Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1953, Page 13

Fálkinn - 18.09.1953, Page 13
FÁLKINN 13 Ætlarðu að svara mér eða ekki? — Ef þú vilt fá endanlegt svar strax .... byrjaði Ali. Mahomed hnyklaði brúnirnar og horfði tortryggnisaugum á frænda sinn. Svo sagði hann: — Eg vil ekki þvinga þig. En ég skil ekki, sonur minn — ég skil þig ekki, og ég er engan veginn ánægður með framkomu þína. En ef þú vilt fá lengri frest þá auð- vitað .... — Þakka þér fyrir, freendi. Eg þarf að ráð- stafa ýmsu og ég get ekki gefið endanlegt svar ennþá, sagði Ali stuttur í spuna. Gamli maðurinn einblíndi á hann: Eg vona að þú hafir verið ánægður með hana Tamöru mína? — Hún er mjög -falleg. Mohamed sheik var bæði hissa og gramur. Hann víssi að ekkert gat unnist á með því að vera of bráðlátur og afréð að gefa Ali lengri frest. Það væri að gera illt. verra að reka á eftir honum núna. Auðsjáanlega var Ali óákveðinn og ekki í jafnvægi, og gamli mað- urinn þóttist vita ástæðuna. Hann bölvaði í huganum öllum Englendingum, og sérstak- lega ákveðinni enskri stúlku með glóbjart hár og dökk augu. Hún var ekki nema vesæll grátittlingur í samanburði við hana Tamöru, og hann vonaði af heilum hug að böibænir hans mundu hrína á henni. En enn þá var ekki öll von úti. Ali var enginn bjáni, og hlaut að sjá að. ekki mundi gott hljótast af svona sambandi. Gamli sheikinn var allur eitt bros þegar hann kvaddi frænda sinn. Best að láta hann fá nægan umhugsunarfrest — þá mundi hann skipta um skoðun. Bifreið prinsins hvarf út um járnhliðið með sama hraða og hún hafði komið. Hann ók á fleygiferð mílu eftir mílu, en þegar hann nálgaðist bústað sinn ók hann fram 'hjá braut- inni heim að húsinu en hélt áfram veginn til Cairo. Mohamed sheik horfði eftir bílnum og hristi höfuðið. Svo gekk hann inn til kvenna sinna. — Hvar er Ali? spurði konan hans. — Hann er farinn. Emineh átti von á hon- um heim i kvöld, og hann vildi ekki bregðast henni. Tamara stóð hljóðelga upp og fór inn í stof- una sína. Þar — bak við lokaðar dyrnar — fleygði 'hún sér á dívaninn og fór að hágráta. Það kunni að vera að heilinn í henni væri eins og moð, en hjarta hennar var öðru vísi. Heilinn hafði aldrei þroskast en hjartað hafði í mörg ár verið að læra eitt: að elska Ali Yussuf prins og búa sig undir að verða konan hans. Það var nægur undirbúningur. Og í dag hafði Ali komið, hafði séð hana og yfirgefið hana. Það þurfti engan skarp- leika til að skilja það. Og meðan prinsinn ók eins og vitlaus maður til Cairo, lá Tamara í silkisvæflunum og grét af vonbrigðum. En það skyldi Ali prins aldrei fá að vita. SANDBYLURINN. Byrjun desember er annatími. Þá eru mestu hitarnir liðnir hjá, og þegar kólnar í veðrinu verður fólk athafnasamara. Þeir sem hafa verið fjarverandi koma i borgina aftur og fjör kemur í skemmtanalífið. Meðal skemmtana fólksins eru ferðir út í eyðimörkina. Ali prins hafði boðið vinum sín- um í slika ferð, og hafði mikinn viðbúnað. Eftir heimsóknina til frænda síns hafði hann lengstum verið í Cairo, í ýmiss konar útrétt- ingum, en tók auk þess mikinn þátt í skemmt- analífinu og var vinsæll bæði sem veitandi og gestur. Um morguninn var brennandi sólskin, eftir því sem gerist á þeim tíma árs. Rósalinda stóð úti á svölunum um morguninn og gáði til veðurs. — Mér finnst útlit fyrir storm, sagði hún. — Hvaða bull, sagði Iris. — Yndislegt veð- ur. Og engin rigning í dag. — Eg átti ekki við rigningu, sagði Rósa- linda og kom inn í borðstofuna. — Eg var að hugsa um sandbyl. — Eg hefi aldrei heyrt talað um sandbyl á þessum tíma árs, skaut Suzette fram í. — Nei, það er ekki venjulegt, sagði Rósa- linda, — en útlitið er nú samt þannig núna. — Það gerir minnst til þó að svolítill sandur komi á okkur, sagði Agatha. — Svolítíll sandur! Þá veistu ekki hvað sandbylur er, sagði Rósalinda og hló. — Ef þú ert hrædd um að kjóllinn þinn skemmist eða hárið á þér aflagist skaltu bara sitja heima, sagði Suzette neyðarlega. Rósalinda svaraði ekki. Það var erfitt að stiUo sig um að andmæla Suzette, en það viidi hún þó ekki gera fyrr en í fulla hnefana. Ónot Suzette verkuðu alltaf eins og hnefa- högg í andlitið, en hún vildi ekki láta bera á því. Eftir leiðindaþögn sagði hún: — Mér þætti ekki gaman að lenda í sandbyl, en ef hætta væri á þvi mundi prinsinn vafalaust fresta ferðinni. — Ali prins lætur ekki sandbylji hræða sig. En ef þú ert hrædd skaltu bara verða heima. — Eg fer ef aðrir fara, svaraði Rósalinda ákveðin. — Ef Ali prins frestar ekki ferðinni er víst allt í lagi. Hann þekkir eyðimörkina. Prinsinn gerði þáð og hann hafði veitt. veð- urhorfunum eftirtekt. Undir venjulegum kringumstæðum hefði hann aflýst ferðinni. En 'hann var ekki með sínu rétta eðli. Hann var eirðarlaus og annars hugar þótt hann vildi ekki játa það fyrir sjálfum sér. Og til þess að sefja tilfinningar sínar reyndi hann að starfa og skemmta sér á víxl, hrinti frá sér hugs- unum um frænda sinn og Tamöru og um- gekkst eingöngu hina ensku vini sína í Cairo. Hópurinn lagði af stað um klukkan ellefu. Helen Maitland og Bill voru þarna, Kitty og maðurinn hennar, margir bílar fullir af liðs- foringjum og dömum þeirra, og John Mid- vinter með Greensdömunum og Rósaiindu. Þetta var á sunnudegi og allir gátu farið úr borginni. Rósalinda varð hissa á að John skyldi slást í förina, hann sem svo oft hafði fundið' að því að hún skyldi taka svona boðum. Skakkt bros- ið á honum, þar sem hann sat frammi í bíln- um 'hjá frú Agöthu, benti á að honum dytti eitthvað líkt í hug sjálfum. Hefði verið eins á milli okkar og fyrrum var mundi ég hafa ert hann, hugsaði Rósalinda með sér. En það var komið eitthvað nýtt á milli Johns og hennar nú, eitthvað sem gerði hana óstyrka og feimna. Þáu óku tvo klukkutima og fóru lengra út í eyðimörkina en venjulegt er að fara. Síð- asta spölinn fóru þau gangandi. Þjónar prins- ins voru farnir á undan með vistirnar, og á hentugum stað milli tveggja sandkamba höfðu þeir reist tvö lítil tjöld og milli þeirra var strengt sólsegl. Eins og venjulega hafði verið séð fyrir alls konar þægindum. Annað tjaldið var handa kvenfólkinu og þar var stór spegill og undir honum þvottagrind með skál til að þvo sér um hendur. Þjónn kom inn með stóra koparkönnu með vatni. UNDIR sóltjaldinu hafði verið breiddur dúk- ur og á honum stóð hádegisverðurinn tilbú-

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.