Fálkinn - 08.01.1954, Síða 6
6
FÁLKINN
Spennandi ástar- og leynilögreglusaga eftir Phyllis Hambledon.
Leynánvmál
ggstranna
„Hann hefir gott af jþví að fá ein-
liverja hreyfingu,“ endurtók Suzy.
„Mér hefir sýnst að hann kæri sig
ekki ýkja mikið um að hreyfa sig,“
sagði Martin. „Eg vona að þú eigir
ánægjulegan og friðsælan dag fyrir
höndum, Rosalind."
„Já, það vona ég líka,“ sagði Suzy.
„Eg vona að Helen láti þig í friði,
Josephine getur annast um hana.“
Þau óku af stað. Eg hafði megnustu
andstyggð á þeim báðum. Það var mér
undrunarefni að mér skyldi nokkru
sinni hafa dottið í hug að giftast
Martin. Það var tæpast mikið í liann
spunnið, þar sem hann lét blekkjast
af fyrstu daðurdrósinni, sem á vegi
hans var. En þrátt fyrir reiðina hið
innra með mér efaðist ég um, að það
væri réttmætt að kalla Suzy slíku
nafni. Hún gat vissulega ekki að því
gert að hún var falleg og laðaði karl-
mennina að sér.
EG lá makindalega í einum ruggu-
stólanna á sólpallinum og reyndi að
hugsa. Eg braut heilann um hvort
hugsanlegt væri að Helen hefði sagt
satt. Ilafði hún fundið perluna í
skápnum? Væri svo, mætti draga af
því þá ályktun, að einhver hefði búist
dulargervi i þvi skyni að hræða hana
og koma ihenni ennþá meira úr jafn-
vægi.
Hvers vegna? Til hvers? Hver gat
tilgangurinn vcrið? Jlér var ómögulegt
að gera mér nokkra grein fyrir því!
Eg ákvað að ganga' út frá því að
saga hennar væri sönn og álykta sam-
kvæmt þvi. Hver var líklegastur til
að klæðast nunnubúningi og hafði
jafnframt tækifæri til að komast inn
í herbergi hennar? Það var ofur auð-
velt að útbúa slíkan búning og, þar
sem höfuðbúnaðurinn slútti svo mjög
fram á andlitið, var ekki teljandi á-
LÍTIL HJÚKRUNARKONA. — Það
er fullvíst að kanínan á myndinni fær
góða hjúkrun hjá Ingu litlu. Og svo
er kanínan alls ekki veik. Það er bara
Inga, sem hefir gaman af að leika
hjúkrunarkonu.
hætta að viðkomandi þekktist — þrátt
fyrir tunglsljósið.
Nunnan liefði getað verið hvort sem
var karlmaður eða kona. Ekki .Tose])-
hine — því að hún hafði komið svo
fljótt á staðinn, auk þess var vöxfur
hennar of auðþelckjanlegur, vegna þess
hve lágvaxin og feitlagin hún var. Ekki
Suzy, því að hún hafði komið beint
úr í’úmi sínu og auðsjáanlega v’arta
vöknuð. Sjálfa mig útiiokaði ég einn-
ig og þá voru aðeins kerlmennirnir
eftir.
Það gat ekki verið Martin. Tæplega
Denis, því að hann hafði einnig verið
jnjög fljótur á vettvang. Pierre?
Pierre — skyndilega minntist ég
þess að Josephine hafði virst tefja
fyrir okkur af ásettu ráði.
Mér liafði aldrei getist vel að Pierre.
Frá því fyrsta hafði ég haft óbeit á
honum. Framkoma hans og útlit var
lævislegt og svo virtist hann alltaf
læðast eins og köttur. Honum hlaut
að vera fultkunnugt um fyrri drauma
Helenar, og sama máli gilti <im alla
þá, sem voru kunnugir i Bláskógahús-
inu. Til dæmis Sebastian.
Já, Sebastian! Vissulega hafði eng-
inn orðið lians var þá um nóttina og
Martin hafði læst útidyrunum, en það
gat meira en vel verið að liann hefði
lykil að þeim.
Eg stökk á fætur. Eg var of eirðar-
taus til að halda kyrru fyrir i stóln-
um. Eg ákvað að fara út að ganga.
Eg gekk út um hiiðið, og þegar ég
kom út fyrir það létti mér ótrúlega
um hjartaræturnar, mér fannst allt
í einu að ég væri frjáls og næstum eins
og ég átli að mér.
Le Vicomté de Dinard var einkenni-
lcgur staður. Áður hafði búið þar fjöldi
miiljónamæringa og þá höfðu verið
þar tvö spilavíti, eitt fyrir auðkýfinga
en annað fyrir almenning. Nú hafði
HUGRÖKK STÚLKA. — Það er ægi-
legt að sjá ungu slúlkuna á myndinni
ganga beint í gin drekans. En að vísu
er hann ekki lifandi heidur höggvinn
í kletta einhvers staðar austur í
Indlandi.
KEISARAHJÓNIN í FRÍI. — Keisar-
inn og keisarafrúin í Japan dvöldu í
sumarleyfinu í Nasu, 140 km. fyrir
norðan Tokíó, en þar eiga þau sumar-
bústað. Hér sjást hjónin, klædd að
vestrænum sið. Þetta er fyrsta mynd-
in sem tekin hefir verið af „syni sól
arinnar" með stárhatt og mittisól.
ÓHÁÐ BENSÍNINU. — Þessi stúlka
var ekki upp á bílana komin meðan
bensínverkfallið var í London í haust.
Hún á nefnilega marga hesta og asna,
sem hún leigir fjölleikahúsum, og með-
an verkfallið stóð notaði hún asnann
sinn þegar hún þurfti að bregða sér
milli húsa.
það fyrrnefnda verið lagt niður og
sumarbústaðir miiljónamæringanna
stóðu tómir. Vegir þeir, sem skraut-
legar bifreiðar þeirra óku eftir áður
fyrr,- voru nú orðnir að vanhirtum
troðningum og umferðin um þá var
mestmegnis af geitum. Og það var
þarna sem ég mætti Júlíusi Hocker.
Andlit ’hans ijómaði er hann kom
auga á mig, og ég gladdist yfir því,
þótt mér væri fullljóst, að ég ætti ])að
ekki persónulegum töfrum mínum að
þakka. Hann var sérlega viðfelldin
piltur — ágætis náungi, hugsaði ég
með mér. Mér hafði geðjast vel að
honum þegar við fyrstu sýn, og ég
var viss um að honum félli einnig
vel við mig.
„En hvað ég var heppinn að rekast
á yður, frú Motcombe!“ sagði hann.
„Hvernig líður Helen? Eg reyndi að
ná tali af henni í dag en Suzy gerði
mig afturreka •— í annað sinn. Hún
sagði að Helen væri lasin. Eg licfi
satt að segja verið mjög áhyggjufull-
ur út af henni.“
„Hún svaf fremur illa í nótt.“
Eg sá enga ástæðu til að leyna liann
atburðum næturinnar og ég sagði
honum því aiit af létta. Hann varð
enn áhyggjufyllri á svipinn.
„Þetta er hræðilegt. En ég er sann-
færður um, frú Motcombe, að iiér var
ekki um draum að ræða.“
„Það segir iiún iíka.“
„Hún segir það satt. Þetta liefir ver-
ið einhver sem hefir viljað hræða hana
til þess að gera hana brjálaða og hver
sá sem það hefir verið, þá er það víst,
að það er sá sami sem myrti Mollý
Frenier!“
Það fór hrollur um mig.
„Já, mig hryilir líka við að hugsa
til þess,“ sagði Júiíus. „Eg er einnig
sannfærður um að taugaóstyrkur
Helenar stafar að miklu leyti af því
að hún veit miklu mcira um morðið en
hún iiefir viljað segja fram að þessu!“
„Hún segist hafa séð morðingjann."
„Meðalmann á hæð í gráum fötum,“
greip Júlíus fram i. „.Tá, ég veit það.
Eg las frásagnir blaðanna af iikskoð-
unarréttarhöldunum. Lýsingin er ó-
neitanlega full óákveðin, eða hvað
finnst yður? Þetta gæti átt við svo
marga.“
Eg ákvað að gera .hann að trúnaðar-
manni mínum.
„Júlíus, ég er einnig sannfærð um
að hún veit meira en ’hún vili vera
láta. Henni þykir íiijög vænt um
yður ....“
„Haldið þér það?“ sagði hann. And-
iit lians var eitt sólskinsbros.
„Það hefir mér sýnst," sagði ég.
„Haldið þér ekki ....“
Eg komst ekki lengra þvi að liann
greip fram i fyrir mér.
„Eg veit það elcki. Eg varð auðvitað
ástfanginn af henni um leið og ég sá
hana aftúr. Hún hefir alltaf verið
indæl en það er nú fyrst .... Eg á
við .... finnst yður hún ekki indæl?
Eg þorði varia að gera mér vonir um
að 'henni litist líka á mig! Æ ■— gæti
ég ekki fengið að hitta hana? Eg gæti
til dæmis reynt að fá hjá henni nán-
ari upplýsingar um það sem skeði
í nótt. Eg gæti að mirtnsta kosti reynt
það.“
„Hún liggur í rúminu eins og er,“
sagði ég.
„Hún gæti auðvitað farið á fætur?“
Já, hvað var raunar því tii fyrir-
stöðu? hugsaði ég. Suzy hafði að vísu
fullyrt að hún þyldi engar geðshrær-
ingar, en var Suzy dómbær á það? Eg
var hins vegar þeirrar skoðunar að
Helen ihefði gott af að umgangast þenn-
an ástfangna unga piit — það gat
orðið til að auka sjálfstraust hennar,
og ég var sannfærð um að það væri
henni ihollt. Ennfremur gæti það orðið
til að lækna hana af því að beina aliri
ást og umhyggju að hundstetrinu.
„Gerið það fyrir mig, frú Mot-
combe,“ sagði .Túlíús.
Eg lét undan.
„Þér eruð iíkléga vanur að fá vilja
yðar framgengt?" sagði ég.
„Stundum tekur það langan timn.“
sagði hann. „Við skulum þá hraða
okluir til Biáskóga, áður en þau Suzy
og maðurinn yðar koma heim. Eg sá,
þegar þau óku af stað.“
Þessi orð hans urðu lil ‘að styrkja
ákvörðun mína. Eg stóðst ekki freist-
inguna að gera Suzy á móti skapi.
í Bláskógahúsinu var allt kyrrt og
hijótt — ckkert heyrðist að undan-
teknum hijóðskrafi þeirra Pierre og
Josephine i eldhúsinu. Þau urðu okk-
ar ekki vör. Eg er meira að segja viss
um að bau höfðu ekki einu sinni tekið
eftir því þegar ég fór út.
LG liefi sjaldan séð meiri gleði en
þá, sem skein úr andliti Helenar, þeg-