir sig. Þau eru öll dáin nema Karen Mar- grete, þér og ég. Maðurinn minn lét talsvert eftir sig. En ég var óheppin með ráðstöfun á peningunum hans. — Fyrir nokkrum dögum varð ég þess vísari, að ég verð kannske að selja ýmislegt af þessu gamla dóti minu. Spurningar og svör og sifellt varð dimmara i herberginu. Er það þess vegna, sem hún vill tala við mig? spurði hann sjálfan sig. Til þess að biðja um hjálp? í sama bili var snúið Ijósasnerli í ganginum. Þrátt fyrir myrkrið sá ég vonbrigðin í andlitinu á lienni. — Það var dálítið meira, sem ég ætlaði að segja yður, livislaði hún. — En það verður að bíða þangað til næst, ef þér þá ekki hafið skilið þctta ennþá .... Ef hann hefði ekki skilið það ennþá? Stofuhurðin opnaðist og gjallandi stúlkurödd söng gegnum kyrrðina: — Skelfing er dimmt hérna, frænka! Og svo var kveikt. Ljósið flæddi frá kristalshjálminum i loftinu, um alla stofuna, í miðju Ijóshafinu stóð hún, unnusta Haralds Jensens, Lúlla! Sama frísklega, státna konumyndin, hugsaði hann með sér. Sama ljósa hár- ið, söniu augun, dálítið skökk eins og í Kínverja, sömu rjóðu varirnar með sömu brosrákunum við munnvikin. En hann mundi ekki að hún hefði ver- ið svona einstaklega falleg. Hún hrökk ofurlitið við er hann stóð upp úr stólnum. — Þetta er Karen Margrete, frænka mín — herra Jansen, kynnti frú Falk. Hún gekk til hans og rétti honum höndina. Ja, lhin hneigði sig víst líka. En annars var það hann, sem fór hjá sér. Átján ára, hugsaði hann með sér. Ef hún hefði verið svona ung, hefði hún kannske orðið kærastan mín en ekki hans Haralds. Frú Falk bar fram te og kökur. Og þau töluðu saman ofur blátt áfram, öll þrjú. Frúin sagði frænku sinni að Jansen hefði einu sinni unnið i Út- vegsbankanum vestra. — Þér afgreidduð mig lika nokkr- um sinnum, sagði hún við hann. — Nei, ég var bara undirtylla, svo að þetta hlýtur að vera rangt hjá yður, svaraði hann. En liún sat við sinn keip. — Eg lét yður afgreiða mig til þess að geta athugað yður betur, sagði hún og beit á vörina. Athugað hann betur? Hvert var manneskjan að fara. Karen Margrete horfði dálítið forviða á þau á víxl. Enda var full ástæða til þess. En livað vissi hún um það, sem frú Falk og hann höfðu verið að tala um rétt áðan? Hvað vissi hún um unnusta móður sinnar, Harald? — Þú komst snemma heim í dag, sagði frænkan upp úr þurru. Karen Margrete yppti öxlum. — Þeir þurfa ekki á mér að halda lengur, svaraði hún. Og alveg formála- laust fór hún að útskýra fyrir hon- um. Hún hafði fengið dálítinn starfa á skrifstofu. En hún kunni ekki nógu mikið. Og svo hafði hún verið rekin. — Eg á bágt með að fara til banka- stjórans aftur á morgun, og biðja hann enn einu sinni um eitthvað handa hér að gera, sagði frænkan. — Hann lofaði mér í dag að aUiuga málið. En hann liélt ekki að .... Þarna! hugsaði hann með sér. Þarna er ráðningin á gátunni! Frú Falk er að reyna að ná í hæfilega atvinnu handa Karen Margrete, svo að hún komist hjá að selja af innbúinu. Og honum létti svo, er honum skildist að þetta var ekki flóknara mál en svona, að hann kom með tillögu að vörmu spori. — Þér getið byrjað að vinna hjá mér á morgun, ef þér viljið, sagði hann við Karen Margrete. — Okkur vantar tvær stúlkur í viðbót. Það var þegar hann var að fara, og Karen Margrete dansaði um gólfið i liinum enda stofunnar — hún var svo glöð að hún varð að dansa — það var þá, þegar hún tók ekki eftir, að frú Falk hvíslaði að lionum: — Svo að þér hafið þá getið rétt til, Jansen? Getið hvers til? Ný gáta! Eða gamla gátan óráðin. En hefði ég verið Haraldur, þá skyldi ég ekki hafa látið undan eins og hann gerði, var hann að hugsa á leiðinni heim. Nei, aldrei að eilífu hefði ég látið annan mann taka hana frá mér. Hálfum mánuði síðar sat liann í stofunni hjá frú Falk á ný. En þetta var fyrri liluta dags, rigning og þrút- ið loft, grá hráslagaleg októberrign- ing. — Þér urðuð að koma fyrri hlut- ann, svo að ég væri viss um að Karen Margrete kæmi ekki og truflaði okk- ur, sagði hún. — Hvernig gengur henni annars? Vinnur hún fyrir kaup- inu, sem hún fær?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.