Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1953, Blaðsíða 12

Fálkinn - 27.03.1953, Blaðsíða 12
o 12 FALKINN FRAMHALDSSAGA: Karl í krapinu 15. Nei, ég vil ekki eyðileggja tilraun Websters hugsaði hún með sér og gekk niður í húsa- garðinn. — Yður kæmi þetta ekki að neinu gagni, don Juan, sagði hún upphátt. — Berj- ið þér árana frá yður. Verið ófullur og hafið gát á Webster. Hann þarf tryggan vin núna, þegar Geary er fjarverandi. Hún klappaði honum á höndina, hann titr- aði og gekk burt. Og þegar hann heimsótti Webster morguninn eftir var hann alveg ó- fullur, en hann skalf allur og titraði og lá auðsjáanlega við vitfirringu. Dolores stóð spölkorn frá á svölunum og hún heyrði að Webster sagði: — Það besta við harða bar- áttu er að þegar maður hefir unnið er ávöxt- ur sigursins svo sætur. Nú skuluð þér fá fjórðunginn af sigurlaununum — stórt glas af aguardiente. Farið í næstu krá og fáið yð- ur glas, og komið svo til baka með það sem eftir er af peningunum. Eg ætla að fá mér morgunverð á meðan, og svo getum við farið út að versla, báðir saman. Klukkan tólf skul- uð þér fá annað glas, klukkan fjögur eitt enn, og það fjórða og síðasta fáið þér áður en þér farið í bólið. En munið það, Cafferty, aðeins eitt glas núna. Don Juan var ekki seinn á sér að hlýða. — Ef hann bregst mér núna þá er það mér að kenna en ekki honum, sagði Webster við Dolores. — Freistingin er kannske of mikil, eins og hann er illa á sig kominn núna. Hann hellir auðvitað í sig heillri flösku, og svo sjá- um við hann ekki meðan nokkuð er eftir af gullpeningnum. Webster fór upp í herbergi sitt og settist við verk sem hann hafði aldrei gert áður. Hann fór að semja arfleiðsluskrána sína. Þetta var í fyrsta skipti að hann hafði verið fjáður og í lífshættu samtímis. I nokkrum stuttum málsgreinum skipti hann fjármunum sínum milli þeirra tveggja, sem hann unni þeirra best, Billy Geary og Dolores Ruey. Billy er vogunarmaður, alveg eins og ég, svo að hon- um heist líklega ekki lengi á sínum hluta. Stúlkan er varkár, og þegar Billý hefir sólundað peningunum sínum getur hún hlaup- ið undir bagga með honum, hugsaði hann með sér. Hann skrifaði afrit af arfleiðsluskránni, lagði frumritið í umslag, sem hann setti inn- sigli á og skrifaði utan á: „Arfleiðsluskrá John Stuart Websters. Afhendist herra William H. Geary að arfleiðanda látnum.“ Hann setti umslagið i annað stærra, sem hann áritaði til Billy, á E1 Buen Amigo. Síðan tók hann aðra af stóru herskamm- byssunum sínum úr töskunni, festi hylkið um öxl sér undir jakkanum, þannig að skamm- byssan hékk undir vinstri hendi. Svo tók hann tvær skotasamstæður og stakk í vasa sinn. Hann leit út um gluggann. Enn mundi verða bjart í klukkutíma. Hann fór niður og fékk sér bifreið og ók til ameríska ræðismanns- ins. Lemuel Tolliver, fyrrverandi stórbóndi frá Hastings í Nebraska, var ræðismaður. Hann talaði gegnum nefið, notaði tvenn gleraugu, tuggði skrotóbak, gekk með brjósthlíf og fli'bba úr gúmmí og tók á móti Webster snögg- klæddur. Hann var lifandi dæmi smábæjar- burgeisa, sem aldrei gleyma að það er betra að vera amerískur borgari en að vera kon- ungur og prédika sínar hræðilegu hugmyndir um amerískt lýðræði yfir Pétri og Páli, sjálf- um sér til ánægju en löndum sinum, sem heim- sækja þá til háðungar. Lemuel Tolliver leit á nafnspjaldið, sem Webster hafði sent á undan sér. — Jæja, herra Webster, sagði hann dólgslega. — Gleð- ur mig að sjá yður. Get ég orðið yður að ein- hverju liði? — Já, þakka yður fyrir. Þetta er erfða- skráin mín. Viljið þér gera svo vel að lofa henni að liggja í peningaskápnum yðar þang- að til ég sjálfur eða skiptaráðandinn spyr eftir henni? — Hvað segið þér, urraði Tolliver ræðis- maður. — Þér eruð þó varla að hugsa um að fara að deyja? — Eg skal skýra málið fyrir yður, sagði Webster. Ræðismaðurinn fékk sér nýja tó- bakstuggu og sperrti eyrun. Webster sagði honum í stuttu máli frá ævintýri sinu í New Orleans og viðskiptunum við njósnara Sobrantestjórnarinnar. — Og fyrir skömmu fékk ég áreiðanlega frétt um, að tveir menn hérna sitji um líf mitt. Eg veit hvað þeir heita, sagði hann. — Það er ekki vert að þér segið mér nánar frá því, tók ræðismaðurinn fram í. — Eg er hér sem umboðsmaður Bandaríkjastjórnar- innar og skipti mér ekkert af einkamálum. Ef þér eruð hræddur um líf yðar þá ræð ég yður til að komast úr landi hið fyrsta. — Eg er ekki hingað kominn til að leita ráða hjá yður, herra ræðismaður, sagði Webster ákveðinn. — Eg er alls ekki hrædd- ur um líf mitt. En hér getur allt oltið á því hver skýtur fyrst, og ef svo færi að ég ætti hendur mínar að verja og dræpi tvo Sobrante- borgara langar mig að vita hvað þér gætuð gert til að vernda mig. Eg óska að gefa yður skriflega yfirlýsingu um að líf mitt sé í hættu. Eg óska að leiða vitni á grundvelli þessarar yfirlýsingar, og ég óska ennfremur að þér skrifið undir viðurkenningu um að ég hafi sagt yður, að ef til vill yrði ég að verja líf mitt. Eg vil með öðrum orðum að þetta skjal ásamt umsögn yðar og vottorði sé fyrir hendi til að leggja fram, ef ske kynni að ríkisstjórn- in hér kynni að ákæra mig fyrir morð. — Eg geri hvorugt, sagði ræðismaðurinn byrstur. — Þér hafið ágætt tækifæri til að komast á óhultan stað, utan landamæranna og með því afstýrið þér milliþjóðadeilu. ,,La Estrellita“ fer á morgun. Þér getið farið með því skipi og ef þér gerið það ekki þá er það á yðar eigin ábyrgð. Eg ætla ekki að fyrir- gera stöðu minni með þvi að komast i ónáð hjá ríkisstjórninni hérna .... og ég veit ná- kvæmlega hvað gerist ef ég fer að sletta mér fram í svona mál. — Takið þér nú eftir, ræðismaður góður, ég er staddur hér í mikilvægum kaupsýslu- erindum .... námurekstri. Eg hefi hagsmuna að gæta hér og það er skylda yðar að halda yfir mér verndarhendi meðan ég dvelst hér. Eg get ekki sleppt tilkalli til réttar míns vegna þess eins að þér verðið ef til vill fyrir ein- hverjum óþægindum. — Þetta kemur ekki embættisskyldum mínum við, sagði Tolliver með svo mikilli einbeitni að Webster taldi þýðingarlaust að rökræða fre'kar við hann. — Gott og vel, sagði hann og reyndi að stilla sig. — Það er ekki nema gott um það að segja, að yður þykir vænt um stöðu yðar. En ég vona að ég upplifi þann dag að þér verðið að hröklast úr henni. Eg sendi yfir- lýsingu mína til utanríkisráðuneytisins í Washington. Og svo fáið þér fyrirskipanir yðar þaðan. — Eg bíð þangað til þær koma. Verið þér sælir! Webster hélt heim á gistihúsið, sárgramur yfir því að U.S.A. skyldi hafa annan eins leppalúða og Lemuel Tolliver fyrir umboðs- mann. Hann borgaði bílstjóranum og hljóp upp að vinduhurðinni á gistihúsinu. Hann var kominn inn í dyrnar þegar einhver bak við hann hrinti honum svo hart að hann rak and- litið í rúðuna fyrir framan sig. Þegar hann leit við sá hann mann í einkennisbúningi sobrantínska hersins. Hann var að fara inn um vinduhurðina og Webster hrinti honum svo fast að liðsforinginn fékk að minnsta kosti eins slæma útreið og hann hafði fengið sjálf- ur. Liðsforinginn stóð í ársalnum þegar Webster kom inn fyrir hurðina, og hélt um nefið á sér. Webster hneygði sig hæversklega fyrir honum og sagði á spönsku: — Hefir nokkur sagt herra senjornum það áður að hann er ósiðaður api. Ef ekki þá skal ég gefa senjor þær upplýsingar. — Svín! hvæsti liðsforinginn. Hann bliknaði og skalf af vonsku. Hann var auðsjáanlega í vafa um hvað hann ætti að gera, en þegar hann sá fyrirlitningarglottið á Webster tók hann ákvörðun. Því að Suður-Ameríkani vill heldur þola ‘hnífsstungu en þola að vera hafð- ur að háði og spotti. Hann réðst á Webster og miðaði höggi á anditið á honum. Webster beygði sig og komst hjá högginu og um leið þreif hann liðsforingjann og lyfti honum. Liðsforinginn spriklaði og bölvaði, en Webster bar hann eins og fis út í garðinn og henti hon- um í tjörnina þar. — Ætli þú 'hafir ekki gott af svolítilli kæl- ingu, sagði hann og fór inn í gistihúsið aftur. Hann gekk að móttökuborðinu. — Hver er þessi náungi sém ég var að baða? spurði hann ármanninn. — Ó, senjor, þér fáið von bráðar að vita hver hann er. Þetta var þessi Benevides höf- uðsmaður, sem allir hræðast eihs og f jandann. — Datt mér ekki í hug að það væri hann, sagði Webster brosandi. Ætli það verði þá ekki einvígi úr þessu? hugsaði hann með sér þegar hann gekk upp í herbergið sitt. Þetta er svei mér ævintýri. Webster hafði fataskipti og fór svo niður í borðsalinn. Ungfrú Ruey hafði fengið sér borð og benti honum að koma til sín. Hún starði á hann eins og spurningarmerki. — Er það rétt að þér hafið lent í ævintýri nú þegar? spurði hún. — Það ‘hefir frétst um allt gistihúsið. Eg ‘heyrði að þjónninn var að tala um það.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.