Fálkinn


Fálkinn - 29.10.1953, Blaðsíða 12

Fálkinn - 29.10.1953, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN FRAM IIALDSSAGA: Þeir elskuðu Skáldsaga cftir Anne Duffield. um og fleiri stássgripum. Bókasafnið var hins vegar í nútímastíl og var þar meira að segja enskur arinn. Allir veggir þaktir bókaskáp- um og á miðju gólfi stóð stórt og viðamikið skrifborð, útskorið. Bókasafnið var á neðstu hæð cg vængjahurðirnar út að garðinum stóðu opnar. Það kólnaði meira þegar leið á kvöldið og eftir miðdegisverðinn safnaðist fólkið saman í stóra salnum í gestáhúsinu, en þar höfðu eldar verið kyntir á arninum. Öllum þótti gott að hvíla sig eftir langan dag og þungmeltan miðdegisverð. Gestirnir röbbuðu saman, reyktu og dreyptu á glösunum, við lága tónlist frá útvarpinu. Rósalinda fann hvernig taugar hennar og tilfinningar sefuðust í þessu frið- samlega andrúmslofti í kyrrðinni frá eyði- mörkinni fyrir handan. Hún 'horfði á Iris og hafði ekki gleymt að það var hennar vegna sem hún hafði farið hingað, en um sinn kveið hún ekki neinu. Því að Iris hallaði sér mak- indalega aftur á bak í djúpum stól við hliðina á manninum sínum. Hún tók ekki þátt í sam- ræðunum en horfði dreymandi á eldinn á arninum. Rósalinda var heppin að gruna ekki hvað gerðist bak við yfirborðsværðina, sem var á andlitinu á Iris. Gestirnir fóru snemma að hátta. Allir voru þreyttir eftir siglinguna og útiveruna. Rósa- linda afklæddist, fór í morgunkápuna utan yfir náttkjólinn og slökkti ljósið áður en hún opnaði gluggann. Gegnum laufið sá hún ljós í einum glugga í hinu húsinu. Ali prins sat í bókastofunni. Iris stóð í öðru herbergi og starði hugsandi á sama ljósið. En maðurinn hennar var í næsta herbergi við og hafði þegar skriðið undir flugnanetið og í rúmið. IRIS MISSIR STJÓRN Á SÉR. Næsti dagur leið eins og vant var þegar prinsinn hafði enska gesti. Fyrst voru hest- húsin skoðuð og síðan riðið um landareignina. Eftir hádegisverð var farið í bifreiðum út í eyðimörk, þar var farið á bak úlföldum og riðið út í eina vinina, en þar biðu þjónar prins- ins með te og hressingar. Enginn af enska fólkinu var úlfaldareiðum vanur, en leiðin var ekki löng og gaman að reyna þetta. Prinsinn sat úlfaldann sinn ekki miður en arabisku gæðingana, og Iris horfði á hann gljáandi augum. Rósalinda tók eftir svipnum á Iris og gleymdi alveg sínum eigin áhyggjum. Hafði Fred tekið eftir þessu — og skilið það? Eftir miðdegisverðinn sátu þau á svölun- um og þjónarnir báru fram ávexti og vín. Rósalinda hallaði sér þreytulega í stólinn, en var alltaf á verði og kveið fyrir að Iris kynni að taka upp á einhverju. Hún óskaði að heim- sókninni væri lokiðj en jafnframt sárkveið hún fyrir að koma til Cairo aftur. Lágir tónar bárust til þeirra innan úr saln- um. Hljómsveitin var að leika vinsælt lag, 17. bADo tveir. sem Rósalinda hafið oft dansað undir — við Jchn! Eitt augnablik fékk viðkvæmnin yfir- höndina. Hvers vegna hafði allt gengið svona illa fyrir henni? Hafði það verið rétt af henni að halda því til streitu að hún yrði að hafa gát á Iris? Nei, Rósalinda harkaði af sér. John hafði haft rangt fyrir sér. Hún þurfti ekki annað en líta á augun í Iris til að sjá, að hún hafði haft á réttu að standa. Iris virtist einnig hafa orðið fyrir áhrifum frá tónlistinni, en því fór fjarri að hún væri bljúg. — Hún er ferleg! hugsaði Rósalinda með sér og gat ekki haft augun af hinni rauðhærðu, fölu konu með óeðlilega glamp- ann í augunum og ögrandi græna kjólinn. En annar hafði auga á Iris líka. Fred starði á fallegu konuna sína með kipraðar varir og reiðiblossa í augunum. Þetta fór að verða háskalegt. Rósalindu langaði til að æpa til Fred og segja honum að taka konuna sína með sér og hverfa upp í herbergin þeirra. En Fred sat sem fastast. Það var Agatha sem — án þess að vita um hættuna sem vofði yfir — rauf hina vand- ræðalegu þögn með því að geispa framan í allan söfuðinn. Hún hló afsakandi og sagðist ekki geta haldið augunum opnum lengur. All- ir stóðu upp — það var eins og þeir hefðu beðið eftir þessu lausnarorði. Þegar þau voru komin upp sagði Fred hamslaus af reiði: — Eg verð þeirri stundu fegnastur þegar við erum komin í bílana sem flytja okkur til Caii’o . . . . úr því að þú hagar þér svona .... — Hægan, hægan, Fred. — Eg þoli ekki þennan prins þinn. Þetta er kvennabósi! Iris hló dátt. — Nú skjátlast þér. Ekkert er honum fjær. Honum stendur alveg á sama um okkur allar. — Það er ennþá verra, sagði Fred súr. — Þið eruð allar vitlausar eftir honum. Þið étið hann með augunum! Svei attan! Mér er skap- raun að sjá ykkur. — Hvað er að heyra til þin, Fred! Vitan- lega horfum við á hann. Hvernig getum við gert annað? Hann er dásamlegur — og svo er þetta ósvikinn prins — þú verður að muna það. Iris vissi hvernig hún átti að tala við Fred. Ilenni þýddi ekkert að þræta fyrir að sér litist vel á prinsinn, en Fred stóðst hana ekki þegar hún játaði það svona góðlátlega. Henni hafði reiknast rétt. Fred leit að vísu dálitið grunsemdarlega til hennar, en svo brosti hann, að vísu með nokkurri tregðu: — Eg skal viðurkenna að hann er ekki sem bölv- aðastur að sjá. En samt .... Iris hló. — Þú ætlar ekki að segja mér að þú sért afbrýðisamur gagnvart — innfædd- um manni . . . . ? — Afbrýðisamur? Herra minn trúr, ef ég væri það mundir þú ekki lifa lengi. — Veslingurinn ég. En ég segi þér það satt að ég ætla mér að lifa lengi. Og hjálpaðu mér nú úr kjólnum en stattu ekki þarna bullandi. Fred hafði tapað leiknum. Hann hlýddi og hjálpaði henni auðsveipur úr kjólnum og þrýsti henni svo að sér. — Og svo vil ég ekki heyra meira bull í kvöld! hjalaði hún við varir hans. — Nei, nei, stamað’i hann. Iris lá grafkyrr og starði út í myrkrið þangað til hún þóttist viss um að Fred væri steinsofnaður. Þá smeygði hún sér fram úr rúminu og læddist eins og köttur út úr her- berginu. Hann mundi alls ekki vakna, og þótt hann gerði það mundi hann ekki koma inn í bókaherbergið hennar. Hún leit út um gluggann. Jú, það var ljós í bókastofunni. Hún vissi að prinsinn var van- ur að lesa einn til tvo klukkutíma á hverju kvöldi. Hendur hennar skulfu þegar hún færði sig í kjólinn, sem Fred hafði fleygt á rúmið, og svo læddist hún út með skóna sína í hendinni. Dimmt var í stiganum en niðri í forsalnum var ljós á litlum lampa. Ekki heyrðist nokkurt hljóð — allir í húsinu voru sofnaðir. Hún læddist gegnum forsaiinn og inn í lítið her- bergi, sem vissi út að garðinum. Glugginn var lokaður að innanverðu, en hún smeygði upp hespunum og renndi sér eins og áll út um gluggann og lagði hann aftur á eftir sér. Svo setti hún upp skóna og hvarf eins og vofa út í garðinn. Ali prins sat við borðið með opna bók fyrir framan sig. Hann leit upp þegar hurðinni var lokið upp og einhver vera stóð í dyrunum. — Ailah sé mér náðugur! Hvað á þetta að þýða? Hann spratt upp og stóð og starði skelfdur á gestinn. — Ali! Iris teygði báða handleggina fram á móti honum. Ó, Ali, ég er kominn til þin! RÓSALINDA TRÚLOFAST. Dimmur skuggi hafði færst yfir andlit prinsins. Það brann geigvænlegur eldur úr augum hans er hann leit á rauðhærða kvend- ið sem stóð fyrir framan hann. — Hvað á þetta að þýða? — Eg er komin .... byrjaði Iris aftur. Prinsinn tók báðum höndum um skrifborðs- brúnina og sagði ískyggilega róiegur: — Eg ráðlegg yður að fara inn í gestáhúsið aftur, jafn hljóðlega og þér komuð — undir eins! — Fara aftur? Sendið þér mig til baka? Iris kastaði höfðinu og færði sig nær: — Hvers vegna viljið þér ekki viðurkenna að þér eruð jafn vitlaus eftir mér og ég er eftir yður! Prinsinn rétti úr sér: — Mér er óljúft að vera ókurteis í mínum eigin húsum, en þetta er of langt gengið. Farið þér til baka undir eins, heyrið þér það! Iivað haldið þér að mað- urinn segi ef hann finnur yður hérna? — Eg get ekki farið til baka. — Þá verð ég að bera yður. — Ef þér gerið það þá hljóða ég. Ali, verið ekki harðlyndur við mig. Lofið mér að vera hérna. Gerið við mig það sem yður sýnist. Setjið þér mig í kvennabúrið yðar. Þá hló hann. Iris fölnaði. Þó að hann hefði lamið hana þá hefði hún ek-ki sett það fyrir sig, en að hann skyldi ganga rólega kringum skrifborðið, setj- ast á borðbrúnina — og hlæja — það var meira en hún gat afborið. — Kæra Iris, sagði hann rólega: — Við lifum á tuttugustu öldinni. Þó að ég væri all-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.