Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1953, Blaðsíða 11

Fálkinn - 27.03.1953, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 VETRARHATTUR, grænn að lit prýddur tveim stórum fjöðrum, rauðri og' grænni. Hann slútir meira niður í öðrum vanganum, eins og algengt er í hattatískunni í ár. Viltu vera aðlaðandi? Gættu þá framkomu þinnar. Eftir Helen Follett. Stúlkur, sem vilja líla vel út, verða að 'hafa það i liuga, að fagrir andlits- drættir, glæ.silegt vaxtarlag og yndis- þokki í limaburði er ekki nóg eitt saman. Fáguð og aðlaðandi framkoma verður að fylgja. Fegurðin er augna- gaman, og j)að er stór kostur, en iiún hrærir ekki hjai'iað. Fögur kona get- ur verið eins og sléttur og hrufulaus málmhlutur, — vel gerður og fagur á sina vísu, en hann snertir ekki strengi hjartans og er því oft kaldur og frá'hrindandi. En fögur kona með fallega rödd, hóflegt glens og gáska, hlýleik í viðmóti og eðlilegt hros er fær í allan sjó. Háttvísi setur meiri blæ á yndis- þokkann en margir halda. Ef þú finnur veikleika þinn á því sviði, þá leggðu rækt við að temja þér hana. Hún segir þér, hvernig þú átt að haga orðum þínum og Iivað þér er óhætt að aðhafast. Á þann veg einan getur þú unnið hylli félaga þinna. Sú, sem er háttvís, dregur að sér athygli og vekur traust og virðingu hvarvetna. Háttvísi er sálrænn yndisþokki, feg- urð hjartans. Háttvísin vekur félagann til áhuga og eftirtektar ek'ki einungis á umræðuefninu, heldur einnig á sjálfri þér, vegna þess að háttvís persóna skoðar sjálfa sig aldrei sem miðpunktinn, en verður það óafvit- andi. Ef þú vilt vera aðlaðandi, þá berðu nokkurt lof á stallsystur þínar. Stúlka, sem talar ilta um kynsystur sínar, er aldrei vel liðin i hópi karlmanna. Það lýsir eigingirni og sjálfselsku. Ilver stúlka skyldi forðast að tala of vel og of mikið um sjálfa sig. Það er nauðsyn að tæra að gagnrýna sjálfa sig skyn- samlega. Umburðarlyndi er nauðsynlegt hverri aðlaðaridi stúlku. Sú, sem þekkir sjálfa sig, veit vel, að henni er ckki allt til lista lagt. Sérliver hefir sína vankanta. Það er því háttvísi að sýna umhurðarlyndi og þolinmæði gegn göllum annarra. Ef þú vilt vera aðlaðandi, er þér að sjálfsögðu nauðsyn á því að snyrta þig og stunda likamsrækt. Haltu liúð- inni mjúkri, leggðu rækt við hár- greiðsluna, lagaðu negíurnar vel og síðast en ekki síst: Kiæddu þig þann- ig að vöxturinn verði sem fegurstur. 'Bréf Vesiréc til Jlapoleons. Skáldsagan Desirée eftir Anne- Marie Selinkó, sem flestum er kunn siðan hún var flutl hér í Ríkisútvarp- inu, fjallar um hinar nafntoguðu per- sónur mannkynssögunnar, Napoleon og hjónin Desiréé og Bernadotte hers- höfðingja, sem síðar varð konungur Svía. Vegna hinna almennu vinsælda sögu þessarar hér á landi, má búast við að margir lesendur Fátkans hafi gaman af að lesa eftirfarandi grein sem birtist ekki alls fyrir löngu i erlendu blaði. Bréf þau er í grein- inni birtast munu raunverulega vera skrifuð aí hlutaðeigandi persónum, og er að öðru leyti farið rétt með sögulegar staðreyndir í grein þessari. Á unglingsárum sinum skrifaði Napoleon í dagbók sína: „Ætti ég að gera samanburð á tím- um Spörtu og Rómar og vorum tim- um myndi ég geta sagt: Hér sigrar ástin — þar sigraði ástin til fóstur- jarðarinnar. Eftir hinum óliku áhrif- um þessara tveggja tegunda ástar að dæma, er full ástæða til að ætla að þær geti aldrei farið saman“. Hann neyddist þó brátt til að end- urskoða afstöðu sína. Hann var fá- tækur og hrifnæmur, hann var ein- mana og langaði til að kvænast, en liann neyddist til að kvænast til fjár. í ársbyrjun 1795 heimsötti hann Jósef bróður hinn og konu lians í Marseille. Á heimili þeirra kynntist hann systur mágkonu sinnar, hinni sautján ára gömlu Eugénie Clary. Hann daðraði við hana og Desirée felldi samstundis ástarhug til hans. Faðir Desiree, sem var efnaður kaupmaður í Marseille, hafði dáið ár- ið áður. Það var haft eftir honum — ef til vill, þegar einhver annar bræðr- anna frá Korsíku daðraði við yngri dóttur hans — að það væri meira en nóg að fá einn Bonaparte fyrir tengdason. Til að sanna ást sína á hinum föl- leita, grannvaxna, fátæka og unga liðsforingja — Napoleon var þá tutt- ugu og sex ára gamall — skírði hún sig svo að segja á ný, cins og algengt var meðal ungra ástfenginna kvenna á þeim tímufn. Hann einn fékk að kalla hana Eugenie. Alvaran og einlægnin í ást liennar kemur greinilega fram í bréfum henn- ar til Napoleons. Hún skrifaði meðal annars: „Ó, vinur minn, gættu lífs þíns, svo að þú getir með því verndað líf Eugenie þinnar, því að hún getur ekki lifað án þin. F2g vona að þú bregðist Muna ber þó, að mjög langur timi fyrir framan spegilinn þreytir flesta karlmenn. Gefðu þér tíma til að bugleiða um- gengnisvenjur og lífsreglur. Hafðu ætið félaga þína ofarlega í huga þér, áður en þú segir eitthvað. Ef þú tem- ur þér að taka fullt svo mikið tillit til þeirra og sjálfrar þin, þá ertu að temja þér háttvísi, sem er sálrænn yndis- þokki og lýtur ekki lægra en líkam- lcg fegurð. aldrei þeim loforðum sem ])ú hefir gefið mér, því að ég mun standa við heít mitt um aldur og ævi“. l’egar Napoleon kom til Parísar frá Marseille, gleym'di Iiann brátt þeim lieitum, sem hann hafði gefið Eugenie. Gleymdi þeim vegna töfra Parisar- borgar og hinna glæsilegu veraldar- vönu kvenna, sem liann kynntist þar. Ein þeirra var Josephine de Beau- harnais. Hún var ekkja og átti tvö ung börn. Auk þess var hún fjórum árum eldri en hann. En Napoleon var ginkeyptur fyrir hinum ligna titli h'ennar — maður hennar hafði verið markgreifi. Hann lét cinnig hrífast af hinum tiginbornu mönnum sem heimsóttu hana, en veitti þvd enga athygli að éiginkonur þeirra komu aldrei með þeim til hennar. Hann varð ástfanginn af henni og kvæntist henni. Tryggðarof hans urðu Eugenie sár vonbrigði, enn sársaukafyllri vegna þess að hann skýrði henni ekki sjáif- ur frá ])ví hvernig komið var, heldur frétti hún það á skotspónum. Þá skrifaði hún honum eftirfarandi bréf: „Þú hefir lagt Hf mitt í rústir en þrátt fyrir það er mér enn svo hlýtt til þín að ég fyrirgef þér allt. Þú ert þá kvæntur! Vesalings Eugenie ])ín hefir þá ekki framar leyfi til að elska þig né bugsa Um þig. Eina huggun mín er, að þú getur ekki efast um trygglyndi mitt. Nú óska ég einskis fremur en að deyja. Nú, þegar tilvera mín er ekki leng- ur helguð þér, er lífið mér þung byrði. Þú ert kvæntur! Eg get ekki sætt mig við það, tilhugsunin um j)að gerir út af við mig. En ég skal sýna þér að ég mun aldrei bregðast þér né loforðum mínum, og j)ótt þii hafir nú rofið þau bönd sem sameinuðu okluir mun ég aldrei verða kona ann- ars marins, aldrei giftast! Fdg óska þér til hamingju og vona að þú verðir farsæll í hjónabandinu. Eg óska og vona að sú sem þú hefir valið þér geri ])ig jafn hamingjusam- an og ég hefði viljað, eins hamingju- sanian og þú átt skilið. En gleymdu ekki í sælunni vesa- lings Eugenie þinni. Flugsa'ðu til hennar í sorg hennar". En hún lét þó brátt huggast og gift- ist Bernadotle hershöfðingja, manni, sem Napoleon var ætíð lítt um gefið. Munnmæli herma að hún hafi látið eftirfarandi orð falla: „Eg giftist Bernadotte, þegar ég konist að raun um að hann var nógu mikið karlmenni til að standa upp í hárinu á Napo- Ieon“. Þegar Napoleon kom úr herferðinni til Egyptalands fór Desirée Eugenie á fund iians og bað hann að vera skírnarvott drengs, sem hún hafði nýlega fætt. Napoleon gerði ])að og stakk upp á að drengurinn hlyti nafnið Óskar. Þann 21. ágúst árið 1810 var Berna- dotte kjörinn til ríkisarfa i Svíþjóð. Sem konungur bar hann nafnið Snotur og klæðilegur samkvæmis- kjóll. — Pilsið er úr svörtu bómullar organdí og undirpils úr svörtu silki. Blússan, sem er úr smágerðu blúndu- efni, er mjög flegin í hálsinn og erm- arnar þröngar. Eins og sést á mynd- inni nær blússan dálítið niður fyrir mitti og fer það einkar vel við svart pilsið. HLÝR FRAKKI úr ljósbrúnu loðnu ullarefni. Hann er með víðu sniði, og kraginn er festur að framan með dökkbrúnu persian skinni. Ermarn- ar eru víðar og rykktar undir líningu sem er einnig úr persian skinni. Eigingirni er sá hvimleiði eiginleiki sem maður getur ekki fyrirgefið öðr- um, en er j)ó ekki laus við sjálfur. — Henry Ward Beecher. Drekki&i^ COCA Spur DKVKK Karl XIV. Jóhann og Desirée Eugenie varð Desideria drottning Sviþjóðar. Sonur þeirra tók síðar við konung- dómi í Svíþjóð af föður sínum. Hann hét Óskar fyrsti.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.