Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1952, Blaðsíða 6

Fálkinn - 13.06.1952, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN 20. UOS og SKUGGAR Framhaldssaga eftir Adelaide Rowlands. Miohael stóð á fætur og fór að ganga um gó'lf. Hann kveikti sér í vindlingi, dró að sér nokkra teyga, en fleygði honum síðan frá sér aftur. Síðan sagði hann með dálítið hrjúfri rödd: „Já, en góða mamma. Það hlýtur að koma að því, að ég verði fullþroska eins og aðrir. Þú hefir of lengi skoð- að mig sem litla drenginn þinn, og ég hefi alltaf talið þitt álit algilt. En það kemur að því.... “ „Já, ég skil,“ greip Marcella fram í fyrir honum. „Eg lield líka, að sérhver hafi rétt til að ráða örlögum sínum að svo miklu leyti, sem hann getur.“ „Já, það finnst mér,“ sagði Michael, og röddin var ekki laus við hinn hrjúfa hljóm. „Hvað er svo sem hægt að segja um það, iþegar foreldrarnir vilja ráða giftingu barna sinna? Eg lield, að það séu skoðanir iþeirra, sem hafa i liuga að giftast, sem skipta aðalmáli í þessu tilliti, en ekki skoðanir foreldranna eða annarra.“ „Alveg rétt, drengurinn minn,“ sagði Marcella. „En segðu mér nú eitthvað um hana ömmu þína. Það er sagt að henni liði ekki sem best. Er hún enn þá í Kent?“ Andlit Michaels breyttist strax og 'hann varð aftur sjá'lfum sér líkur. „Já, mér þykir leiðinlegt að amma skuli vera lasin. Hún fékk slæmt kvef og 'henni gengur illa að losna við af- leiðingarnar. Eg fer oft að heimsækja hana þarna suður frá. Hún hefir elst í útliti. Eg 'hefi aldrei vitað, hve gömul hún er, en hún hefir sennilega verið yngri en Sophie frænka.“ „Nei, hún var eldri,“ svaraði móðir hans. „Þú minnist'Sophie Martingate sem veikbyggðrar og undarlegrar per- sónu, en ég þekkti hana áður, þegar hún var full af lífsgleði, og fjöri. Hún var aldrei beinlínis lagleg, en hún var ákaflega aðlaðandi. Hún var gædd sól- skinseðli,“ hélt Marcella áfram hugsi, „en eldri systir hennar — hún amma þín — liélt henni alltaf niðri, og þær voru svo ólíkar, að þær gátu aldrei orðið samrýndar. Eg lield þó varla, að Sophie hafi verið eins illa við syst- ur sína og henni við hana. Amma þin hataði liana.“ „Já, amma getur hataðl“ sagði Mioh- ael með lágri röddu. Móðir hans kinkaði kol'li. „Þegar mér verður hugsað til þess tíma, er Sophie var hrifin af Roger Charlbury, þá tekur mig sárt til hennar. — Jæja, það er annars gott, að þú heimsækir gömlu konuna reglulega. Iiún mun áreiðanlega kunna að meta það. Henni þykir mjög vænt um þig, Micky. Eg vildi óska, að ég gæti gert eitthvað fyrir hana. Eg hefi enga ástæðu til að láta mér þykja vænt um hana, en hún •var móðir hans Teds, og þess vegna á hún rúm i hjarta minu. — En hvernig er það, úr því að hún er úti á landi enn þá — hefir hún séð Elísabetp?“ „Jú, við fórum þangað einu sinni saman. Við fórum í bifreið, og ég held, að sú heimsókn hafi heppnast mjög vel,“ sagði Michael. „Amma var mjög hrifin af Elísabetu. Hún sagði við mig á eftir, að Elísabet væri fallegasta unga stúlkan, sem hún hefði nokkurn tíma séð. Þá geturðu séð, að amma er hrifin af eiginleikum, sem þú metur litils. Hún er hrifin af svipköldu og dálítið stoltu fólki, en geðjast síður að þeim tilfinningaríku og meyru.“ „Og hvað fannst Elísabetu um hana?“ spurði frú O’Malley. „Eg held, að þær liafi verið hrifnar hvor af annarri. — Þú veist náttúru- lega, að Judith hefir heimsótt ömmu, Judith á góða vinkonu — ungfrú Briggs — sem ég hefi séð sem snöggv- ast. Hún býr í húsi í námunda við ömmu. Jane Briggs er fyrirtaks stúlka,“ hélt Michael áfram. „Eg kenni i brjósti um hana, þó að fólk kunni að hlæja að því, er það heyrir, að hún er milljónamæringur! En hún á bróð- ur, sem hún er í miklum vandræðum með. Hann er óduglegur og staðfestu- laus. Judith hefir beðið mig um að hafa félagsskap við þennan unga Briggs, sem virðist vera að þvi kom- inn að lenda út í óreiðu og flækings- líf. En ég er hræddur um, að við eigum alls ekkert sameiginlegt. Eg hefi heimsótt hann og boðið honum að borða hádegisverð með mér, en við höfum ekkert til að tala um ann- að en peningana hans. Og fólk gerir hann áreiðanlega ruglaðan með því að tala ekki um annað. Það er eins og allir vilji ná i þá, og vilji aðeins vera með honum peninganna vegna. Þú getur hugsað þér hve ill áhrif þetta hefir á hann. Eg get lika vel skilið, að systir hans skuli hafa áhyggjur út af honum.“ „Jú, við konurnar, sem höfum til- finningar," sagði Marcella, og þ_að vottaði fyrir biturleika í röddinni, „gerum okkur oft óþarfaáhyggjur. Við óskum alltaf alls hins besta til handa þeim, sem okkur þykir vænt um. Og við viljum reyna að leiða þeim fyrir sjónir, hvað sé hollt og gott og 'hvað sé það ekki, án þess að eftir því sé tekið. Finnst þér þetta rangt Michael?“ Michael fór til móður sinnar og t,ók um hálsinn á henni. „Elsku mamma min. Þú mátt ekki vera reið við mig. Og þú mátt ekki vera svona bitur. Það er svo ólikt þér. Heldurðu að ég skilji ekki, hvers vegna þú hefir áhyggjur út af mér. Eg er ástfanginn af Elísabetu — hræði- lega ástfanginn — en ég veit, að sú ást er vonlaus.“ Móðir hans leit á hann. Það voru tár i augum hans. „Hvernig vonlaus?" Hann yppti öxlum. „Hvað get ég boðið henni. Hún er mjög metorðagjörn — það hefir hún sagt mér. Eg á ekkert. Eg á allt mitt undir ömmu. Eg liefi að vísu nokkur laun fyrir starf mitt, en ég get ekki gefið Elísabetu það, sem hún óskar.“ „Þú getur gefið henni ást, vináttu og félagsskap — með eðlisgæðum þín- um getur þú fyllt líf hennar sólskini, Micky.“ „Já, það hélt ég líka i fyrstu, en nú veit ég betur. Horfur mínar eru þann- ig, að ég get ekki gifst neinni. Eg held næstum því, að ég bregði mér bráð- lega burt frá öllu hérna til annarra Fallhlífar þær, sem nú eru í notkun, eru ófullnægjandi, þegar um það er að ræða, að fleygja sér út úr flugvél- um, sem fara hraðar en hljóðið. Þess vegna eru Englandingar um þessar mundir að gera tilraunir með nýja fallhlífargerð, en nota þó að svo stöddu brúðu til tilraunanna. Hún er gerð úr stáli, tré og gúmmíi. — Berlínarhúsmæðurnar eru vanar sínu af hverju hvað kjötverðið snertir, en samt hrökk ein húsmóðirin við, þegar hún sá að verðið var 1 mark fyrir i4 kg. En þegár hún gætti betur að sá hún að grísin var úr marsípani. — Sir Leslie Boyce, lordmayor Lundúna- borgar, sem er ættaður frá Ástralíu, fékk fyrir skömmu heimsókn af „landa“ sínum. Það var þriggja vetra kengúra, allvel tamin og siðuð, sem var látin heilsa upp á borgarstjórann ásamt þremur stallsystrum sínum. — Þær eiga að fara í dýragarð borgar- innar, almenningi til skemmtunar. — Yngsta „glamour girl“ í Hollywood er þessi litla telpa, sem sést hér í fang- inu á mömmu sinni. Hún heitir Katr- ina Baxter Hodiak, og er 3/z mánaðar gömul, þegar myndin var tekin. — Ný uppgötvun, sem gerð hefir verið, hefir gert fólki kleift að hafa tyrkn- eskt bað heima hjá sér. Það er ekki vatn og gufa, sem notað er, heldur sest maður inn í hólk, og í honum eru lampar, sem varpa frá sér infra-rauð- um geislum, svo að maður svitnar. Það er ekkert því til fyrirstöðu, að maður geti svarað í síma eða hlustað á útvarp meðan maður er í baðinu. >ai Þýskur aflraunamaður, Charly Bohm, vekur um þessar mundir mikla at- hygli á Circus Medrano í París, fyrir sterkar tennur. Hann ber 15 stóla, eins og sýnt er hér á myndinni. —

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.