Fálkinn - 27.03.1953, Blaðsíða 13
FÁLKINN
13
— Kaffi og skammbyssur handa tveimur
fyrir birtingu á morgun, svaraði hann glað-
lega. — Þegar ég sé að öþægindin nálgast og
að ekki er hægt að komast hjá þeim, flýti ég
mér venjulega að taka í hornin á bolanum.
Mér hefir nefnilega reynst svo, að leiftursókn
borgi sig betur en vörn, þegar um fyrirsát
er að ræða. ’Hvernig er súpan?
— Ágæt. Þér hafið sjálfsagt góða matar-
lyst, úr þvi að framtíðarhorfurnar eru svona
glæsilegar.
— Jæja, þetta er heid ég ekkert hættulegt.
Einvígi eru vitleysa, og ég vil miklu heldur
venjuleg áflog. Til vonar og vara hefi ég nú
samið arfleiðsluskrá. Haldið þér að þér vilduð
geyma hana fyrir mig þangað til eftir jarðar-
förina. Og þá getur Billy tekið við henni.
Hún var hálf angurvær yfir því að hann
skyldi tala um jafn alvarlegt mál af svona
mikilíi léttúð. En hún tók við umslaginu.
Eftir góða og skemmtilega máltíð fór hann
með hana út að bílnum, sem hann hafði leigt,
og í tvo tíma óku þau hægt fram og aftur
um Strandgötuna, en þar var fyrirfólkið í
Buenaventura samankomið til að hlusta á
hljómleikana og öldugjálpina við ströndina.
— Þetta hefir verið ljómandi dagur, sagði
Webster þegar hann bauð henni góða nótt í
forsalnum á gistihúsinu. Þakka yður fyrir
samveruna.
En þessum degi var nú ekki lokið hvað
Webster snerti. Því að í sömu svifum sem
hann ætlaði upp í herbergið sitt kom þjónn
og rétti honum nafnspjald. Ungur maður sat
úti í horni í forsalnum, og þjónninn sagði að
hann hefði beðið eftir Webster í eina tvo
tíma.
Webster leit á spjaldið og fór svo til manns-
ins. — Þetta er Webster, sagði hann á
spönsku. — Og þér munuð vera Arredondo
liðsforingi?
Ungi maðurinn stóð upp og hneigði sig. —
Já, ég er Arredondo liðsforingi, svaraði hann
á ágætri ensku. — Eg kem hér fyrir hönd
vinar míns og félaga, Benevides liðsforingja.
— Nú já, náungans sem ég stakk í pyttinn
í dag. Hvað vill hann nú, trítillinn sá? Vill
hann kannske nýja dýfu?
Liðsforinginn sótroðnaði af reiði, en stillti
sig, þvi að hann mundi 'hve erindið var hátíð-
legt: — Benevides höfuðsmaður hefir beðið
mig að láta í ljós við yður þá von, að þér séuð
ærukær ...........
— Bíðið þér svolítið, liðsforingi. Það er eng-
inn vafi á því. Eg er ærukær maður. Og svo
framarlega sem yður langar ekki í dýfu 'líka,
þá skuluð þér haga orðum yðar gætilega. Nú,
hvað vonar höfuðsmaðurinn?
— Áð þér veitið honum þá uppreist, sem
enginn ærukær maður skorast undan, gagn-
vart öðrum heiðursmanni.
FELUMYND
Hvar er veiðimaðurinn?
— Lofið þér mér að sleppa, amigo, sagði
Webster og hló. — Benevides er svei mér eng-
inn heiðurmaður. Hann er geltinn stubbhund-
ur sem bítur þegar maður snýr við honum
bakinu. En ég skil yður svo að hann vilji
heyja einvígi við mig?
Liðsforinginn hneigði sig mjög formlega.
— Gott og vel, liðsforingi. Eg skal gjarnan
slást við hann.
— I fyrramálið klukkan fimm?
— Gjarnan eftir fimm mínútur, ef hann er
tilbúinn.
Benevides höfuðsmanni þykir vænt um að
þér takið áskoruninni, sagði liðsforinginn. —
Og þér vitið, að vegna þess að skorað er á
yður, getið þér ráðið hvaða vopn skuli notað.
— Vitanlega. Eg hefði ekki hætt mér út í
einvígi ef hinn hefði átt að ráða því. Og með
yðar samþykki, ungi vinur, ætla ég að kjósa
Mauser-riffla og þúsund metra færi. Mín
reynsla er nefilega sú, að enginn dagó geti
hitt verksmiðjugaflað á yfir tvö hundruð
metra færi.
Liðsforinginn beit á vörina. Eg get ekki
fallist á svo óvenjulegt einvígi, sagði 'hann. —
Hafið þér aðra tiJlögu?
— Úr því að yður þóknast ekki að berjaát
á svona löngu færi verðum við að kjósa ná-
vigi. Eg sting upp á að einvígisvottar okkar
kræki okkur saman með keðju um vinstri úln-
lið, fái okkur hnífa og loki okkur inni í klefa
nokkrar mínútur.
— Vinur minn Benevides höfðusmaður er
ekki slátrari, sagði liðsforinginn gramur. — 1
slíkri viðureign mundi hann eiga erfiða að-
stöðu.
—Já, þér getið bölvað yður upp á það. Eg
gæti sveiflað horium yfir hausinn á mér með
annarri hendi og slegið honum við þilið svo
að hauskúpan á ’honum legðist saman.
— Hér í So’brante er korðinn venjulega
vopn siðaðra manna.
— Farðu í helvíti, launmorðingi! hrópaði
Wébster. — Hér verður ekkert einvígi nema
með þeim skilyrðum sem ég set. Það er eins
gott að þið reynið að starfa samkvæmt þeirri
morðáætlun, sem yfirmenn ykkar hafa búið
til handa ykkur. Þér og Benevides hafið verið
gerðir út af örkinni til að myrða mig, ég veit
að þið fenguð þessa skipun í dag í hallarport-
inu. En ég ætla ekki að láta drepa mig. Eg
kann ekki við hárgreiðsluna á yður, ungi mað-
ur. Eg kann ekki við fólk, sem hefir vasa-
klútinn í erminni sinni. Hann benti á dyrnar.
— Ut, ormurinn þinn. — Vaya!
Arredondo liðsforingi gekk til dyra og
horfði spekingslega fram fyrir sig. Webster
fylgdi honum út úr dyrunum, sparkaði svo
í sitjandann á honum svo að hann þaut væl-
andi eitthvað út i myrkrið. Síðan fór Webster
upp í herbergi sitt, fór í silkináttfötin, skreið
undir sængina og sofnaði brátt svefni hinna
réttlátu.
Um sama leyti sat Neddy Jerome í verk-
fræðingaklúbbnum í Denver og lagði kabal,
en þjónninn kom til hans með símskeyti. Hann
opnaði það og las:
Ef W símar, þá svarið að staðan sé skipuð.
Sigurinn undir því kominn að þér hafið
mín ráð. Henrietta.
Neddy strauk af gleraugunum sínum, setti
þau á nefið aftur og las skeytið í annað sinn.
— Hún hefir þá elt hann alla leið til Buena-
ventura, tautaði hann. — Hún ætlar ekki að
gefast upp við hann. Þetta er dugnaðarstelpa,
það skal ég ábyrgjas't. Likast til er hann far-
inn að guggna eitthvað. Hann ætlar að koma
heim og taka stöðuna hjá mér, en af einhverri
ástæðu, sem hún vill ekki láta vita um, vill
hún ekki að sigurinn verði honum auðunninn.
Jæja, mér kemur ekkert við hvernig hún fer
að vinna taflið, bara að hún vinni það.
Tveimur tímum síðar fékk Jerome annað
skeyti. Það var frá Webster, svohljóðandi:
„Haltu stöðinni opinni að minnsta kosti
þrjá mánuði. Kem kannske heim fyrr.
Símaðu ef þú samþykkir þetta.“
Nú, svona er þetta þá lagað, 'hugsaði Jer-
ome með sér og skrifaði svaraði undir eins.
„Tíminn og góðar stöður bíða ekki eftir
neinum. Eg hefi fundið betri mann í
stöðuna. Jerome“
Webster sótbölvaði þegar hann las þetta
skeyti daginn eftir. Ekki af því að hann hafði
misst af bestu stöðinni, sem honum hafði
nokkurn tíma verið boðin, heldur vegna hins',
að hann hafði haldið svo illa á spilunum.
ADAMSON
Adamson ætlar að
hætta að reykja — ef
tvennir sex koma upp
og ef krónan stendur
upp á rönd, þegar
hann hefir kastað
hcnni.