Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1953, Blaðsíða 9

Fálkinn - 27.03.1953, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 annaS skipti. — Svo? sagði hún í gamni, — er kannske ekki nógur tínii tíl iþess ennþá? — Jú, en ég á við að þegar öliu er á botninn hvolft hafir þú ágæta hæfileika .... Hljómsveitin liafði þagnað án þess að 'liún tæki eiginlega eftir því. Síð- ustu minúturnar hafði hún hreyft fæturna sjálfkrafa. Hún fann að tak handleggsins utan um hana varð fast- ara, fann að hún þrýstist að öðrum líkama. ’Hún varð reið, hana langaði tii að kreppa hnefann og slá. En i staðinn lét hún glettnisbros koma á varirnar og losaði sig með hægð. Hann brosti á móti, eins og sá sem vald hafði. Hljóðfæraleikararnir höfðu lagt frá sér hljóðfærin, — þeir ætluðu víst að hafa hlé. — Eigum við að koma upp í barinn? spurði hann og tók undir handlegginn á henni. — Það er heillaróð, sagði hún. ■— Það er svo heitt hérna. Herthu og förunaut hennar hafði dottið það sama í hug. Þau sátu öll fjögur í röð á kollustóhinum og röbb- uðu og drukku. — Nú verðurðu að gæta þín, hugs- aði hún með sér — nú máttu ekki hlaupa á þig. Allt í einu flissaði Hertha og haliaði höfðinu að brjóst- inu á sinum manni. — En hvað þetta er gaman, orgaði hún. Og hann varð fljótur til að taka utan um hana. — Hún er orðin full strax, liugsaði Annie með sér, — veslings flónið. Þeg- ar átti að hella i glösin aftnr hélt hún hendinni yfir sitt og afþakk'aði meira. — Hvað er þetta? sagði förunautur liennar og lést vera gramur og hún fann að hún hafði hagað sér barna- lega og tók hurt höndina og brosti. Fari j)að allt til helvítis, heima beið einveran, kuldinn og kviðinn. Hvers vegna sat lnin hér og lét sig dreyma um yndi og gleði þess að vera sam- einuð annarri manneskju? Hafði hún kannske hugsað um þetta nokkurn tíma áður. Þeir voru álfir eins. Allir eins. Og kona og börn voru ekki nema auglýsingaspjöld sem þeir héldu á 'lofti þegar leikurinn varð alvara. Aftur fann hún handlegginn, — í þetta sinni snart hann axlirnar var- lega. — Ert þú kvæntur, Bob? sagði hún og leit framan í hann. — Ja, nú ertu i kiiípu, kunningi, hugsaði hún með sér þegar hún sá að hik kom á hann. Það er ekki auauðvelt að leika Don Juan þegar maður fær svona spurn- ingu í nasirnar. En hann þurfti ckkert að óttast — hún var ekki vandfýsin. Henni nægði góður matur, hljómlist og samvera með öðru fólki, til að reka ó burt einverutilfinninguna. Hann laut að henni og horfði með fostagræðgi í augu hennar, og brosti djarft og ísmeygilega. Hún horfði á móti og brosti ögrandi á móti. Svo fyfti hún glasinu. — Hún gat ekki fundið að hún væri freistandi þessa stundina. Yfirgefin stúlka, særð á hjarta .... sem hataði karlmenn .... Hataði? Nei, fyrirleit! Ænei. Henni stóð svo hjartanlega á sama um þá. Hún fann hönd á hnénu á sér en lét sem hún vissi ekki af J>vi. Ilún var þarna, Iieit og skalf ofurlítið, eins og áminning um kröfu, sem ætti að gegna siðar. Svo ýtti hún höndinni varlega frá og brosli tvirætt aftur. — Eigurn við að fara inn og dansá? sagði hún og renndi sér ofan af stólnum. — Annie, sagði hann lágt, en lnin lést ekki heyra það og héll áfram. Hertha og vinur hennar voru horfin, og þegar þau komu inn í veitinga- salinn sáust þau ekki ]>ar heldur. — Já, Hertlia var manneskja sem kunni áð haga sér, hugsaði hún kaldhæðn- islega með sér. Bob hló og virtist mjög ánægður er hann sagði: — Jæja, þau eru ])á farin? Það fer að verða leiðinlegt hérna. Hljómsveitin ték enskan vals og þau fóru inn á dansgólfið. Hún var þung á sér og ekki laus við svima. Hana langaði ekki í meira að drekka. — Þreytt? spurði hann. — Já, það er svo þungt loft hérna. — Eigum við að fara? spurði hann og gat ekki leynt að hann var áfram um það. Hún kinkaði kolli. •— Eg næ 'í bíl og ek þér heim, sagði hann frammi i fatageymslunni. Það hlakkaði í henni. — Refurinn! — Ágætt! sagði hún. Handleggurinn var kominn utan um hana aftur er þau óku af stað. Hún amaðist ekki við því, en lét sér standa á sama. Henni fannst skritið hve hún var tilfinningalaus, þetta hafði aldrei verið svona áður. Hver veit nema hún hefði getað orðið fyrir áhrifum af þessum manni einhvern tima áð- ur. Annie! Annie! hljómaði i eyrum hennar og allt í einu fékk h.ún sviða fyrir brjóstið. Röddin var líkust angistarópi, sem væri að kalla á hana. En hún hafði fagt af sér heyrnar- tólið og kæft ópið. Hvernig gat hún gert það? Bara að hún hefði aldrei hitt Torhen. Að hann hefði aldrei setið i stofunni hennar hægur og ró- legur og sýnt henni fram á, að til- veran var auðugri en hún liélt, — en svo lét hann hana sitja eina eftir. Ef hann hefði -ekki gert það mundi hún kannske hafa getað skemmt sér í kvöld og mörg fleiri kvöíd. Ilún hefði ekki ált að slíta sambandinu. Hún hefði átt að hlusta á hann. Kannske var hann mæddur sjálfur út af því að þetta gat ekki orðið öðru vísi. En — nei, það stoðaði ek'ki. Kon- an hans og börnin voru óbifanleg staðreynd. Þess vegna hafði hún orðið svo reið og þess vegna var hún svo dopur nú — hún gerði sér ljóst að ekki var hægt að hrinda staðreynd- unum. Hún hafði engan rétt til að ræna honum £rá konu og börnum. — Annie! — Nú var röddin önnur. — Annie! hvislaði hás rödd, — þú ert yndisleg, Annie! Og handleggur- inn þrýsti að mittinu á henni. Hún lagði aftur augun og sótti i sig harð- an, þurran hlátur. Nú var hún að upp- lifa nýja raunveru. Billinn nam staðar og þau stigu út. — Þú átt heima hérna, ha? sagði hann og leit upp á liúsvegginn. — Það er undir því komið hvernig maður tekur það, sagði hún, því að hún fann að hún varð að segja eitt- hvað. Hún leitaði að lyklinum í tösk- unni sinni. — Jæja, sagði iliún og hrosti ertnis- brosi er þau stóðu fyrir utan stóru dyrnar með þyikkum glerrúðunum. — Eigum við ekki að koma upp ti! þín? sagði liann lágt en óðamála. — Ja, þú segir það! Hún stakk lykl- inum i skráargatið og h!ó lágt. Hún dró attt á langinn, henni þótti gam- an að þvi. En þegár hún opnaði dyrnar og ætl- aði að fara að kveikja ljósið heyrði hún hina röddina aftur. Annie! Annie! Og nú brann hún af kvöl. Hún hugsaði til þess ef þessi maður ætti eftir dá- litla stund að sitja i sama stólnum sem hann hafði setið í. Eg get það ckki, ég get það ekki, — það verður að hafa það, en ég get það ekki. „Á hvaða reikning á ég að færa upphæðina sem gjaldkerinn hljóp á brott með?“ „Færið hana á hlaupareikning.“ — Finnurðu ekki slökkvarann? — Jú, en ég er þreytt. Eg get ekki .... þú .... þér verðið að fara. — Ilvað segir þú? sagði hann for- viða. — Við getum hitst áftur síðar. Þér getið fengið símanúmerið mitt. — Nei, hlustaðu nú á, sagði hann og tók fast í handlégginn á henni. — Sie])pið mér, sagði hún hátt en rólega. Rödd hcnnar heyrðist vel út ó götuna, en hún lét sig það einu gilda. Hún sneri sig af lionum og hrinti upp hurðinni. — Verið þér sælir, sagði hún. — Jæja, sagði hann fokvondur, — þú lætur bjóða þér út og lætur sem þú gangir að því senu liggur á bak við, en þegar á á að herða setur þú þig upp á háan hest, — hann horfði um stund fast á hana, — skækjan þín! sagði hann svo hátt. Nú var ljóminn horfinn af honum. Hún fór inn í ganginn og þegar hurðin lokaðist eftir henni var hann máður úr hug hennar. Hún hafði ekki kveikt ijós. Dimman og næturkyrrðin i loft- háum ganginum færðist yfir hana. Og ailt i einu kom gráturinn. NÆG SÖNNUN. — Frá 1. jan. síðast- liðnum fengu aliir Kanadabúar, sem komnir eru yfir sjötugt, ellistyrk. En vitanlega verða þeir að sanna að þeir séu orðnir þetta gamlir. Það er vitanlega hægðarleikur fyr- ir þá, sem hafa verið skírðir og innritaðir i kirkjubækur, en það eru Indíánarnir ekki. Gengur þeim stundum illa að sanna aldur sinn. Einn þeirra kom og bað um ellistyrk, en hafði ekkert fæðingar- vottorð. Það eina sem hann gat nefnt til dæmis um aldur sinn var að liann hefði séð járnbrautarlest aka á fíl og drepa hann. Þá var hann smádreng- ur en hafði orðið svo mikið um að sjá þetta að hann gat ekki gleymt þvi. Nú skeður það ekki á hverjum degi að járnbrautarlest drepi fíl og var nú farið að leita að þessu i gömt- um dagblöðum. Og loks fannst sönn- unin. Sirkusstjórinn Barnum hafði liaft fíl, sem tiann kallaði Jumbo, i sýningarferðum sínum. Þessi Jumbo varð fyrir járnbrautarlest 15. sept. 1885. — Og Indíáninn fékk eltistyrk- inn. BÆRINN í EYÐI. — William Henry Dambury var síðasti og eini ibúinn í námubænum P'hönix í British Columbia, en nú er hann dáinn, 83 ára, og bærinn kominn i eyði. Hann ftuttist vestur um haf árið 1900 og settist að í Phönix, sem þá var blóm- tegur smábær með 3500 íbúum og 17 brennivinsholum. En koparnáman, sem bærinn hafði myndast um, tæm'd- ist og smám saman fluttust allir burt úr bænum eða hrukku upp af, nema Dambury. Hann bjó þar einn í mörg ár, í eina 'húsinu sem var uppistand- andi. Rinso þvær hvítar fljótar og auðveldar Rinso gerir livita þvottinn hvítari og mislitinn skýr ari því að það er svo fullkomið. Hið fjölvirka löður ríka Rinso Jrvæli losar (ihreinindin algerlega o auðveldlega. Notið ávallt Rinso — hreinni o léttari þvottur. Tilvalið fyrir þvottavélar og allan uppþvott. Rinso í allan þvott!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.