Fálkinn


Fálkinn - 29.10.1953, Blaðsíða 10

Fálkinn - 29.10.1953, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN Sagan aí Molly Pitcher ÞAÐ er einkennilegt og harla eftir- tektarvert hversu sagan endurtekur sig í rás 'göfugra og fagurra viðburSa, sem eru i eðli sínu svo likir að varia er unnt aö þekkja þá í sundur. Ef til vill nuin á komandi árum verða ógjörningur að greina þá réttilega hvern frá öðrum, og þá munu þessir lœrðu menn, sem óska ekkert frekar en að neita öllu, er telja ma þess virði að trúa, opna munninn og segja eins og þeir segja nú um Vilhjálm Tell og eplið: „Hvenær sem atburður er kynntur meS þeim orðum, að hann hafi gerst i ýmsum löndum og meðal ó- líkra þjóða megum við vera ])ess full- vissir, að Iiann hafi aldrei gerst.“ Eigi að siður á Spánn sína Ágústínu, meyna frá Saragossa, England hina hug- djörfu Mary Ambree, og Ameríka Molly Pitchcr, hugprúðu hetjuna frá Monmouth, og þessar þrjár konur unnu sér virðingu og frægð með sömu dáðríku afrckunum. Ágústína er þeirra öfundsverðust, því að mikið skáld hel'- ir sungiS henni lof og prís, um Mary Ambre hefir verið ort virðulegt IjóS til að gera orðstír hennar ódauðlegan, en um Molly Pitcher hefir enn ekki verið orl kvæði til að minna lands- menn hennar á þá aðdáunarverðu hug- difsku, sem liún sýndi á orrustuvell- inum. Spánska stúlkan var af almúgafólki, ung, fátæk og mjög falleg. Þegar Frakkar sátu um Saragossa í Napóle- onsstríðinu, bar hún á hverju kvöldi mat til hermannanna, sem vörðu víg- in. Dag nokkurn var ásrásin svo heift- arleg og skothríðin svo banvæn, að við PorfiIlo-hliðiS stóð ekki einn ein- asti maður uppi til að hrinda áhlaupi hins ægilega óvinar. Þegar Ágústina kom á staðinn með fátæklegu matar- körfuna, sá hún siðustu skyttuna falla í blóði sínu upp á virkismúrnum. Hún hikaði ekki eitt andartak, en hljóp tafarlaust yfir hrú'gu af likum og greip eldspýtuna úr fingrum hans, sem þegar voru farnir að stirðna og lileypti sjálf af fallbyssunni með því að kveikja í púðrinu. Síðan kallaði hún á lands- menn sina til að stöðva flóttann í liði þeirra og leiddi þá ótrauð út í bar- dagann aftur, hrakti Frakkana burt frá hliðinu, sem þeir höfðu nærri þvi náð á vald sitt, og heiöri Spánar var bjargað. Þegar umsátrinu var hætt og horgin frjáls, var Ágústínu véitt eftir- laun, auk sömu dagpeninga og skot- liðsmönnum var ætlað, og henni var leyft að bera á ermi sinni ísaumað skjaldarmerki Saragossa. Byron lá- varður lýsir í kvæði sínu „Barnið Harold“, fegurð hennar og hetjudáð, og þeirri örvæntingarfullu hugdirfsku, sem hún sýndi í vörn á skárði því, er óvinirnir höfðu brotið i varnarmúr- inn: „Who can avenge so wcll a leaders fall? What maid retrieve when man’s flushed hope is lost! Who hang so fiercely on the flying Gaul, Foiled by a woman’s hand before a battered wall?“ * Hvað sögu Mary Ambree snertir verðum við að láta sagnaritarana eiga sig, sem gerðu sjálfum sér þá skömm og skaða að minnast aldrei nokkru orði á hana, og leita aðstoðar kvæðaskáldanna. Frá þeim fáum við allt, sem við þurfum að vita, og ]>að er fljótt verið að segja frá því. Elsk- hugi hennar var á sviksamlegan hátt drepinn í striðinu milli Spánar og Iíollands, og voru Englendingar þá bandamenn Hollendinga. Hún sór þess þá dýran eið að hefna dauða hans, klæddist brynju hans og tók þátt i umsátursorrustunum um Ghent, þar sem hún barðist með hlífðarlausri dirfsku á virkisveggjunum. Ilamingj- an er hliðholl hinum hugdjörfu, og hvar sem mærin sást með vopn í hendi var óvinurinn lirakinn á flótta, þar til hinir vasklegu spönsku hermenn tóku að lokum þátt í aðdáun Englend- inga á þessum hugprúða andstæðing: „Tf England doth yield such brave lassies as thee, Full well may she concpier, faire Mary Ambree.“ Meira að segja óskaði hinn mikli prins af Parma að sjá þcssa kjark- miklu, ungu stúlku, og er hann komst að raun um að hún var jafn skírlíf og hún var hugrökk og falleg, leyfði hann henni að sigla heirn án þess aS mæta nokkrum yfirgangi af her- mönnum hans. „Then to her own country she back did returne, Still holding the foes of faire England in scorne, Therefore English captaines of every degree Sing forth the brave valours of Mary Ambree." • Og nú komurn við að Molly Pitcher, sem, næstum gleymd og án þess aS hafa hlotnast að sungnir væru lof- söngvar um hana, ætti engu síður aS eiga hlutdeild í þeim heiðri, sem að maldegleikum hefir óspart verið hlaðið á nöfn hinna spönsku og ensku hetjukvenna. „Þessi rauðhærða, freknótta unga irska kona,“ sem hvorki var fögur sýnum né áberandi á einn eða annan hátt, hafði nýlega giftst skotliðmanni i hinum litla her Washingtons. 28. júni 1778 var orrust- an við Monmouth háð, fræg fyrir hina aðdáunarverðu herstjórn Was- hingtons, sem náði aftur yfirhönd- inni þrátt fyrir vanrækslu Charles Lee hershöfðingja, og einnig fræg fyrir hina vasklegu framgöngu og hugprúðu dauðastund Moneton liðs- foringja í enska hernum. Það var sunnudagsmorgunn, drungalegur og mollulegur. Þegar á daginn leið, þjáð- ust liermcnn beggja aðila ægilega af hinum ofsalega, látlausa hita, sem oft er ekki minni í Ameriku en Indlandi. Hitamælirinn sýndi 9fi gráður á Fahrenheit í skugganum. Menn féllu dauðir niður þar sem þeir stóðú án þess að hafa fengið nokkurn áverka, slegnir af sólstungu, og félagar þeirra fylltust hrylling viS að sjá þá. Molly Pitcher, sem skeytti engu nema þján- ingum hermannanna, er tóku út ægi- legar kvalir af ])orsta og hungri, bar vatnsfötur frá nálægum brunni, og lét þær ganga milli hermannanna. Hún þrammaði fram og aftur, þessi sterlca, liugrakka, þolinmóða unga kona, á meðan svitinn rann niður freknótt andlit hennar, og berir handleggir hennar urSu þaktir hliiSr- um of sólarhitanum. Það tók hana langan tíma að ná til eiginmanns síns -— þeir voru svo margir hermennirnir, sem báðu hana um drykk á meðan hún erfiðaði sig áfram — en að síð- ustu sá hún hann, óhreinan með slcrælnáðar varir og örmagnaðan af sólarhitanum, og hún reyndi að greikka úr sporunum, þótt hún væri að því komin að hniga niður af þreytu. Þá heyrðist allt i einu kúlu- hvinur, og hann hneig dauður niður við hliðina á byssu sinni áður en unnt væri að væta skrælnaðar varir hans. Fatan féll úr höndnm Molly, og eitt augnablik, því að mitt i orrustugnýn- um heyrði hún gefna fyrirskipun um að draga fallbyssu eiginmanns henn- ar burt af orustuvellinum. Skipunin vakti hana aftur til lifs og dáSa. Hún þreif hleðslustafinn úr niðurbældu grasinu, og hraðaði sér að varðstöðu skotliðsrriannsins. Hún kunni hand- tökin. Hún var húin að venjast of vcl hernaSinum og öllu, sem að hon- um laut, til þess að vera fáfróð i þeim efnum eða sýna nokkur hræðslu- merki. Sterlc, fim í höndum og ótta- laus, stóð hún hjá vopninu og stjórn- aði banvænni skothríð þess þar til fall Moneton sneri sigurhjólinu við. Bresku hersveitirnar undir stjórn Clintons vorú hraktar burt eftir ör- væntingarfulla orrustu, Ameríkumenn- irnir náðu yfirhöndinni á vigvellin- um, og orustan um Monmouth var unnin. Daginn eftir var vesalings Molly — Molly kemur í stað eiginmanns síns. Vltið þér...? hvaðan nafnið „Hvíta húsið“ á forsetabústað Bandaríkjanna staf- ar? í stríðinu milli Bandaríkjanna og Englands árið 1812 tóku Englendingar sambandsstjórnarhöfuðborgina Was- hington og brenndu flestar opinberar byggingar, þar á meðal Capitol (þing- húsið) og forsetabústaðinn. Þegar átti að fara að byggja húsið upp aftur voru veggirnir svartir af sóti og þess vegna voru þeir málaðir hvítir, og almenningur fór að kalla bygg- inguna „Hvíta húsið". að lengsta forskastökk, sem tek- ist hefir að mæla með vísindalcgri nákvæmni er 8.09 metrar. Það eru því ekki margir menn, sem geta keppt við froskinn í langstökki. Þó stökk Ameríkumaðurinn Owens 8,13 metra og er það heimsmet. nú ekki lengur tryllt skjajdmey, en döpur ekkja, með grátbólgin augu, og ofurlítinn sorgarborða fastnældan á ungu, breiðu brjóstinu — kynnt fyrir Washington sjálfum, og var í viður- kenningarskyni skipuS undirforingi með hálfum launum ævilangt. Svo er sagt, að frönsku liðsforingjarnir, sem þá börðust fyrir frelsi nýlendnanna gegn Bretum, hafi verið svo hrifnir af hugdirfsku hennar að þeir hafi bætt við laun þessi þríhyrndum liatti fullum af gullpeningum, og veilt hcnni nafnbótina „La Capitaine“. Engar frásagnir eru lil um það, hvað um liana hal'i orðið síðar. Hún lifði og dó óþekkt, og nafn hennar hefir næst- um gleymst í því landi, sem hún þjón- aði. En minningarnar um hetjudáðir geta aldrei algjörlega dáiS út, og MoIIy Pitcher hefir áunnið sjálfri sér lítið veggslcot i musteri frægðarinn- ar, þar sem hin fagra Mary Ambree og hin óttalausa mrer frá Saragossa eru félagar hennar. Frændi (við óþæga strákinn): — Þegar ég var á þinum aldri var ég aldrei svona óþægur og hrekkjóttur. — HvaS gelck að þér, frændi? Varstu þá veikur?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.