Fálkinn


Fálkinn - 29.10.1953, Blaðsíða 4

Fálkinn - 29.10.1953, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN TT'ONUNGURINN stóð við hliSina á mér. Hljómsveit kgl. lífvarSar- ins, í iitskrúSugu einkennisbúiiing- unum, lék lag úr amerísku óperettunni „Oklahoma“, og Hans Hátign konung- urinn og ég stóðum og liorfSum á glaðvœran dansarahópinn á liinu ár- lega þjónaballi í Buokingham Palaee. ÞaS var langt liSiS á 17. starfsár mitt sem fóstru konungsdætranna tveggja. Nú var skólagöngunni loks- ins lokiS. Elízabeth prinsessa var orðin upp- komin stúlka, fögur og virSuleg eins og drottning. Margaret prinsessa var í fyrsta hlómanum, á skeiSinu milli barns og fullorSins. ÞaS var svo aS sjá sem hún hefSi ánægju af hverri einustu minútu bessa skemmtilega danskvölds, og í livert skipi sem hún dansaSi fram hjá okkur tók ég eftir aS konungurinn hafSi ekki augun af henni. Allt i einu sneri hann sér aS mér og sagði: — Heyrið ])ér, Crawfie, hún Margaret likist yður í svo mörgu. Eg roSnaSi eins og rós viS ])essa konunglegu gullhamra. Eg skildi strax hvaS°hann átti viS. Hann átti ekki viS ytra svipmót, en Margaret hafSi — síSan hún var smákrakki — stælt látbragS mitt og hreyfingar, sem ekki var nema eSiilegt. Iig hafði verið kennari hennar í 17 ár — ég hafSi valið handá lienni bækur til aS lesa — ég hafði lesið lexíurnar með henni og svarað öllum spurningum hennar í uppvextinum. Það var ekki nema eðlilegt að ég hefSi liaft áhrif á hana. Margaret var sérstaklega fallcg þetta kvöld, og svipur föður hennar, þegar hann sagði ])essi orð, hafði mikil áhrif á mig. Eg fann það, sem ég hafði fundið svo oft áður, hve inni- lega náið samband var milli föður og dóttur. ÞjónaballiS, sem haldið er i kjall- aranum í Buckingham Palace, er við- burður sem ekki á sinn líka. Það sýn- ir betur en nokkuð annað, hve sam- komulagið er gott milli starfsfólksins i liöllinni og konungsfjölskyldunnar. Þessi dansleikur er haldinn einu sinni á ári, og allir hlakka til hans eins og börn. Hver þjónn má bjóða einum gesti og það er gaman fyrir þjónana að sýna konum sínum eða kærustum ofurlítið af lífinu í höllinni og sjálfa konungsfjölskylduna. Stúlkurnar sem starfa í Buckingham Palace mega bjóða vinum sínum og stundnm kemur það fyrir, þegar líður á dansleik- inn, að þessir gestir fá að dansa við prinsessu. Það má nærri geta hvilik uppiiefð það þykir. Þessi dansleikur var haldinn í þá hamingjudaga er prinsessurnar höfðu enn föður sinn hjá sér. Hljómsveitin þagnar. Konungurinn og drottningin, Elízabeth og Margaret hafa dreifst innan um fólkið. Skemmt- unin hefir náð hámarki og fólkið er glatt og fjörugt. — Næsti dansinn er „Paul Jones“, Margaret Rose hefir gaman af að taka myndir. Hérna sést hún með nýja Rollei- flex myndavél. Crawfie, segir Margaret prinsessa brosandi. — Komdu með mér, það er svo gaman að honuml I „Paul Jones“ raðar dansfólkið sér i tvo hringi, dömurnar í þeim innri og herrarnir í þeim ytri. Þegar hljóm- sveitin byrjar fara allir af stað, kven- fólkið til hægri og karlmannahring- urinn til vinstri. Og þegar hljómsveit- in þagnar alveg óvænt á maður að nerna staðar samstundis, og snýr sér þá aS þeim herra eða dömu, sem er andspænis manni. Svo leikur hljónt- sveilin danslag og maður dansar við þann, sem maður hefir lent á móti, þangað til „Paul Jones“-marsinn heyrist aftur frá hljómsveitinni og allir raða sér í hringinn aftur, og þannig koll af kolli. Þetta er skemmtilegur og vinsæll dans, sérstaklega þegar maður getur átt von á að lenda í faðminum á sjálfum konunginum. Og ungu menn- irnir standa alíir jafnt að vígi með að fá að dansa við drottninguna eða aðra livora prinsessuna. Dansinn hcldur áfram — hringirnir tveir snúast, allir bíða þess með eftir- væntingu að hljómsveitin þagni. Á sama augnabliki og það gerist, heyr- ast hlátrasköll úr hinum enda sals- ins. Konunguninn hefir lent fyrir framan Margaret Rose. Hann hneigir sig djúpt fyrir dóttur sinni og þau svífa út á gólfið i hægum, enskum valsi. Allra augu mæna á þau — kon- unginn teinréttan og yndislegt höfuð- ið á prinsessunni við öxlina á honum. Þegar þau dansa fram hjá sé ég aftur hinn viðkvæma svip á andliti kon- ungsins, sem alltaf snertir mig jafn innilega. ÉG hefi sagt frá þessu atviki á dans- leiknum til að sýna hið nána sam- band, sem jafnan var milli konungs- ins og Margaret Rose, samband sem var byggt á kærleika og gagnkvæmu trausti. Fráfall konungsins var fyrsta sorgin i lifi prinsessunnar, sem frani að því hafði verið hamingja og gleði. Systir hennar, sem varð drottning þegar í stað, varð vitanlga að taka á sig miklar nýjar skyldur og fékk minna ráSrúm til aS syrgja. En drottningin og Margarct Rose áttu bágt meS að drcifa huganum frá hin- um sára ástvinarmissi. Margaret prinsessa hafði jafnan verið fljótfær og gerl þaS sem henni datt í hug gagnvart konunginum, en systir hennar var hæg og róleg. Þeg- ar þær voru krakkar stóð Elizábeth alltaf við hné föður síns þegar hann var að svara spurningum þeirra eða sagði þeim frá einhverju. En Márgaret Rose brölti alltaf upp á hnéð á hon- um og tcygði hendurnar um hálsinn á honum. Það var ekki undarlegt þó að konungurinn gæti ekki staðist hana. Fyrst núna nýlega er Margaret Rose farin að brosa a.ftur og láta sjást að hún getur verið glöð og töfrandi. En bak við alla kátínuna hefir jafnan veriS sterk trúhneigð, sem jafnvel bestu vinir hennar vissu ekki um. Eg varð ekkert hissa er ég heyrði ])að — skömmu eftir andlát konungs — að prinsessan færi i St. Paulskirkjuna á kvöldin, til að hlusta á hugleiðingar biskupsins af Kensington. Ekkjudrottningin kom líka ofl i St. Páulskirkjuna án þess að láta bera Charlie Chaplin heilsar Margaret prinsessu eftir frumsýningu á einni nýj- ustu mynd hans. I’rinsessan hefir oft látið í ljós aðdáun sína á Chaplin sem listamanni. MARGARET ROSE — drottningarsystirin óstýriláta IIÖFUNDUR ÞESSARAR FRÁSAGNAR, MARION CRAWFORD, VAIi 17 ÁR FÓSTRA OG KENNARI ELÍSABETAR ENGLANDSDROTTNINGAR OG MARGARET ROSE. HÚN ÆTTI ÞVÍ AÐ ÞEKKJA MARGARET ROSE, ÞESSA UNGU STÚLKU, SEM VAKIÐ HEFIR NÆRRI ÞVÍ EINS MIKIÐ UMTAL OG HERTOGINN AF WINDSOR, FÖÐURBRÓÐIR HENNAR, GERÐI Á SINNI TÍÐ.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.