Fálkinn - 29.10.1953, Blaðsíða 8
8
FÁLKINN
ANTON TSJEKOV:
Afbrotamaðurinn
ÓSKÖP lítill og ógurlega horað-
ur bóndi, í skyrtu, sem var saum-
uð úr strigapoka, og karbættum
buxum, stendur frammi fyrir
dómaranum í réttinum. Þungbú-
in þrjóska skín úr bólugröfnu,
skeggjuðu andlitinu og pírðum
augunum sem eru að heita má
í kafi undir loðnum brúnunum.
Hárið sem aldrei hefir komist í
kynni við kamb er eins og berði,
svo að manntuskan er einna lík-
astur konguló. Hann er ber-
fættur.
„Denis Grigoriev!“ byrjar dóm-
arinn. „Komdu nær og svar-
aðu spurningum mínum. Þann 7.
júií fór brautarvörðurinn Ivan
Semönov Akinov sína venjulegu
skoðunarleið. Snemma um morg-
uninn kom hann þér að óvörum
á línustöð nr. 141 og þar varst
þú að skrúfa ró af nagla, sem
festir brautarteininn við undir-
lægjuna, iþessa ró hérna! Þú varst
með róna á þér þegar þú varst
tekinn. Er það rétt?
„Hvað?“
„Er það rétt sem Akinov seg-
jr?“
„Hvað?“
„Hættu að segja hvað og svar-
aðu því, sem ég spyr um. Ilvers
vegna tókstu róna?“
„Eg hefði ekki tekið hana ef
ég hefði ekki þurft á henni að
halda,“ jarmar Denis og gónir
upp i loftið.
„Hvað ætlaðirðu að gera við
róna“?
„Róna? Við búum til sökkur
úr rónum . .. . “
„Hvaða við, má ég spyrja?“
„Við .... fólkið auðvitað ....
bændurnir í Klimovo . . . . “
„Heyrðu nú, kunningi, láttu
ekki eins og fábjáni, svaraðu al-
mennilega! Þér þýðir ekkert að
reyna að ljúga að mér — um
sökkur.“
„Eg hefi aldrei logið á ævi
minni, og svo ætti ég að fara að
ijúga núna .... Hvernig heldur
yðar náð að maður geti veitt
sökkulaus? Ef þér beitið lifandi
maðki á öngulinn, haldið þér að
hann fari í botn sökkulaus? Ljúga
... . “ Denis fussar. „Er nokkurt
gagn i lifandi beitu ef hún skroll-
ir ofan á vatninu? Hvort það er
heldur aborri eða gedda sem þér
viljið veiða þá halda þau sig alltaf
við botninn. Það eru ekki nema
horngelar sem taka í vatnsborð-
inu, og það þó sjaldan. Og þar að
auki eru engir horngelar í ánni
okkar — þeir þurfa meira svig-
rúm, þeir . . . . “
„Hvers vegna ert þú að segja
mér frá fiskunum þínum?“
„Hvers vegna? Það eruð þér
sem eruð að spyrja! Hjá okkur
veiðir fyrirfólkið á sama hátt.
Minnsta stráknum í þorpinu
mundi ekki detta í hug að fara
í veiði sökkulaus. Vitanlega gæti
hugsast að ein'hver fáráðlingur-
inn sem ekkert vit hefði á þessu,
reyndi að veiða sökkulaus. Fíln-
um verður ekki hjálpað.“
„Með öðrum orðum: Þú tókst
róna til að nota hana fyrir
sökku?“
„Vitanlega! Ekki ætlaði ég að
nota hana í krakkaleik.“
„En þú hefðir getað notað blý-
bút, kúlu eða nagla fyrir sökku!“
„Maður finnur nú ekki blý á
götunni, það kostar peninga, og
nagla er ekki hægt að notast við.
Rærnar eru bestar, þær eru
þungar ..... og svo er gat á
þeim.“
„Hann er eins og fáviti! Fædd-
ur í gær eða dottinn af himnum
ofan. — Skilur þú ekki, nautið
þitt, hvað getur leitt af því að
losa rærnar úr brautarteinun-
um? Ef brautarvörðurinn hefði
ekki séð til þín hefði lestin runn-
ið af sporinu og fjöldi fólks hefði
getað beðið bana! Þú hefðir þá
orðið manndrápari!"
„Hann er eins og fáviti! Fædd-
ur í gær eða dottinn af himnum
ofan. — Skilur þú ekki, nautið
þitt, hvað getur leitt af því að
losa rærnar úr brautarteinun-
Ef brautarvörðurinn hefði ekki
séð til iþín hefði lestin runnið af
sporinu og fjöldi fólks hefði getað
beðið bana! Þá hefðir þú orðið
manndrápari!“
„Guð miskunni mé'r, yðar náð.
Því skyldi ég fara að drepa menn?
Við erum kristið fólk, ekki giæpa-
menn eða því um líkt! Eg þakka
guði fyrir að hafa lifað svo alla
mína ævi að mér hefir ekki einu
sinni dottið í hug að drepa mann
.... guðs móðir frelsi mig og
varðveiti .... þér megið ekki
segja þetta, yðar náð!“
„Hvers vegna heldurðu að lest-
ir fari af sporinu? Ef þú tekur
tvær—iþrjár rær er slysið óhjá-
kvæmilegt."
Denis brosir tortrygginn og lít-
ur álasandi á dómarann.
„Hvað er að heyra þetta! Nú
hefir allt þorpið tekið rær þarna
árum saman, og svo ætti allt í
einu að fara að verða slys ....
manndráp .... Hefði ég tekið
burt tein, eða segið að ég hefði
lagt drumb þvert yfir teinana, þá
hefði lestin kannske farið af
sporinu, en eina ró .... Svei.
Rær eru ekki nema rær!“
„Þú hlýtur að skilja að rærn-
ar eru til þess að 'halda teinun-
um í skorðum!"
„Við viljum skilja það ....
Við tökum þær ekki allar ....
Við erum engin flón .... við skilj-
um hvar rétt er . . . . “
Dennis geispar og signir sig á
munninn.
„I fyrra fór lest af sporinu
hérna,“ segir dómarinn. „Nú skil
ég hvers vegna . . . . “
„Hvað?“
„Eg segi, nú skil ég hvers vegna
lestin fór af sporinu í fyrra. Nú
skil ég það.“
„Til þess hafið þér menntun-
ina, yðar náð! Guð vissi hverj-
um hann átti að gefa greindina,
svo að nú getið þér séð hvað er
rétt og hvað er rangt. En braut-
arvörðurinn — 'hann er sami
bóndinn og við, alveg greindar-
laus, hann tekur bara í svírann
á manni og fer með mann ....
Hann ætti fyrst að spyrjast fyrir,
og svo að fara með mann. En
bóndi er hann — og bóndavit hef-
ir hann líka .... Viljið þér skrifa,
yðar náð, að hann barði mig, —
tvisvar á kjaftinn og einu sinni
á bringuna.
„Við húsrannsókn heima hjá
þér hefir fundist önnur ró. Hve-
nær tókstu hana — og hvar?
„Eigið þér við þá sem lá undir
rauðu kistunni?
„Eg veit ekki hvar hún lá. Eg
veit bara að hún fannst hjá þér?
Hvenær tókstu hana, spyr ég!“
„Eg tók hana ekki. Það var
hann Ignaskja, strákurinn hans
Semöns rangeygða sem gaf mér
hana — þá sem lá undir kistunni,
meina ég. En þá sem lá á hiaðinu,
rétt við hlöðuna — hana tókum
við saman, hann Mitrofan og ég.“
„Hvaða Mitrofan?"
„Mitrofan Petrov, vitanlega
.... Hafið þér ekki heyrt hann
nefndan? Hann ríður net og sel-
ur þau ríka fólkinu. Harin þarf
mikið af svona róm. Að minnsta
kosti tíu í hvert net.“
„Hlustið þér á mig! 1081.
grein hegningarlaganna segir, að
hverjar þær skemmdir sem gerð-
ar eru viljandi á járnbrautartein-
um og sem geta haft hættu í för
með sér fyrir lest sem fer um
téða teina .... skilurðu það? Þú
veist það þá! Og það gat ekki far-
ið ihjá því að þú vissir hvaða slysi
þessi róaþjófnaður gat valdið,
jæja .... hefir sá sem spellun-
um hefir valdið bakað sér fang-
elsi og þrælkunarvinnu . . . . “
„Þér vitið þetta, yðar náð ....
Við erum einfalt fólk .... það er
ekki okkur gefið að skilja
svona . . . . “
„Þú skilur það vel. En þú læt-
ur sem þú sért einfeldningur ....
þú lýgur að mér!“
„Þvi ætti ég að vera að ijúga?
Spyrjið þá í þorpinu hvort þeir
trúi mér ekki. Það kann að vera
að hægt sé að ná í smákarpa upp
í vatnsborðinu, það er að segja
sökkulaust, en það er enginn mat-
ur í þeim.“
„Kannske þú hafir eitthvað
meira að segja mér frá horngel-
anum?“ segir dómarinn brosandi.
„Hann gengur ekki í ána hjá
okkur. Ef maður kastar flugu
getur það komið fyrir að maður
fái eitthvað á önguiinn, en það
er sjaldan, sem það . . . . “
„Haltu þér nú saman!“
Nú varð þögn í réttinum. Denis
steig þungt í fæturna til skiptis,
starir á græna dúkinn á borðinu
og deplar augunum eins og hann
væri að horfa á sólina en ekki á
grænan dúk. Dómarinn skrifar
og það ískrar ofurlítið í pennan-
um.
„Má ég nú fara?“ segir Denis
eftir nokkurra mínútna þögn.
„Nei, ég tek þig höndum og
læt þig í fangelsi.11
Denis hættir að depla augun-
um, hryplir loðnum brúnunum og
horfir á dómarann.
„Fangelsi? Hvers vegna á ég
að fara í fangelsi. Ekki hefi ég
stolið, ekki flogist á . . . . ég verð
að komast á markaðinn og fá hjá
honum Jegor þessar þrjár rúbl-
ur sem hann skuldar mér fyrir
svínafeitina .... Og ef ég á að
fara í fangelsi fyrir þennan van-
goldna skatt þá megið þér ekki
hlusta á fulltrúann, yðar náð ....
hann er alls ekki kristinn maður,
yðar náð ....
„Haltu þér saman! segi ég.“
„Eg segi ekki orð . . . .“ tautar
Denis. „Og ég get unnið eið að
því að fulltrúinn lýgur .... Við
erum þrir bræðurnir — Kumsa
Grigoriev, Jegor Grigoriev og ég,
Denis Grigoriev . ... “
„Þú truflar mig .... Heyrðu,
Semön,“ kallar dómarinn. „Farðu
með hann út.
„Við erum þrír, segi ég,“ held-
ur Denis áfram að tauta en tveir
sterkir hermenn taka í hann og
fara með hann burt úr salnum.
„Einn bróðirinn þarf ekki að
svara fyrir annan .... Kumsa
Farmhald á bls. 10.