Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1952, Blaðsíða 7

Fálkinn - 13.06.1952, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Gríski forsætisráðherrann og ameríski sendiherrann í Aþenu voru nýlega viðstaddir er böggull nr. 100.000 frá CARE var afhentur. CARE er amerisk hjálparstöð, sem miðlar gjöfum frá einstaklingum í Bandarikjunum til bágstaddra þjóða í Evrópu. Hér sést Plastiras forstæisráðherra afhenda grískri móður með barn á handleggnum, böggul nr. 100.000. Bak við forsætisráðherrann er Bandarikjasendifulltrúinn Charles Yost. — Leopold fyrrverandi Belgíukonungur og Rethy prinsessa eru nú komin til Suður-Ameríku þar sem Leopold mun m. a. fara í landkönnunarferð inn í frumskógana við Amazonfljótið. — Á myndinni sem er tekin á flugvellinum í Lissabon sjást frá hægri Rethy prinsessa, Leopold konungur og fulltrúi úr portúgalska utanríkisráðuneytinu ásamt sendiherra Belgiu í Lissabon og kona hans. landa. Eg er orðinn þreyttur á þessu kyrrláta og tilbreytingalausa lifi. Eg vil fá að kanna ókunna stigu, þar sem eitthvað reynir á mig.“ „Já, livers vegna ekki?“ sagði móð- ir hans hvetjandi rómi, þó að henni hefði brugðið og þótt miður, er hún heyrði um fyrirætlanir Micky. Þið Pétur eruð svo líkir. Hann talar alltaf um að komast út í heiminn, þar sem svigrúmið er nóg. Eg mundi ekki furða mig á þvi, þó að hann flygi hurt einn góðan veðurdag, og tæki báða dreng- ina með sér. Hann væri farinn fyrir löngu, ef 'hann hefði getað fengið mig með sér. En ég verð að búa i London — ég verð að halda mig á þessari vinnustofu. Eg veit að þetta er ef til vill heimskulegt af mér, elsku Micky, en stundum óska ég þess lielst, að bæði tunglið og stjörnurnar ....“ „Óskum við ekki öll einhvers, sem ekki verður náð?“ sagði Micky, tók hendur hennar og kyssti tárin úr hvörmunum. En þú mátt ekki vera svona niðurbeygð, mamma. 'Þú veist vel, að þú hefir aldrei málað eins góðar myndir og í ár. Myndin af Elísa- betu hefir orðið til þess, að margir liafa lagt inn pantanir lijá þér.“ „Já, ég veit það,“ sagði móðir hans og virtist dálítið gremjufull. „En mér leiðist að mála andlitsmyndir.“ Siðan þurrkaði hún tárin úr augunum og hló. Eg er skemmtileg eða hitt þó heldur! Taktu mig með þér i liádegis- verð. Pétur fór til írlands í fjölskyldu- heimsókn. Seinna í dag ætla ég út með drcngjunum. Þeir eru í frii.“ „Eg skal aka þér til þeirra, mamma. En farðu nú inn og liafðu fataskipti. Hvert eigum v.ið að fara? Ættum við ekki að fara á Embassy — það er allt- af svo skemmtilegt fólk þar.“ „En ég á engin nógu góð föt, Micky.“ „Hvað hafa föt að segja, þegar þú ert frægur snillingur. Og svo ertu alltaf svo yndisleg og alúðleg.“ „En hvað þú ert stundum likur honum föður þínum, Micky,“ sagði móðir hans og vissi ekki hvort hún átti að gráta eða hlæja. Þennan dag borðaði móðir Elísa- betar hádegisverð í hinuni fræga klúbb með Ameríkumanni, sem leit mjög vel út. Hann var einn af áköf- ustu tilbeiðendum hennar. Henni virt- ist Franklin Oppenshaw alltaf skjóta upp kollinum fyrr eða síðar, hvert sem hún færi og hvar sem hún væri. Enginn hinna fögru skrautklæddu kvenna var eins fögur og smekklega klædd og sú, sem fylgdi herra Oppenshaw. Og enginn vakti eins mikla athygli og hún. En þannig var það ávallt með Pauline Amati. Hún dró ætíð að sér alla augu. En í þetta skipti var bún ekki í góðu skapi. Og Oppenshaw horfði kvíðinn á hana. „Þér hafið litla matarlyst í dag,“ sagði hann. „Þér snertið varla við matnum. Hvað gengur að yður?“ Hún yppti öxlum. „Við konurnar erum svo undarleg- ar verur,“ sagði liún. „Ef til vill hef- ir mig öll þessi ár dreymt draum, sem ekki hefir rætst. Ef til vill hefi ég ekki náð þvi takmarki, sem ég hefi sett mér, þrátt fyrir alla þá sigra, sem ég hefi unnið. Ef til vill hafa móð- urtilfinningarnar skotið upp kollin- um og þráin eftir barninu, sem ég skildi við mig.“ „Þetta getur allt verið eðlilegt,“ svaraði Ameníkumaðurinn. „Þér haf- ið svo oft minnst á þetta við mig. Eg hefi líka gert það, sem í mínu valdi hefir staðið, til þess að leita upplýsinga um mann yðar og barn. Hins vegar hefi ég ætíð haldið, að það mundi valda yður tómum von- hrigðum. Og nú hafið þér reynt það. En hvers vegna að taka það svo nærri sér, Pauline? Það veldur yður aðeins hryggð. Eg get lesið hugsanir yðar eins ogþær væru skrifaðar með svörtu á hvítt. Yður liður alls ekki vel lijá þessari kaldlyndu, öfundsjúku stúlku, sem kallar sig dóttur yðar. Hvers vegna eruð þér kyrrar þar?“ Móðir Elísabetar leit á hann og brosti, og brosið gerði hana enn þá fallegri. „Eg skal segja yður það hreinskiln- ingslega, að ég dvelst þar ekki vegna Elísabetar. Eg hefi fengið mína lexíu. Mig dreymdi draum, sem ekki hefir rætst. Það er heilt djúp staðfest milli min og dóttur minnar. Yfir þetta djúp munum við aldrei komast. En mér þykir vænt um liina auðmjúku og góðhjörtuðu Hester. Og lienni þykir vænt um mig.“ „Auðvitað," sagði Franklin Oppen- shaw. „Yður elska allir, Pauline.“ „Já, ég veit, að ég liefi verið elskuð af mörgum. En fáum úr stétt Hester hefir þótt vænt um mig á sama liátt og henni. Og vitið þér hvers vegna? Það er af því, að ég tala með vinsemd um hina látnu liúsmóður hennar, sem arfleiddi hana að öllum auð sínum. Áður var ég afbrýðissöm i garð Sophie Martingate, af þvi að Roger unni henni alltaf. Vitið þér, að hann vildi ekki giftast mér? Yður finnst þetta ef til vill torskilið. Eg fékk vilja mín- um framgengt til bölvunar fyrir okk- ur bæði. Hann hafði andstyggð á leik- húsum og öllu í sambandi við það. Hann neitaði því þó ekki að ég liefði leikgáfu — það gat liann heldur ekki. En hann vildi umfram allt halda mér frá leikhúsinu. Eg gat aftur á móti ekki hugsað inér að liverfa frá leik- listinni. Þess vegna skildum við. En þrátt fyrir alla sigra mína — þér vit- ið að ég hefi unnið marga leiklistar- sigra — þá hefi ég alltaf alið þá von d brjósti mér að finna Elísabetu og gera skyldu mína. Betra er seint en aldrei, hugsaði ég. Nú hefi ég fundið hana — já — og livað nú? *"—i—ng" 1 ' 'i pgils áváxtadrykkir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.