Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1953, Blaðsíða 8

Fálkinn - 27.03.1953, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN "C1 NGINN gat séð að nokkuð liefði ■“-* komið fyrir þegar hún kom aftur úr símanum. — Nú kemur Annie, sagði vinstúlkan og þau brostu lil hennar öll þrjú. Sessunautur Annie stóð upp og færði til stólinn handa henni. — Við höfum saknað yðar, sagði hann og laut niður að henni — okkur lá við að halda að þér hefð- uð brugðist okkur? Hann reyndi að koraa íienni til með því að stara beint í augun á lienni, en hún lét sem hún sæi það ekki og leit undan. Rétt á eftir bætti hún fyrir þetta og kink- aði vingjarnlega til lians þegar hann bauð ’henni amerískan vindling. Þetta var fordildarleg virginiasígaretta. í augnabliksglesni varð henni á að hugsa með sér: Hann er dálítið for- dildarlegur lrka. — Annie bregst aldrei, sagði vin- stúlkan hlæjandi og drap tittlinga til hennar. Öll hlógu án þess að nokkuð væri til að hlæja að. Og sessunautur vinstúlkunnar laut fram og notaði tækifærið til að auka kynnin með þvi að taka um handlegg hennar, sem var nakinn, og þrýsta að. — Mér þótti leitt að vera svona lengi burtu, sagði Annie afsakandi, — en ég varð að koma skilaboðum, og sumt fólk er þannig að illmögulegt er að losna við það þegar maður talar við það í síma. Fyrst nú mátti ef til vill sjá votta fyrir því að eitthvað iiefði komið fyr- ir. fyíðustu orðin voru sögð í umburð- arlyndistón,, en einhver urgur var i röddinni og bak við urginn var snefill af þráa og einhverju öðru, sem olli því að titringur varð kringum munn- inn á henni. Og um leið og hún hafði sagt orðin fann hún að sársauka- broddur smaug gegnum rólyndið og tilfinningaieysisgervið, sem lnin hafði verið að leitast við að taka á sig úti í símaklefanum langa stund eftir að hún hafði slitið sambandinu. — Þetta hefir kannske verið ein- hver góðkunningi, sagði sessunautur hennar og reyndi að leyna forvitninni undir alúðlegu brosi. Hún tók langan teyg úr vindlingnum og blés reykn- um hægt frá sér. — Nei, sagði hún rólega og horfði fasl á hann. Brosið hvarf. — Ætli það, sagði hann og dró augað í pung og hló uppgerðarhlátri. Samt var auðséð að lionum var orðið hug- hægra. Hún brosti ofurlítið og lét augnalokin síga, svipurinn á andlitinu varð tvíræður. En í hjarta sínu hugs- aði hún: Bara að hann vildi hætta — þessi þreytandi maður. Þjónninn hafði borið af borðinu eftir miðdegisverðinn meðan hún var fjarverandi, og liorið fram kaffi og Mkjör. — Eigum við að skála? sagði sessunautur hennar, — og óska okkur framhaldandi góðrar skemmtunar i kvöld? Þau lyftu glösunum og drukku og sendu hvert öðru örvandi augna- skeyti. Og þótt henni væri j)að ógeð- fellt dróst hún ósjálfrátt inn í þenn- an þögla teik og svaraði með tvíræðu brosi, svo að augun í honum ljómuðu. Stúlkur geta ekki látið kartmenn gefa dýran miðdegisverð án þess að láta eitthvað á móti. Hljómsveitin lék lag með tiægu, tokkandi hljóðfalli, og hún notaði tækifærið til að lita við og gera sér upp að hún hefði gaman af að horfa á gljáandi messinghljóðf-ærin. Mildur og léttur hlær hafði færst yfir hinn stóra gildaskála eftir að gestirnir höfðu lokið miðdegisverðinum. Og dansendunum fjölgaði i sifellu á gólfinu. — Eg hata þetta allt, hugsaði hún með fyrirlitningu sem henni fannst fróun i. Hvers vegna var hún hérna? spurði hún sjálfa sig með harkalegum þráa. En svo fann hún að vörmu spori að hún var hérna vegna þess að hún gat ekki afborið einveruna, vonleysið og tómleikann heima, eirðarlaust þramm- ið fram og aftur um gólfið. Fingur hennar léku, óháðir hugsunum henn- ar, við stéttina á glasinu. Henni féll ekki að vera ein. Og í kvöld hefði hún alls ekki getað verið ein .... Hún vísaði hugrennnigum sinum á bug og án þess að hugsa um það lyfti hún glasinu og drakk það í botn i einúni teyg. Sessunautur hennar leil ánægjulega til hennar og fyllti glasið aftur. Vinstúlkan hló út undir eyru og sneri sér að sínum sessunaut með glasið í hendinni. — Skelfing er hún vitlaus, hugsaði Annie með sér. Hún hafði alltaf haldið að Hertha væri væn stúlka, viðfelldin og sikemmtileg, en í kvöld var hún blátt áfram heimsk. Kannske fannst henni þetta af iþví að hún hafði ekki hitt vinstúlku sina talsverl lengi. Það hafði gerst svo margt síðan — i henni sjálfri. í kvöld hafði hún hugsað sér að gaman væri að lifa eitthvað af þessu gamla upp aftur .... ekki í alvöru heldur sem eins konar áhorf- andi. Og svo hafði hún farið út með Herthu — alveg eins og í gamla daga. Og þær 'höfðu hitt tvo herra — alveg eins og i ganda daga. — Eg heiti þetta og þetta, hafði sessunautur hennar sagt er þau sátu yfir cock- tailnum á undan matnum. Hann hét eitthvað með tveimur eftirnöfnum, og það fyrra átti að bæta upp hvað það síðara var liversdagslegt. — Ldka kall- aður Bob, sagði félagi hans. „Bob“ bandaði frá sér með hendinni, en um leið brosti hann þannig að auðséð var að hann var hreykinn al' viðurnefn- inu og þótti vænt um að kunningi hans minntist á það. Alll ofur algengt og hversdagslegt. En henni kom þetta eiginlega ekkert við núna i kvöld, þvi að luin vonaði að þetta væri bráðum umliðið fyrir fullt og allt. Fari það allt til helvítis .... Ilún kærði sig kollótta og ])reif glasið. — Skál, Bob! Hann varð alveg hissa og dálítil stund leið þangað til hann áttaði sig. — Skál .... Annie! Hljómsveitin breytti um og lék ögrandi lag. — Eigum við að dansa? sagði hann bg snerti handlegginn á henni. Stóra, hvíta hönd, sem hæfði ekki vel að vera vel hirt og hrein. Hún hefði verið geðþekkari ef hún hefði verið svört og hrjúf. Þau stóðu upp og gengu milli borðanna. Hann rétt á eftir henni og hafði augun á fótunum á lienni. Hún var á mjög hælaháum skóm, svo að fótleggja- vöðvarnir stæltust í eggjandi falleg- mn búgðum, og kringum öklann sá á mjóan gullbaug. — Löguleg stúlka, hugsaði hann með sér er þau liðu út á dansgólfið. Þau töluðu ekki saman fyrst í stað. Hún varð að hafa sig alla við til að fylgjast með tilbrigðunum sem hann hafði í dansinum og eigi voru sem ákjósanlegust vegna þess hve þröngt var á gólfinu. Nokkrum sinnum dans- aði Hertha fram hjá með sínum föru- naut, hún vaggaði sér í dansinum og augun ljómuðu er hún horfði á hann. Hertha var í essinu sínu, hún lifði þetta allt. Kannske hafði hún líka gert það sjálf fyrrínn. Og allt í einu óskaði hún að það gæti orðið eins og forðum aftur. Hvernig átti hún annars að finna frið? Hljómsveitin þagnaði allt i einu og fór yfir í annað lag miklu hægara. Sveitin lék það lágt og innilega og það fór eins og hvísl um hinn stóra glaumsal og lagðist í mjúkum öldum yfir dansendurna. Öll önnur hljóð hö’fðu hætt að vera til, andlit fólksins fylltúst sárri þrá. Ifún fann hvernig þessi kennd angurblíðunnar náði valdi á henni svo að eitthvað í henni titr- aði af sársauika. Einu sinni er hún tók eftir að danslierra hennar var að gefa henni gætur lyfti hún höfðinu og leit á andlitið á iionum sem ljóm- aði af flagarabrosi og verndandi við- kvæmni, sem gerði hann broslegan. „I cry for you,“ orðin komu eins og andvarp úr barka eins hljómsveit- armannsiiis á pallinum. Augnalok hennar urðu þung og þrýstingur fyrir brjóstinu. Og nú fannst henni hún vera komin í símaklefann aftur. Hún heyrði rödd hans. En hún var ekki djúp og glaðleg eins og hún var vön að vera. Hún var þreytuleg og döpur. — Annie, sagði hún, — Annie .... Nú varð svo undarlega tómt og hljótt í höfðinu á henni. — Heyrðii, hélt röddin áfram, — við verðum að bætta við allt þetta, sem við höfum talað um. Það stoðar ekki. — Hætta við, endurtók hún hreim- laust, — ég skildi þetta ekki ....... Hvers vegna? — Svo leið stund þang- að til röddin svaraði, og nú gat hún heyrt að hiin litraði ofurlítið. — Þú mátt ekki reiðast, góða, það er svo margt sem bindur .... börnin, Annie, við verðum að tala um þetta einhvern daginn? — ,Tala? sagði hún, og til- hugsunin ein um að fá að sjá hann rak tilfinningaleysið sem hafði náð valdi á henni, á burt. En allt í einu blossaði reiðin upp í henni og eyddi allri þeirri þrá og kvöl, sem höfðu barist um hana. Augun urðu köld og hörð. — Tala, sagði hún háðslega, — við höfum ekki um meira að tala. -—Já, en, Annie, Annie ....! Svo sleit hún símasambandinu. — Útbrunnin! sagði hún upphátt en um leið andmælti hennar innri maður 'henni. — Annie! Annie! Ang- istarfull rödd hans bergmálaði í eyr- um hennar. 'Hvað hefi ég gert? hugs- aði hún eins og i leiðslu. En á næsta augnabliki lét hún hæðnishláturinn fá yfirhöndina. — Útskúfuð! hugsaði hún með sér. — Bönd sem bundu .... börn .... Ilafði hún ekki heyrt sama viðkvæðið oft áður? Var nokkur á- stæða til að verða hissa á þvi? Þegar að var gáð sungu allir þetta sama lag. Hvers vegna gat hún aklrei lært það? — en þetta var dálítið annað! Æ, langt frá því! Hún 'hafði bara borgað brúsann, rétt einu sinni. Nú gat hún opnað dyrnar og farið út og haldið áfram og séð hvort hún hafði vitkast nokkuð .... Hún leit upp aftur og sá sama lostabrosið. Hún brosti blítt. Flón! hugsaði luin með sér, liann gat að minnsta kosti ekki raskað hjartaró hennar. Hljómsveitin lék áfram, eitt hljóðfærið hækkaði sig yfir öll hin og hrópaði með titrandi rödd ........ -Það var eitt af fyrstu kvöldunum heima hjá henni. Hann sat í stól og var að lesa meðan hann beið eftir að hún yrði tilbúin. Það varð ekki annað séð en ihann hefði gleymt að hún væri til, hún stóð og horfði lengi á 'hann án þess að hún tæki eftir því. Ilann hafði hallað sér aftur í slólnum. Brosti lítið eitt. Og meðan hún stóð þarna og horfði á hann fann hún allt í einu eitllivað heitt, einhvcrn ólgandi fiðring i hálsinum. Það var komið eins konar kyrrlátt öryggi yfir stofuna, sem hún hafði aldrei orðið vör áður. Ibúðin hennar var staður, sem hún var einmana á og gat aldrei eirt á. En núna, þegar hún sá hann sitja svona, var hún róleg og ánægð og um leið fann hún einhverja seið- andi þrá. — Merkilegt að þú skulir ekki hafa gifst fyrir löngu, hafði liann sagt i * Annie bregst oldrei.*

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.