Fálkinn - 29.10.1953, Blaðsíða 9
FÁLKINN
9
NœturHf í
T_TAMBOKG er seni óðasl að risa úr
rústunum og ibúatala borgarinn-
ar er orðin eins bá og fyrir strið.
Þó eru ennþá stór flæmi af borginni
eintómir rústagrunnar, þar sem búið
er að hreinsa til, en ekki hefir verið
byggt upp aftur. Þeir, sem koma ak-
andi eftir „autobananum" frá Liibeck
og halda beinl áfram brautina til
Bremen eða suður til Hannover, en
fara ekki niður í b.jarta borgarinnar,
gætu vel ímyndað sér, að Hamborg
bcfði vcrið jöfnuð gjörsamlega við
jörðu í loftárásunum. Þegar farið er
niðtir i gánila bæinn, sést þó, að
mörg af göntlu húsunum standa enn-
þá og stórborgarbragurinn leynir sér
ekki, þegar gengið er frá aðaljárn-
brautarstöðinni og eftir Möncken-
Itcrgstrasse, aðalgötu borgarinnar, og
að ráðhúsinu. Sjálft ráðbúsið skadd-
aðist nokkuð, en er þó ennþá ein feg-
ursta bygging, sem getur að lita, liið
innra.
Þó að Hamborg sé aftur orðin
borg hins iðandi lífs og margþætta
starfs, þá er hennar furðulítið gctið
í fréttum. Einn þátturinn í lifi þess-
arar stórborgar er þó oft nefndur
og þekktur um gjörvallan heim. Þessi
þáttur er leikinn úti á hinum gömlu
mörkum borganna Altónu og Ham-
borgar, sem reyndar eru orðnar
samvaxnar fyrir löngu. Þar er
skemmtanahverfi, sem gengur undir
nafninu St. Pauli. Hverfi þetta er
mjög sótt af ferðamönnum, enda er
þar margvíslega skemmtun að háfa.
Hlutar þessa hverfis hafa mjög illt
orð á sér og þykir léttúð vera þar í
meira lagi.
Við breiðgötuna Iteeperbahn, sem
er bjarta þessa hverfis eru eintómir
skemmtistaðir ólíkrar tegundar. Við
liverjar dyr standa dyraverðir og
kalla upp, livað sé lil skemmtunar á
hverjum stað. Alls staðar rikir fjör
og kátina, en misjöfn er skemmtun-
in að gæðum og siðsemi. Á Zillertal
er frumlega skemmtun að fá fyrir
Norðurlandabúa. Þctta er griðarstór
bjórsalur með dansgólfi og fjölmennri
hljómsveit í týrólskum búningi.
Hljómsveitarstjórinn gengur öðru
hverju fram í salinn og setur fjaður-
skreyttan hatt sinn á höfuð einhvers
gestánna. Ef sá hinn sami er ekki
nógu fljótur að taka battinn af höfð-
inu, er það siður, að liann fari upp
Homborg
á hljómsveitarpallinn og stjórni
hljómsveitinni næstu þrjú lögin. Er
]>að misjafnt, hversu vel mönnum
tekst að stjórna — eða fylgja taktin-
um hjá hljóðfæraleikurunuTn. Auk
þess verður sá ógæfusami gestur að
gefa öllum hljóðfæraleikurunum bjór.
Svipaður háttur er hafður á sams
konar stöðum viðar í Þýskalandi. 1
Heidelberg er t. d. hliðstæður Ziller-
tal, þótt minni sé. Milli danssyrp-
anna er svo sungið bástöfum „ein
prosit, in prosit ....“, þekkt stef þar
syðra. Stekkur mannskapurinn þá
allur upp á borðin, sem eru lieldur
af grófara taginu og skálar í líters-
krukkum af bjór eða stórum Rínar-
vínsglösum. Ósjálfrátt verður mönn-
um hugsað til stúdentafagnaða við
slíkan söng og slíkt fjör.
Miðaldra konur, klæddar sem liús-
mæðiir i eldhúsverkum ganga um
beina ekki síður en prúðbúnir þjón-
ar. Ef þröngt er að koinast áfram
fyrir dansandi fólki „rassa“ þær sig
óspart áfram og hlæja eins og tröll-
skessur. Illindi eru þar sjaldgæf.
Áberandi staður við Reeperhalm er
„Lausen“. Það er veitingahús, þár
sem einkennilega margt kvenfólk er í
gestahópnum. Ef betur er að gáð, þá
sést að ])etta er betur klætt kvcnfólk
en gerist i Þýskalandi. Vegfarandi
þarf beldur ekki lengi að staldra við til
þcss að sjá, hvers kónar staður þetta
er. Kvenfólkið hremmir bráðina fijót-
lega, ef karlmaður kemur þar inn
einn sins liðs, en gefur aðskotadýrum
úr bópi kynsystra sinna illt auga.
Grosse Freiheit" er pafn á þver-
þvergötu út frá Reeperbahn. Gata þessi
er víðfræg og ber nafn með rentu.
Hún er gömul markalína milli Ham-
borgar og Altónu og þar ríkir enn
„bið mikla frelsi“, sem ríkti þar áð-
ur fyrr, þegar gatan sjálf var eigin-
lega eins konar „no man’s land“, utan
lögsagnarumdæmis beggja borganna.
Það er þess virði fyrir gesti, sem til
Hamborgar koma, að líta inn á helstu
skemmtistaðina við ]iá götu. Frum-
legt cr t. d. að sjá fólk i útreiðartúr
fast við borðin, þar sem gestirnir
njóta veitinganna. Hringsvið er inni
á milli borðanna og lágur veggur
kringum það. Sviðið er malborið og
hófarnir sletta ýmsum óhreinindum
út yfir vegginn tii ])ess að drýgja mat
og drykkjarföng gestanna. Gcstir geta
fengið að koma þarna á hestbak, en
auk ])ess eru sýndar ýmsar listir á
hestbaki af sérstöku fólki, konum og
körlum.
Allt þetta hverfi, sem er örskammt
frá liöfninni, iðar af lífi frá kl. 8
e. 1). tii kl. 4 að nóttu, enda eru lát-
lausar sýningar þar allan þann tima.
Fullyrt er, að hvergi í Evrópu sé
næturglaumur jafnmikill á eins litlum
bletti og á Reeperbahn og við ]>ver-
götur hennar.
í skuggunum bak við Ijósadýrð
Reeperbahn eru staðir, sem seiða til
sín marga, og Hamborgarbúar státa
lítið af. Þetta eru götur, sem eru lok-
aðar i báða enda, svo að einungis fót
gangandi menn komast inn. Á dyrum
húsanna hanga skilti, þar sem á er
letrað „Zimmer frei“ (herbergi laust).
í mörgum gluggum eru svo sýningar.
íbúarnir, sem eru konur, standa ]>ar
í dauflegu lýstum gluggum fáklædd-
ar mjög og reyna að læla vegfarendur.
Ekki er langt siðan mjög var lagt að
lögregluyfirvöldum borgarinnar að
reyna að þvo þennan smánarblett af
borginni. Lögregluþjónar voru sendir
á vettvang og tóku þeir að rífa niður
hindranirnar á götunum. En kven-
fólkið kom þá til dyranna eins og
það var klætt í orðsins fyllstu merk-
ingu. Segir eigi frekar af þeirra skipt-
um við lögregluþjónalia, en liinir sið-
arnefndu urðu að láta í minni pokann
og hypja sig á burt. Á opinberum vett-
vangi hefir þeirri skoðun verið haldið
fram til styrktar íbúum þessara lok-
uðu gatna, að þær 400 konur, sem þar
búa, gangi undir stranga læknisskoð-
un tvisvar í viku, en hinar aðrar
8000 stallsystur þeirra i borginni
geri það ekki og reki starfsemi sína
á almannafæri, sem sé miklu hættu-
legra. *
Við enda einnar af lokuðu götunum.
Á sunium næturklúbbunum dansa hinar fastráðnu stúlkur við gestina,
blanda þeim drykki og gera þeim fleira til skemmtunar.
LITl.A SAGAN
RUZICKA :
Hcimanmundunnn
NÝI bankastjórinn i Merkúr-bank-
anum lagði mikla áherslu á að vera
í persónulegu sambandi við gömlu
skiptavinina sína og gerði sér far ivm
að kynnast þeim nýju. Þegar hann var
kynntur Gunnari Jónssyni kom fát
á manninn og svo sagði liann hikandi:
„Mér finnst ég hafa hitl yður áð-
ur. Þckkjumst við ekki frá fornu
fari?“
„Ekki svo ég muni,“ sagði banka-
stjórin n.
„Jú, nú man ég þetta .... Eg þekki
nieira að segja konuna yðar.“
„Konuna mina?“
„Einmitt. Hafið ])ér ekki .... lát-
um okkur nú sjá .... búið á Grand
Ilotel í Stokkhólmi fyrir tiu árum?“
„Fyrir tiu árum? Jú. það mun vera
rétt .... En ....“
Bankastjórinn hugsaði sig um. En
hann gat ekki munað ....“
„Og kynntumst við þá á Grand
Hotel?“ spurði hann hikandi.
„Já. Það er áreiðanlegt."
„Mér þykir það leitt — ten ég get
ekki, þó að ég væri allur af vilja gerð-
ur ....“
„Eg skal reyna að gera yður þetta
auðveldara,“ sagði nýi viðskiptavin-
urinn, Gunnar Jónsson. „Hugsið yð-
ur vel um. Munið þér ekki eftir dá-
litlu atviki, sem gerðist þegar þér
voruð að fara?“
„Atviki?“
„Þér voruð að ferðbúa yður. Kon-
an yðar var að taka saman dótið ykk-
ar. En þá saknaði hún skóa.“
„Rétt! Þetta man ég ....“
„Þér hringduð á þjóninn,“ hélt
Gunnar áfram. „Þegar hann kom
spurðuð þér eftir skónum frúarinn-
ar. Hann svaraði að þvi miður vissi
liann ekktert um þá. Það kom ekki
annað í leitirnar en krakkaskór, en
skritnast var að herbergisnúmerið
yðar hafði verið krítað á þá. Iíonan
yðar bað um að fá að sjá skóna.
Þjónninn sagði að það væri óhugs-
andi að nokkur fullorðin manneskja
gæti notað svo litla skó. En samt kom
hann með þá. Og þá kom það.á dag-
inn að þetta voru skórnir, sem kon-
una yðar vantaði. Ilún roðnaði af
gleði og stolti, og þér voruð upp með
yður lika og gáfuð þjóninum rausn-
arlegt þjórfé. Og ekki þar með búið.
Án þess að þér sæjuð laumaði liún
að honum tíu krónum lika.“
Bankastjórinn hló og kinkaði kolli.
„Vitanlega. Nú man ég þetta allt
.... En hvernig getið þér vitað svona
greiniicga uni þetta? Áituð þér
kannske héima i næsta herbergi?"
„Nei, ]>að var ég sem var þjónn-
inn.“
„ Ha .... þér þjónninn?"
„Já, — og á þessari hugmynd
græddi ég vel,“ hélt Gunnar .Tónsson
áfram. „Þvi að það voru fleiri en þér,
sem gáfuð mér rausnarltegan vika-
skilding. F.g endurtók þetta brngð
með barnaskóna í hvert skipti sem
einhver var að fara af gistihúsinu.
Og það brást aldrei. Því fóVstærri
sem frúrnar voru því hærri var borg-
unin — þóknun hégómagirndarinnar.
Framhald á bls. 10.