Fálkinn - 08.01.1954, Qupperneq 9
FÁLKINN
9
stjórastöðunni sem föður hans
var boðin. Robert verður að
skilja að þeim manni er ekki trú-
andi fyrir ábyrgðarstöðu, sem er
ragur að eðlisfari! Hann verður
að gera sér ljóst að það er eitt-
hvað ístöðulítið í eðli hans sjálfs,
sem hann verður að læra að sigr-
ast á.“
Hún sá reykháf fjúka af húsi,
sá dyrnar láta undan rokinu og
opnast og fjúka svo burt á næsta
augnabliki og dala þar sem hlé
var.
,,Ég hefi dekrað of mikið við
Robert. Ég hefi gert föður hans
að hetju í hans augum — þó að
það hefði verið hyggilegra að
segja honum sannleikann fyrir
löngu. Ef Robert hefði fótskekkju
mundi ég fyrir löngu hafa reynt að
láta lækna það — en ég mundi
aldrei segja að fóturinn væri heil-
brigður, ef hann væri það ekki.
Hann hefir vanskapaða sál, og
mér er nauðugur einn kostur að
segja honum það, hjálpa honum til
að gera hana heilbrigða og sterka.
Og jafnvel þó að það komi hart
niður á Jchn þá verð ég að segja
Robert sannleikann.
Ellen sá brúna skammt fram
undan sér. Hún beygði sig yfir
stýrið eins og hún vildi ýta bíln-
um hraðar gegnum óveðrið. Hún
beit á vörina svo að blæddi úr.
„Robert er líka sonur minn, hann
er ekki alger bleyða!“ muldraði
hún.
Stormurinn þrýstist gegnum
ósýnilegar rifur, feykti hárinu á
henni, næddi um axlirnar á henni.
Og nú fór Ellen að efast um hvort
hún kæmist yfir brúna og í skjól
við húsin hinumegin.
Bifreið kom á hægri ferð í átt-
ina að brúnni. Ellen starði á
hana.
„Þetta er fyrsti bíllinn sem ég
hefi séð á leiðinni, í þessu ofsa-
veðri,“ tautaði hún með sjálfri
sér.
Óveðrið varð verra — miklu
verra.
„Sá sem ætlar sér að aka sand-
hólabrautina í þessu veðri er
genginn af göflunum, hver svo
sem það er. Ef það væri ekki Ro-
berts vegna hefði mér aldrei
dottið í hug að leggja í þessa
ferð.“
Hún einbeitti allri orku sinni
að þessu eina: að halda bílnum á
veginum.
„Þegar ég mæti hinum bilnum
er ég komin á áfangastaðinn.
Þegar ég er komin yfir brúna er
ég komin í skjól ..........“
Bilið milli bílanna varð styttra
og styttra. Hálft þak kom fljúg-
andi yfir veginn.
„Áfram! Áfram!“ hrópaði Ell-
en til þess eins og það hefði heyrn.
Þakið lenti i voginum. Tréstofn
kom á eftir. Ellen gerði sér allt
í einu ljóst að hún hafði ekki
heyrt neitt hljóð, hvorki í þakinu
né trjábolnum og þó hlaut að
hafa brostið og brakað í þeim —
en öskrið í óveðrinu yfirgnæfði
allt annað hljóð. Hún reyndi að
nota blistruna á bílnum — það
hljóð gat hún heyrt, þrátt fyrir
storminn. En bíllinn flaug þvert
yfir ve’ginn, hallaðist, riðaði sem
snöggvast á tveimur hjólum og
kom svo aftur niður á öll hjólin.
Hún varð hrædd og barðist við að
halda bílnum réttu megin á veg-
inum. Hinn bíllinn var aðeins tvo
metra undan og svo rann hann
framhjá.
Ellen sperrti augun og rak upp
hljóð. 1 hinum bílnum sat John
boginn yfir stýrið, ríghélt í það
með annarri hendinni en reyndi
að opna gluggann með hinni. And-
litið var 'hvítt og augun starandi.
Gráthljóðið kom upp í kverkarn-
ar á Ellen. Hún gat ekki sýnt
hreysti fyrir þau bæði — ekki
núna — ekki núna. Hún sá að
hann nam staðar.
John var ekki að reyna að opna
gluggann heldur hurðina, sá
hún nú.
Ellen sneri sér í sætinu og
opnaði aftari dyrnar. 1 sömu and-
ránni kippti stormurinn hurðinni
af henni. Billinn skalf ákaft er
hurðin skall til baka. Svo heyrð-
ist málmhljóð og á næsta augna-
bliki sviptist hurðin af.
Ellen fölnaði og fylgdi hurð-
inni með augunum þangað til hún
datt ofan í voginn. Sjálfur vog-
urinn var að heita mátti þurr
þessa stundina. Róðrarbátar og
seglasnekkjur lágu þar í kös.
Nú lygndi eitt augnablik.
„Komdu hingað til mín!“ hróp-
aði Ellen. „Ég skal aka þér til
baka!“
„Notaðu tímann! Flýttu þér að
halda áfram! Yfir brúna. Fljótt!
Ellen!“ Andlit Johns var fölt og
það var ótti í skærum bláum aug-
um hans — en ekki hræðsla! Og
röddin var heldur ekki uppvæg
þegar hann endurtók: „Flýttu þér
yfir brúna!“
„Hvernig stendur á að þú ert
hérna, John?“
„Ég fór til að mæta þér. En
flýttu þér nú, Ellen!“
f sömu svifum kom ný vind-
kviða veinandi. Ellen sá varirnar
á John bærast og vissi að hann
var að kalla: „Flýttu þér!“ En svo
varð henni litið þangað sem hann
horfði: Út á sjóinn.
Yfir sandhólana sá hún dimm-
úðugan vegg rísa. Var hann tíu
metra hár? Eða tuttugu? Hver
gat sagt um það. Bjarg úr sjó
teygði sig upp til skýjanna.
Ellen hvíslaði: „John!“
Svo steyptist flóðaldan í ó-
stjórnlegri bræði og afmáði um-
hverfið.
Ellen reyndi að opna augun en
gat það ekki. Hún fann að hún
lá, hún heyrði mannamál kring-
um sig. Einhver var að nudda
hendurnar á henni. Hana verkj-
aði í úlnliðina. Smátt og smátt
varð henni ljóst að hana verkjaði
í allan líkamann — hún var þá
ekki dauð.
Hún mundi hvað gerst hafði
og þvingaði sig til að opna augun.
Hún sá Ijós frá ljóskerum. Hún
heyrði manneskju gráta. Fjöldi
fólks talaði saman, hver sem bet-
ur gat. Robert stóð á hnjánum
við hlið móður sinnar — það var
hann sem var að nudda á henni
hendurnar.
„Mamma, liður þér betur núna?
Mig langar til að segja þér dá-
lítið, mamma . .. . “ Robert hló
og grét í einu.
„Hvar er .... John?“ spurði
Ellen, og svo gat hún ekki sagt
meira.
„Heyrðu mamma,“ sagði Ro-
bert hás. „Ég sagði sýslumann-
inum í dag að ég hefði rekist á
hestvagninn og ætti einn sökina
á slysinu. Þið pabbi skuluð ekki
oftar þurfa að skammast ykkar
fyrir mig.“
Ellen þrýsti höndina á drengn-
um. „En John ............. er
hann .........?“
„Þú ættir að vita hvílík hetja
hann pabbi var. Flóðaldan olli
svo miklu tjóni. Pabbi bjargaði
fjölda mannslífa án þess að hugsa
um sitt eigið. Allir sem sáu hann
hrósa honum fyrir hugrekkið. En
loksins tóku þeir hann og fóru
með hann á sjúkrahúsið. Hann
fótbrotnaði — á þeim fætinum
sem hann særðist á í stríðinu.“
Ellen Castair hafði legið og
hlustað á frásögn sonar síns með
hamingjubros á vörunum. Svo
tók hún um hendurnar á honum
og horfði í augu honum. Nú var
tíminn kominn til að segja hon-
um það.
„Hann faðir þinn,“ sagði hún
stolt, ,,.... hann faðir þinn er
hraustur maður!“ *
— Þá endurtek ég .... villt þú
Óskar Alfred Olsen ....
Sigur hins værukæra.
— Það er svo að sjá, sem hann pabbi
þinn hafi veitt í dag!
150 jet-flugvélar
til mannflutninga ætla Bretar að
byggja á næsta ári. Þa8 eru Vickers
Armstrong verksmiSjurnar, sem smíða
meirihluta þessara véla og aðallega
eina tegund, nfl. Viscount-vélar. Hefir
firmað nú fyrirliggjandi pantanir á
84 vélum af þessari gerð, en líka ráS-
gerir það að smíða 30 Comet-vélar á
næsla ári.
Pæddist í stállunga.
Á sjúkrahúsi i Þrándlieimi har það
við fyrir skömmu, að kona sem var
í stállunga, sökum lömunarveiki, ót
barn. Heilsast þeim báðum sæmilega
og konan er nú komin heim til sin.
Á þessu sjúkrahúsi liggja um 40 sjúkl-
ingar með lömunarveiki, því að mikil
brögð hafa verið að veikinni i haust
í Þrændatögum, en nú kvað liún vera
í rénun.
— í Afríku eru enn til villimenn,
sem borga ekki skatt.
— Af hverju skyldu þeir þá hafa
orðið villtir?